Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2000, Page 32
32
Helgarblað
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000
DV
Barist í hvítum sloppum:
Læknirinn sem
- dr. Gunnar Þór Jónsson, prófessor og yfirlæknir, telur ad forráðamenn læknadeildar og Landspítal
„Það sem stendur eftir er að ég held
starfi mínu á spítalanum og prófess-
orsstöðunni við Háskólann án gildra
áminninga í starfi. Spumingin sem ég
þarf að svara er sú hvort ég hafi geð í
mér til þess að vinna með þeim mönn-
um sem gerðu þessa aðfór að mér og
mínum starfsheiðri. Ég hlýt að spyrja
mig hvort þessir menn fái að sitja óá-
reittir í starfi eftir að hafa orðið upp-
vísir að slíkum afglöpum og lögbrot-
um, þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir
lögmanns míns, Jóns Steinars Gunn-
laugssonar hrl.
Þeir hafa valdið mér óbætanlegu
tjóni og sárindum og hafa skapað rík-
inu klára skaðabótaábyrgð Ég sem
skattborgari er alls ekki sáttur við að
almannafé sé notað til að greiða
skaðabætur vegna mistaka stjórnenda
sem vísvitandi brjóta lögin og halda
að þeir komist upp með það.“
Þannig lýsir dr. Gunnar Þór Jóns-
son, læknir og prófessor, viðhorfi sínu
til Háskóla Islands og Sjúkrahúss
Reykjavíkur eftir að hafa staðið í bar-
áttu við þessa tvo aðila í samtals um
eitt og hálft ár. Átökin snerust um það
hvort Gunnar Þór héldi starfi sínu við
Læknadeild Háskóla íslands og starfi
sinu sem yfirlæknir á slysadeild Borg-
arspítalans.
Starfsferill
Gunnar Þór Jónsson útskrifaðist úr
Læknadeild Háskóla íslands árið 1969.
Hann hélt árið 1971 í framhaldsnám
til Svíþjóðar og var þar samtals í níu
ár, fyrst í Jönköping og síðan við há-
skólann í Lundi. Gunnar varði dokt-
orsritgerð sína við háskólann i Lundi
1981, en hún fjallaði um gerviliðað-
gerðir í hnjám. Sérgrein Gunnars er
bæklunarlækningar.
Eftir heimkomuna 1980 vann Gunn-
ar fyrst á Landspítalanum en í árs-
byrjun 1984 var hann skipaður pró-
fessor í slysalækningum við Lækna-
deild Háskólans og veitti jafnframt
forstöðu slysa- og bæklunardeild
Borgarspítalans samkvæmt samningi
milli HÍ og Borgarspitalans um að
kennsla í slysalækningum skyldi fara
fram þar og skipaður prófessor skyldi
jafnframt vera yfirlæknir deildarinn-
ar.
Gunnar starfaði síðan við þessar
aðstæður óbreyttar í samtals 15 ár, án
þess að breyting yrði á, að því frá-
töldu að árið 1990 var Brynjólfur Mog-
ensen ráðinn sérstakur forstöðulækn-
ir slysa- og bæklunardeildar en Gunn-
ar var áfram yfirlæknir.
Brottrekstur ákveðínn fyrir
fram?
Þótt allt virtist slétt og fellt á yfir-
borðinu leyndust þungir straumar
undir og á Þorláksmessu 1998 dró til
tíðinda í starfsumhverfi Gunnars.
„Þá kallaði Reynir Tómas Geirs-
son, varaforseti Læknadeildar HÍ, mig
á sinn fund til þess að láta mig vita af
því að Læknadeild Háskólans hygðist
veita mér áminningu. Mér þótti þetta
heldur óþægileg jólagjöf en helstu
ástæður sem tíndar voru til í bréfi,
sem mér barst skömmu siðar, voru,
að sögn Reynis, þær að samkvæmt því
sem Jóhannes Gunnarsson, lækninga-
forstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur,
hefði tjáð honum nyti ég ekki lengur
trausts yfirmanna sjúkrahússins og
myndi ekki gera i framtíðinni.
Einnig var minnst á slaka rann-
sóknarvinnu, litla þátttöku í störfum
læknadeildar og fleira. Nú hefur rann-
sóknarnefndin hins vegar komist að
þeirri niðurstöðu að forráðamenn
læknadeildar hafi verið búnir að
ákveða á fyrrgreindri Þorláksmessu
að láta mig fara frá, ekki bara um
stundarsakir heldur að fullu, sem í
raun þýðir að allar málsbætur sem ég
kæmi með eftir það yrðu að engu
hafðar, enda átti það eftir að sýna
sig.“
Áminning
Áminning sú sem varadeildarfor-
seti hafði boðað barst Gunnari síðan í
hendur 30. apríl 1999 og þar er Gunn-
ari veitt áminning vegna starfa sinna,
með vísan til 21. gr. starfsmannalaga.
Bréfið var skrifað á bréfsefni lækna-
deildar, undirritað af Jóhanni Ágústi
Sigurðssyni deildarforseta, Reyni
Tómasi Geirssyni varadeildarforseta
og loks af Páli Skúlasyni háskólarekt-
or. I áminningarbréfinu er Gunnari
gefinn 17 daga frestur til að skila ná-
kvæmri og ítarlegri greinargerð til
rektors um hugmyndir og áform um
stöðu og uppbyggingu kennslu og
rannsóknarstarfa. Gunnar skilaði um-
ræddri greinargerð en hún var dæmd
ófullnægjandi „samkvæmt almennum
akademískum vinnubrögðum", eins
og það var látið heita, rétt eins og ég
hefði aldrei inn í háskóla kornið."
Rektor jafnvel blekktur
„Þann 27. maí 1999 var haldinn
deildarfundur í læknadeild og þar
lagði Reynir Tómas Geirsson varafor-
seti fram þá tillögu að ég yrði leystur
frá störfum. Á þennan fund mætti Jó-
hannes Gunnarsson, lækningafor-
stjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, svo
undarlegt sem það nú er því hann er
ekki starfsmaður læknadeildar. Mér
var gefin sú skýring að Jóhannes
hefði verið boðaður á fundinn til þess
að túlka bréf Reynis Tómasar! Hins
vegar hafði rektor sent þau boð inn á
fundinn að hann legði m.a. til að mér
yrði veittur frestur í eitt ár til þess að
sýna fram á aukna virkni í starfi.
Þessi staðreynd, og reyndar fleiri,
segja mér að rektor hafi verið beittur
gífurlegum þrýstingi til þess að leysa
mig frá störfum og jafnvel að hann
hafi verið blekktur.“
Viöbrögö heilbrigðisráðherra
í kjölfar þessa máis tóku sig saman
fjölmargir samstarfsmenn Gunnars og
mótmæltu þessari fyrirhuguðu upp-
sögn og fóru á fund heilbrigðisráð-
herra og báöu ráðherrann að láta
rannsókn fara fram á málinu áður en
endanleg ákvörðun yrði tekin um
uppsögn. Heilbrigðisráðherra hafði
beiðni og mótmæli þessa fólks að
engu.
„Það voru vissulega vonbrigði að
heilbrigðisráðherra skyldi ekki láta
fara fram rannsókn eins og beðið var
um því það hefði e.t.v. getað komið í
veg fyrir öll þessi málaferli og óþæg-
indi sem þetta er búið að kosta marga.
Ég spyr mig núna líka að því hvað var
eiginlega búiö að segja henni. Og hvað
með ráðherraábyrgðarlögin?"
Málaferli
í lok október 1999 var uppsögnin
síðan kærð til Héraðsdóms Reykjavík-
ur og farið fram á ógildingu uppsagn-
ar. Málið fékk flýtimeðferð. Háskóli
íslands var beðinn að aðhafast ekki i
málinu meðan málsmeðferð stæði
yfir. Ekkert svar barst við þeirri
málaleitan en Páll Skúlason rektor
sendi Gunnari bréf, dagsett 21. desem-
ber 1999, þar sem Gunnari er veitt
lausn um stundarsakir úr stöðu pró-
fessors og voru helstu rökin þau að
þar sem Gunnar starfaöi ekki lengur
á sjúkrahúsi skorti hann klíníska að-
stöðu til að gegna kennslu- og rann-
sóknarskyldu.
Málarekstur fór síðan fram á tvenn-
um vígstöðvum. Annars vegar fór
málið fyrir héraðsdóm sem dæmdi
uppsögnina gilda, þ.e. sýknaði sjúkra-
húsið, þann 28. des. 1999. Málinu var
vísað áfram til Hæstaréttar sem sendi
það aftur heim í hérað vegna þess að
ekki hefði veriö tekið tillit til allra
þátta í málflutningi Gunnars. Þá var
uppsögnin dæmd ólögmæt í héraði
þann 28. mars sl. á þeirri forsendu að
sjúkrahúsið hefði haft húsbóndavald-
ið en fariö rangt að við uppsögnina.
Þá áfrýjaði Sjúkrahús Reykjavíkur
til Hæstaréttar sem staðfesti dóm und-
irréttar 18. maí sl. Meginatriði dóms-
ins voru þau að Sjúkrahús Reykjavík-
ur eða stjóm þess væri ekki til þess
bær aðili að segja Gunnari upp störf-
um. Allar aðgerðir sjúkrahússins
hefðu verið gerðar i valdþurrð. Bréfa-
skipti stjórnar sjúkrahússins og há-
skólans væru ekki grundvöllur til
uppsagnar og ljóst væri af starfssamn-
ingi HÍ við Borgarspítalann frá 1982
að staða prófessors í slysalækningum
og staða yfirlæknis á umræddri deild
sjúkrahússins væru einn hluti sama
starfs og því væri Háskóli íslands eini
aðilinn sem sagt gæti Gunnari upp
störfum.
Valdníösla!
Hinar vigstöðvarnar sem barist var
á voru í rauninni á vegum sérstakrar
nefndar sem starfar samkvæmt 27.
grein starfsmannalaga um réttindi og
skyldur starfsmanna ríkisins. í nefnd-
inni sátu þrír lögfræðingar: Dögg
Pálsdóttir hrL, Gunnar Ármannsson
og Jóhann Gunnar Birgisson hrl.
Umrædd nefnd skilaði áliti sinu 31.
maí síöastliðinn og finnur margt mjög
athugavert við meðferð málsins í
heild sinni. Það sem vegur þó þyngst
í niðurstöðu nefndarinnar er að hún
kemst að þeirri niðurstöðu að rektor
Háskóla íslands, Páll Skúlason, hafi
brotið stjórnsýslulög þegar hann
veitti Gunnari tímabundna lausn frá
störfum. Niðurstaða nefndarinnar er
sú að þótt rektor hafi umrætt vald þá
láðist að geta þess í bréfi um starfs-
lausnina að ákvörðunina mætti kæra
með stjórnsýslukæru til menntamála-
ráðherra eins og skylt er að lögum.
Nefndin telur að læknadeild hafi í
málinu hafið og framfylgt áminning-
arferli sem var í raun einungis hlut-
verk rektors og að andmælaréttur
hafi ekki verið virtur.
Hún telur að áminning sem rektor
veitti Gunnari í april 1999 uppfylli
ekki lágmarksskilyrði sem gera þarf
til forms áminninga. Hún telur að
jafnræðisregla hafi verið brotin með
því að gefa upp slaka rannsóknar-
virkni sem ástæðu áminningar þar
sem ekki hafi verið sýnt fram á að
frammistaða Gunnars skæri sig úr
frammistöðu annarra.
Nefndin telur einnig að meðalhófs-
regla hafi verið brotin á Gunnari þeg-
ar beiðni hans um rannsóknarleyfi
var synjað og hún telur að telja verði
óheimilt að krefjast greinargerðar frá
starfsmanni sem síðan eigi að vera
grundvöllur mats um það hvort hinn
sami hafi bætt sig í starfi.
Að lokum segir í niðurstöðum
nefndarinnar:
„Nefnd skv. 27. grein starfsmanna-
laga telur málsmeðferð Háskóla ís-
lands strax frá upphafi bera það með
sér að 28. desember 1998 var í raun
búið að ákveða að Gunnari Þór Jóns-
syni skyldi veita lausn um stundar-
sakir með lausn að fullu í huga.
Nefndin telur málsmeðferðina bera öll
merki þess að henni var ætlað að upp-
fylla formsskilyrði sem starfsmanna-
lög gera vegna lausnar um stundar-
sakir. Nefndin telur að málið hafi
ekki verið rekið til þess að gefa Gunn-
ari Þór Jónssyni raunverulegt tæki-
færi til að bæta ráð sitt vegna þeirra
annmarka sem hugsanlega kunna að
hafa verið á starfi hans.“
Forseti- og varaforseti
læknadeildar segi af sér!
Um þessa niðurstöðu segir Gunnar
sjálfur að hún sé honum mjög mikil-
væg.
„Ég missti aldrei trúna á að það
væri verið aö brjóta lög á mér. En
þessi rannsóknarnefnd tekur af öll
tvímæli um að ég sætti í rauninni að-
for af hálfu forseta og varaforseta
Læknadeildar Háskólans. Það að
knýja fram brottvikningu mína úr
starfi, eftir uppskrift manna úti í bæ,
er svo vítavert í mínum huga, og
reyndar margra annarra í læknastétt,
að þeir ættu að bera gæfu til þess að
hafa vit á því að segja af sér strax; að
því ógleymdu að þeir þvældu sjálfum
háskólarektor inn í málið og gerðu
hann í raun ábyrgan. Ég er sannfærð-
ur um að ef eitthvað þessu líkt hefði
gerst í Svíþjóð, þar sem ég þekki nú
einna best til, eða í einhverju öðru
siðmenntuðu landi, þá myndu menn
segja af sér sem fá slíkan áfellisdóm
og hér er raunin - ef ekki af sjálfsdáð-
um þá vegna þrýstings frá fjölmiðlum
og almenningsáliti eða fyrir atbeina
ráðherra. En það er eins og okkur ís-
lendingum sé alveg sama þó æðstu
menn heilbrigðiskerfis og háskóla
umgangist lögin með þessum hætti.
Þarna eru lögin fótumtroðin."
Eineiti á sjúkrahúsi
Samkvæmt bestu heimildum DV
eiga samstarfsörðugleikar Gunnars og
ýmissa yfirmanna Borgarspítalans
sér umtalsverða forsögu. Þar dró fyrst
tU tíðinda þegar Jóhannes Pálmason
framkvæmdastjóri sagði Gunnari
munnlega upp í ágúst 1990, án nokk-
urra formlegra skýringa. Jóhannes er
einn þeirra þriggja sem undirrituðu
uppsögn hans í fyrra, eða 9 árum síð-
ar. Eftir fundahöld aðUa málsins og
lögfræðinga var faUið frá þessari tU-
raun tU uppsagnar og menn féUust á
að starf prófessorsins grundvaUaðist á
kennslusamningnum mUli Bsp. og HÍ
sem Hæstiréttur hefur nú staðfest að
sé hin rétta túlkun. Málið dró þó tals-
verðan dilk á eftir sér.
Samkvæmt sömu heimildum mun
síðan hafa gengið á með reglulegum
skærum miUi Gunnars Þórs annars
vegar og Jóhannesar Gunnarssonar
lækningaforstjóra og Brynjólfs Mog-
ensen, forstöðulæknis deildarinnar,
hins vegar. Samskipti þeirra munu
hafa minnt á köflum meira á eineiti
en faglegt samstarf.
Gunnar hélt því fram við réttar-
höldin að aUt frá 1990 hefði hann átt
undir högg að sækja hjá yfirboöurum
sínum og þeir þrengt kost hans á
sjúkrahúsinu með öUum ráöum.
Undirrót alls þessa mun vera að við
sameiningu sjúkrahúsanna verður að-
eins einn yfirlæknir og prófessor
slysalækninga og því stóð valið mUli
Gunnars og Brynjólfs Mogensen.
Hvað varðar áminningar viU Gunn-
ar aðeins benda á að samkvæmt bréfi
aðstoðarlandlæknis frá desember 1999
hafi hann aldrei hlotið formlega
áminningu frá embættinu. Um sam-
starfsörðugleika við aðra starfsmenn
sjúkrahússins bendir Gunnar á aö aU-
ir sérfræðingar deUdarinnar, að
Brynjólfi Mogensen undanskUdum, og
nær aUir hjúkrunarfræðingar á end-
urkomudeUd hafi skrifað undir stuðn-
ingsyfirlýsingu við hann meðan á
málarekstrinum stóð.
Hver verður næstur?
„Þetta hefur auðvitað verið mér
mjög erfiður tími. Þegar á þetta mál
er litið í heUd sinni þá fjaUar þetta í
raun ekki um mig eða aðrar persónur
heldur fjaUar þetta um það þjóðfélag
sem við búum í, réttaröryggi einstak-
lingsins og hvað viðgengst innan
stjómsýslunnar í landinu. Viö sem
verðum fyrir slíku sem þessu getum
veitt viðspymu líkt og ég hef gert, en
ég get ekki varist þeirri hugsun að
finna tU með þeim sem bæði era bún-
ir að verða fyrir svipuðum árásum og
þeim sem verða næstir - þeim sem
kveljast í þögninni og þora ekki að
verjast eða segja frá. Ég bíð sjáUur eft-
ir viðbrögðum yfirvalda. Það þarf
ekki aUtaf mikinn reyk tU þess að sjá
hvar eldurinn kviknaði." -PÁÁ
Gunnar er ekki sáttur við félaga sína í Læknadeild Háskólans dv-myndir: þo
„Það aö knýja fram brottvikningu mína úr starfi, eftir uppskrift manna úti í bæ, er svo vítavert í mínum huga, og
reyndar margra annarra í læknastétt, aö þeir ættu aö bera gæfu til þess aö hafa vit á því aö segja afsér strax. Aö
því ógleymdu aö þeir þvældu sjálfum háskólarektor inn í máliö oggeröu hann í raun ábyrgan. “