Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2000, Blaðsíða 11
11
MIÐVIKUDAGUR 17. MAI 2000
DV
Utlönd
^ Áframhaldandi átök á hernumdu svæðunum:
Israelar skutu gúmmí-
húðuðum málmkúlum
Israelskir hermenn skutu gúmmí-
húðuðum málmkúlum úr byssum
sínum að palestínskum mótmælend-
um á Vesturbakkanum í gær og
særðu að minnsta kosti ellefu
Palestínumenn með þeim, að því er
sjónarvottar greindu frá.
Alls særðust 46 Palestínumenn og
átta ísraelar i átökunum í gær, sem
voru ekki jafnalvarleg og á mánu-
dag þegar þrír Palestínumenn féllu.
Átökin á mánudag voru hin blóðug-
ustu í tvö ár.
Dennis Ross, sáttasemjari Banda-
ríkjastjómar í Mið-Austurlöndum,
hóf friðarumleitanir sínar að nýju í
gær og ræddi við Ehud Barak, for-
sætisráðherra ísraels.
„Þeir ræddu atburði síðustu daga
og samningaviðræðurnar í Stokk-
hólmi,“ sagði háttsettur ísraelskur
embættismaður.
Hann sagði enn fremur að ísra-
í ástarsambandi
við Olof Palme
og Karl mikla
Kvikmyndastjarnan Shirley
MacLaine greindi frá því i sjón-
varpsþættingum
60 minutes í gær-
kvöld að hún
hefði i raun og
veru átt í ástar-
sambandi við Olof
Palme, fyrrver-
andi forsætisráð-
herra Svíþjóðar.
Hún sagði jafn-
framt að Palme hefði verið Karl
mikli endurholdgaður.
ífyrsta sinn sem MacLaine og
Karl mikli Frakklandskonungur,
sem var uppi fyrir 1200 árum, áttu í
ástarsambandi var í fyrra lífi
MacLaine. Hún var þá márastúlka í
pílagrímaferð á N-Spáni. Næst þeg-
ar þau hittust var þegar Karl birtist
aftur endurholdgaður sem Olof
Palme.
Kvikmyndaleikkonan greindi
ekki frá því hvenær hún átti í sam-
bandi við Palme en tók það fram að
það hefði verið þegar hann var orð-
inn forsætisráðherra. MacLaine
veit að mörgum þykir hún skrítin
vegna fullyrðinga hennar um fyrra
líf og sambandsins við geimverur.
Carl Blldt er svartsýnn
Bildt ásamt Igor Ivanov,
utanríkisráöherra Rússlands.
Varar við stríði
á Balkanskaga
Carl Bildt, sendiboði Sameinuðu
þjóðanna á Balkanskaga, varaði í
gær við nýju stríði í suðausturhluta
Evrópu tækist alþjóðasamfélaginu
ekki að koma á stöðugleika í stjóm-
málum á svæðinu. Bildt sagði að
friður á Balkanskaga væri enn fjar-
lægt markmið.
Sendiboðinn benti á að enn væru
engin kosningalög í Bosniu, fimm
árum eftir lok stríðsins þar. Bildt
spáði því að valdatíma Slobodans
Milosevics Júgóslavíuforseta kynni
brátt að verða lokið. Þá kynni að
komast á stöðugleiki.
Sorg á Vesturbakkanum
Ættinglar paiestínsks lögregluþjóns, sem féll í átökum viö ísraelska hermenn
á mánudag, láta sorg sína í Ijósi viö útför hans í þorpi nærri Nablus í gær.
elskir og palestínskir samninga-
menn sem tóku þátt í leyniviðræð-
unum í Stokkhólmi í síðustu viku
væru byrjaðir að smíða ramma að
samkomulagi og leggja niður fyrir
sér viðkvæm grundvallarmál.
Fyrr um daginn ræddi Ross
einnig við Yasser Arafat, forseta
Palestinumanna.
ísraelski embættismaðurinn
sagði að viðræðunum í Stokkhólmi
yrði haldið áfram í lok vikunnar.
ísraelar og Palestínumenn hafa
verið að reyna að ná samkomulagi
svo hægt verði að gera endanlegan
friðarsamning fyrir septemberlok í
haust. Samkvæmt bráðabirgðafriðar-
samkomulagi frá 1993 á að útkljá við-
kvæm deilumál eins og framtíð Jer-
úsalem, landnámsbyggðir gyðinga og
palestínska flóttamenn í endanlegu
friðarsamkomulagi. Treglega hefur
þó gengið til þessa.
Bjargaö
Lögregiumönnum í New York tókst aö bjarga konu af svalasyllu á 16. hæö Middletownhótelsins í gær. Konan, sem
var ekki í andlegu jafnvægi, var um klukkustund á syllunni áöur en henni var bjargaö.
Hernaðaríhlutun NATO í Kosovo réttlætanleg:
Clark uppskar vanþakk-
læti fyrir vel unnin störf
George Robertson, framkvæmda-
stjóri Atlantshafsbandalagsins
(NATO), sagði í gær að hemaðar-
íhlutun bandalagsins í Kosovo í
fyrravor hefði verið fullkomlega
réttlætanleg. Það þýddi þó ekki að
NATO væri lögregluþjónn heimsins
og aðgerðimar væru ekki fordæmis-
gefandi.
„Ef við hefðum leyft þjóðemis-
hreinsununum að halda áfram
hefðu þær grafið imdan samstarfi
Atlantshafsrikjanna og Evrópu,“
sagði Robertson á fundi franskrar
utanrikismálastofnunar í París.
Wesley Clark, þáverandi yfirhers-
höfðingi NATO og sá sem stjórnaði
aðgerðunum í Kosovo, uppskar víst
lítið annað en vanþakklæti ráða-
manna fyrir vel unnin störf, ef
marka má grein í blaðinu
Intemational Herald Tribune.
Þar kemur fram að fyrir sigurinn
hafi hann verið neyddur til að setj-
ast í helgan stein áður en tími var
til þess kominn. Vandi Clarks hafi
verið sá að hann hafi ekki farið
leynt meö skoðanir sínar þegar
hann fékk fyrirskipanir sem honum
líkaði ekki.
Clark var til dæmis andvígur
stigvaxandi þunga lofthernaðarins
gegn Júgóslavíu. En ríkisstjómir
NATO-ríkjanna töldu að Slobodan
Milosevic Júgóslavíuforseti myndi
gefast upp eftir fáeinar sprengjur.
Sem hann gerði ekki. Þá þrýsti
Clark á að fá eins margar flugvélar
og hægt var. Clark skildi gildi þess
að beita valdi fljótt til að sýna hver
færi með valdið og til að sýna Evr-
ópuþjóðum að Bandaríkjamenn
væru einnig tilbúnir að leggja
mannslíf að veði.
Við hlið eiginkonunnar
Hillary þakkaöi Bill stuöninginn.
Hillary Clinton
formlega útnefnd
Demókratar í New York útnefndu
í gær formlega Hillary Clinton, for-
setafrú Bandaríkjanna, sem fram-
bjóðanda sinn til öldungadeildar-
innar. Yflr 11 þúsund manns fögn-
uðu forsetafrúnni og eiginmanni
hennar, Bill, þegar þau stigu á svið
að athöfninni lokinni. Forsetinn tók
ekki til máls en stóð og veifaði er
kona hans þakkaði honum fyrir
stuðninginn og fyrir að vera við-
staddur. ísamkvæmi á eftir sagði
Clinton menn ekki verða fyrir
vonbrigðum með eiginkonu hans.
iAHAiw.romeo.is
Stórglæsileg netverslun!
Frábær verö!
Ótrúleg tilboö!
<iIMl>
Stærðir: 13"
_______ 14" ■/' ‘
VerðbíW' • f
<*BT>
Stsrðir:
13" 15"
14" 1S"
Verð frá
8.806,-
itgr.
~v# «-
—w- —v
V-. .. -3
Stærðir: 14" 16" jgpf
15" 17" ... , __
18" iH! t
Veið frá
t*>e
.
10.238,-ngr > ~)
Stærðir: 14" 16"
\ '' )Á \
íbW 'Í 'Á. ú '
Veið bá
10.238,-
Gúmmívinnustofan ehf.
Róttarhálsi 2, sími: 587 5588
Skipholti 35, slmi: 553 1055
Þjónustuaðilar um land allt.