Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2000, Blaðsíða 6
6 Fréttir MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2000 r>v 29. Evrópuþing alþjóðalögreglunnar haldið á íslandi: Interpol er engin sú perlögga - segir yfirmaður Evrópudeildar Interpol DV-MYND S 011 lönd Evrópu eru i Interpol Iver Frigaard eryfirmaöur Evrópudeildar interpot. Fuiitrúar 44 Evrópuríkja eru á landinu í tilefni 29. Evrópuþings Inter- pol sem haldiö er á Hótel Grand í dag. Fulltrúar 44 landa í Evrópu eru komnir hingað til lands vegna 29. Evr- ópuþings alþjóðalögreglunnar Inter- pol sem haldið verður á íslandi í dag. „Öll lönd Evrópu eru í Interpol, jafnvel Albanía. Til samanburðar má nefna að í Evrópusambandinu eru einungis 15 lönd Evrópu," sagði Iver Frigaard, yfírmaður Evrópu- deildar alþjóðalögreglunnar Inter- pol í höfuðstöðvum hennar í Lion i Frakklandi. Frigaard, sem er norsk- ur að uppruna, er einn af þeim sem staddir eru hér á landi vegna Evr- ópuþingsins. Hann útskýrði að Evr- ópusambandið hefur alþjóðalög- reglu innan sinna landa sem kölluð er Europol en Interpol er virkari lögregla vegna stærðar sinnar. „Interpol er fyrst og fremst upp- lýsingamiðill. Hvert land hefur Interpol-skrifstofu, svo það fer eftir landinu sjálfu hversu mikið það vel- ur að nota Interpol. En við erum engar súperlöggur, við höfum ekk- ert meira vald yfir löndunum," sagði Frigaard. Hann bætti því við að aðalhlut- verk Interpol er að leita að fólki. „Þegar einhver er eftirlýstur af Interpol þá fá öll lönd lýsingu á manninum og handtökuheimild. Þessar heimildir eru til dæmis send- ar til lögreglustöðvarinnar á Kefla- víkurflugvelli og ef maðurinn kem- ur þangað, þá er hann handtekinn,“ sagði Frigaard. Sameiginleg vandamál Á Evrópuþinginu verða um 145 manns, þar á meðal ríkislögreglu- stjóri Haraldur Jóhannessen, dómsmálaráðherra Sólveig Péturs- dóttir, Raymond Kendall, fram- kvæmdastjóri Interpol og John Abbott, varaforseti Evrópu hjá Interpol. Aserbaidsjan er eina Evr- ópuríkið sem ekki sá sér fært að senda fulltrúa. „Evrópuþingið er mikilvægt vegna þess að lögreglufulltrúar allra landa koma saman og ræða sameiginleg vandamál. Eins eru ákveðin málefni sem við ræðum á þinginu, svo sem hvernig hægt er að vinna með öðrum lögregluemb- ættum innan Interpol-kerfisins. Lögregla margra landa vinnur saman á ákveðnum svæðum Evr- ópu í þeim tilgangi að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Við viljum vinna með þeim,“ sagði Frigaard. Hann útskýrði að málin einfald- ast þegar svona 'svæðisbundin vinna lögregluþjóna frá mismun- andi löndum er sameinuð Interpol og einnig er þá auðveldara fyrir hinn almenna lögregluþjón að leita sér upplýsinga um alþjóða- glæpina. Á þinginu verður fuDtrúum Interpol boðið upp á kynningu á nýrri tækni í fingrafaraleit, sem og notkunargildi lögregluhunda. „Sum lönd hafa náö gífurlegri hæfni í notkun lögregluhunda í náttúruhamforum. Fulltrúar Tyrk- lands og ísraels munu kynna þetta fyrir öðrum löndum sem ekki nota hunda eins mikið tO þessara starfa,“ sagði Frigaard. -SMK Sjómannadags- ráð segir af sér - álagið allt of mikið, segja sjómenn DV, NESKAUPSTAÐ: Sjómannadagsráð í Neskaupstað hefur sagt af sér í einu lagi og vill að nýtt ráð annist um næsta hátíð- isdag í byrjun júni. Sjómannadagur- inn í Neskaupstað er ein mesta há- tíð ársins og má helst líkja við upp- skeru- eða kjötkveðjuhátíðir erlend- is. Stundum er þetta tveggja til þriggja sólarhringa dagskrá. Undirbúningi og framkvæmd fylgir gríðarleg vinna sem unnin hefur verið af sjálfboðaliðum. Þeir sem hafa staðið i þessu eru orðnir dauðþreyttir enda verið í starfmu um árabil. Formaður ráðsins hefur verið Guðjón Magnússon og hefur unnið gott starf með sínum mönn- um um mörg ár ásamt Karli Jó- hanni Birgissyni og Magna Krist- jánssyni, svo einhverjir séu nefndir. Sjómenn, sem eru aðalgerendur á hátíðinni, eru einnig orðnir þreyttir og hafa kvartað undan of miklu álagi á þessari fríhelgi þeirra. Hátíðin hefur dregið að sér fjölda aðkomumanna, einkum burtflutta Norðfirðinga, og jafnvel hefur meira verið í lagt en á Neistaflugi um verslunarmannahelgi. Nú bíður það nýrra krafta að undirbúa öflugan sjómannadag. -KAJ. Enn fækkar vörugjöldum: Gjald af legsteinum afnumiö í síðustu viku var samþykkt á Alþingi að fella niður vörugjöld af ýmsum vörutegundum. Meðal þeirra má nefna grjót til legsteina- smíði, hjólbörur, snakk, vöru- og fólksflutningalyftur, rúUu- og rennistiga, auk margvíslegrar efn- isvöru í raf- og tölvuiðnað. Að þvi er segir á heimasíðu Samtaka iðnaðarins hafa samtök- in barist fyrir afnámi vörugjalda af íslenskri framleiðslu og efni- vöru til hennar allt frá því þau voru sett á með lögum árið 1978. „Samtökin hafa haldið þvi fram að vörugjöldin og virðisaukaskatt- urinn fælu í sér tvöfalt kerfi neysluskatta sem væri hvergi við liði í samkeppnislöndum okkar. Á síðustu árum og misserum hefur þessi málflutningur verið að skila árangri og smátt og smátt hafa þær vörur sem bera vörugjöld ver- ið að týna tölunni," segir Jón Steindór Valdimarsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Samtaka iðnað- arins. -GAR Jóna Ingólfsdóttir. Hún veröur æösti yfirmaöur Landsbankans á Hornafiröi um næstu mánaöa- mót. Jóna hefur unniö sig upp metoröastigann, frá vélritun til bankastjóra. Nýr bankastjóri á Hornafirði: Úr vélritun til æðstu metorða DV, HOFN i HQRNAFIRÐI: Bankastjóraskipti verða í útibúi Landsbankans á Höfn um næstu mánaðamót. Jóna Ingólfsdóttir á Höfn hefur verið ráðin bankastjóri. Tekur hún við stjórninni þar 1. júní næstkomandi og fagna Hornfirðingar sínum nýja bankastjóra sem þeir hafa átt góð samskipti við á liðnum árum. Júlía Imsland Jóna er enginn nýliði í bankanum því hún hefur starfað sem bankamað- ur á Höfn í 25 ár, fyrst sem vélritun- arstúlka og síðastliðin sautján ár hef- ur hún verið skrifstofustjóri og geng- ið í störf bankastjóra eftir þörfum. Fráfarandi bankastjóri er Einar Bogi Sigurðsson sem nú fer til starfa í útibúi Landsbankans í Hafnarfirði. _ K Umsjón: Hordur Krístjánsson netfang: sandkom@ff.ls Boxið slegið út Hnefaleikafrum- varp féll naumlega i meðforum Alþingis fyrir helgina. And- stæðingar þess að leyfa ólympíska hnefaleika, með Pétur Blöndal í broddi fylkingar, mörðu sigur, Bubba Morthens og Ómari Ragn- arssyni til mikillar hrellingar. Með Pétri í nei-liðinu voru sjálfstæðis- mennimir Sturla Böðvarsson, Guðmundur Hallvarösson, Hjálm- ar Jónsson, Katrín Fjeldsted og Ámi R. Árnason sem boxáhuga- menn telja vafasamt að haFi sérlega mikið vit á boxíþróttinni. Þetta fólk muni seint stíga í hringinn til að berja mann og annan og eigi því alls ekkert að reyna að hafa vit fyr- ir öðrum í þessum efnum... Skutull hljóp Fyrrum stolt rækju- veiðiflota ís- flrðinga, frystitogar- inn Skutull (793 brúttó- lestir), dró mikla björg meðan hann var í eigu Togaraút- gerðar ísfirðinga. Síðar var skipið gert að innleggi í Básafell til að skjóta styrkari stoðum undir verð- andi stórveldi. Stórveldið féll og togarinn hvarf á braut en hann hefur nú verið yngdur upp. Hafa þrír fyrrverandi stjórar Básafells, þeir Eggert, Pétur og Halldór Jónssynir, fest ásamt Pálma Stef- ánssyni, reddara fyrirtækisins, kaup á vélbátnum Stundvís ÍS, sem er 19 brúttólestir að stærð, í nafni Togaraútgerðar Isafjarðar ehf. Gáfu þeir honum nafnið Skut- ull en heldur þykir gárungum að stolt rækjuveiðanna hafa hlaupið í meðforum, eða um heilar 774 brúttólestir... Datt á botninn Gissur Sigurðs- son, fréttamaður á Bylgjunni, þykir hafa þægilega út- varpsrödd og njóta þess margir að vakna upp við frétt- ir hans á morgn- ana. Gamall togara- jaxl vestiu- á fjörð- um hrökk þó við er hann heyrði fréttir af örlögum fyrrum stolts ís- firðinga, Guðbjargar ÍS, sem nú er þýskt og heitir Hannover. Giss- ur lýsti miklum bruna um borð og að allir skipverjar hefðu yfirgefið fleyið. Lýsti Gissur því síðan að skipið hefði verið að veiðum með trollið aftan i þegar eldurinn kom upp. Var gamla Guggan þá stöðvuð og við það datt trollið á botninn! Jaxlinum að vestan fannst þetta skrýtin frétt því að í hans sjó- mannstíð hefði trollið yfirleitt ver- ið dregið eftir botninum... Hetjan Haraldur Öm Haraldsson, norð- ur- og suðurpóls- fari, nýtur mikill- ar athygli fyrir að hafa sigrað í glímunni við norðurpólinn. Hann er nú ein af þjóðhetjum ís- lendinga og velta sumir því fyrir sér hvert næsta viðfangsefni verð- ur. Afrek hans eru mörgum hug- leikin og svo er einnig um orðhag- an velunnara Sandkoms sem þykir Haraldur hafa átt skilið blund eftir allt þrammið... Hetjan fagna marki má, mannraun staðist hefur. Tilverunnar toppi á í tjaldi Halli sefur. PGK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.