Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2000, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2000 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2000 35 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarforma&ur og útgáfustjórl: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason A&stoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugeró: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viötöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Tímamót á fjármála- markaði Merk tímamót urðu á íslenskum fjármálamarkaði á mánudag þegar samþykkt var að sameina íslands- banka og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Þar með hefur orðið til stærsta fjármálastofnun landsins, sem hefur alla burði til að láta að sér kveða á alþjóðlegum fjármálamörkuðum auk þess að opna nýja möguleika í hagkvæmri flármálaþjónustu við einstaklinga og fyrir- tæki á íslandi. Fyrir stofnfund hins nýja banka beindist athygli al- mennings og ijölmiðla fyrst og fremst að baráttunni um sæti í aðalstjóm. Slíkt er skiljanlegt en skiptir engu þegar til lengri tíma er litið. Valdabarátta milli einstakra hópa hluthafa eða einstaklinga um setu í stjórnum almenningshlutafélaga er eðlileg og í full- komnu samræmi við eðli opinna hlutafélaga, enda fari baráttan eftir sanngjömum leikreglum. íslandsbanki og FBA hafa verið í fararbroddi í þeirri miklu gerjun sem einkennt hefur íslenskan fjármála- markað undanfarin ár - gerjun sem öðm fremur hefur skapað ný og áður óþekkt tækifæri í atvinnulífinu. Þróunin á íslenskum fjármálamarkaði heldur áfram og á eftir að verða örari en áður á komandi mánuðum og árum. Hvernig íslensk fjármálafyrirtæki eru í stakk búin til að taka þátt í breytingunum mun ráða mestu um hvernig þeim vegnar. íslandsbanki FBA hefur skapað sjálfum sér gríðarleg tækifæri til að verða leið- andi í umbyltingunni. Aðrar fjármálastofnanir hafa sumar hverjar ekki náð að búa sér til sömu vígstöðu. Ljóst er að sameining íslandsbanka og FBA kallar á að ríkið hraði einkavæðingu ríkisviðskiptabankanna um leið og skapaðar em forsendur fyrir sparisjóðina til hlutafélagavæðingar. Aðdragandinn að samruna íslandsbanka og FBA var ekki langur og í raun kennslubókardæmi um hvernig standa skal að sameiningu fyrirtækja. Aðeins er hálf- ur annar mánuður síðan tilkynnt var um að bankarn- ir ættu í óformlegum viðræðum um samruna. Þá var ljóst að hugmyndir um samþættingu íslandsbanka og Landsbanka mættu pólitískri andstöðu. Hluthafar ís- landsbanka geta þakkað fyrir að ekki varð úr þeim samruna. Sameining fjármálastofnana er aldrei einföld, en allt bendir til að sameining íslandsbanka og FBA sé ein- faldari og auðveldari en almennt gengur og gerist og kemur þar margt til. Mikil eindrægni hluthafa og for- ystumanna bankanna um samvinnu skiptir þar mestu sem og stuðningur starfsmanna. Þá virðist sem hug- myndafræði og „kúltúr“ bankanna sé svipaður og að því leyti eiga ekki að koma upp mörg vandamál, hvorki varðandi starfsmenn né innra skipulag. í raun má segja að starfsemi bankanna falli sérstaklega vel saman. Síð- ast en ekki síst er mikil reynsla innan íslandsbanka af sameiningu ijármálafyrirtækj a, en bankinn varð til fyr- ir áratug með sameiningu fjögurra fyrirtækja. Tíminn á eftir að leiða í ljós hvernig eigendur og for- ráðamenn íslandsbanka FBA halda á sínum málum og hvernig þeir nýta þau góðu sóknarfæri sem sköpuð voru síðastliðinn mánudag. Þar ræður mestu að það takist að samþætta hag hluthafa, starfsmanna og við- skiptavina, með auknum tekjum og lægri kostnaði. Óli Björn Kárason Gott hjá Össuri „Nú brá öðru við. Fréttafólkið gapti af undrun á Össur likt og á frœgum málverkum þar sem Jósef smiði er tilkynnt af englinum að María mey sé ekki ófrísk af sœði hans heldur gerði „orðið“ hana þungaða af Frelsaranum.“ Það var eins og svipt hefði verið um stund skjá- doðanum af sjónvarpinu þegar rætt var við Össur Skarphéðinsson í stuttum þætti vegna stofnfundar Samfylkingarinnar, rétt áður en hin venjulega písl- arganga augnanna hófst um þá venjubundnu dagskrá sem sú sjálfumglaða til- kynnir með ofursætu brosi og óhóflega rammíslenskri kveðju: Komið þið nú inni- lega blessuð og sæl og verið öll velkomin að skjánum. Bykkjuleg vi&töl Yflrleitt eru viðtöl í sjónvarpinu úr hófi bykkjuleg, annað hvort stöð eða höst eða með prjóni, eins og mer- arlegustu hross á íslandi séu valin til þess að hneggja framan í áhorfendur sem hafa hvorki vit á mynd né máli og telja öll hross álíka góð ef þau eru fjórfætt. Nú brá öðru við. Fréttafólkið gapti af undrun á Össur líkt og á frægum málverkum þar sem Jósef smiði er tilkynnt af englinum að María mey sé ekki ófrísk af sæði hans heldur gerði „orðið“ hana þungaða af Frelsaranum. Frelsarinn í íslenskum stjórnmálum? Ég veit ekki hvort Össur verður Frelsarinn í íslensk- um stjórnmálum. Vegna þess að stjórnmál eru þess eðlis að hagsæld þjóða fer fremur eftir afleiðingum af lélegri stjórn þess sem hvarf frá völdum en hins sem tók viö þeim. Hvað sem því líður, orðið rann á Össur með þeim árangri að þegar fréttakonan bar fram tittlingaskít vegna nafnsins á Samfylkingunni og hvort ekki hefði átt að velja nýtt, fékk hún þannig svör að hún leit með bæn um öxl til ráðvillta frétta- mannsins, en reyndi síðan að verja stétt sína. Slíkt þekkist ekki hjá reyndu fjöl- miðlafólki. Það á að vera fært í flest- an sjó án björgunarbeltis, ekki síður en viðmælandinn. Nafnið Samfylking merkir ekki að- eins samfylkingu afla sem hafa stofn- að hana. Allir vita, nema kannski fréttaritarar að stjórnmálaflokkur reynir að ná út fyrir nafla sinn og fylkja fólki saman um stefnumál sem eru kannski loðin í fyrstu, síðan mátulega ákveðin, og að slikt fer ekki bara eftir honum, heldur and- legu og stjómmálalegu lífi þjóðarinn- ar. Því stjómmál eru þar sem hugs- un hrærist í tengslum við þjóölífið. Á krossi stjórnmálanna Þetta varð því ánægjulegur þáttur og munur á honum og þegar frétta- konan „ræddi“ við Davíð Oddsson, eða leyfði honum öllu heldur að láta hana ekki komast að. Hún lét sér nægja að horfa á hann með ,já og amen“ í svipnum á meðan hann kom sér áfram á píslarvættinu einu og notaði orðið „hælbítar" um „and- stæðinga" sína. Það sama og Lax- ness, þegar hann stóð á tindinum með Nóbelsverðlaunin og talaði yfir hausamótunum á íhaldskerlingum og Bjarna Ben. Það var ekki píslarvætti í orðum Össurar. Hann virtist albúinn að hanga um stund á krossi stjórnmál- anna, vonandi með góðum árangri fyrir þá sem eru hér endalaust á Gol- gata, en ekki hina sem aka á hausa- skeljastaðinn með hroka valdsins en grenja við stýrið yfir hælbítsáráttu hinna krossfestu. Guðbergur Bergsson Ökugerði fyrir Á nýafstöðnum fundi um slys í umferð á íslandi var mikið rætt um nauðsyn þess að koma upp ökugerði fyrir ökunema. Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra gekk meira að segja svo langt að lofa slíku mann- virki á næsta ári og er það gott og blessað þvi að aðstöðuleysið í þess- um málum er orðið mjög alvarlegt. Hvað er ökugerði? En hvaða fyrirbæri verður þá þetta nýja ökugerði og fyrir hverja? Margar tillögur hafa komið upp á borðið á síðustu árum og margir blandast í umræðuna. Einu sinni stóð til að ökukennarar og akstursí- þróttamenn færu í þetta en þeir fóru þess í stað í hár saman yfir hvar brautin ætti að vera. Ekki er um marga staði að ræða á höfuðborgar- svæðinu fyrir blandaða braut eins og þessi átti að vera en þó má finna nokkra góða staði þegar grannt er skoðað. Tveir bestu staðirnir eru Gufunesið og flugvallarsvæðið. Ruslahaugur fær hlutverk á ný Starfsmenn borgarinnar hafa verið í nokkrum vand- ræðum með skipulag Gufu- nessvæðisins. Fáir hafa áhuga á svæðinu sem er gamli rusla- haugur borgarinnar og upp úr honum rýkur metangas sem dugar til eldsneytis á tvö til þrjú þúsund bíla á ári. Hug- myndaflugið var nú ekki meira en að bæta þarna við einum golfvellin- um í viðbót en þegar horft er ofan af hæðinni fyrir ofan Gufunesið er maður í sjónlínu við þrjá ef ekki fjóra golfvelli í nágrenninu. Golfáhugamenn vildu ekki golfvöll á svæðið og hafa eflaust séð fyrir sér golfara liggj- andi eins og afvelta rollur um allar jarðir vegna gassins. Einhvern tímann sá ég svo aðra tillögu um golfæfingarsvæði með að- stöðu til að æfa upphafs- skot - við hliðina á hrað- brautinni! Það er með ólikindum hvað menn geta klórað sér lengi í hausnum yfir svari sem liggur svona ljóst fyrir. Þetta svæði hentar ein- staklega vel undir öku- gerði og býður jafnvel upp á að hægt sé að láta fleira Qjóta með, eins og körtubraut og Moto-kross-braut. Með réttri skipulagningu á svæðinu má líka gjömýta það og fleiri en öku- nemar og kennarar hefðu áhuga á að nota það. Nægir að benda á öku- „Annað svœði, állt eins gott og Gufunesið, er líka fyrir hendi en það er norðurendi gömlu flugbrautarinnar við Valsheimilið. Þar eru mannvirkin þegar fyrir hendi og þarf nánast einungis að teppaleggja með malbiki yfir. “ alla menn neyðarakstursbila, bílaumboð og fleiri og fleiri. Ökunemafélagið Svalur Annað svæði, allt eins gott og Gufu- nesið, er líka fyrir hendi en það er norðurendi gömlu flugbrautarinnar við Valsheimilið. Þar eru mannvirkin þegar fyrir hendi og þarf nánast ein- ungis að teppaleggja með malbiki yfir. Nota mætti gamla flugvallarveginn og jafnvel malarbílastæðin við fótbolta- völlinn sem ekki eruð notuð að degi til og myndu því samnýtast vel. Svæði eins og þetta er slétt í eðli sínu og truflar því ekki ef nýta þarf endann sem flugbraut í neyðartilvikum. Aðstöðuleysi er orð gærdagsins Einn er sá hópur sem sérstaklega hefur fundið fyrir aðstöðuleysi í þessum málum en það eru mótor- hjólakennarar. Þeir hafa þurft að höfða til gæsku góðra manna um aö nota bílastæði stórmarkaða eða skóla og hafa því ekki getað kennt nema á þeim tímum sem þau bíla- stæði eru ekki i notkun. Sífellt fækk- ar þeim stæðum þar sem ekki er búið að koma fyrir steyptum brún- um á milli stæða. Mótorhjólanem- endur eru sá hópur sem hvað háðast- ur er góðu æfingarsvæði. Kennsla á mótorhjól fer þannig fram að fyrstu fimm til sex tímarnir eru grunnæf- ingar og nauðhemlun og ekki fer sú kennsla fram á götunum, eða hvað? Vonandi er sá tími kominn núna að hætt sé að ræða um þessi mál og láta verkin tala þess i stað. Njáll Gunnlaugsson Með og á móti Tímabært aö afnema fríðindin Þeim sköttum sem landsmönnum er gert að greiða er ætlað að standa undir samneyslunni í þjóðfé- laginu og ég get ekki betur séð en að forsetinn hafi í gegnum tiðina notið góðs af þeirri þjón- ustu sem ríkið veitir á kostnað skattgreiðendanna og auðvitað á hann að leggja sitt af mörk- um eins og aðrir. Skattfriðindi forseta íslands og maka hans eru barn síns tíma. Það voru konungar og keis- arar fyrr á öldum sem veittu sjálfum sér þessi fríðindi sem við síðan heim- færðum upp á forseta íslands við lýð- veldisstofnun. Nú er öldin hins vegar önnur og tel ég því tímabært að afnema þessi frfðindi. Fram- bjóðandinn Ólafur Ragnar var sammála mér i viðtali við Helgarpóstinn sáluga þann 20. júní 1996 er hann lýsti því yfir að hann teldi rétt að skattfríð- indi forsetans yrðu afnumin og að kjör forseta ættu að sam- ræmast kjörum ráðherra og hæstaréttardómara. Það hefði kannski verið rétt að fá forset- ann Ólaf Ragnar til þess að mæla með afnámi skattfríðinda forsetans í þess- um dálki. Á forsetinn svo ekki að vera sameiningartákn þjóðarinnar og ætti hann því ekki sem slíkur að deila kjör- um sínum með alþýðunni? Sigurður Kári Kristjánsson formaöur SUS. ittfríðinda forseta íslands? Á ekki að sitja á sama bekk Ég lít á það sem svo sjálfsagt mál að forseti íslands r greiði ekki skatta að ég get ekki einu sinni séð það sem nein sérstök fríð- indi. Sá maður sem er i þeirri stöðu að hann þarf að koma fram fyrir hönd þjóðarinnar hvar sem er og hvenær sem er og skal vera hafinn yfir pólitískt þref og dægurþras á ekki að sitja á sama bekk og aðrir lands- menn þegar kemur að greiðslum til samfélagsins. Það eru út af fyrir sig engin hlunn- indi að vera forseti, það að vera þjóð- Kristján Hreinsson skáld. arleiðtogi er bæði ábúðar- mikið og krefjandi starf. Ég held að forseta sé sýndur vottur af virðingu umfram aðra þegna ef hann einn er laus við þá skyldu að greiða skatt. Sú tillaga hefur veriö samþykkt að skattfríðinda forsetans og maka hans verði afnumin. Ummæli Tímamótasamningur VR „Þetta er tímamóta- samningur að því leyti að við náum inn ákvæði um markaðs- lausn og semjum um styttingu á vinnutíma sem ekki hefur verið gert í 30 ár ... Við erum með tryggingarákvæði gagnvart verðbólgu og verðlagi en ekki um að allt sé laust hjá okkur ef einhver semur um meira en við, enda viljum við ekki hafa slíkt. Við erum því ekki að setja hindranir fyrir aðra sem hugsanlega gætu náð eitthvað lengra en við vegna þess að við teljum það ekki vera rétta pólitík í launastefnu." Magnús L. Sveinsson, formaður VR, í viðtali viö Dag 16. maí. Forsetaembættið og þjóðarsálin „Ég hef lengi undr- ast tilvist sérstaks forsetaembættis á ís- landi... Ég tek fram að ég hef fullan skilning á þeim hag- vexti sem af stássinu við forsetaembættið leiðir og ber virðingu fyrir skraddar- ans pundi. En má ekki alveg eins hugsa sér að leggja þetta rándýra emb- ætti niður eins og að þrefa um skatt- frelsi þess? Passar forsetaembættið okkar nokkur lengur inn í þá þjóðar- sál sem við þekkjum?“ Halldór Jónsson verkfr. í Mbl. 16. maí. Hnignun Eurovision „Sigur karl- fauskanna frá Dan- mörku (í púkalegu hversdagsfótunum) er lýsandi dæmi um hingnun þessarar keppni. Lagið sem vann er, eins og nær öll lögin (íslenska lagið engin undanteknin), í nú- verandi útsetningu ömurleg samsuða. En það er með sigurlagið eins og fáein önnur i keppninni; ef Júró-skíturinn er hreinsaður af kemur kannski eitthvað boðlegt í ljós.“ Friörik Þór Guömundsson, blm. í Degi, 16. maí. Kostir rafrænnar stjórnsýslu „Kosth hinnar rafrænu stjómsýslu eru gífurlegir, jafnt fyrh hið opinbera sem þá er þurfa að leita efth þjónustu ... Samhliða minni kostnaði verður að- gengi almennings og fyrirtæKja að upp- lýsingum og þjónustu mun meha ... Auðvitað styrkh það lýðræðið verulega ef kjósendur geta með beinum hætti séð hvar mál eru á vegi stödd og hvernig af- greiðslu þau fá.“ Úr forystugrein Mbl. 16. maí. Skoðun Þeir gleymdu A stríðstímum smöluðu nasistar í Þýskalandi Gyð- ingum sem þeim fannst orðið of mikið af í fanga- búðir, einangruðu þá, píndu og sveltu eða settu í gasklefa. Á íslandi árið 2000 eru öryrkjar og gamal- menni í félagslegri einangr- un vegna fátæktar og á hungurmörkum. Þeim sem hafa eignast eitthvað áður en sjúkdómar herjuðu á vegnar vissulega betur en þeim sem eru svo ólánsam- ir að fæðast veikir. Erla Alexandersdóttir snyrtifræöingur Þessh sjóðir eru orðnh stórveldi á peningamarkaði meðan eigendur þehra svelta. Hún lýsh kannski best þessu tilflnningalausa peningaveldi og stjómun þess, sagan um gömlu kon- una sem sennilega hefur aldrei tekið sér sumarfrí og ætlaði svo loksins að fá sumarbústað hjá stéttarfé- lagi sínu. Hún var of gömul til að fá eitthvað frá félag- inu sem hún greiddi í á meðan hún gat unnið. Óvlnir ríkisins? Þetta virðast vera óvinir ríkisins og jafnvel þjóðarinnar allrar því eng- inn virðist gera neitt til að stöðva þann ósóma og þau mannréttinda- brot sem á þessu fólki eru framin. Þetta fólk fær ekki greitt úr lífeyris- sjóðum því það fékk aldrei tækífæri til að vinna. Það er dálítið merkilegt að lífeyrissjóðir sem landsmenn hafa greitt í skuli ekki hafa því hlutverki að gegna að sjá alfarið fyh þeim sem veikir eru eða aldraðh, hvort sem fólk hefur greitt í þá eða ekki. - Vegna þess að svo margir hafa greitt án þess að fá nokkru sinni nokkuð til baka. - Vegna þess að það eru nægir fjármunir til i þessum sjóðum og þeir eru eign þeirra sem greiða í þá, ekki starfsfólks þehra, þótt það reisi dýrar hallh til að vinna í. Refsað við sambúð Það er vel hægt að sjá sómasam- lega fyrir þeim sem veikir eru og aldraðh ef vilji er til að rétta kjör þessa fólks. Það er bara öllum sama. Það er ekki einu sinni lengur orðað að öryrkjar fylgi launum þehra lægstlaunuðu. Ékki skal setja mark- ið of hátt, nei þeir eru skildir eftir, blásnir af. Öryrkjar eru eini þjóðfélagshópur- inn sem er refsað við sambúð. Þá missa þeir bætumar. Það gefur líka auga leið að ekki hafa þeir efni á að eignast böm. Öryrkjar á Islandi, vel- ferðarríki sumra, eru líklega eina fólkið í heiminum í dag sem hægt er að fremja mannréttindabrot af þessu tagi á. Það er erfltt að vera veikur. And- lega niðurdrepandi að geta ekki tek- ið þátt í venjulegu, daglegu lífi fólks- ins sem er heilbrigt og vera útilokað- ur úr samfélagi hinna hraustu. Það er ein af kenningum Rudolps Steiner að manneskja þrífist ekki eða geti haldið geðheilsu í ferköntuðu rými sé hún of lengi innilokuð á sama stað. Eftir að hafa farið með ungum manni í atvinnumiðlun fatlaðra, þar sem honum var tjáð að fólk sem gæti bara unnið annan hvem dagi væri nú blásið af, missti ég trúna á að þeir sem eru veikir eigi sér ein- hverja von, þótt þeh vilji vinna. Nægir fjármunir Fólk hefur ekki neinn ákvörðun- arrétt um hvað það gerir við líf sitt, það er aðeins i geymslu. Það er ódýr- ast. Hér á íslandi er hlaupið upp til handa og fóta oft á ári til að safna fyrir bágstöddum erlendis, af því við emm svo rík. En við gerum eins og konan í sögunni, við felum óhreinu bömin okkar. Gestir sjá aðeins betri hliðina. Það era til nógir fjármunir í þessu landi þegar um framkvæmdir einhvers konar er að ræða. Það eru líka til nægir fjármunir til að rétta hag veikra og gamalla ef ein- hver vilji er fyrh hendi til að enginn þurfi að líða skort og einangran fyr- h fátækt. Ég vil senda kærar þakkir fyrh skilning og endalausa ósér- hlífni til allra á Landspítalanum. Þar t.d. er fólk sem er eini ljósi punktur- inn í tilveru margra. Erla Alexandersdóttir „Það er vel hœgt að sjá sómasamlega fyrír þeim sem veikir eru og aldraðir ef vilji er til að rétta kjör þessa fólks. Það er bara öllum sama. Það er ékki einu sinni lengur orðað að öryrkjar fylgi launum þeirra lœgstlaunuðu. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.