Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2000, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2000, Síða 12
12 Fréttir Camillu inn úr LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 DV loks nleypt kuldanum Breskir fjölmiðlar eru á öðrum endanum þessa dagana þar sem út- lit er fyrir að hin konunglega breska sápuópera sé að koma á fjal- irnar á ný. Hlé hefur að miklu leyti verið á sápuóperunni frá því að Díana prinsessa lést 1997. Þegar hin ógæfusama breska prinsessa var lögð til hinstu hvílu var stærsta tekjulind dagblaðanna jafnframt jörðuð. Nú er útlit fyrir að mögru árin séu liðin hjá. Vilhjálmur prins verð- ur 18 ára í næsta mánuði og kemst þá í fullorðinna manna tölu. Þar með nýtur hann ekki lengur vernd- ar fyrir hrægömmum æsifréttablaö- anna. Og svo er Camilla Parker Bowles, hin umdeilda ástkona Karls Bretaprins, að verða viðurkennd fyrir alvöru sem lifsförunautur prinsins. Erfitt verk fram undan hjá Donatellu Versace Nú eru það fréttir af Camillu Parker Bowles sem fylla síður blað- anna og hug bresku þjóðarinnar. Hún hefur fengið viðurkenningar- stimpil Elísabetar drottningar, hún hefur hitt yfirmann bresku biskupa- kirkjunnar og eftir nokkrar vikur tekur hún enn eitt mikilvægt skref. Camilla, sem hingað til hefur liðið best á hestbaki við refaveiðar, fer á fund tískuhönnuðarins Donatellu Versace. Camilla er í leit að nýjum og glæsilegri stíl. Illar tungur segja verkefnið svo erfltt að það hljóti meira að segja að hræða Versace. ísinn var brotinn þegar Camilla hitti Elísabetu drottningu í sextugs- afmæli Konstantíns, fyrrverandi Grikkjakonungs, um síðastliðna helgi. Karl Bretaprins hélt konung- inum fyrrverandi garðveislu á sveitasetri sínu og gegndi Camilla húsmóðurhlutverkinu. Meðal hinna fjölmörgu gesta voru Margrét Dana- drottning, Haraldur Noregskonung- ur og Jóhann Karl Spánarkonung- ur. Camilla hneygði sig fyrir Eng- landsdrottningu og síðan settust Karl, Camilla og drottningin niður og spjölluðu saman, að því er bresk blöð greina frá. Á fundi með erkibiskupnum Síðastliðinn mánudag greindi svo konunglegasta blaðið, The Daily Telegraph, frá því að Camilla hefði einnig setið nokkra fundi með æðsta leiðtoga bresku biskupakirkj- unnar, erkibiskupnum af Kantara- borg, Georg Carey. Búist er viö því að erkibiskupinn taki á næstu dög- um á móti sendinefnd ráðgjafa rík- isarfans. Þess sjást engin merki að Camilla Parker Bowles verði drottning en búast má við að kirkjan samþykki samband krónprinsins og konunnar sem hefur verið hin sanna ást hans í 27 ár. Jafnvel þó að hún sé fráskil- in og meðal annars ein af ástæðun- um fyrir skilnaöi Karls og Díönu prinsessu. Fregnir hafa borist af því að Camillu verði loksins boðið að taka þátt í stórveislu í Windsor-kastala tU heiðurs Elísabetu drottningar- móður sem verður 100 ára í sumar og öðrum í konungsfjölskyldunni sem einnig eiga merkisafmæli. Bú- ist er við að CamiUa afþakki boðið Prinsinn og ástkonan Útlit er fyrir aö Karl Bretaprins og Camilla Parker Bowles geti nú gengiö í hjónaband ef þau vilja. Sögulegur fundur Fundur Elísabetar Englandsdrottningar og Camillu Parker Bowles um síöustu helgi þykir sögulegur. til að stela ekki senunni frá drottn- ingarmóðurinni. Daginn eftir mun Camilla hins vegar gegna húsmóð- urhlutverki í veislu í Buckingham- höU sem Karl heldur fyrir banda- ríska gesti. Viðskiptavinir fleygðu rúnstykkjum í Camillu Fyrir fimm árum sakaði Díana prinsessa Camillu um að vera þriðja aðilann sem eyðilegt hefði hjónaband hennar og Karls. Díana kaUaði keppinaut sinn rottweiler og eftir skUnað Díönu og Karls árið 1996 fleygðu viðskiptavinir í hverf- isverslun CamiUu rúnstykkjum í hana. Bresku æsifréttablöðin sögðu CamiUu likjast hesti. Og jafnvel þó að Karls prins léti þær fregnir ber- ast aö samband hans við CamUlu myndi ekki breytast neitaði móðir hans að umgangast ástkonuna. Harry og Vilhjálmur Prinsunum geöjast vel aö Camillu. Nú virðist sem skipulögð herferð ráðgjafa Karls prins, sem nutu stuðnings fjölmiðlaráögjafa Tonys Blairs forsætisráðherra, hafi loks leitt til viðurkenningar á Camillu, bæði innan hirðarinnar og meðal al- mennings. Vinsældir Karls prins hafa aukist eftir að Bretar komust að því að hann sýndi sonum sínum, Vilhjálmi og Karli, bæði ást og umhyggju. Vinsældir CamiUu Parker Bowles hafa einnig aukist. Hún nýtur aðdá- unar fyrir að hafa sætt sig við að vera i skugganum og krefjast engrar athygli. Samþykkir hjónabandi Samkvæmt skoðanakönnunum tveggja stærstu æsifréttablaðanna, The Sun og The Mirror, eru nú tveir þriðju bresku þjóðarinnar samþykk- ir hjónabandi Karls og Camillu. Þrír fjórðu eru andvígir því að CamiUa verði drottning. Karl prins hefur áður lýst því yfir að hann ætli ekki að ganga í hjónaband á ný, bæði af fjölskylduástæðum og stjórnarskrárlegum ástæðum. Sérfræðingur í málefnum bresku konungsfjölskyldunnar, Hugo Vickers, er vantrúaður á hjóna- band. Hann bendir meðal annars á að fjölmiðlar séu nú farnir að greina efnislega frá ræðum Karls prins og athöfnum hans í stað þess að beina allri athyglinni að konunni við hlið hans eins og gert var þegar Díana var á lífi. Vickers telur að Karl vilji varla ganga í gegnum slíkt á ný. Prinsinn gerir sér þó grein fyrir að almenningur og fjölmiðlar muni alltaf hafa áhuga á sambandi hans og Camillu eins og þeir höfðu á hjónabandi hans og Díönu. Þegar rithöfundurinn Penny Junor gaf fyrir tæpum tveimur árum út bók um Karl prins, Victim or Villain, gaf hann meira að segja út yfirlýsingu um að hann undraðist ekki áhuga fjöimiðla. Hann lagði samtimis áherslu á að hjónaband hans og Díönu væri hans einkamál. Svo yrði að vera vegna prinsanna Vilhjálms og Harrys. Þegar bókin kom út kváðust Karl og Camilla ekki hafa komið nálægt rit- un og útgáfu bókarinnar. Díana hótaði að senda leigumorðingja til Camillu I bókinni segir höfundurinn Díönu prinsessu bera ábyrgð á því að hjónaband hennar og Karls fór út um þúfur. Bókarhöfundur fullyrðir að prinsessan hafi verið svo afbrýð- isöm að hún hafi sjálf hringt í Camillu Parker Bowles mörgum sinnum að næturlagi og hótað að myrða hana. „Ég hef sent menn sem eiga að drepa þig. Þeir eru í felum í runnunum í garðinum. Littu út um gluggann og þá sérðu þá.“ Þetta á Díana að hafa sagt í símann við ást- konu prinsins. Að því er Penny Junor skrifar varð Camilla svo hrædd að hún hringdi strax í líf- verði Karls og greindi þeim frá hót- unum Díönu. Við annað tilfelli á Díana að hafa sagt við Karl: „Það getur vel verið að þú hittir hana ekki lengur. En í huga þínum ertu mér ótrúr.“ I öðrum bókarkafla fullyrðir Penny Junior að Díana hafi framið hjúskaparbrot á undan Karli. Hún á að hafa hafið samband við einkalíf- vörð sinn, Barry Mannakee, þegar árið 1985, mörgum mánuðum áður en Karl tók að nýju upp samband sitt viö Camillu Parker Bowles. „Þau voru mjög náin. Diana var hrifin af því hversu vel Barry ann- aðist syni hennar og hún velti því fyrir sér hvers vegna maður hennar gæti ekki verið eins,“ hefur bókar- höfundur eftir einum vina prinsins. Penny Junior kvaðst hafa tekið viötöl við yfir 30 af nánustu kunn- ingjum og ráðgjöfum Karls þegar hún safnaði efni í bók sína. Fullyrt var að Karl hefði sjálfur samþykkt útgáfu bókarinnar og skipulagt árás á Díönu prinsessu. Karl og Camilla vísuðu því harðlega á bug að þau hefðu veitt Penny Junior upplýsingar. Þetta var í fyrsta sinn sem Karl og Camilla gáfu út sameiginlega yfirlýsingu. Nú bíða Bretar eftir annarri og skemmtilegri yfirlýsingu frá par- inu. Bretar eru farnir að biða eftir tilkynningu um hjónaband. Byggt á Mirror, News of the World, Reuter o.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.