Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2000, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2000 I>V Fréttir 10. bekkingur úr Austurbæjarskóla Svipað fatlaða í sendur norður í Fljót til að taka samræmd próf: og senda íþróttapróf - segir skólastjórinn á Hofósi sem spyrnti við fótum Hofsós Skólastjórinn neitaöi. Fyrir tilstilli Félagsþjónustunnar í Reykjavík var ungur drengur í Austurbæjarskóla sendur norður í Fljót til að taka samræmdu prófin því hann var hættur að mæta í skóla í Reykjavík. Hafðist drengur- inn við á Hlemmi og sinnti engu skólanámi. Austurbæjarskólinn Sendi nemandann noröur. „Það var haft samband við mig í marsmánuði og ég beðinn um að taka strákinn en ég svaraði því til að mér þætti eðlilegra að hann tæki prófin fyrir sunnan enda voru meðaleinkunnir hans á bilinu frá einum og upp í þrjá. Þrátt fyrir það var drengnum komið fyrir á bæ hérna í Fljótunum en sótti ekki skóla,“ sagði Björn Björnsson, skólastjóri grunnskólans á Hofsósi. Daginn fyrir samræmdu prófin var hringt í Bjöm skólastjóra frá Félagsþjónustunni í Reykjavík og hann beðinn um að láta drenginn taka prófin á Hofsósi en einkunnir hans yrðu vistaðar í Austurbæjar- skólanum í Reykjavík: „Ég neitaði þessu því það er hrein mannvonska hvemig komið er fram við þessi börn. Þeim er ýtt út í eitthvað sem þau ráða alls ekki við og fyrir mér er þetta svipað og skylda fatlaða í íþróttapróf. Þegar svona er komið fyrir bömum ætti að veita þeim undanþágu frá því að taka samræmd próf því þau eru alls ekki í stakk búin til að takast á við þau,“ sagði skólastjórinn á Hofsósi, sem brást þó við með því að láta drenginn taka prófin í Sól- garðaskóla í Fljótum með litlum árangri. „Ég hef sent menntamálaráðu- neytinu bréf vegna þessa máls því svona er ekki hægt að standa að málum - sérstaklega ekki bam- anna vegna," sagði Bjöm Bjöms- son, skólastjóri á Hofsósi. -EIR 21 hverfi í Reykjavík meö „umferðarhlið“: 30 km hámarkshraði í hverfum ítrekaður - læklcar slysatíðni um meira en 50 prósent Reykjavíkurborg hefur brugðið á það ráð að fjölga svokölluðum hliðum í íbúða- hverfum til þess að lækka hraða ökumanna. Fyrr í mán- uðinum samþykkti borgarráð að bæta við sex hverfum í við- bót við hin fimmtán sem nú þegar hafa þessi hlið. „Þetta er gert til þess að tryggja að vitneskja ökumanna um lækkaðan hámarkshraða sé til staðar. Þegar lögreglan þarf að hafa afskipti af mönn- um sem keyra of hratt hafa þeir enga afsökun,“ sagði Baldur Grétarsson, verkfræðingur umferð- ardeildar borgarverkfræðings. Reykvíkingar hafa séð þessi hlið seinustu árin en hin fyrstu voru byggð árið 1996. Hliðin svokölluðu afmarka hverfin sem 30 km há- markshraðahverfi. Þau eru sett á jaðra hverfanna og er gatan hækk- 30 kílómetra hámarkshraði Borgarráö samþykkti nýveriö aö fjölga afmörkuöum hverfum borgarinnar þar sem hámarkshraöi ökutækja er 30 kílómetrar á klukkustund. Ljósu hverfm eru hverfi sem afmörkuö voru árin 1996 til 1999 en dökku hverfin eru þau sem samþykkt hafa veriö fyrir sumariö 2000. uð 1 gangstéttarhæð. Sums staðar er gatan mjókkuð í hliðinu og gróðri plantað við hliðina. Eins eru skilti um hámarkshraða staðsett við hlið- in og inni í hverfunum eru fleiri hraðahindranir. Ástæðan fyrir þessum hlið- um er sú að skilti ein og sér virðast oft ekki vera nóg til þess að ökumenn keyri á eða undir settmn hámarkshraða. Mikið af bömum er í þessum hverfum þar sem hliðin hafa verið sett upp. „Þetta lækkar slysatíðni verulega. Við höfum fækkað minni háttar slysum í íbúða- hverfum um 50 til 60 prósent," sagði Baldur. Hann bætti því við að al- varlegum slysum hefur fækk- að enn meira, þvi að ekkert alvar- legt slys hefur orðið síðustu árin i sjö af fyrstu átta íbúðahverfunum sem fengu hlið. Áttunda hverfið er ekki eingöngu íbúðahverfi, heldur er það blanda af ibúða-, verslunar- og þjónustu- hverfi, staðsett í kringum Hall- grímskirkju. -SMK Köttur krossfestur Dauður köttur fannst krossfestur á skilti snemma á mánudagsmorg- un. Loppur kattarins höfðu verið negldar á skilti sem vísaði á Lang- holtskirkju og var hann dauður þeg- ar lögreglan í Reykjavík kom að honum. Ekki er vitað hvort illvirk- ið var unnið eftir að kötturinn dó. Hræið var tekið niður og farið var með það á dýraspítala. Illvirkinn fannst ekki en málið er í rannsókn hjá lögreglunni. -SMK Meint landhelgisbrot: Skipstjórinn sýknaður DV, AKUREYRI: Skipstjóri á rækjubát frá Hrísey hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið sýknaður af kæru um landhelgisbrot sem hann átti að hafa framið í febrúar sl. Flugvél Landhelgisgæslunnar TF- Sýn kom að bátnum Svani EA-14 að rækjuveiðum norður af Grimsey 7. febrúar, á svæði sem afmarkað hafði verið með skyndilokun. Skip- stjórinn neitaði ekki mælingum úr flugvélinni um staðarákvörðun og var gert að sigla skipi sinu til hafn- ar á Dalvík. Við yfirheyrslur neitaði maðurinn að hafa verið að ólöglegum veiðum og við frekari rannsókn málsins kom I ljós að tvær tilkynningar um skyndilokun svæðisins sem skipið var á höfðu brenglast í sendingu og komst dómurinn að þeirri niður- stöðu að tilkynningar skyndilokunar- innar með svonefndu NAVTEX hafi verið misvísandi. Þvi bæri að sýkna skipstjórann og hafna kröfu ákæruvaldsins um upp- töku afla og veiðarfæra. Ríkissjóður var dæmdur tO að greiða allan sakar- kostnað. -gk Ekið á dreng Ekið var á dreng á reiðhjóli skömmu fyrir klukkan 19 á mánu- dagskvöldið í Heiðargerði í Reykja- vík. Drengurinn, sem er átta ára, viðbeinsbrotnaði og var fluttur á sjúkrahús til frekara eftirlits. Hann var með reiðhjólahjálm er slysið varð. -SMK Tengivagn slitnaði frá Tengivagn hlaðinn túnþökum slitnaði aftan úr vöruhO við Hvera- gerði í gærkvöld. Vagninn fór út af veginum og lenti á Ijósastaur. Engin slys urðu á fólki. -SMK Kólnandi veöur Síðdegis er búist við N og NV 13-18 m/s og slyddu eða snjókomu norðvestan til, og einnig norðaustan til. Heldur hægari sunnan til og úrkomulítiö. Kólnandi veður og hiti víöa 0 til 5 stig seint I dag, hlýjast sunnanlands. YKJAVlK m s AKUREYRI Sólarlag í kvöld 22.45 22.45 Sólarupprás á morgun 04.02 03.25 Síðdegisflóö 18.12 22.45 Árdegisflóö á morgun 06.25 10.58 Shyflngai a veTjUftníhútm Jkvíndátt lOV-Hir, W,\viNDSTYRKUR I m«tnm i sckSwlu -m-kusi HEIOSKÍRT o LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ V Q RIGNING SKÚRIR & ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEOUR o SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ m ö SLYDDA SNJÓKOMA ! ih == SKAF- RENNINGUR ÞOKA Oxulþungi takmarkaður Vegir eru nú víðast greiöfærir. Hálka og hálkublettir eru á Hrafnseyrarheiði og Steingrímsfjarðarheiði. Vegna leysinga er öxulþungi takmarkaður sérstaklega á ýmsum útvegum, einkum á Vestfjöröum, Noröurlandi og Austurlandi. Af sömu ástæðu hefur nú veriö auglýst lokun á öllum hálendisvegum. c=isnj6r HÞUNGFÆRT ÓFÆRT m GREIDFÆRT HÁLT Afram norðvestanátt Á morgun er búist viö áframhaldandi norðvestanátt, 10-15 m/s og éljum norðaustan til. Að ööru leyti veröur hægari og bjartviðri víðast hvar á landinu. . - -. -- . -- •isHtBHatfSS Vindur: O, r^\ 8-12 m/s > ' ;• Hití J. til 8” «$ÍV Vindun V X'S Hiti 6°tii 10“ Vindun \ cT' O X-Xm/9 yw Hiti 0°til -0° Suóaustlæg átt, rignlng Búist er vlö suölægum Gert er ráö fyrir sunnan og vestan tll undlr áttum og vætusömu veðri áframhaldandl suölægum kvöld en léttskýjaö elnkum sunnan- og áttum á sunnudaginn og noröan- og austanlands. vestanlands. Fremur milt heldur vætusömu veöri. Hitl 3 til 8 stig veröur i veörl. Áfram veröur fremur hlýtt. AKUREYRI alskýjaö 4 BERGSTAÐIR rigning og súld 2 BOLUNGARVÍK EGILSSTAÐIR 7 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 7 KEFLAVÍK skýjað 3 RAUFARHÖFN rigning 4 REYKJAVÍK skýjað 4 STÓRHÖFÐI skýjaö 5 BERGEN alskýjaö HELSINKI skýjað KAUPMANNAHÖFN skýjaö OSLÓ skýjaö STOKKHÓLMUR ÞÓRSHÖFN mistur ÞRÁNDHEIMUR skýjaö ALGARVE skýjaö AMSTERDAM skýjaö BARCEL0NA mistur BERLÍN léttskýjaö CHICAG0 heiöskírt DUBLIN skýjaö HAUFAX léttskýjaö FRANKFURT skýjaö HAMB0RG skýjaö JAN MAYEN rigning LONDON skýjaö LÚXEMB0RG skúrir MALLORCA skýjað M0NTREAL léttskýjaö NARSSARSSUAQ heiðskírt NEWYORK alskýjaö ORLANDO heiöskírt PARÍS skýjaö VÍN heiöskírt WASHINGTON skýjaö WINNIPEG alskýjaö 15 11 17 15 15 9 20 19 13 17 19 12 8 8 18 18 6 11 15 17 8 1 17 21 12 17 14 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.