Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2000, Síða 45
DV LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000
SlQ Vömbílar
Til sölu Volvo F616, árg. ‘85, með vöru-
lyftu og hurðum báðum megin á kassa.
Sk. ‘01. Uppl. í síma 891 7442.
Bílasalan Hraun S. 565 2727.
Til sölu M. Benz 1722, árg. “91, ek. 295
þús., 1,5 t lyfta á staðnum.
Slóð: www.simnet.is/hrarm/
Smáauglýsingar
DV
bílar og farartæki
tíii
húsnæði
markaðstorgið
atvinna
einkamál
550 5000
Allt í hers höndum
- og rússneskum neyðarspítala varpað á Geldinganes
Viðbragðssveitir frá íslandi og 6
öðrum aðildarríkjum NATO ásamt
Rússlandi munu verða áberandi í
Reykjavík og nágrenni um helgina
þar sem björgunaræfing Atlants-
hafsbandalagsins, Samvörður 2000,
fer fram.
Meðal þess sem aðhafst verður i
dag er að sett verður á svið sjóslys
þar sem skólaskipið Sæbjörgin spil-
ar stóra rullu sem skemmtiferða-
skip er strandar við Hombjarg en í
raun er æft í Kollafirði þar sem að-
stæður eru ákjósanlegar. Þá verður
rússneskum neyðarspítala varpað í
fallhlífum niður á Geldinganesið og
pólska björgunarskipið Vodnik
mætir á svæðið ásamt fleiri skipum
og verða skipbrotsmenn fluttir í
neyðarskýli rússneskra, litháískra,
eistneskra og íslenskra björgunar-
sveita.
Tæplega þúsund manns taka þátt
í æfingunni á einn eða annan hátt.
„Það verður því mikið um að vera í
Kollafirðinum," sagði Þórður Boga-
son, starfsmaður Samvarðar. „Þar
verða varðskipið Týr, Vædderen frá
Danmörku, björgunarskipið Vodnik
frá Póllandi, Sæbjörgin, 8 þyrlur,
sjúkrabfiar í landi, 6 björgunarskip
og 30 minni björgunarbátar. Auk
þess eru önnur björgunartæki til
taks ef eitthvað fer úrskeiðis í æf-
ingunni. Undirbúningur fyrir æf-
ingu sem þessa er gífurlegur, enda
hefur hann staðið í ár,“ segir Þórð-
ur.
Á mánudag er úrvinnsla gagna
og farið verður yfir hvemig æfingin
gekk fyrir sig. Tilgangurinn með æf-
ingu sem þessari er margþættur,
m.a. sá að æfa leit, björgun og sam-
starf fjölþjóða björgunarliðs.
-HH/-jtr
Landhelgisgæslan
Þyrluflugmenn þátttökuþjóöanna komu saman til aö fara yfír öryggismál og
flugleiöir fyrir æfinguna í dag og á morgun.
Enn deilur innan Háskólans:
Rukkað fýrir MBA-nám .
- ungir jafnaðarmenn segja menntamálaráðherra brjóta lög
Aftur hafa risið defiur innan Há-
skóla íslands. í þetta skiptið eiga
deilumar sér stað vegna MBA-náms
(Master in Business Ad-
ministration) sem stendur tfi að
kenna við endurmenntunarstofnun
skólans. Ungir jafnaðarmenn sendu
frá sér tilkynningu þar sem þeir
hrópa lögbrot og í samtali við DV
sagði Katrín Júlíusdóttir aö mennta-
málaráðherra hefði í raun „lagt
blessun sína yfir þetta sama lögbrot
Háskóla íslands. Háskólanám á að
vera ókeypis á íslandi. Það er skýrt
tekið fram í lögum að ekki skuli
taka gjald fyrir grunn- og fram-
haldsskólanám. MBA-nám er meist-
aranám sem krefst þess að umsækj-
andinn hafi lokið BA- eða BS-námi
áður en hann hefur námið. Þama er
því um hreint og klárt lögbrot að
ræða. Það er ekki Háskólans að
ákveða hvort rukka beri fyrir nám-
ið - Alþingi á að sjá um það.“ Undir
þetta tekur Samband ungra fram-
sóknarmanna. Á stjórnarfundi sem
haldinn var þann 8. júní hjá sam-
bandinu var gefin út sú tilkynning
að með því að rukka fyrir námið
væru háskólayfirvöld að fara „þá
fjallabaksleið að skilgreina MBA-
nám sem endurmenntun."
Snjólfur Ólafsson prófessor er
einn þeirra sem skipa stjóm MBA-
námsins: „Það eru misjafnar kröfur
gerðar til mismunandi náms. Nám-
ið, sem kennt verður í viðskipta- og
hagfræðideild, gerir þær kröfur til
nemenda að þeir beiti faglegum.
vinnubrögðum og hafi þekkingu *
stjómun og viðskiptum. í MA- eða
MS-námi er aftur á móti lögð meiri
áhersla á að nemendur hafi fræði-
lega þekkingu á viðfangsefnum sín-
um. Engu að síður er margt líkt með
meistaranámi og MBA-námi.“
Samkvæmt upplýsingmn DV líta
margir háskólar í bæði Bandaríkj-
unum og Bretlandi á MBA-námið
sem jafnoka MA- og MS-náms.
Heimildarmaður DV við Suffolk
University í Boston sagði að námið
væri í sjálfu sér mjög líkt MS-námi
í hag- og viðskiptarfræði. „Helsti
munurinn felst í raun í mismunandi
lokaverkefnum sem unnin eru á
seinna ári námsins."
Umsóknarfrestur tfi námsin*|S
rennur út í lok júní og kostar það
alls 1.250.000.
-ÓRV