Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2000, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2000 Skoðun En hvað var nú þetta? - „Pariö var í tötrum, það birtist eins og útigangsmenn. “ Eurovision-laginu — klúðrað af Sjónvarpinu Spurning dagsins Ætlarðu að fylgjast með keppninni Ungfrú ísland? Torfi Geir Hilmarsson, 13 ára: Ég er ekki viss, en þær eru voöa sætar allar. Björn Þór Ingason, 14 ára: Ef ég verö heima þá geri ég þaö. Þetta eru allt svaka gellur. Sigurgísli Júlíusson, 13 ára: Já, eflaust, þær eru allar voöa flottar. Atli Már Gylfason nemi: Já, þaö ætla ég aö gera. Þetta eru allt flottar stelpur. Steinar Davíð Ásgeirsson nemi: Já, þetta eru allt flottar stelpur í ár. Björgvin Árnason nemi: Auövitaö, þetta eru flottar gellur. Jónas Hallgrímsson skrifar: Þjóðin sameinaðist enn einu sinni sl. laugardagskvöld til að horfa á „Eurovision" og til að fagna fram- gangi íslenska lagsins „Tell Me“. Menn höfðu spáð og spekúlerað. „Mömmu dreymdi níunda sætið“, sagði í fyrirsögn í blaði og aðra konu dreymdi fyrir tólfta sæti. - Við erum nú ekki heilbrigðir, Islending- ar, að hafa svona eftir. Eða hvað? Auðvitað er þessi keppni bara græskulaust gaman og afþreying og þannig á hún líka að vera. Við þurf- um ekki að leggjast í draumfarir, án þess aö maður ráði svo sem hvað mann dreymir. Gott og vel, við settumst við tækin allir sem einn og horfðum og horfð- um. Og lögin komu hvert af öðru. ís- lenska lagið líka. Ég var einn þeirra sem spáði því velgengni. Lagið var gott og stóð framar mörgum öðrum lögum þama. Og flutningurinn var prýðilegur hjá söngparinu og bak- röddunum. Oskar Sigurösson s krifar:___________________________ Það ætlar ekki af okkur að ganga þegar kemur aö efnahagsmálunum. Nú höfum við búið við góðæri og lága verðbólgu um nokkurt skeið. Allir hrósa happi og þjóðin hefur sjaldan lifað lengra samfellt hag- sældarskeið. Við bjuggum við lágt mat á gjaldmiölinum um áratuga- skeið og gengisfellingar eftir pöntun frá fiskvinnslufyrirtækjum. - Þetta er aö baki. En það eru ekki allir á því að þetta góðæri skuli endast. Og heldur ekki á því að gjaldmiðillinn styrkist - og alls ekki of mikið! Nú eru komnir grátkórar úr flestum at- „Fylgist Sjónvarpið ekkert með tímanum eða lœtur það hönnuðum stöðnuðum í œskudýrkun á óróaseggjum eftir að hengja einhverjar druslur utan á skemmti- krafta á vegum þess?“ En hvað var nú þetta? Parið var í tötrum, það birtist eins og útigangs- menn. Söngvarinn tattóveraður og í einhverju pilsi. Átti þetta að vera kósakkapils, eða var hér aöeins um að ræða þennan „einfalda smekk" sem svo ríkulega hefur búið um sig í huga margra íslendinga? Því druslu- legri til fara, þeim mun betri árang- ur í starfi og leik? Allir aðrir sem komu fram í keppninni voru vel til hafðir, í sínu „finasta". Danimir, við aldur, komu, sungu og sigruðu og voru í nokkuð hefðbundnum jakkafotum! Hver stóð að þessari ákvörðun um klæðnað „Er nú ekki tími til kom- inn að fyrirtœki þessi, bœði í sjávarútvegi og ferðaþjón- ustu, noti niðurskurðar- hnífinn á sig sjálf. Byrji á því að lœkka laun hátekju- höfðingjanna við stjómvöl- inn ífyrirtœkjunum?“ vinnugreinum, einkum þeim sem tjasla saman einhverju til útflutn- ings. Þeir krefjast þess að krónan, sem er að verða að alvöru gjald- miðli, verði rýrð hiö bráðasta. Sem unga söngparsins? Það hlýtur að skrifast á Sjónvarpið, þetta gelda apparat sem hefur fengið að ganga sjálfala, allt frá að Vilhjálmur Þ. skrúfaði frá bununni í árdaga. Fylgist Sjónvarpið ekkert með tíman- um eða lætur það hönnuðum stöðn- uðum 1 æskudýrkun á óróaseggjum eftir að hengja einhverjar druslur utan á skemmtikrafta á vegum þess? - Á Sjónvarpið verður líka að skrifa 210 sekúndna myrkur sem eyðilagði að hluta til áhorf okkar íslendinga í miðjum klíðum. Ég legg nú til - nei, ég krefst þess, að Sjónvarpið verði lagt niður, það er örvasa öldungur og þjónar engu hlut- verki lengur. Nú er komin fram miklu betri lausn á þessari tegund ljósvakamiðla. Menntamálaráðherra á að þekkja sinn vitjunartíma í þessu efni. Gjaldskylda á landsvísu fyrir Sjónvarpið og Rás 2 flokkast undir opinber hermdarverk. - Og sumt er einfaldlega ekki við hæfi. Eins og t.d. nauðungaráskrift að fjölmiðli og tötr- um klæddir skemmtikraftar. sé; við fáum okkar veröbólgu og vol- æði eins og endranær. Grátkóramir og stjómendur þeirra eru komnir á svið. ámátlegir og klökkir og heimta niðurskurð góðærisins. En þeir em klókir. Þeir segja: hér er ekki krafa um „gengisfellingu" heldur að , jafnvægi" komist á í hag- kerfinu því það er „tilkostnaður- inn“ sem fer hækkandi. Er nú ekki tími til kominn að fyrirtæki þessi, bæði í sjávarútvegi og ferðaþjón- ustu, noti niðurskurðarhnífinn á sig sjálf. Byrji á því að lækka laun há- tekjuhöfðingjanna við stjómvölinn í fyrirtækjunum? - Við munum sann- arlega fá verðbólguna og volæðið ef við biðjum um það. Allir sem einn. Viljum verðbólgu og volæði Dagfari Björk stendur við samninginn Landar Bjarkar Guðmundsdóttur söngkonu, og nú kvikmyndastjörnu, hafa fæstir skilið hana. Víst var hún þekkt en lögin hennar vora flókin og erfltt að raula með. Það syngur enginn lög Bjarkar í rútubílum eða partíum. Hún er í annarri vidd en fjöldinn og gildir þá einu hvort rætt er um raddsviðið eða lífsmátann almennt. Það var ekki fyrr en Björk „meikaði" það í út- löndum að hún varð okkar, almenningseign á ís- landi. Þótt við næðum ekki lögunum sáum við að útlendu sérfræðingarnir tóku henni og því sem hún var að gera opnum örmum. Þeim treystum við betur en eigin tóneyra. List hennar hlaut að vera stórkostleg fyrst þeir sögðu það. Frægðin kemur að utan og það átti svo sannar- lega við um Björk. Margir hérlendir tónlistarmenn hafa ætlað sér heimsfrægð með litlum árangri. Björk ætlaði sér hins vegar enga frægð. Hún vildi aðeins sinna tónlist sinni við bestu aðstæður. Frægðin var eins konar fylgifiskur sem gladdi söngkonuna ekkert tiltakanlega. Hún vildi lifa ótrufluð eigin lifi en það reynist oft erfitt þeim sem lengst ná. í list sinni og lífi er Björk í senn framleg og fúrðuleg. Það þykjumst við vita, landar hennar. Það vita lika þeir sem fýlgjast með í heimi popps- ins. Þessum frumleika og um leið stríðu tilfinning- Hún veit sem er að hún uppfyllir best samningsbundin loforð um kynningu myndarinnar með því að mceta alls ekki á frumsýningu. um hefur danski kvikmyndaleikstjórinn Lars von Trier nú fengið að kynnast. Björk leikur aðalhlut- verk í mynd hans, Dancer in the Dark, sem kepp- ir um æðstu verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Á ýmsu mun hafa gengið meðan á tökum stóð. Þar mættust stálin stinn þegar tveimur list- rænum sérvitringum var gert að vinna saman. Þær fréttir berast nú frá Danaveldi að Björk hafi í samningi fallist á að kynna myndina, láta sjá sig með öðrum stjömum og veita viðtöl. Þessu sósíal- lífi neitar Björk og segja dönsk blöð frá því að söngkonan sé gersamlega laus við að hafa áhuga á að aðstoða leikstjóra og framleiðendur myndarinn- ar við að koma henni á framfæri. Þama er líkt á komið með danskri alþýðu nú og var meðal landa Bjarkar í árdaga söngferils henn- ar. Danimir hafa engan skilning á hugarheimi listakonunnar. Hún veit, sem er, að hún uppfyllir best samningsbundin loforð um kynningu myndar- innar með því að mæta alls ekki á frumsýningu. Með þvi að gefa skít í myndina, leikstjórann og alla sem að komu vekur hún um leið feiknaathygli á myndinni. Áhorfendur munu því þyrpast á mynd- ina til þess að sjá leikafrek þessarar skiýtnu konu. Kvikmynd Lars von Triers er því borgið. Svo er Björk fyrir að þakka. „ Háskólinn og einkaframtaúkið Selma hringdi: Ég er hissa á hve fáir einkaðilar sem þó hafa yfir miklum fjármun- um að ráða eru lít- ið áberandi í menntakerfi okk- ar. í Reykjavíkur- bréfi Mbl. er minnst á Háskól- ann og skólagjöld- in. Þar er getið eins manns, Gunnars Björgvinssonar í Lichtenstein, sem geflð hefur fjár- muni til að stofna kennarastöðu í frumkvöðlafræðum við Háskólann. Fleiri íslendingar hafa komið við sögu á svipaðan hátt og stofnað sjóði, t.d. til styrktar efnilegum nemendum. Ég minnist t.d. Sigurliða heitins Kristjánssonar (annar eigandi Silla og Valda) og konu hans sem stofnuðu slíkan sjóð. Hvar era nýríku ofurhug- ar nútímas hér á landi? Hvað með milljarðamanninn úr Samherja og fleiri slíka? Er einkaframtakið ekki betur stætt eftir allt? Stimpluö Samfylking Ágústa Ólafsdóttir hringdi: Ég vil taka undir prýðisgóðan leið- ara IDV sl. laugardag undir yfirskrift- inni „Frímerktur flokkur" þar sem innihaldið er aðallega hin stórfurðu- lega afstaða Samfylkingarinnar að verja stuld á póststimpli Alþingis á um 16 þúsund sendibréf. Stjórnmála- flokkur sem vill hafa það á bakinu að stimpla sig inn í þjóðarvitundina á þennan hátt í upphafi göngu sinnar sem nýr flokkur verður varla langlíf- ur. Þetta er með furðulegri pólitiskum fyrirbærum hér á landi í seinni tíð. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Inga Jóna Þórðardóttir. En veröa þær í framboöi? Hvorug marktæk Kjartan Sigurðsson skrifar: Ég heyrði á tal þeirra Ingibjargar Sólrúnar borgarstjóra og Ingu Jónu Þórðardóttur, oddvita sjálfstæðis- manna í borgarstjóm, i þætti Egils Helgasonar sl. sunnudag. Þar var minnst á Reykjavíkurflugvöll í lokin og i máflutningi þeirra beggja kom fram staðfesting á því að þær vildu að flugvöllurinn yrði hér til ársins 2016. Þetta hefur ekki verið staðfest af þess- um konum áður. Þá veit maður það. Hvað þá á að taka við í innanlandsflug- inu vegna landsbyggðarfólksins sem þessar stjórnmálakonur virðast fyrst og fremst bera umsorgun fyrir kom ekki fram hjá þeim. Hitt veit ég, þær kýs ég ekki til stjómunarstarfa fyrir Reykjavíkurborg úr þvi sem komið er. Forsetinn betur settur Steingrímur Sigurðsson skrifar: Enginn vafi er á því að forsetinn okkar er miklu betur settur með þeirri breytingu sem nú er búið að gera á skattreglum hans. Með því er hann loks orðinn fremstur meðal jafningja og hefur auk þess rýmra svið til sjálfsákvarðana en áður. Ég er ekki viss um nema þessi breyting sé einmitt að undirlagi hans sjálfs, sem er líka skiljanlegt. Bara að allir „hinir“ fari ekki fram á endurskoð- un sinna launa því þá er allt unnið fyrir gýg og kjarasamningar upp í loft með meiru. wszamm*. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Gunnar Björgvinsson í Uchtenstein Hefur sannaö gildi auösins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.