Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2000, Síða 46
54
Helgarblað
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000
DV
Ólífur og
sverðfiskur
- ódýr og góður matur
Krít:
Gagn og gaman
Þjónustulipur gengilbeina.
Dublin á íslandi • Faxafeni 10 • sími 553 1381
Áhugamenn um mat ættu aö eiga
unaðslega sæludaga á Krít, því þar
er fjöldinn allur af áhugaverðum
veitingahúsum sem gaman er að
prófa. En úrvalið er svo mikið að
það tæki mörg ár að prófa þá alla,
meira að segja fyrir stærstu matar-
göt.
Eyjaskeggjar gera lítið úr morg-
unverðinum, fá sér í mesta lagi
►bolla af sterku kaffi, en gera því
meira úr hádegis- og kvöldverðin-
um.
Hefðbundin krítversk máltíð sam-
anstendur af for- og aðalrétti. f for-
rétt er tilvalið að smakka Chori-
atiki, sem er salat með fetaosti og
ólífum, eða Tzatziki sem er jógúrt
með hvítlauk og gúrku. f aðalrétt er
svo hægt að velja á milli gómsætra
kjöt- eða flskrétta. Af áhugaverðum
fiskréttum má nefna Kalamaria,
sem er djúpsteiktur kolkrabbi, eða
ljúffengan Xefia sem er glóðasteikt-
ur sverðfiskur. Hinir sem hrifnir
eru af kjöti ættu að prófa Súvlaki,
sem er blandað kjöt á teini, og hafa
Dolmades, fyllt vínviðarlauf, sem
► meðlæti. Að lokinni máltíð er svo
yfirleitt boðiö upp á raki, sem er
krítverskur snafs, til að róa mag-
ann. Verði ykkur að góðu. -Kip
gömul menning og vingjarnlegt fólk
Býrðu í Kaupmannahöfn?
r-
www.islendingafelagid.dk
í ár gefst íslendingum í fyrsta
skiptið færi á að fljúga beint til
grísku eyjarinnar Krítar. Beint flug
af klakanum hófst í apríl og mun
standa fram í október. Ferðunum
hefur verið feikilega vel tekið og um
5000 manns hafa nú þegar bókað far.
íslenskum ferðalöngum er boðið
upp á tvo áfangastaði, annars vegar
Hanía og hins vegar Reþýmnon,
báðir þessir staðir eru á norður-
strönd Krítar.
Krít er stærsta eyja Grikklands og
ein stærsta eyjan í Miðjarðarhafi.
Hún er syðsta eyjan í Evrópu, um 260
km löng og um 60 km breið þar sem
hún er breiðust. Krit liggur mitt á
milli Evrópu og Afríku. íbúarnir eru
rúmlega hálf milljón, en sú tala marg-
faldast á hveiju ári vegna mikils
Qölda ferðamanna sem þangað sækir.
Landslagið á Krít er ekki ósvipað
því sem við eigum að venjast á Is-
landi, þótt veðurfarið sé ólíkt. Lofts-
lagið er mOt og sumrin löng, veturinn
minnir á gott íslenskt vor. Krít er
fjallaeyja þar sem hæsti tindurinn,
Psilorítis, teygir sig upp i 2.456 metra
hæð og á vetuma snjóar í fjöllin.
Mest undirlendi er á norðanverðri
eyjunni og þar eru ræktaðar ólífur og
vínþrúgur en til fjafla stunda bændur
kvikfjárrækt. Helstu atvinnuvegir
eru landbúnaður og ferðamennska.
Fyrr á öldum var Krít menningar-
legt stórveldi og er hin svonefnda
mínóíska menning kennd við hana.
Ýmsar merkar fomminjar frá þeim
tíma hafa verið grafnar upp og er þar
helst að nefna hallirnar Knossos og
Faistos.
Fornminjarnar í Knossos
Þegar gengið er um í Knossos má bæði skoða fornminjar og fallegt landslag.
Iðandi mannlíf
Borgin Heraklíon eða Íraklíon var
gerð að höfuðborg Kritar 1971. Hún er
jafnframt auðugasta borg Kritar, upp-
bygging er mjög mikil í og umhverfis
hana. Það er í raun allt nýtt þar því
flestar „fornminjar“ hafa verið endur-
nýjaðar frá grunni eftir loftárásir
Þjóðverja í seinna stríði.
Hanía er önnur stærsta borgin á
Krít og var höfuðborg hennar til 1971
DUBLIN
AISLANDI
Dublin á íslandi
Lagersala
ÓTRÚLEG VERÐLÆKKUN
Ljósakrónur, skermar, lampar og veggljós,
enn meiri verðlækkun, nú 50% afsláttur.
Vatteruð rúmteppi, single, double og king size, nú aðeins 1499 kr.
Pottaþurrkur með ýmsum myndum, aðeins 125 kr.
Bollar frá 50 kr.
Hnífapör, 16 stk., á aðeins 550 kr.
Frábært úrval af nælonsokkabuxum og sokkum
á 60% afslætti
Sokkabuxur nú frá 50 kr., sokkar frá 30 kr.
Dömublússur frá aðeins 499 kr.
Stök hnífapör frá aðeins 50 kr.
Léttir sumarkjólar frá aðeins 999 kr.
Stuttbuxur aðeins 499 kr.
Thermal og bómullarundirföt fyrir börn og fullorðna á hreint ótrúlegu verði.
Allar herrabuxur, nú á 999 kr.
Ekki bara þetta, margt fleira.
Kíkið til okkar og sjáið sjálf.
Opið
mán - fim 10-18
föstud 10-19
laugard 10-18
sunnud 13-17
og enn í dag eru til
Krítverjar sem telja
hana andlega höf-
uðborg sína. Hanía
er einstaklega vina-
leg og falleg borg
sem byggð er í
kringum höfnina. I
miðbæmnn eru göt-
urnar þröngar og
margir ranghalar
þar sem auðvelt er
að villast, en þar
má finna góða mat-
sölustaði og fjöl-
breyttar verslanir.
Niður við höfnina
er mikill fjöldi for-
vitnilegra matsölu-
staða og iðandi mannlíf. Þar er einnig
að flnna íslamska mosku og krít-
verska sjóminjasafnið sem í sjálfu sér
er aðeins fyrir hörðustu áhugamenn
um sjóferðasögu og stríðsminjar. I
fimm til tíu mínútna göngufjarlægð
frá höfninni, rétt aftan við dómkirkj-
una, er að finna skemmtilegan mat-
vörumarkað. Markaðurinn er í fal-
legu húsi sem er eins og kross í lag-
inu og minnir einna helst á gamla
brautarstöð.
Reþýmnon er þriðja stærsta borgin
á Krít en minnir um margt á þorp.
Þar er enn að finna lítil verkstæði
handverksmanna sem framleiða og
selja vörur sínar sjálfir og tala ein-
ungis grísku. Það getur því stundum
reynst erfitt að komast að samkomu-
lagi um verð. Vestur af höfninni er
svo virki frá tímum feneyskra yfir-
ráða. Það gagnaðist ágætlega á sínum
tíma til að hræða burt sjóræningjana
en Tyrkir sigldu einfaldlega í kring-
um það og hertóku borgina á innan
við sólarhring um 1645.
Utimarkaður
Á Krít er víða hægt að fínna skemmtilega útimarkaði
sem bjóða upp á ótrúlegt úrval afglingri.
Samaría-gljúfrið
Eitt af því sem fólk ætti ekki að
missa af er að skoða Samaría-
gljúfrið á suðvesturströnd Krítar.
Boðið er upp á tvenns konar ferðir.
Annars vegar er hægt að velja svo-
nefnda letingjaleið. Þá er ekið til
Chora Sfakios og siglt þaðan til
Ormos Roumelis. Frá Roumelis er
síðan gengið að Jámhliðinu en það-
an er mjög fallegt útsýni yfir
gljúfrið. Hin leiðin er erfiðari en þá
ganga menn gljúfrið enda á milli.
Gljúfrið er um 16 kílómetra langt og
tekur því ferðin fjóra til sjö tíma.
Áhugamenn um dýralíf ættu endi-
lega að leggja þetta á sig þar sem í
gljúfrmu er að finna heimkynni síð-
ustu villigeita í heiminum.
Gagn og gaman
Möguleikamir til að njóta lífsins á
Krít em óþrjótandi, hvort sem menn
vilja liggja á ströndinni, kíkja á
mannlífið eða skoða fornminjar. Eyj-
an hefur upp á að bjóða allt í senn
skemmtun, fróðleik og hvild. -Kip