Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2000, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað f DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið f hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2000 Faðir Bjarkar: Yrði ekki hissa þó að Björk hætti við „Björk hefur sagt það við okkur innan fjölskyldunnar að hún verði meira og minna frá næstu mánuðina við kynningu á myndinni víðs vegar um heimsbyggðina. Ég yrði hins veg- ar ekki undrandi - eftir því sem ég þekki skapferli Bjarkar - að eftir þessar uppákomur undanfarna daga þá muni hún ein- faldlega gefa því langt líf,“ sagði Guðmundur Gunnarsson, faðir söngkonunnar Bjarkar, við DV í morgun. Guðmundur segir að frétt Jylland- sposten i fyrrakvöld þar sem m.a. er greint frá því að heimildamynd um kvikmyndina Dancer in the Dark, sé i uppnámi vegna viðkvæmra atriða um Björk sé „útspil framleiðanda kvikmyndarinnar" - útspil sem hann verði ekki hissa á að verði til þess að Björk dragi sig jafnvel til baka frá áður umsömdum kynningum í sum- » ar- Mia Elming, talsmaður kvikmynda- fyrirtækisins Zentropa, sem framleið- ir Dancer in the Dark, er stödd í Cannes þar sem myndin verður frum- sýnd í dag. Hún sagði við DV í morg- un að hún vissi ekki hvort Björk myndi mæta á blaðamannafund sem fram fór eftir að DV fór í prentun. Varðandi það hvort Björk myndi mæta á blaðamannafundi sagði Guð- mundur, faðir Bjarkar, að Einar Öm Bendediktsson, kynningarfulltrúi hennar, hefði farið gagngert til Cann- es með söngkonunni til að vera við- staddur blaðamannafundi með henni. -Ótt Hellissandur: ^ Húsbranntil kaldra kola Gamalt tvilyft steinhús á Hell- issandi brann til kaldra kola í morg- un. Húsið, sem stóð við Hellisbraut 9, var notað sem sumarhús og var mannlaust þegar eldurinn kviknaði. Slökkviliðið og lögreglan í Ólafs- vík voru kölluð á staðinn rétt eftir klukkan 4.30 í morgun og var húsið þá alelda. Húsiö var læst svo slökkviliðið þurfti að brjótast inn til þess að slökkva eldinn og gekk það greiölega. Engin slys urðu á fólki en húsið er ónýtt. Ékki er búið að rannsaka upptök eldsins, en líklegt er talið að kviknað hafi í út frá raf- magni. -SMK Boginn spenntur Davíð Oddsson spennir bogann til hins ýtrasta í Logarska-dalnum í Slóveníu þar sem hann er í opinberri heimsókn. Meö honum erJanez Drnovsek, forsætisráöherra Slóveníu. Hannover dreginn til Reykjavíkur í morgun: Reykkafarar búnir eiturefnamælum - um borð ásamt hafnsögumanni, skipstjóra, vélstjóra og fulltrúum eigenda Grænlenski togarinn Polar Nanortalik kom með þýska frysti- togarann Hannover i togi inn á ytri höfnina í Reykjavík á áttunda tím- anum í morgun. Menn frá slökkviliði Reykjavikur sigldu á móti skipunum og fóru um borð í Hannover til að kanna ástandið ásamt hafnsögumanni. Með þeim voru vélstjóri og skip- stjóri af Hannover og fulltrúar eig- enda skipsins. Þegar skipverjar yflrgáfu Hannover, áður Guðbjörgu ÍS 46, um kl. 7 á mánudagsmorgun var öll- um dyrum og lúgum skipsins lokað. Þá mun enn hafa verið mikill hiti og reykur í skipinu. I gær lagði eng- an sjáanlegan reyk frá skipinu og því var talið líklegt að eldurinn væri kulnaður. Slökkviliðsmenn höfðu þó allan vara á og voru vel búnir reykköfunartækjum og efna- mælitækjum til að mæla hugsanleg- ar eiturgufur um borð. Ekki voru sjáanlegar skemmdir á ytra birgði skipsins, eigi að síður er talið að skemmdir inni í skipinu séu um- talsverðar. Að sögn Jóns Viðars Matthiasson- ar varaslökkviliðsstjóra voru enn glæður í vélarrúmi skipsins þegar slökkviliðsmenn fóru þar niður. Þó var enginn meiriháttar eldur. Hann sagði menn hafa viljað þaulkanna aðstæður um borð áður en komið væri með Hannover að hafnarbakk- anum. Upptök eldsvoðans verða ná- kvæmlega rannsökuð en þar sem togarinn er nú skráður í Þýskalandi þarf það að gerast í náinni sam- vinnu við þarlend yfirvöld. -HKr. DVWND S. Reykjavíkurhöfn í morgun Slökkviliösmenn sigldu á hafnsögubát til móts viö Hannover. Ásólfsstaðir í Þjórsárdal: Stríðsástand í sumarparadís - bóndi heftir för 60 hjólhýsaeigenda Bóndinn á Ásólfsstöðum í Þjórs- árdal hefti for 60 hjólhýsaeigenda sem ætluðu að njóta vorblíðunnar í sumarparadís sinni í Þjórsárdal um síðustu helgi. Um miðnætti á laugardaginn hóf bóndinn að grafa holu í jörð sína við veginn sem liggur að leigulóðum hjólhýsaeig- endanna sem eru í landi Skógrækt- arinnar. Bóndinn gróf fram eftir nóttu og myndaðist við það haugur á veginum sem lokaði fyrir alla umferð. „Við þurftum að kalla til lög- reglu því við gátum ekki yfirgefið bústaði okkar á sunnudaginn vegna haugs bóndans. Hér var alltaf friður og gott veður en nú ríkir striðsástand vegna aðgerða bóndans á Ásólfsstöðum sem legg- ur okkur í einelti," sagði einn hjól- hýsaeigandinn sem ekki vildi láta nafns sins getið vegna þess við- kvæma ástands sem skapast hefur í Þjórsárdal. „Þegar lögreglan kom með gröfu frá hreppnum til að fjar- lægja hauginn kom bóndinn askvaðandi og lagði blátt bann við að haugnum yrði aftur mokað ofan í holuna því hann ætti holuna og réði því hvort hún væri eða færi.“ í landi Skógræktarinnar við Ás- ólfsstaði i Þjórsárdal eru 125 jarð- fost hjólhýsi. Hreppsnefndin hefur nú ákveðið að glerhýsi sem reist hafa verið við gafla margra hjól- hýsanna verði að hverfa og hafa eigendumir ákveðinn frest til að verða við þeirri samþykkt hrepps- nefndarinnar. Þá mun framtíð hjól- hýsanna í Þjórsárdal vera í óvissu vegna stöðugrar rimmu sem er á milli bóndans á Ásólfsstöðum og hjólhýsaeigendanna. -EIR SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES SKEMMTIFERÐ AÐ PINNI UPPSKRIFT PAR SEM PÚ RÆÐUR FERÐINNI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.