Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2000, Qupperneq 30
30
Helgarblað
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000
I>V
Immmsim
Myrtur af mafíunni:
Bankamaður
páfa fannst
hengdur
Roberto Calvi var kallaður víxl-
ari Herrans vegna f]ármálasam-
bands síns við páfagarð. Sumarið
1982 fannst hann látinn undir einni
brúa Thamesár í London. Kringum-
stæðurnar þóttu dularfullar. Flestir
voru þeirrar skoðunar að hinn
valdamikli bankastjóri stærsta
einkabanka Ítalíu, Banco Ambrosi-
ano, hefði verið myrtur.
Calvi var einn af stóru spútník-
unum í alþjóðlega fjármálaheimin-
um. Hann var bankastjóri Banco
Ambrosiano og páfagarður stóð í
milljónaviðskiptum við hann. Því
miður reyndist Calvi ekki trausts-
ins verður. Gífurlegar fjárhæðir
hurfu úr bankanum og meö þeim
hvarf einnig Calvi. Hann flýði frá
Róm til London án þess að greina
frá hvað hefði orðið af peningunum.
Nú sat hann örvæntingarfullur og
dauðhræddur í lítilli íbúð í London.
Þetta var 17. júní 1982 og Calvi bjóst
á hverri stundu við að barið yrði að
dyrum eða aö síminn myndi
hringja. Hann var ekki hræddur við
lögregluna. Hún gæti í mesta lagi
sett hann í fangelsi. Það voru aðrir
á eftir honum. Þeir myndu drepa
hann með köldu blóði til þess að
koma i veg fyrir að hann greindi
frá leyndarmálum.
Fannst hengdur
Klukksm 8 um morguninn daginn
eftir sá vegfarandi mann hanga frá
vinnupalli undir Blackfriarsbrúnni
yfir Thamesá. Lögreglan tók mann-
inn niður. I ljós kom aö hinn látni
var Roberto Calvi. Dánarorsök var
kyrking og hafði Calvi látist á milli
klukkan 2 og 6 aðfaranótt 18. júní.
í fyrstu var talið að Calvi hefði
hengt sig en fljótlega vaknaði grun-
ur um að hann hafði verið kyrktur
Stórmeistarinn
Licio Gelli var leiötogi leynireglunrtar
P-2 á Ítalíu.
Hann hlaut langan fangelsisdóm.
því að hann virtist hafa verið bund-
inn við verkpallinn.
Calvi hafði verið félagi í hinni al-
ræmdu P-2 frímúrarareglu sem síð-
ar var bönnuð. Margir nánustu vina
Calvis voru einnig í reglunni. Með-
al þeirra var stórmeistari reglunn-
ar, gamall fasisti og alkunnur
glæpamaður, Licio Gelli. í reglunni
var einnig guðfaðir Calvis frá
Sikiley, Michele Sindona, sem var
þekktur fyrir að hvítþvo peninga
fyrir mafluna. Hann hafði fjárfest í
eigin banka páfagarðs og hann hafði
kynnt Calvi fyrir stjórnanda hans,
Paul Marcinkus, sem var valdamik-
ill kardínáli.
Górillan í páfagaröi
Marcinkus, sem gekk undir við-
umefninu górillan vegna stærðar
sinnar og starfs sem nokkurs konar
lífvörður páfa, var frá Chicago,
heimkynnum Als Capones. Hann
var síðar ákærður fyrir banka-
svindl en vegna stöðu sinnar í páfa-
garði naut hann friðhelgi og þvi
var ekki hægt að sækja hann til
saka.
Daginn áður en Calvi lést hrapaði
ritari hans, Graziella Corrocher, til
bana frá glugga í aðalstöðvum
Banco Ambrosiano. Dauðsfóllin tvö
urðu streix tilefni til vangaveltna.
Féll ritarinn eða var henni hrint?
Frímúrarareglan í London er með
aðsetur í Blackfriarshverfinu. Menn
veltu því fyrir sér hvort það væri
einhver dulinn boðskapur í því að
Calvi skyldi finnast undir Blackfri-
arsbrúnni. Það þótti ekki útilokað. í
gömlum refsiákvæðum frímúrara-
reglunnar er gert ráð fyrir að svik-
arar séu látnir drukkna við sjávar-
föll. Vasar Calvis höfðu auk þess
verið fylltir þungum steinum en það
Ryk burstaö af kistunni
Leone Calvi horfir á þegar kirkjugarösmenn bursta ryk af kistu bróöur hans, Robertos Calvis, I kirkjugaröinum í
Drezzo á Ítalíu.
Roberto Calvi
Bankamaöurinn flúöi til London. Þar mættu honum grimmileg örlög.
Blackfriarsbrúin
Undir þessari brú fannst bankamaöur páfa hengdur.
er einnig tákn frímúrara um svik.
Kvöldið fyrir dauða sinn hafði
Calvi hringt í Clöru eiginkonu sina
og sagt að hann byggi yfir upplýs-
ingum sem gætu leitt til þriðju
heimsstyrjaldarinnar. Hann bætti
því við að menn myndu örugglega
reyna að stöðva hann. „Þeir kunna
að drepa mig í því skyni,“ bætti
hann við.
Það voru ekki bara frímúraramir
sem vissu að Roberto Calvi var í
London. Nokkrir þeirra höfðu
reyndar hitt hann í íbúðinni kvöld-
„Hann var ekki
hræddur við
lögregluna. Það voru
aðrir á eftir honum.
Þeir myndu drepa
hann með köldu blóði
til þess að koma í veg
fyrir að hann greindi
frá leyndarmálum."
inu áður. Mafian vissi einnig um
dvalarstað Calvis og lögreglan vissi
um hann. Alþjóðalögreglan hafði
lýst eftir honum.
Myrtur af mafiunni
Haft er eftir heimildarmanni inn-
an Scotland Yard að allt bendi til
þess að Calvi hafi verið á flótta. Það
er kenning lögreglunnar að hvorki
P-2 reglan né aðrir frímúrarar hafi
myrt Calvin heldur mafian. Hún
hafi viljað koma í veg fyrir að hann
greindi frá því hvar horfnu milljón-
irnar væru faldar. Því næst hafi
mafían sett á svið sjálfsmorð í stíl
frímúrara til þess að leiða lögregl-
una á villigötur.
Þetta kemur heim og saman við
það sem uppljóstrari innan mafi-
unnar, Francesco Mannoia, tjáði
bandarísku alríkislögreglunni í
New York. Hann fullyrti að foringi
fXSm
Altafonteættarinnar á Sikiley hefði
myrt Calvi með aðstoð þriggja ann-
arra mafiósa frá Palermo.
Samkvæmt Mannoia var vit-
neskja hans um fjárfestingar mafí-
unnar hættuleg. Mannoia greindi
frá því að stórmeistari P-2 reglunn-
ar, Licio Gelli, og gjaldkeri mafi-
unnar hefðu haft samvinnu um að
leggja inn milljónir dollara inn í
banka Calvis.
Árið 1992 mætti Gelli örlögum
sínum. Dómstóll í Mílanó dæmdi
hann í 18 ára fangelsi fyrir efnhags-
brot í tengslum við hrun Banco
Ambrosia skömmu eftir andlát Cal-
vis. Tapið nam rúmlega 1 milljarði
dollara. Margir aðrir þekktir fjár-
málamenn, um 30 talsins, voru
einnig dæmdir. Enginn af gjaldker-
um mafíunnar kom fyrir rétt.
Grafhvelfíng opnuö
í desember 1998 fengu synir Cal-
vis því framgengt aö kistan með
jarðneskum leifum hans var flutt
frá Drezzo í norðurhluta Italíu til
stofnunar réttarlækna i Mílanó. Þar
átti að rannsaka líkið á ný til að
ganga úr skugga um dánarorsök. í
ljós komu áverkar á líkinu sem
bentu til að einhverjir hefðu átt við
það, einkum þegar verið var að fylla
vasa Calvis af steinum. Erfðaefni úr
öörum en Calvi sjálfum fundust
einnig á líkinu. Kaupsýslumaður
frá Sardiníu og austurrísk ástkona
hans, sem fóru með Calvi til
London, og tveir mafiuforingjar
voru ákærðir vegna morðsins.
Kvennamorðingfarnir
Skelfing ríkti í Los Angeles vegna fjölda morða á
ungum komnn.