Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2000, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2000, Side 23
43 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2000_______ I>V Tilvera Bill Paxton 45 ára Bandaríski kvik- myndaleikarinn Bill Paxton fagnar 45 ára afmæli sínu i dag. Paxton, sem er ættaður frá Texas, flutti til Los Angeles aðeins 18 ára og hóf að leika i kvikmyndum skömmu síðar. Kvik- myndir Paxtons nálgast 50 og meðal nýjustu mynda sem hann leikur í má nefna U-571 og Simple Plan. Gildlr Vatnsberinn (20. ian.-i8. febr.t Fyrri hluti dagsins verður viðburðarlkur og þá sérstaklega í vinnunni. Þú skalt nota seinnihluta dagsins til að hvíla þig. Rskarnlr (19. fehr.-20. marsl: Einhver órói gerir vart við sig innan vinahóps- ins og þú sérð fram á að 1 þurfa að koma málunum í lag. Ekki hafa of miklar áhyggjur þetta á allt saman eför að jafna sig. fyrir fimmtudaginn 18. maí Hrúturinn (?1. mars-19. anrih: Ferðalag er á dagskrá 1 hjá sumum og það þarfnast mikillar skipulagningar. Not- þinn vel og gættu þess að fá næga hvíld. Nautið (20. apríl-20. maíi: í Fáðu álit annarra á áætlun þinni í sam- bandi við vinnuna áður en þú framkvæm- ir hana. Þú ættir að fara varlega í viðskiptum. Tvíburarnir (21. maí-21. iúní): V Vinur þinn leitar til þin með vandamál sem _ / / kemur þér ekki síður við en honum. Lausn vandans veltur þó aðallega á þriðja aðila. Krabbinn (22. iúní-22. iúin: Þér gengur vel að tala , við fólk í dag einkum þá sem þú þekkir ekki. ____ Þú flnnur lausn á vandamáli innan flölskyldunnar. Llónið (23. iúli- 22. áeúst): Þú þarft að gefa þér meiri tíma til að hitta vini og ættingja þó að það komi niður á vinn- unni. Láttu einkamálin ganga fyr- ir. Mevian 123. ágúst-22. sept.i: Einhver er ekki sáttur ^VV\\ við framkomu þina í sinn T^V^P>.garð og er líklegt að þú ^ f sért ekki heldur alls kost- ar ánægður með sjálfan þig. Hafðu frumkvæðið að þvi að leita sátta. Vogin (23. sept.-23. okt.l: Farðu varlega í allar breytingar og við- skipti. Hugsaðu þig vel inn áður en þú ferð eftir ráðleggingum ókunnugra. Vogin (23. se Ý eftir ráðles Sporðdreki (24. okt.-21. nnv.i: Skemmtilegur dagur er fram imdan og þú fáttí vændiun rólegt kvöld í góðra vina hópi. Happatölur þínar eru 6,19 og 27. Bogamaður (22. nóv.-21. des.l: .Þetta verður rólegur 'dagur. Þú hittir ætt- : ingja þína og vini og þið ræðið mikilvæg mál sein snerta einn úr flölskyld- unni. Steingeitin (22. des.-19. ian.l: Sí dag gefst gott tæki- færi til að kynnast ýmsum nýjungum og færa sig yfir á annan vettvang. Ekki vera of fljótur að taka Robbie Williams: Ofsóttur af 45 ára konu Það sem átti einungis að vera sak- laus vinátta breyttist í martröð. Poppstjarnan Robbie Williams, sem er 26 ára, kynntist Valentinu Sem- enenko, 45 ára, þegar þau voru bæði i félaginu Anonyme Narkomane í meþódistakirkju í Notting Hill. Söngvarinn hjálpaði og studdi kon- una sem býr í nágrenni við hann í Notting Hill. Konan hefur nú í langan tíma sent Robbie flölda bréfa. Símhringingarnar eru óteljandi. Þegar Valentina fór að hanga utan við heimili Robbies þótti honum mælirinn vera orðinn fullur. Nú hefur hann beðið lögregluna um aðstoð við að halda þessu uppáþrengjandi aðdáanda í hæfilegri flarlægð, að því er breska Robbie Williams Söngvaranum þykir mælirinn vera oröinn fullur. blaðið Sunday People greinir frá. Það er ekki laust við að Robbie finnist sér stafa ógn af hinum óæskilega áhuga konunnar. „Ég þarfnast einhvers og þú gerir það líka. Snúðu ekki baki við mér. Ég kem klukkan 7 á morgun." Svona hljómaði ein af orðsendingunum sem Valentina sendi Robbie Williams. Sunday People hefur það eftir lögreglunni að Valentina Semenenko sé þeirrar skoðunar að sérstök tengsl séu milli hennar og söngvarans fræga. „Við erum í sambandi við konuna. En á meðan hún brýtur ekki lög getum við lítið gert,“ segir lögreglan í viðtali við blaðið. Vinaliðið í 2 ár enn á skjánum Vinirnir eru vinir vina sinna. Stjömumar í þessum sívinsælu sjónvarpsþáttum hafa nú skrifað undir samning um tveggja ára vist til viðbótar. Vegna launadeilu leikar- anna og framleiðendamia leit um tíma út fyrir að þættirnir yrðu ekki á haustdagskrá NBC sjónvarpsstöðvar- innar. Málunum var hins vegar bjargað á elleftu stundu. Erlendar fréttastofur segja að leikaramir sex sem skrifuðu undir nýjan samning muni verða sterkefnaðir á eftir. Hvert og eitt fær um sextíu milljónir króna fyrir hvem þátt. Á sama tíma tvöfaldast tekjur þeirra af sölu þátt- anna til annarra sjónvarpsstöðva. Jerry Hall á kvikmyndahátíð Bandaríska ofurfyrirsætan Jerry Hail, fyrrum eiginkona rokkarans Micks Jaggers, brá sér á kvikmyndahátíðina í Cannes um helgina. Þessi mynd var tekin þegar stúlkan mætti til frumsýningar á bandarísku myndinni The Golden Bowl eftir þann mæta mann James Ivory. Jóni Böðvars- syni fagnað - á sjötugsafmælinu Vinir Jóns Böðvarssonar ís- lenskufræðings efndu til veglegs afmælisfagnaðar í Borgarleikhúsinu á 70 ára afmæli hans, 2. mai síð- astliðinn. Fast að sex hundruð manns troðfylltu húsið og nutu frábærr- ar dagskrár flöl- margra af bestu listamönnum þjóðarinnar. Jóni var síðan færð frumútgáfa Húsfyllir Njálu í afmælisgjöf en eins og Um sex hundruð manns komu flestir vita hefur hann lyft til afmælisfagnaðarins grettistaki í kynningu þeirrar ...... 1 1 sögu hér á landi. Afmælisbarniö í góöum félagsskap Tryggvi Sigurbjarnarson, Jóhannes Krístjánsson, Bergþór Páisson, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Jón Böðvarsson og Jónas Ingimundarson. Drottning Dana fékk flugnaspaða „Það fyrsta sem mér datt í hug þeg- ar ég ffétti að þú áettir afmæli var að gefa þér flugnaspaða." Já, þannig hljómaði afmælisbréf til Margrétar Þórhildar Danadrottningar frá hinum átta ára gamla Sebastian Refsgaard, í tilefni sextugsafmælis drottningar. Þetta kemur fram í danska Billed Bladet. Og Sebastian lét ekki sifla við orðin tóm, því hann sendi drottningu sinni forkunnarfagr- an rauðan flugnaspaða úr plasti. Flugnaspaðinn var skráður og ljósmyndaður, rétt eins og allar hinar afmælisgjafirnar 649 sem margrét Þórhildur fékk á afmælis- daginn. Sebastian fær því innan skamms hjartnæmt þakkarbréf frá drottningu, rétt eins og allir hinir sem gáfu henni, stóla, postulíns- hunda, glös, bjórflöskur, penna- veski, listaverk, brjóstsykurs- krukku eða hvað það nú allt heitir. Þakkir Hjartans þakkir sendi ég öllum þeimsem glöddu mig á 100 ára afmæli mínu 7. maí síðastliðinn. Lifið heil, kæru vinir. Anna P. Loftsdóttir. *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.