Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2000, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2000 DV 5 Fréttir Jarðgöng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar: Níu milljónir á fjölskyldu - göng milli Fáskrúdsfjardar og Reyðarfjarðar kosta 18 milljónir á fjölskyldu Hagkvæmni vegaframkvæmda má reikna á mismunandi vegu en oftar en ekki eru góðar vegasam- göngur þó taldar ein helsta forsenda byggðar víða um land. í nútímaþjóðfélagi þýðir ekki lengur að bjóða fólki upp á einangr- un eins og áður þótti ekkert tiltöku- mál. Þá voru samgöngur á sjó og síðar með sjóflugvélum oft eina tenging stórra byggðarlaga við um- heiminn. Við slíkt sættir fólk sig ekki lengur og flytur frekar á brott en að láta fjötra sig í slíka einangr- un. Pólitíkusar hafa þó ekki treyst sér til að ákveða líf og dauða byggð- arlaga út frá ísköldum hagkvæmnis- forsendum. Því hefur þróun í vega- gerðartækni verið gripin fegins hendi og ekki þykir lengur þrek- virki að bora göng í gegnum fjöll og jafnvel undir hafsbotninn. Til að reyna að spyrna gegn fólks- flótta af landsbyggðinni og efla möguleika byggðarlaga til aukinna samskipta á atvinnusviði hefur nú m.a. verið ákveðið að veita níu milljarða króna aukið framlag til vegagerðar fram til 2004. Jarðgöng fyrir vestan, norðan og austan eru meðal þeirra verkefna sem njóta góðs af þessari aukningu. Þar er m.a. ætlunin að styrkja og vegteng- ingu Siglfirðinga við Ólafsfjörð með jarðgöngum upp á 5,3 milljarða króna. Hagkvæmni slíkra framkvæmda getur verið snúið að meta og þar kemur m.a. til hinn félagslegi þáttur sem erfitt er að verðleggja. Út frá tölulegum staðreyndum má þó velta upp ýmsum spurningum sem enn er ósvarað. Það mætti t.d. leggja þá spurningu upp við Siglfirðinga hvort þeir myndu heldur kjósa að fá aura í vasann til að flytja á brott í stað jarðganga til Ólafsfjarðar. íbúar á Siglufirði voru sam- kvæmt tölum Hagstofu íslands 1.561 þann 1. desember sl. Ef þessum 5.300 milljónum króna yrði úthlutað til íbúa Siglufjarðar og þeim gert að flytja sig til „hagkvæmari" svæða þá væri það drjúgur peningur í vas- ann. Þannig fengi hver einasti íbúi Siglufjarðar 2.242.152 krónur í flutn- ingsstyrk, eða 8.968.608 krónur á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Á síðasta ári hefði slík upphæð t.d. dugað fyrir góðri fjögiura herbergja íbúð í Breiðholtinu í Reykjavík. Ef 655 íbúum Fáskrúðsijarðar yrði á sama hátt boðið að flytja I stað þess að fá til sin göng frá Reyð- arfirði þá fengi hver þeirra 4.580.152 krónur í sinn hlut. Það gerir 18.320.608 krónur í flutningsstyrk fyrir hverja fjögurra manna fjöl- skyldu. Það sem gerir Fáskrúðs- fjarðardæmið kannski dálítið öðru- vísi en Siglufjarðardæmið er að Siglufjörður er endastöð í vegakerf- inu en göng til Fáskrúðsfjarðar nýttust fleiri byggðarlögum bæði sunnan og norðan fjarðarins. -HKr. Siglfiröingar fá jarðgöng Flutningsstyrkur í staö þess að bora gat til Ólafsfjaröar gæti veriö álitlegur peningur. DV-MYNDIR SIGURÐUR K. HJALMARSSON Helgileikur grunnskólanema Elstu nemendur Grunnskóla Mýrdalshrepps sýna hér helgileik á Kristnihátíð í félagsheimilinu Leikskálum í Vík. Elsti íbúinn mætti Kristnihátíðargestir, taliö frá vinstri, Grétar Einarsson meö son sinn Fjöini og langamma Fjölnis, Þorgeröur Einarsdóttir frá Þórisholti í Mýrdal sem dvelur nú á Dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík. Hún er elsti íbúi Mýrdalshrepps, 99 ára gömul. Upphaf kristnihátíðar DV. VÍK í MÝRDAL: Upphaf Kristnihátíðar í Mýrdal hófst fyrir skömmu með messu i Vikurkirkju. Ungir jafnt sem aldnir sóttu hátíðardagskrá í félagsheimil- inu Leikskálum og þar voru ríku- legar kafflveitingar í boði kirkju- sókna og fyrirtækja í Mýrdal. Séra Haraldur M. Kristjánsson setti hátíðina og Kolbrún Hjörleifs- dóttir skólastjóri opnaði myndlist- arsýningu bama úr Leikskólanum í Suður-Vík og Grunnskóla Mýrdals- hrepps. Raforkubændur hafa sótt um leyfi til að framleiða og selja raforku: Vilja virkja á land- areignum sínum - von á að fá grænt ljós á framkvæmdir í næsta mánuði Raforkubændur er hópur bænda á landsvísu sem eiga aðgang að vatnsföflum á landareignum í sinni eigu. Undanfarin misseri hefur Landsamband raforku- bænda reifað hugmyndir sínar við fufltrúa RARIK, löggfldingarstofu, Atvinnuþróunarsjóð Suðurlands og fleiri aðila um að framleiða orku með litlum rafstöðum bæði til einkaneyslu og almennrar sölu. Gera raforkubændur sér vonir um að fá aðgang að almennu dreifi- kerfi Landsvirkjunar verði sam- keppni í raforkuiðnaði gefin frjáls. Hér á landi eru nú þegar á annað hundrað rafstöðvar sem framleiða raforku til einkaneyslu en í Noregi og Svíþjóð hafa menn stigið skrefið til fufls og þar geta bændur nú bæði framleitt og selt raforku. I samtali DV við Ólaf Eggertsson bónda á Þorvaldseyri kom fram að ef leyfi til að selja raforku hér á landi fengist myndi það skipta sköp- um fyrir dreifðari byggðir landsins. Samkvæmt úttekt sem raforku- bændur hafa látið gera yrði stofn- kostnaður við virkjunina allt að helmingi lægri hjá þeim en hjá stóru raforkuverunum. Að auki yrði rekstrarkostnaður í lágmarki. Nú í sumar verður þremur virkj- unum hleypt af stokkunum í til- raunaskyni og þá verður hugað að ýmsum öryggisþáttum og hvort virkjanirnar uppfyUi öll skilyrði sem vænst er af þeim. Ef aflt geng- ur að óskum eiga bændur aflt eins von á því að virkjanaleyfi verði gef- ið út í næsta mánuði. -KGP Stéttarfélagið Samstaða: Lægstu laun fara í 100 þúsund DV, AKUREYRI:_____________________ „Við erum búin að gera hér á bUinu 20 tU 30 vinnustaðasamninga og fleiri eru í farvatninu," segir Valdimar Guðmannsson, formaður stéttarfélags- ins Samstöðu í Húnavatnssýslum, en þar hefur verkfaUi sem hefjast átti sl. sunnudagskvöld verið aflýst. Hjá Samstöðu var VMSÍ-samningurinn feUdur og síðar einnig annar samn- ingur sem gerður var í kjölfarið við Samtök atvinnulifsins. Valdimar segir að það sé gnmd- vaUaratriði í þeim vinnustaðasamn- ingum sem gerðir hafa verið heima í héraði að laun hækki meira um þrenn næstu áramót en í öðrum samningum og verði grunnlaun því orðin 100 þúsund krónur í janúar 2003 á móti 193 þúsundum hjá þeim sem samþykktu VMSÍ-samninginn. Samninganefnd Samstöðu hefur lýst yfir miklum vonbrigðum með að ekki tókst fara fram með sameig- inlega kröfu ófaglærðra starfs- manna hjá þeim stéttarfélögum sem aðUd eiga að ASÍ og segir samninga- nefhdin að forusta hreyfingarinnar skuldi verkafólki skýringu á þeirri ákvörðun sem leiddi tU mun lægri kjarasamninga tU handa þeim lægst launuðu í landinu en væntanlega hefði náðst með sameiginlegu átaki. -gk Valdimar Guðmannsson „Lægstu laun hjá okkur fara í 100 þúsund krónur. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.