Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2000, Qupperneq 9
9
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000
DV___________________________________________________________________________________________________Helgarblað
Stjórnmál, íþróttadella og tónlist:
„Eg var afar órólegt barn“
- segir Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi og stjórnarformaður Spalar ehf.
DV. AKRANESI:_______________________
Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akra-
nesi og stjómarformaður Spalar ehf.,
hefur mikið verið í sviðsljósinu á und-
anfómum árum. Helgarblaði DV lék
forvitni á að vita meira um manninn.
„Ég er ættaður úr Vestmannaeyjum
í fóðurættina, fæddur í Hafnarfirði
árið 1955, alinn upp í vesturbænum í
Reykjavik og hef búið á Akranesi í um
18 ár. Foreldrar mínir vora Gísli Jak-
obsson, bakari úr Vestmannaeyjum,
og Unnur Ólafsdóttir, en pabbi hennar
og afl vom reyndar fæddir á Ytra-
Hólmi og langalangamma min á Reyni
þannig að ég get haldið því fram með
rökum að ég sé Akumesingur að
hluta. Ég held að Skagamenn hafi lengi
talið að ég væri skrýtinn þangað til
þeir áttuðu sig á því hvaðan ég er. Ég
á fimm systkini, fjögur eldri en ég og
eina yngri systur. Ég er kvæntur Hall-
bera Jóhannesdóttur og við eigum
saman þrjú böm, tvo fótboltastráka og
eina fótboltastelpu, en að auki á ég
strák sem er að ljúka vélaverkffæði í
Háskólanum. Ég fór mjög hefðbundna
menntaleið fyrir vesturbæinga, var í
Melaskóla, Hagaskóla og Menntaskól-
anum í Reykjavík þaðan sem ég út-
skrifaðist árið 1976, eins og reyndar
Hallbera, konan mín. Úr menntaskóla
lá leiðin í Háskóla íslands þar sem ég
lærði lögfræði og lauk því námi 1981.“
Hefði áreiöanlega veriö
greindur með fravik
- Var íþróttaáhugi ekki mikill hjá
þér á námsárunum og með hvaða liði
lékstu?
„Ég var afar órólegt bam og hefði
sennilega i dag verið greindur með
einhver „normal frávik" eða þannig,
en ég var svo lánsamur að lenda í
iþróttunum og fékk þar mikla og góða
útrás fyrir mestu orkuna. Ég var að
sjálfsögðu í fótbolta í KR og einnig í
körfúbolta. í þá daga var mögulegt að
æfa fram á gamalsaldur og keppa í
tveimur íþróttagreinum, körfuþolta á
vetuma og fótbolta á sumrin. Það er
víst ekki hægt í dag ef einhver árang-
ur á að nást. Ég lék í körfuboltanum í
KR með Einari Bollasyni, Kolbeini
Pálssyni og fleiri góðum mönnum sem
vora nokkra eldri en ég. Þeir sáu að
hluta um uppeldið ásamt góðum
drengjum í knattspymunni hjá KR.
Þegar ég var kominn í Háskólann fór
ég í körfuboltann í íþróttafélagi stúd-
enta en þar léku margir skemmtilegir
menn. Körfuboltaferilinn endaði ég á
Akranesi með LA en ég held að ég hafi
leikið síðast á móti Borgnesingum í
sigurleik árið 1992 eða 1993.
Síðast lék ég hins vegar knattspymu
með KR árið 1981 á móti ÍA í frægum
leik þar sem KR þurfti að vinna tO að
forðast fall en Skaginn að sigra til að
verða íslandsmeistari. KR hafði þá
ekki unnið ÍA í um áratugar skeið en í
skrautlegri viðureign höfðum „við KR-
ingar“ sigur og eftir það fór ég á Skag-
ann. fþróttimar hafa alla tíð verið mér
hugleiknar og sem betur fer era böm-
in mín öll íþróttasinnuð."
Hallbera seiddi mig á
Skagann
- Hvað gerðirðu eftir að þú laukst
lögfræðinámi?
„Þegar ég lauk lögfræði fór ég beint
til Ragnars Aðalsteinssonar hæstarétt-
arlögmanns og var fulltrúi hans frá
1981 til 1983. Þar lærði ég meira á ein-
um mánuði en fimm árum í lögfræð-
inni því Ragnar var mér afar góður
fóstri og ég var mjög lánsamur að
lenda í höndunum á honum.
- Síðan fluttirðu á Akranes, hvað
kom til?
„Árið 1982 kvæntist ég Hallbera Jó-
hannesdóttur, Skagapiu, en við höfð-
um reyndar verið bekkjarfélagar í
menntaskóla og samstúdentar. Það var
kannski fyrst og fremst þess vegna
sem ég flutti á Akranes. Ég hef aldrei
verið svo bundinn höfuðborginni að
mér hafi þótt það sérstakt átak að
flytja úr bænum.
Reyndar var það fyrir mig mikið
Gísli Gislason bæjarstjóri ásamt hljómsveit sinni, Melasveitinni.
gæfúspor að flytja á Akranes og auð-
velt að komast inn í samfélagið á Akra-
nesi, ekki síst með aðstoð íþróttanna,
en ég þjálfaði og spilaði með ÍA-liðinu
í körfubolta í nokkur ár og æfði með
Skagafiðinu í fótbolta og vann að sjáif-
sögðu til verðlauna með miklum sniil-
ingum í eldri flokki drengja."
Lukkuhjóliö snýst
- Hvenær tókstu við starfl bæjar-
stjóra á Akranesi og hvert hefur verið
erfiðasta verkefnið á ferlinum?
„Þegar Ingimundur Sigurpálsson
var ráðinn bæjarstjóri í Garðabæ vor-
ið 1987 bauðst mér að taka við starfi
bæjarstjóra á Akranesi. Síðan hefúr
það þróast svo að ég hef setið lon og
don með hinum ýmsu meirihlutum.
Fyrir mig hefur þetta verið á stundum
erfitt en ákaflega skemmtilegt starf. Á
þessum þrettán áram hefur margt
gerst. Erfiðast verður vafalaust að telja
atvinnubaminginn á árunum frá 1989
til 1994 þegar bærinn var með útgerð-
arfyrirtæki, skipasmíðastöð og fleira á
herðunum. Sem betur fer hefur lukku-
hjólið snúist okkur i hag hin síðari ár.
Á erfiðleikatímum fannst mér þó
aldrei gæta annars en bjartsýni á
Akranesi þannig að ég var viss um að
úr myndi rætast og á þessum tima var
margt gott gert, svo sem hluti íþrótta-
mannvirkjanna á Jaðarsbökkum,
bygging tónlistarskólans, uppbygging í
grunnskólanum, bygging vemdaðs
vinnustaðar og margt fleira. Ég hef svo
sem aldrei velt því í raun fýrir mér
hvort hlutimir hafi verið erfiðir eða
ekki. Ég hef bara tekið þátt í þvi sem
þurft hefur að vinna.“
Ævintýriö í göngunum
- Síðan komu Hvalfiarðargöng til
sögunnar, varstu aldrei í vafa um að
þetta verkefni myndi takast?
„Hugmyndir um Hvalfiarðargöng
má rekja allt til ársins 1972 þegar
skýrsla um samgöngur við Akranes
var gerð, en þá var sá kostur reyndar
ekki talinn fýsilegur. Síðar komu fram
upplýsingar frá Vegagerðinni, sem
Hreinn Haraldsson á mestan heiður af,
sem sýndu fram á hagkvæmni þessa
verkefnis. Með nýrri tækni varð þetta
raunhæfur kostur og upp úr 1987 fór
að koma meiri alvara í málið. Sam-
starf Sementsverksmiðjunnar, Jám-
blendifélagsins og Akraneskaupstaðar
leiddi til stofnunar Spalar og flestir
þekkja framhaldið - Hvalfiarðargöng
urðu að veruleika árið 1998. Auðvitað
var meðgangan löng og stundum snú-
in því ekki lágu fiármunir á lausu til
verksins og margir vora afar vantrú-
aðir á að þetta myndi ganga. En með
óbilandi bjartsýni, þrjósku og hjálp
góðra manna hafðist verkið í gegn og
enginn sér eftir puðinu í dag.
- Hefúr allt gengið eftir með göngin
eins og þú óskaðir þér?
„Ég var sannfærður allt frá upphafi
um að Hvalfiarðargöng yrðu að veru-
leika - það væri bara spuming
hvenær. Ég var viss um að göngin
myndu í heildina hafa góð áhrif á
Akranes og sagði stundum að það sem
væri gott fyrir Akranes væri gott fyrir
Island. Ég verð hins vegar að viður-
kenna að bjartsýni min leyfði ekki að
telja að framkvæmdin öll myndi ganga
svo ótrúlega vel sem raun ber vitni.
Það hafa verið forréttindi að fá að taka
þátt í þessu verkefni með góðum
mönnum og það er ólíklegt að maður
fái að taka þátt í öðra eins ævintýri á
lífsleiðinni en þó er aldrei að vita.“
Melasveitin syngur og leikur
- Þú hefur leikið og sungið með fé-
lögum þínum í Melasveitinni. Hvað
kom til að sveitin var stofnuð, hverjir
era í henni og hefurðu alltaf verið
svona músikalskur?
„Það er hæpið að halda því fram að
ég sé mjög músíkalskur en hitt er þó
rétt að ég hef afar gaman af tónlist.
Hún er mikil heilsubót þegar mikið
„KR hafði þá ekki unnið ÍA í
um áratugar skeið en í
skrautlegri viðureign höfðum
„við KR-ingar“ sigur og eftir
það fór ég á Skagann. íþrótt-
imar hafa alla tíð verið mér
hugleiknar og sem betur fer
eru bömin mín öll
íþróttasinnuð.“
gengur á. Mamma sendi mig ungan til
að læra á fiðlu en ég var beðinn um að
hætta því. Þá keypti mamma píanó og
sendi mig í lærdóm á það. Ekki varð
píanóferillinn langur eða öðrum til
ánægju þannig að maður lét raddbönd-
in duga lengi vel i góðra vina hópi.
Fyrir ekki mjög mörgum árum var
hins vegar gítamámskeið fyrir kenn-
ara Grundaskóla sem Hallbera, konan
mín, sótti og þegar hún kom heim af
því eitt kvöldið kenndi hún mér einfalt
grip á gítarinn og þá var þúið að segja
frá því. Hallþera lærði aldrei á gítar,
en ég er slarkfær.
Ég er hins vegar
svo lánsamur að böm-
in mín og kona leika
öll á hljóðfæri og era
bara býsna lipur. Það
era nú um fimm ár, að
ég held, að Melasveit-
in varð til, auðvitað
fyrir tilviljun.
Við vorum nokkrir
sem sáum um
skemmtiatriði á árs-
hátið bæjarins og síð-
an vatt málið upp á
sig. Ég er sem betur fer í hópi mikilla
tónlistarmanna þannig að hæfileikar
mínir geta notið þess ríkulega. Þeir
sem era með mér í Melasveitinni era
Lárus Sighvatsson, skólastjóri Tónlist-
arskólans á Akranesi, Skúli Ragnar
Skúlason, fiðluleikari og tónlistar-
kennari, Guðmundur Jóhannsson,
blikksmiður og mikill tónlistarmaður,
Birgir Þór Guðmundson, sálfræðingur
og gitaristi, Einar
Skúlason, æskulýðs-
frömuður og gítarleik-
ari, Sigursteinn Há-
konarson, rafvirki og
hinn eini sanni
Dúmbó og Steini, og
loks Eiríkur Guð-
mundsson, trommari
og kennari. Allt era
þetta einstakir drengir
og góðir músíkmenn
þannig að ég er í góð-
um hópi. Melasveitin
hefur spilað nokkrum
sinnum á ári, aðallega
sér til ánægju, og m.a.
farið i „hljómleikaferð" til Færeyja við
góðan orðstír og útlit er fyrir aðra
slíka ferð á næsta ári þannig að sveit-
in hefúr enn ekki lagt upp laupana þó
svo að í upphafi hafi hún ekki stefnt að
sérstöku langlífi."
Getum ekki variö okkur meö
smæöinni
- Nú dvaldir þú um mánaðarskeið í
Brússel, ertu þeirrar skoðunar að það
sé aðkallandi verkefni að ganga í Evr-
ópusambandið eftir dvöl þína?
„Dvölin í Brússel var afar fræðandi.
Ég komst m.a. að því að sveitarfélögin
era talsvert á eftir í Evrópumálunum,
sérstaklega hvað varðar vitneskju um
hvað EES-samningurinn færir okkur
og hver staða sveitarfélaga er í löndum
innan ESB. Ég er í sjálfu sér ekki
þeirrar skoðunar að það sé aðkallandi
verkefiii að ganga í ESB en ég tel hins
vegar að við íslendingar eigum að
leggja mun meiri vinnu í að standa
klárir á stöðu okkar á ýmsum sviðum
hvað þetta varðar. Sú staða kann að
koma upp að hagsmunum okkar verði
betur borgið innan ESB en utan þrátt
fyrir að ESB-aðild muni hafa einhverja
galla í för með sér. Það þýðir ekkert að
láta tilfinningar ráða ferðinni eða
hengja sig á smærri atriði þegar þessi
mál era skoðuð, afstaðan verður að
byggjast á fordómalausu mati og því
hveijir hagsmunir okkar era hveiju
sinni.
Sú tíð er liðin að við getum varið
okkur með smæð okkar og einangrun
og þess vegna er staða
okkar sú að við verð-
um að ákveða hvemig
við ætlum að verða
virkir þátttakendur í
því sem gerist í kring-
um okkur. Við meg-
um a.m.k. ekki mála
okkur út í hom og sjá
áhrif okkar innan
EES-samningsins
dvína en fá eftir sem
áður yfir okkur
stærstan hluta af
ákvörðunum ESB
sem mikil áhrif mun hafa á íslenskt
samfélag.
Þjónusta á heimsmælikvaröa
- Nú er talsverð íbúafiölgun á Akra-
nesi, getur sveitarfélagið ráðið við enn
meiri fiölgun?
„Síðastliðin þijú ár hefúr íbúaþróun
á Akranesi breyst til hins betra. Fólks-
fækkun hefúr verið stöðvuð og nú
fiölgar aftur í þessu góða samfélagi á
Akranesi. Akranes hefur alla burði til
að stækka talsvert en hófleg fiölgun er
best því það hlýtur að vera megin-
markmið okkar að þjóna sem best
þeim íbúum sem era á staðnum. Mikil
og ör fiölgun á Akranesi hér á árum
áður hafði í för með sér ákveðna
vaxtarverki sem langan tíma tók að
lækna. I dag er þetta 5.500 manna sam-
félag með heimsklassaþjónustu á flest-
um sviðum og það eigum við að meta
umfram óskir um gríðarlega fiölgun.
Best er - ef unnt er - að láta bætta
þjónustu fylgja skynsamlegri fiölgun.
Hitt er annað að það er ekki nema að
hluta til í okkar höndum hvemig íbúa-
þróun verður en ég er sannfærður um
að á næstu árum muni verða jöfn og
öragg fiölgun á Akranesi og vonandi
verða íbúar á Akranesi i lok ársins
fleiri en nokkra sinni fyrr.
Þegar ég verö stór
- Nú lýkur kjörtímabili þessarar
bæjarstjómar eftir fiögur ár. Mynd-
irðu slá til i fiögur ár í viðbót ef leitað
væri eftir því?
„Þegar ég tók að mér starf bæjar-
stjóra árið 1987 þá var mér ljóst að
samningur minn rynni út við kosning-
ar. Þannig hefur það einnig verið þau
kjörtímabil sem ég hef starfað hér og
báðir aðilar, ég og bæjarstjóm, erum
óbundnir af framhaldinu. Það er sú til-
vera sem allir bæjarstjórar og bæjar-
stjómir lifa við. Þegar líður að kosn-
ingum hafa frambjóðendur verið
spurðir hvort þeir muni ráða mig aft-
ur og ég spurður hvort ég muni gefa
kost á mér. Það.er reyndar þannig að
meðan á vinnu stendur á kjörtímabil-
inu gleymir maður sér í henni, enda er
starfið þannig að annaðhvort er maður
af lífi og sál i þessu eða finnur sér eitt-
hvað annað að gera. Ég hef stundum
gantast með það að ég þurfi að fara að
ákveða hvað ég verð þegar ég verð stór
og svo er auðvitað hin hliðin að bæjar-
félaginu kann að vera hollt að fá ein-
hvem annan i stól bæjarstjóra. Það
eina sem ég veit á þessari stundu er að
ég hef samið um að sinna mínu starfi
til vorsins 2002 og það mun ég gera
nema bæjarstjóm ákveði annað.“
-DVÓ
Gísli ásamt ungum Akurnesingum. DV-myndir Daníel
„Það er reyndar þannig
að meðan á vinnu stend-
ur á kjörtímabilinu
gleymir maður sér í
henni, enda er starfið
þannig að annaðhvort er
maður aflífi og sál í
þessu eða finnur sér eitt-
hvað annað að gera.“