Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2000, Síða 6
6
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000
Fréttir
Leikskólakennarar
segja upp
- leikskólastjóri óttast að margir mæti ekki eftir sumarfrí
Sandkorn
PV. SUÐURNESJUM:
Leikskólakennarar hafa sagt upp
störfum sínum á leikskólum Reykja-
nesbæjar vegna óánægju með við-
brögð bæjarstjórnar við kröfum
þeirra um launauppbót vegna nýrr-
ar námskrár. Voru kröfurnar lagðar
fram í október síðastliðnum og hef-
ur bæjarstjórn ekki enn komið til
viðræðna við kennarana og eru all-
ar horfur á því að um leið og fyrsti
leikskólinn fer í sumarfrí núna í
byrjun júní að hann verði ekki opn-
aður aftur fyrr en búið er að ráða
aðra kennara.
Að sögn Ingibjargar Guðmunds-
Geyslr
Þessi nafntogaöi hver veröur nú settur undir smásjá vísindamanna
Breyttur Geysir,
gos í þágu vísinda
PV. HAUKADAL:
Það var ljölmennt á Geysissvæð-
inu á fimmtudaginn. Margir notuðu
góða veðrið og drifu sig upp í
Haukadal til að sjá Geysi gjósa.
Geysisgos eru orðin sjaldséð í
seinni tíð. Áður fyrr gaus hann mun
oftar, en í tímans rás hefur hegðan
Geysis breyst og nú er ekki hægt að
fá hann til að gjósa nema með því
að setja í hann 40-50 kíló af sápu og
láta renna ofan af honum vatn til að
minnka yfírborðskælinguna.
Sápa var sett í Geysi klukkan
þrjú á fimmtudag, hann hóf síðan
ekki upp raust sína fyrr en klukkan
hálfníu um kvöldið. Þá voru margir
orðnir leiðir á því að bíða eftir gos-
inu og stór hluti þess fólks sem
lagði leið sína að hvemum var farið
til síns heima.
Gosið á fostudag var framkallað í
vísindalegum tilgangi. Helgi Torfa-
son hjá Orkustofnun og samstarfs-
menn hans mældu hverinn frá því
um morguninn og allt fram að því
að hann gaus. Eftir gosið var fylgst
með því hve langan tima tæki að
fylla skálina að nýju. Þá var fylgst
með áhrifum Geysisgossins á aðra
hveri á svæðinu. Niðurstöður rann-
sóknanna eru væntanlegar eftir
helgina. -NH
17. júní
helgin í London
frá 27.990
Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin til London helgina 15.-19.
júní og haldið upp á 17. júní í heimsborginni. Beint flug Heimsferða
kl. 18.30 á fimmudag og komið til baka á mánudagsmorgni.
Þú velur um flugsæti eingöngu eða flug og hótel, en við
bjóðum gott úrval hótela í
7C\í\r\ miðborg London.
__________.yuu,-
Flugsæti önnur leiðin til London.
Verðkr. 27.990,-
Flug ffam og til baka, gisting
með morgunverðí 4 nætur í
2ja manna herbergi, skattar.
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17, 2. hæð,
595 1000, www.heimsferdir.is
dóttur, leikskólastjóra á Heiðarseli,
hefur ekkert komið frá bæjarstjóm
sem komið gæti tO móts við kröfur
kennara en þær felast aðallega í þvi
að fá greidda óunna yfuvinnu en það
er býsna algengt og flest nágranna-
sveitarfélögin eru með slík launakjör.
Síðastliðið haust var lögð fram ný
námskrá fyrir leikskóla og hefur það
aukið álagið á kennara, auk þess sem
skortur á fagmenntuðum kennurum
og ör skipti á starfsfólki leikskólanna
gera starfið mun erfiðara. Era þau
laun sem samið hefur verið um í
kjarasamningum ekki í samræmi við
raunveruleikann, fyrir utan að vera
allt of lág að mati leikskólakennara.
Ellert Eiríksson bæjarstjóri sagði í
samtali við blaðið að samninganefnd
hefði lagt fram í apríl tillögu þess efn-
is að nota samninga sem Kópavogs-
bær hefði gert og teldust mjög góðir
en þá hefðu uppsagnir farið að berast
og ekkert orðið úr frekari viðræðum.
Leikskólakennarar töldu þetta ekki
viðunandi tillögu þar sem um alger-
lega nýja samninga væri að ræða og
þyrfti því að skipuleggja allt starf
leikskólanna upp á nýtt. Hafði Ingi-
björg alvarlegar áhyggjur af ástand-
inu þar sem hún vissi til þess að
nokkrir leikskólakennarar mundu
ekki snúa aftur til starfa. Nú í vik-
unni afhentu forsvarsmenn foreldra-
félaga leikskóla Reykjanesbæjar und-
irskriftalista um 300 foreldra þar sem
skorað er á bæjarstjóm að semja hið
fyrsta við leikskólakennara bæjarins.
Á bæjarráðsfundi á miðvikudag var
samþykkt að ganga til samninga við
leikskólakennara bæjarins og kemur
því fljótlega í ljós hvað margir kenn-
arar draga uppsagnir sínar til baka.
-ÞGK
Krýsuvík:
Samspil manns
og náttúru
- kallast árþúsundaverkefni Hafnarfjaröar
I samvinnu við Reykjavík, menn-
ingarborg Evrópu árið 2000, hefur
Hafnarfjarðarbær hrundið af stað
verkefni um Krýsuvík en með þvi
vill hann auka þekkingu á menn-
ingu og náttúru svæðisins. Þrjá
sunnudaga í sumar verður sérstök
dagskrá í Krýsuvík, sunnudaginn
11. júní nk., 16. júlí og 20. ágúst.
Meðal viðburða er opnun sýningar
á verkum Sveins Björnssonar í
Sveinshúsi, messa í Krýsuvíkur-
kirkju, gönguferðir með leiðsögn og
fræðsluerindi um Krýsuvíkurberg.
En svæðið sjálft er i aðalhlutverki,
m.a. er hægt að skoða leirhveri við
Seltún, stórbrotið fuglalíf í Krýsu-
víkurbergi og þá má skoða sprengi-
gíginn Grænavatn. Gefið hefur ver-
ið út kort af svæðinu um sögu og
náttúru en einnig má fmna fomleif-
ar í Krýsuvík. -HH
Vegleg verðlaun
íslensk slökkviliössveit á Keflavíkurflugvelli skarar fram úr í Bandaríkjaflota.
Slökkvilið Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli:
Sigraði í keppni
Bandaríkjaflota
- og hlaut æðstu verðlaun brunavama
Slökkviliði Vamarliðsins á Kefla-
vikurflugvelli voru í gær veitt
æðstu verðlaun brunavama fyrir
sigur í samkeppni milli allra
slökkviliða Bandaríkjaflota.
Einnig var slökkviliðinu afhent
viðurkenning Brunamálastofnunar
íslands fyrir frumherjastörf i bruna-
málum hér á landi og var það Berg-
sveinn Gizurarson brunamálastjóri
sem sá um afhendinguna.
Slökkviliðið á Keflavíkurflug-
velli er skipað íslenskum starfs-
mönnum og eru þeir samtals 128 að
tölu. Auk þess að sjá um brunavarn-
ir allra mannvirkja á svæði hersins
og Flugstöövar Leifs Eiríkssonar,
sjá starfsmenn slökkviliösins um
hreinsun hættulegra efha, snjóruðn-
ing á flugvellinum og þjónustu við
herflugvélar sem leið eiga um flug-
völlinn, svo eitthvað sé nefnt. -jtr
BBwkisión:
Reynir Traustason
netfang: sandkom@ff.is
Fljúgandi ferð
Skjár einn er á
fljúgandi ferð þessa
dagana og er víst
að óhugur er í
samkeppnisaðilum.
Árni Þór Vigfús-
son, sjónvarps-
stjóri og prestsson-
ur úr Grafarvogi,
þykir hafa haldið
vel á spilunum og
aflað stöð sinni hylli. Nú stefnir í að
Skjár einn náist um allt land en eig-
endurnir hafa sótt um að fá afnot af
rás sem Ríkisútvarpið hefur haft
fram að þessu. Stöðin unga nýtur
velvilja útvarpsréttarnefndar og þá
sérstaklega formannsins, Kjartans
Gunnarssonar, framkvæmdastjóra
Sjálfstæðisflokksins, og er talið nær
víst að rásin sé í hendi. Ekki
skemmir fyrir ungu mönnunum að
Stöð 2 er í skotlínu sjálfstæðis-
manna eftir að dr. Hannes Hólm-
steinn Gissurarson útnefndi Jón
Ólafsson aðaleiganda Stöðvar 2
sem óvin númer eitt...
Þrengsli
Léttur fiðringur
er farinn að gera
vart við sig í
væntanlegum
stærri kjördæm-
um. Meðal sjálf-
stæðismanna á
Vestfjörðum,
Vesturlandi og
Norðurlandi
vestra er spurt
hvaða þrír þingmenn muni lifa af
kjördæmabreytinguna. Spádómar
eru uppi um að það verði oddvitar
flokkanna í gömlu kjördæmunum,
þeir Einar K. Guðfinnsson,
Hjálmar Jónsson og Sturla
Böðvarsson. Hver um sig er fima-
sterkur í sínu kjördæmi og spurn-
ingin sú hver muni leiða listann.
Þeir sem detta þá út eða finna sér
annað kjördæmi eru þeir Einar
Oddur Kristjánsson, Guðjón
Guðmundsson og Vilhjálmur
Egilsson sem þó er sýnu best sett-
ur með skjól sem framkvæmda-
stjóri Verslunarráðsins...
Nýtt prestsmál?
Það er fullyrt að
næsta „prestsmál"
sé í gerjun á Suð-
urlandi, nánar tO-
tekið á Selfossi.
Fullyrt er að vax-
andi óánægju gæti
með störf séra
Þóris Jökuls
Þorsteinssonar
og stöðugt fleiri
leiti tO nágrannapresta hans um
þjónustu. Einkum mun þetta auka
umsvif séra Kristins Á. Friðfinns-
sonar sem situr í Hraungerði rétt
austan Selfoss. Séra Þórir hefur ver-
ið í hópi svartstakka í prestastétt
sem eru trúaðri og strangari en
prestar almennt. Þegar séra Þórir
var prestur á Grenjaðarstað í Aðal-
dal var hann mjög óánægður með
dræma kirkjusókn. Hann brá því á
það ráð að ávíta harðlega þær fáu
sálir sem þó mættu í hvert sinn.
Þetta líkaði sóknarbömum afar Ola
og mun í þá daga hafa fækkað enn
meir á kirkjubekkjum á Grenjaðar-
stað við umvandanir hans...
Síöan í fyrra
Prestar hafa r
löngum verið
þjóðsagnapersón-
ur og ein slík,
séra Baldur Vil-
helmsson, situr
á eftirlaunum
vestur í Vatns-
firði. Fyrir mörg-
um árum vék
Baldur sér að
meðhjálpara sínmn eftir páska
messu og spurði hvort hann hefð
kannast nokkuð við prédikunins
„Nei, átti ég að gera það?“ spurð
meðhjálparí
„Það gat aðeins verið, góði. Húi
er nefnOega frá því á páskunum
fyrra,“ svaraði Baldur.