Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2000, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2000, Síða 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 I>V Poul Nyrup Rasmussen Færeyingar eru ekki par hrifnir af danska forsætisráöherranum. Sjálfstæðismál Færeyja gætu ráðist eftir helgi Hvort sjálfstæðisdraumar fær- eysku landstjórnarinnar verði að veruleika á næstunni gæti ráðist á samningafundinum með dönskum stjómvöldum í Kaupmannahöfn í næstu viku. Anfinn Kallsberg, lögmaður Fær- eyja, segir að ef Poul Nyrup Rasmussen og stjóm hans slaka ekki á efnahagslegum skilyrðum sínum fyrir sjálfstæði gæti svo farið að færeyskir kjósendur hafni sjálf- stæðishugmyndum landstjómarinn- ar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Danir hafa krafist þess að beinn fiárstyrkur þeirra til Færeyja upp á rúma níu milljarða íslenskra króna falli niður á fiórum árum. Það finnst Færeyingum of skammur tími. „Ríkisstjómin vill halda í Færeyj- ar og Danmörk er tilbúin aö greiða fyrir það mörg ár fram í tímann," segir Anfinn Kallsberg. Mbeki þakklátur Norðurlöndunum Thabo Mbeki, forseti Suður-Afr- íku, lýsti í gær yfir þakklæti sinu í garö Norðurlandanna fyrir stuðn- ing þeirra við land sitt og Afríku al- mennt. Vel heppnuðum fundi Mbekis meö forsætisráðherrum Danmerk- ur, Svíþjóðar, Finnlands og Noregs og með Halldóri Ásgrímssyni utan- ríkisráðhema lauk á Skagen á Jót- landi í gær. Leiðtogamir urðu sammála um stuðning við áframhaldandi lýðræð- is- og efnahagsþróun í Afríku, svo og um baráttuna gegn sjúkdómum. Stonehenge Maöurinn var 35 ára er hann lést en ástæöa aftökunnar er ekki kunn. 2100 ára gömul bein á sýningu Beinagrind af manni sem var tek- inn af lífi við Stonehenge fyrir allt að 2100 árum síðan var sýnd í fyrsta sinn opinberlega í Bretlandi í gær. Talið var að beinagrindin, sem fannst árið 1923, hefði eyðilaggst í árásum nasista á Bretlandseyjar ár- ið 1941. Rithöfundurinn Mike Pitts, sem vinnur að bók um hinar merku minjar Stonehenge á Vestur- Englandi, fann hins vegar grindina aftur og er nú unnið við að aldurs- greina hana nákvæmlega með kolefnismælingum. Morðið á breska sendifulltrúanum á fimmtudagsmorgun: Grikkir lofa bót og betrun í baráttunni Yfirvöld á Grikklandi sögðust í gær myndu heita því að vinna ötul- lega og betur gegn hryðjuverkum en hingað til hefur veriö gert. Grikkir eru harmi slegnir eftir morðið á breska sendifulltrúanum, Stephen Saunders, á fimmtudagsmorgun sem var skotinn í bifreið sinni af tveimur mönnum á mótorhjóli sem veittu honum eftirfor. Rikisstjómin hefur heitið því að endurskipuleggja lögreglu í landinu með sérstaka áherslu á það sem bet- ur má fara í baráttunni við glæpa- menn, einkum hryðjuverkamenn. „Forsætiráðherrann er staðráð- inn í þvi að gera viðeigandi ráðstaf- anir til að uppræta árásir skæru- liða,“ sagði talsmaður ríkisstjórnar- innar eftir fund hennar í dag. Grikkir hafa sem kunnugt er ver- ið sakaðir um það af Bandaríkja- mönnum aö standa sig ekki sem skildi í baráttunni við skæruliða. Stephen Saunders Skotinn á fimmtudagsmorgun. Þingmaður gríska þingsins sem ekki vildi láta nafn síns getið sagði ekkert miða í rannsókninni á morði Saunders og aö lögregla hefði ekki einu sinni fundið umrætt mótorhjól sem hryðjuverkamennirnir þeystu um á. Utanríkisráðherra Grikklands, George Papandreou; sagði í samtali við vamarmálaráðherra Bretlands að Grikkir myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði og „finna hina seku og dæma i máli þeirra." Enginn af meðlimum 17. nóvem- bers, samtökunum sem hafa lýst morðinu á hendur sér, hefur nokkru sinni náðst. Að sögn skæru- liða var sendifulltrúinn myrtur fyr- ir þátt hans og Breta í sprengju- árásinni á Júgóslavíu i fyrra. Eiginkona Stephens skoraði á hryðjuverkamennina að gefa sig fram á blaðamannafundi í gær en þakkaði Grikkjum auðsýnda samúð. Afrekskona Hin 59 ára gamla Jennifer Murray frá Bretlandi veifaöi til áhorfenda í Amman í Jórdaníu þar sem hún lenti þyrlu í stuttu stoppi umhverfis heiminn. Murray stefnir á aö fijúga fyrst kvenna á þyrlu umhverfis hnöttinn. Skæruliðar RUF halda enn 21 friðargæsluliða Sierra Leone Friöargæsluliöar í viöbragösstööu. Sendinefnd Sameinuðu þjóðanna í Sierra Leone sagðist i gær hafa miklar áhyggjur af 21 friðargæslu- liða sem haldið er í austur- hluta landsins og gagnrýndi um leið áhugaleysi fiölmiðla á þessari staðreynd. Byltingarher skæruliða, RUF, tók 21 indverskan frið- argæsluliða í Kuva í gísl- ingu á mánudag þar sem sem þeir höfðu verið að störfum og fluttu þá með sér til nálægs bæjar, Pendembu. „Við höfum áhyggjur vegna gruns um að vísbendingar sem RUF-menn höfðu fengið um að gísl- unum yrði sleppt muni ekki verða uppfylltar," sagði David Wimhurst, talsmaður sendinefndar Sameinuðu þjóöanna. „Það hefur veriö ábyrgst að þeim verði ekki misþyrmt á neinn hátt en við viljum að þeim verði sleppt. Það verður að vera án nokkurra skilmála og við ætlum ekki að láta draga okkur út í ein- hverjar samningaviðræður um slíkt,“ sagði Wimhurst enn fremur. Wimhurst lét ekkert uppi um hvort skæruliðar hefðu nú þegar sett fram skilyrði fyrir lausn gíslanna en íjóst að málið er í hnút sem stend- ur. Sendinefnd friðargæslu- liða í Sierra Leone, UNAMSIL, hefur átt í mikl- um erfiðleikum að undan- fomu eða siðan Foday San- koh sleit samkomulaginu við réttthafa ríkisvalds og tók friðargæsluliða og óbreytta borgara í gíslingu. UNAMSIL hafa verið gagnrýndir fyrir að hörfa af átaka- svæðum í Sierra Leone og skilja þannig óbreytta borgara eftir varn- arlausa í átökum stjómarhers og skæruliða. Þessu neita friðargæslu- liðar og segja fækkun í UNAMSIL ástæðuna. Thatcher skiptir sér af Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráð- herra Bretlands, er í fararbroddi hóps sem stendur fyrir auglýs- ingaherferð gegn því að Danir taki upp evr- una, sameiginlegan gjaldmiðil Evrópu- sambandsins. Andstæöingar evr- unnar eru hræddir við að afskipta- semi jámfrúarinnar muni skaða málstað þeirra. Flóttamenn til Færeyja Tvær króatiskar flóttamannafiöl- skyldur hafa fengið dvalar- og at- vinnuleyfi í Færeyjum, eftir að hafa farið huldu höfði í Danmörku í nærri þrjú ár. Blair og félagar á uppleið Breski Verkamannaflokkurinn er farinn að vinna til baka fylgi sem hann hefur misst til íhaldsflokksins í skoðanakönnunum. Næstum því innrás Litlu mátti muna að Bill Clinton Bandaríkjaforseti fyrirskipaði að hafinn yrði undirbúningur að allsherjarinnrás í Kosovo á meöan á lofthernaði NATO stóð í fyrra. Öryggismálaráðgjafi Clintons greinir frá þessu í blaðaviðtali. Engar skaðabætur Ellefu félagar i mótorhjólageng- inu Bandítunum í Álaborg í Dan- mörku fá engar skaðabætur fyrir tilefnislaust gæsluvarðhald. Bandít- ar höfðu krafist um 15 milljóna ís- lenskra króna. Sigur fyrir Pútín Neðri deild rúss- neska þingsins samþykkti í gær að herða tök sam- bandslýðveldisins á 3 stærstu opin- beru sjóðum ríkis- ins. Samþykkt frumvarpsins er talin mikill sigur fyrir Pútín og góös viti um samþykkt frekari efna- hagsumbóta forsetans sem í bígerð er að lagðar verði fyrir þingið. Bilun í Ijósmerki Flugvél með for- sætisráðherra Ástr- alíu, John Howard, innanborðs nauð- lenti í Brisbane eft- ir að ljósmerki gaf til kynna að bilun væri í vélarbúnaði. í ljós kom að það var ljósmerkið sem var bilað og sak- aði engan. Vopnaðir blaðamenn Þrír blaöamenn voru yfirheyrðir í gær af belgísku lögreglunni eftir að hafa verið gripnir meö vopn í fórum sínum við komuna til lands- ins í tilefni af Evrópukeppninni í knattspymu. Minni halii Skakki tuminn í Pisa, sem hefur verið lokaður fyr- ir ferðamönnum síðastliðinn ára- tug, verður að öllu likindum opnaður á næsta ári. í ljós hefur komið að hann hallar minna nú en fyrri mælingar gáfu til kynna. í tilefni af tíðindun- um verður 200 bömum hleypt inn í tuminn á næstimni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.