Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2000, Qupperneq 16
16
LAUGARDAGUR 10. JÚNl 2000
Helgarblað_________________________________________________________________________________________________DV
Alvarlega veikur
Einhverjar sögusagnir hafa ver-
ið í gangi að undanfomu um aö
Matthew Perry úr Vinum sé alvar-
lega veikur og var fyrst talað um
að hann þyrfti að fá nýja lifur. Þeir
sem betur þekkja til segja hins veg-
ar að það
sé ekki
lifrin sem
slík sem sé
að plaga
Perry, þó
vissulega
sé hún illa
farin, held-
ur bólga í
briskirtli.
Perry hef-
ur vegna
þessa verið meira og minna á spit-
ala síðustu vikumar og mun lækn-
irinn hafa sagt við Perry að hann
hafi auk þess lifur á við áttræðan
mann. Perry á sem kunnugt er
langa sögu eiturlyfjaneyslu að baki
og segja sérfræðingar i það
minnsta að dagar víns og rósa séu
á enda hjá karlinum fyrir fullt og
allt. Enginn af hinum Vinunum
hefur enn mátt koma í heimsókn
til Perrys á spítalann og rikir mik-
il leynd yfir öllu saman. Annars er
það að frétta af Perry að hann og
hinir Vinimir hafa skrifað undir
samning um að leika áfram í þátt-
unum til næstu tveggja ára.
Þursarnlr voru geipivinsælir á sínum tíma og þóttu fara óheföbundnar leiöir í tónlistarsköpun. Meöal þess sem heyröi til nýjunga var fagottleikur Rúnars
Vilbergssonar.
Þursaflokkurinn spilar á tónlistarhátíðinni í Reykjavík:
Pursarnir vakna úr híðinu
Friðhelgi og náttúra
„Ljósi er brugðið á undur náttúrunnar
með töfrum tækninnar," sagði forseti vor
við opnun Geysisstofu á laugardaginn var
og voru þaö orð að sönnu. Af mörgu sem
vel hefur verið gert í íslenskri ferðaþjón-
ustu er þó vafalaust lofsverðast hið glæsi-
lega framtak heimamanna við uppbygg-
ingu Geysissvæðisins í Haukadal.
Þangað koma um 250.000 manns árlega
til aö berja þetta víðfræga náttúruundur
augum en sú staðreynd látin liggja í þagn-
argildi að Geysir hefur ekki gosið án
hjálpar í hartnær öld.
Og nú vaknar sú spurning hvort það
geri nokkuð til. Aðrir hverir hafa tekið
við af prímadonnunni og það eitt að koma
á svæðið er óviðjafnanlegra en nokkru
sinni fyrr.
Nú eru að hefjast rannsókir á Geysi.
Hann var - öllum tii óblandinnar ánægju
- „látinn gjósa“ i fyrradag.
Dæmalaus náttúrufegurð! Dæmalaus
náttúrufegurð! hrópuðu viðstaddir einsog
væru þeir staddir í ævintýri eftir H.C.
Andersen.
Ég er ekki alveg klár á því hvað er nátt-
úrufegurð og þaðanafsíður er mér ljóst
hvernig mikil náttúrufegurð lítur út eða
lítil náttúrufegurð. Ég held þetta fari svo
ótrúlega mikið eftir því í hvernig skapi
maður er, hvort maður er saddur eða
svangur, ríkur, blankur, skuldugur, vel
eða illa ríðandi.
Mér fmnst að á þessu dýrlega sumri
blasi dægrin löng við mér meiri náttúru-
fegurð en orð fá lýst og líklega vegna þess
að ég er bæði saddur, ríkur og vel ríðandi.
Núna er alltaf verið að reyna að mark-
aðssetja náttúrufegurðina fyrir útlendinga
og er víst gengið útfrá því sem vísu að
þeir séu svangir, blankir og illa ríðandi
því augljóslega þurfa þeir sterkari skammt
af náttúrufegurð en ég.
Þeir þurfa náttúruundur.
Ekkert náttúruundur á íslandi hefur
verið jafn rækilega auglýst einsog Geysir í
Haukadal. Hvar sem íslenskan auglýsinga-
bækling ber fyrir augu trónir þar fremst
litmynd af Geysi í Haukadal að gjósa him-
inháu gufugosi og er þessi gamli „gos-
hver“ fyrir bragðiö kallaður eitt af nátt-
úruundrum veraldar.
Hins er ekki getið að Geysir hefur um
langa hríð ekki gosið nema á honum hafi
fyrst verið framin það sem í dag eru köll-
uð náttúruspjöll og eru fólgin í því að
létta vatnsfargi af hvernum og setja síðan
í hann svolitla sápu. Ég fullyrði að aldrei
Virkaði köld
Whitney Houston og George
Michael hafa loks náð sáttum eftir
11 ára langa
fýlu Houston
út í Michael.
Sagan segir að
árið 1989 hafi
Michael hafn-
að góðu boði
Houston mn
að þau syngju
saman og gaf
þá skýringu
að rödd henn-
ar „virkaði
köld“ á hann. Nú er hins vegar allt
gleymt og grafið og Whitney og
George hafa hljóðritað saman lagið
If I Told You That. Að vísu fóru
hljóðritanimar fram sitt á hvorum
staðnum og ekki á sama tíma en
heimildamenn segja að vel hafi far-
ið á með þeim er þau hittust til að
kynna nýja lagið sem var nýlega
gefið út á plötu. Myndbandið er
svo væntanlegt innan tíöar.
Á íslensku tónlistarhátíðinni, sem
haldin er í Laugardalnum þessa
helgi, kennir ýmissa grasa. Einn af
þeim viðburðum sem vakið hafa hvað
mesta athygli er endurvakning Þursa-
flokksins eftir væran svefn síðan í ár-
daga ‘81. Þursaflokkurinn mun halda
þessa einu tónleika og síðan ekki sög-
una meir „nema eitthvað sérstakt
gerist", að því er Egill Ólafsson tjáði
blaðamanni DV. Hér er því um ein-
stæðan tónlistarviðburð að ræða og
bætist Þursaflokkurinn þar með í hóp
hljómsveita á borð við Utangarðs-
menn og Stuðmenn sem báðar hafa
gengið aftur og þanið hljóðfæri og
barka sem aldrei fyrr. Er von manna
að það sama verði uppi á teningnum
þegar Þursar skemmta landsmönnum
í Laugardalnum í kvöld. DV fór á
stúfana og kannaði ástæður þessarar
óvæntu endurvakingar.
Stuðmenn og Þursar ekki
sama tóbakið
Að sögn Egils, söngvara og for-
sprakka Þursaflokksins, réð tilviljun
ein þvi að Þursaflokkurinn ákvað að
koma saman að nýju. „Þetta eru allt
flinkir hljóðfæraleikarar og hug-
myndin var að leika eldra efni í bland
við nýtt efni sem ég mun gefa út á
plötu," segir Egill og líkir nýju tón-
listinni við framhald af plötunni Tifa
tifa sem hann gaf út á sínum tíma.
En hver er munurinn á Stuðmönn-
um og Þursaflokknum. Er ekki sama
mannaskipan í báðum hljómsveitum?
„Þetta er auðvitað tvennt ólíkt.
Mannaskipan er sú sama að því leyti
að Ásgeir, Tómas og Þórður og ég
vorum allir í Stuðmönnum. Upplegg-
ið er hins vegar af allt öðrum þræði,“
segir Egill líkir þessu við muninn á
kammersveit og sinfóníuhljómsveit.
Þursaflokkurinn var geipivinsæll
meðan hann var og hét. Hljómsveitin
varð ekki langlíf - stofnuð 1977 og hóf
spilamennsku ‘78 og fram til ‘81. Hins
vegar voru Þursarar mjög virkir og
spiluðu landshoma á milli í hvaða
veðri sem er. „Við spiluðum náttúr-
hefur ein einasta mynd af Geysi í Hauka-
dal verið birt í kynningarbæklingi um ís-
land eða auglýsingapésa fyrr en búið var
að fremja á honum framangreind spjöll.
Goðsögnin um Geysi er þessvegna lygi
og í hartnær öld hefur hann aðeins gosið
fyrir atbeina atorkumanna einsog Jóns frá
Laug, Sigurðar Greipssonar og síðast
Hrafns Gunnlaugssonar.
Þegar þessir menn fréttu að Geysir í
Haukadal væri náttúruundur sögðu þeir
sem svo:
- Náttúruundur er ekki náttúruundur
nema það sé náttúruundur. Geysir er ekki
náttúruundur þegar hann gýs ekki heldur
þegar hann gýs.
Náttúruverndarráð virðist hins vegar á
öðru máli því nú hefur veriö lagt blátt
bann við náttúruspjöllum á við þau að
láta Geysi gjósa með hefðbundnum hætti
og einsog ferðamönnum hefur verið lofað i
litríkum bæklingum.
Það flokkast undir náttúruspjöll að létta
vatnsfarginu af hvernum fyrir gos.
Náttúruverndarráð verður að gera sér
ljóst að mörg af undrum veraldar verða
ekki lýðum ljós fyrr en spjöll hafa verið á
þeim framin. Tökum til dæmis sardínu-
dós. Einskis unaðar verður af sardínudós
notið né skyggnst í leyndardóma hennar
fyrr en friðhelgi hennar hefur verið rofin
og hún spjölluð. Sama má raunar segja
um konuna. Kona sem ekki má spjalla hef-
ur lítið gildi eða tilgang í mannlegu sam-
félagi. Eða sviðakjammi. Er hægt að hugsa
sér nokkuð tilgangslausara eða hjákát-
legra en friðhelgan sviðakjamma? Hann
hefur í mesta lagi, líkt og friðhelg kona.ör-
lítið fagurfræðilegt gildi og búið. Hann
hefur hvorki notagildi né næringargildi.
En um leið og friðhelgi sviðakjammans
hefur verið rofin og hann spjallaður verð-
ur hans notiö til þeirrar fullnustu sem að-
eins sviðakjammi getur veitt.
Sama má raunar segja um sardínudós-
ina, konuna og Geysi.
Flosi
lega mjög stíft. Við gerðum einnig
mikið af því að ferðast úr skóla í
skóla og spila á skemmtunum," segir
Egill hefur m.a. í hyggju að frum-
flytja nýtt efni sem hann líkir viö
eins konar framhald af plötu sinni
Tifa tifa.
Egill um spilaárin með Þursum.
Fímmta þursaplatan á leíð-
innl?
Þursaflokkurinn var þó langt frá
því að vera venjulegt dansband og
var ein af fyrstu hljómsveitum lands-
ins til að gera tónleikahald að aðals-
merki sínu á meðan aðrar hljómsveit-
ir spiluðu á böllum og héldu uppi
sveitaballastemningu. Á þeim tima
þótti það líka merkilegt þegar Þursa-
flokkurinn fékk fyrst hljómsveita að
halda tónleika i Þjóðleikhúsinu sem
teknir voru upp og gefnir út á plötu.
Alls gáfu Þursar út 4 plötur og sú
fimmta var meira að segja í vinnslu
þegar hljómsveitin hætti.
En er von til þess að rykið verði
dustað af gömlu ókláruðu efni og
fimmta platan líti dagsins ljós?
„Nei, ekki held ég það nú,“ segir
Egill nokkuð viss í sinni sök og ítrek-
ar að aðeins verði haldnir einir tón-
leikar. -KGP