Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2000, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2000, Síða 18
18 Helgarblað LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 I>V Úr innanhússarkitektúr í allsherjargoðann: Skipti Jörgen út fyrir Jörmund - og fór að blóta Félag ásatrúarmanna hefur verið starfrækt á íslandi síðan 1972. Það ár hittust Sveinbjöm heitinn Bein- teinsson sem áður var formaður þess og Jörmundur Ingi, núverandi formaður, i fyrsta sinn til þess að ræða um brennandi áhugamál beggja, ásatrúna. Sjálfur segir Jörm- undur að ekki hafi liöið nema fáein- ar vikur frá því að þeir hittust í fyrsta sinn og þar til ásatrúarfélag- ið var formlega stofnað. Lengi vel var sóknin fámenn og á stofnfundin- um voru ekki nema 11-12 manns. Félaginu óx síðan hægt og bítandi fiskur um hrygg og í kringum 1993, um það leyti sem Sveinbjöm lést og Jörmundur tók við formennsku og var skipaður allsherjargoöi, voru fé- lagsmenn orðnir 120. Við lát Svein- bjöms færðist fjörkippur í félagið - ekki af því að Sveinbjörn væri horf- inn frá heldur vegna þess að svo margir höfðu ætlað að láta verða af því um langt skeið að ganga í félag- ið, að því er Jörmundur segir sjálf- ur frá. í dag skipta félagsmenn nokkrum hundruðum. Ákvaö í landsprófi að gerast ásatrúarmaður Við mælum okkur mót á einu af kaffihúsum borgarinnar. Jörmund- ur er þegar mættur, hefur komið sér makindalega fyrir og pantað morgunmat. Augljóst er á öllu að hér er hann á heimavelli, innan um fleiri andans menn sem ganga fram hjá borðinu þar sem við sitjum og kasta kveðju á allsherjargoðann. Jörmundur er virðulega klæddur aö vanda og hefðbundinn að öllu leyti að því undanskildu að hann ber merki um hálsinn sem flestum ætti að vera kunnugt sem hafa séð myndir af Jörmundi í blöðum eða sjónvarpi. Það er heimagert og tákn- ar lífsins tré. „Það halda margir að merkið sé mun eldra. Það má rekja uppruna hálsmensins til þess er ég sá mynd í bók sem mig langaði að greypa í nisti. Þegar kom að því að búa til menið fann ég ekki myndina þannig að ég varð að styðjast við minnið. Mörgum árum seinna fann ég myndina aftur og þá kom í ljós að henni svipaöi engan veginn tU nist- isins sem ég ber,“ segir Jörmundur og kímir. Hvenær ákvaðstu að taka við ása- trú? „Ég var i miðju landsprófi þegar ég tók þá meðvituðu ákvörðun að gerast ásatrúarmaður. Þá hafði ég verið að sýsla við þetta frá 15 ára aldri,“ segir Jörmundur sem viður- kennir að hann hafi alla tíð verið mikill grúskari. „Það tók hins vegar fimmtán ár þar til fólk fór að taka Þlngvelllr „Þetta átti aö vera hátíö Alþingis en ekki ríkisstjórnarinnar, hvaö þá lúterskrar trúarsegir Jörmundur um kristnihátíöina umdeildu. tektabransanum í ein 10-12 ár. Átti að vera hátíð Alþingis Það þarf ekki að spjalla lengi við Jörmund til að komast að því að ásatrúin hefur unnið hug hans og hjarta. Jörmundur er sem gangandi sagnabrunnur og byrjar fljótega á því að greina blaðamanni í smáat- Sveinbjörn Belnteinsson Sveinbjörn er íslendingum aö góöu kunnur sem fyrsti allsherjargoöi hins kristna íslands. Hann lést áriö 1993 og Jörmundur tók viö embætti hans. riðum frá siðbótinni 999 og hvemig orðið „bót“ vísar í viðbót eða betrumbót heiðninnar. Þá rekur hann kenningar Jóns Hnefils Aðal- steinssonar fræðimanns þess efnis að ísland hafi þegar áriö 930 verið trúarlegt ríki og að ekki sé að flnna nein neikvæð skrif í islenskum rit- um um heiðni fyrr en upp úr miðri 13. öld þegar almenningur fór í fyrsta sinn að skrifta fyrir prestum. Spjallið berst líka að kristnihátíð- inni sem ásatrúarmenn hafa nú ákveðið að sniðganga með öllu eftir þjark og þras síðastliðinna mánaða sem „var farið að snúast upp í kló- settumræðu," að mati Jörmundar. „Þessi hátíð átti upphaflega að marka þúsund ára afmæli samnings milli kristinna og heiðinna manna sem gerður var á Alþingi hinu forna þegar kristni var lögtekin á Islandi. Þetta átti að vera hátíð Alþingis en ekki ríkisstjómarinnar, hvað þá lút- erskrar trúar." Ætla að helga alla fjórðunga Ásatrúarmenn hafa þess í stað ákveðið að fara af stað með land- helgunarhátíð nú um hvítasunnu- helgina sem mun enda á Þingvöll- um helgina 24.-25. júní. Ætlunin er að kveikja í bálkesti í öllum lands- fjórðungiun og helga landið að fom- um sið. „Við byrjuðum á þessu fyr- ir 1 1/2 ári síðan þegar við fundum út miðpunkt Islands uppi á hálendi og ég framdi foma landhelgunarat- höfn um það leyti sem virkjunar- málin voru í algleymingi." Jörm- undur segir líka frá því að hann hafi reynt að ráða í það hvemig landnámshelgun Ingólfs Amarson- ar hafl verið en enn ekki haft erindi sem erfiði. Þegar talið berst að ásatrúnni og hvort hún eigi við nútímamanninn er Jörmundur ekki í vafa um að svo sé. „Ásatrúin er mjög nátengd okk- ur íslendingum og einfaldleiki hennar hefur orðið til þess að allir hafa á henni skoðun, jafnt böm sem fullorðnir. Ég geri t.d. nokkuð af því að halda fyrirlestra fyrir böm á ýmsum aldri og mér hefur verið sagt að allajafnan þegar gestir koma og halda fyrirlestra hafi bömin um lítið að spyrja á eftir. Hjá mér horf- ir þetta allt öðruvísi við og ég gæti eytt 2-3 tímum bara í að svara öll- um fyrirspumum," segir Jörmund- ur um áhuga bamanna og fullviss um að ásatrúin eigi erindi til íslend- inga nútímans. -KGP mig alvarlega." Fæddur Jörgen og starfaði sem arkitekt Bakgrunnur Jörmundar er eink- ar forvitnilegur. Þó margir haldi ef- laust að hann hafi svo að segja ver- ið særður fram úr næsta hól þegar hann birtist skyndilega frammi fyr- ir alþjóð í viðhafnarklæðum alls- herjargoða eftir fráfall Sveinbjöms kemur fljótt í ljós, þegar skyggnst er á bak við tjöldin, að hann er í alla staði hefðbundinn íslendingur og fræðamaður með óbilandi trú á goð- heimum. Jörmundur Ingi er fæddur Jörgen Ingi Hansen. Afa hans, sem var danskur í báða ættliði, líkaði ávallt ilia við nafnið Jörgen enda var hann mikill íslendingur og fæddur og uppalinn hér á landi. Faðir Jör- mundar hélt hins vegar nafngiftinni til streitu en Jörmundur var löngu Jörmundur Ingi Hansen Jörmundur Ingi hefur fariö um víöan völl. Læröi m.a. til tæknifræöings, stúderaöi höggmyndalist og myndlist og nam framandi tungumál viö há- skólann. kominn á fullorðinsár þegar hann tók upp nafnið Jörmundur. Að loknu stúdentsprófi hélt hann til náms í byggingartæknifræði í Dan- mörku en lauk því námi ekki og vann í nokkur ár hjá húsameistara ríkisins. Jörmundur hellti sér þar næst út í höggmyndalist og málara- list og lærði framandi tungumál í háskólanum hér heima. „Ég vann með skólanum og rak fyrirtækið Þrígrip í félagi við kollega mína. Við fluttum inn og hönnuðum innréttingar fyrir fyrir- tæki,“ segir Jörmundur sem fljót- lega lagði námið á hilluna vegna anna og starfaði í innanhússarki-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.