Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2000, Qupperneq 58

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2000, Qupperneq 58
66 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 Tilvera I>V lí f iö Tónlistarhátíd Reykjavíkur Dagskráin í Laugardalshöll hefst kl. 17.30. Þá stíga piltarnir í Sálinni hans Jóns míns á svið og spila þar til fönk- popparamir í Todmobile ryðjast inn á sviðið kl. 18.35. Á eftir þeim spilar Kinksrefurinn Ray Davies. Hann er fyrir allar kynslóðir og spilar frá 19.50-21.05 en á eftir honum er það Yo- ussou N’Dour og dagskrá Hallarinnar ~’,w lýkur þegar Egill Ólafsson og Þursa- flokkurinn trylla æskulýðinn enn og aftur. Á sama tíma verður kátt í Skautahöllinni. Dagskráin þar hefst að vísu kl. 18 með því að Barði í Bang Gang sýnir sig með stúlkunum sínum. Á eftir honum mæta Quarashi, Emilí- ana Torrini, Laurent Garnier, Asian Dub Foundation, Herbaliser og kvöld- inu lýkur svo á Gus Gus Instru- mental. Á milli atriða í Skautahöll- inni mæta færustu plötusnúðar lands- ins með 4 deck. Partíið stendur til kl. 03.00. Þá er það íslenska tjaldið í > Laugardalnum. Þar byrjar ballið kl. 17.30. Hljómsveitirnar sem spila eru (og í þessari röð) Fálkar, Kanada, Traktor, Buttercup, Kalk, Úlpa, Trompet, Suð, Dead Sea Apple, Port, Url, Undryð, írafár og Á móti sól. D jass ■ DJASS Á JÓMFWÚNNI Tríó Reynis Sigurðs- sonar heldur djasstónleika á veitingastaðnunn Jóntfrúnni við Lækjargötu. Félagar Reynis eru þeir Björn Thoroddsen gítarleikari og Birgir Bragason kontrabassaleikari. Tónleikarnir verða haldnir utandyra ef veður leyfir. Frítt inn. Leikhús > ■ KYSSTU MIG. KATA Söngleikurinn Kysstu mig, Kata, eftir Cole Porter verður sýndur klukkan 20 í Borgarleikhúsinu. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir og með helstu hlutverk fara þau Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Björn Hilmar (sundkappinn í Sporlaust), Halidór Gylfason (á það til að vera gargandi snillingur) og svo er Egill Ólafsson víst kominn aftur. Síminn f miðasölu Borgar- leikhússins er 568 8000. Kabarett ■ VARMÁRÞING FORMLEGA SETT Þéttskip- uð menningardagskrá verður á Varmárþingi, listahátíð Mosfellinga, sem stendur til 17. júní. Hátíðarsetning verður í Hlégarði klukkan 14 en meðal viðburða er opnun myndlistarsýningar í Álafosskvos kl. 16. * Fundir ■ FYRIRLESTUR í HÁSKÓIA ÍSLANPS Hinn heimskunni rithöfundur, Héléne Clxous, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands í dag í Odda, stofu 101, kl. 15.00. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina Enter the Theatre (Innkomaleikhússins) og veröur fluttur á ensku. Héléne Cixous mun fjalla um tilurð leikrita sinna f handriti og á sviði Sólarleikhúss- ins. Sýnd verða á myndbandi brot úr leikriti hennar, Trumbusláttur við stffluna, sem er þessa dagana á fjölunum i Parfs. Sport ■ LANPSSÍMAPEILPIN Fjórir leikir í fótbolta karla fara fram f Landssfmadeildinni f dag, kl. 14: Fylklr-KR, Grindavik-Brelöabllk og ÍBV- Lelftur. Klukkan 16 mætast svo Stjarnan-ÍA. Sjá ar: Lifið eftir vinnu á Vísi.is Hljómsveitin sem tryllti landann: The Kinks í Austurbæjarbíói c65 Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Ray Davies, forsprakki hljómsveitarinnar The Kinks, held- ur tónleika 1 Laugardalshöll í kvöld. Þetta er þriðja heimsókn kappans en fyrst kom hann hingað í september 1965. Þegar tónleikar hans þá og andrúmsloftið í Reykja- vík er rifjað upp kemur í ljóst að margt getur breyst á tíma einnar hljómsveitar. Þegar þeir Kinksarar komu hingað ‘65 var það helst í fréttum að Bandaríkin hófu stór- tækan þyrluhemað i Víetnam; ÍA og KR háðu aukaleik um íslands- meistaratitilinn í knattspyrnu; „ný amerisk gamanmynd í litum, Bleiki pardusinn, með Peter Sell- ers“ var frumsýnd í Hafnarfjarðar- bíói og menningarspekúlantar ótt- uðust innrás diskóteka sem þeir nefndu plötuvíti. Ekki voru heldur allir sáttir við innrás The Kinks þótt ungdómurinn tæki henni opn- um örmum. Vísir fylgdist spenntur með líkt og aðrir fjölmiðlar lands- ins. Löng biðröö eftir miðum Á forsíðu Vísis þann 1. septem- ber er mynd af gríðarlangri biðröð eftir miðum á tónleikana sem haldnir voru í Austurbæjarbíói. Mjög greiðlega gekk að selja miða því strax 3. september birtist í Vísi auglýsing þar sem fram kom að uppselt væri orðið á ferna fyrstu tónleika „hinna heimskunnu The Kinks“ en alls voru átta tónleikar haldnir vegna takmarkaðs sæta- fjölda bíósins. Degi síðar kemur fram í frétt blaðsins að ákaflega dýrt hafi verið að fá hljómsveitina til landsins og hún tekið 55.000 þús- und krónur á dag - og tónleika- fjöldinn því vart ástæðulaus. Kaup- menn hugsuðu sér einnig gott til glóðarinnar og m.a. auglýsti Verzl- FRIÐSAMLEGIR BITU TÓNLEIKAR í GÆRKVÖL KINKS Irt loodcn 'Ma I fmt t ájtffKlrfðl tvetm ís» cnxktna ungltogxhlléatóveltam. lfljémldkaralr i nKuttl • hilírt ktuktumund cttlr i Uma — rtg var tnunkom* *- ■hiyrend*, »««t flttthr vont t ftfn- Irmðmkótmlárl, i ttcvt* vtaðl wý tHkg, jwr Ul undlr toktn. TUkymst hífðl vertí 46ur sð KINKS mytxlu lelka tvótaldui ttms. o* vserf fað m. «. iílæðan fyrir miðavcrðmu En eftir 25 mfnðtria Irlk þelrra var drejsia fyr r og sirtr eg erarmr krakkamir )«stu fntm tvo þétt kös myndað- - l*t fretiat f hðslnu. ea ðrðateatír iprenjidu ktovtrja I mattngróitoum. Mtamir M Eart-End hðfu tón-. Lðkregluvörtlur var f iiít tína meJ þvt að *n«t bakhte-1 aidrtí ketn þó tfl átak* anura að áheyrendum og allan tlra- |þurfti að loka fyrir raftt ann »e» þefr voru i isvíaitiu hristu i hljðtnsvtilurinMf eít» >eir iif og rvelgSu. <ta hðíðu iður j hafði verið að gera, ef litið þe« getið. að tðnlhttfn hðfð- tat Sex USnteikar ery aðl tfl kynhvatarinnar, yupprelt í \ú alta. öðru og lag Tom Jones What’s New Pussycat fór beint í sjöunda sæti listans. Listinn er frá 11. september en sama dag birtist frétt í Vísi und- ir fyrirsögninni: „Fjórir slösuðust á Kinks-hljómleikum.“ Er þar vísað til tónleika sem aflýsa varð í Stokk- hólmi vegna síendurtekinna óláta þeirra 6000 aðdáenda sem komu. SNÆÐI 150 femt, húsnæði sewi niest Mið- \FAN VlSlR H.F. Tónleikar The Kinks eru allajafna nefndir bítlatónleikar og veldur þaö nokkurri furöu í dag. Enn furöulegra er þó að i frétt um tónleikana á baksíöu Vísis er sérstaklega tekiö fram að gítarleikarinn Dave Davies hafi þvegiö sér um háriö kvöldið áöur! unin Þöll eftirfarandi: „Fagnið komu The Kinks með Kinks veif- um. Ódýrar - fallegar. Tilvaldir minjagripir. Birgðir takmarkaðar. Tryggið ykkur veifu í tima. Fást að- eins hjá okkur.“ Ólíklegt er að áhugasamir geti keypt sér Ray Davies veifu þessa dagana! HiNIR HIIMSKUNNU THE KINKS Miöar á tónleikana seldust eins og heitar lummur enda á feröinni „hinir heimskunnu The Kinks" Kinks-æði í höfuðborginni Mikið Kinks-æði greip um sig í höfuðborginni og nýja platan Kinda Kinks naut mikilla vin- sælda. Helsti smellur plötunnar, Tired of Waiting for You, gaf All Day and Ali of the Night og You Really Got Me lítið eftir í vinsæld- um. Þeir áttu þó ekki lag á topp tíu lista Hljómplötu- deildar Fálkans meðan á miðasölu stóö því plötur The Kinks voru ein- göngu seldur í Hljóðfærahús- inu sem hafði umboð fyrir Pye, útgefanda hljómsveitar- innar. Listinn lýsir engu að siður tíðarand- anum vel. Sat- isfaction þeirra Rolling Stones var í efsta sæti, Help Bítlanna í THE KINKS UPPSELT Á FIÓRA FYRSTU HLJOMLIIKANA Aðgöngumiðasala að 5. 6. hljómleikunum hófst kl. 9 í morgun í Hljóð- færuhúsi Reykjuvíkur Hljómsveitirnar Bravó og Tempó hituöu upp fyrir Kinks. Meðlimir Bravó voru ekki nema 12-13 ára gamiir. Tónleikarnir voru hluti af tónleika- ferð hljómsveitarinnar um Norður- lönd sem endaði svo einmitt í Reykjavík. Óspektir voru áberandi og í dálkinum „af ungu fólki“ í Vísi eru islenskir unglingar varaðir við apa eftir hegðun jafnaldra sinna á Norðurlöndum: „Það er vonandi að islenskir unglingar verði rólegri [...] enda verða læti á hljómleikum eingöngu til þess að eigendur hús- anna munu ekki lána þau undir þessar samkomur.“ Kínverjar sprengdir Áhyggjur af ólátum aödáenda hljómsveitarinnar, sem voru í sum- um fjölmiðlum kallaðir lubbar, reyndust óþarfar, þótt þeir eltu hljómsveitarmeðlimi uppi út um allan bæ. Sumum áheyrenda á tón- leikunum, sem flestir voru á gagn- fræðaskólaaldri, þótti sveitin þó staldra heldur stutt við á sviðinu og sprengdu kínverja í mótmæla- skyni. Að lokum segir um tónleikana á baksíðu Vísis 15. september: „Pilt- arnir frá East-End hófu tónlist sína meö því að snúa bakhlutanum að áheyrendum og allan tímann sem þeir voru á sviðinu hristu þeir sig og sveigðu, en höfðu áður látið þess getið, að tónlistin höfðaði til kyn- hvatarinnar.“ Síðan segir í mynda- texta: „Dave Davies ólmast á svið- inu. Hann þvoði sér um hárið i gærkveldi." Við skulum rétt vona að bróðir hans Ray Davies verði ekki með skítugan lubba í kvöld! -BÆN Fjölbreytt dagskrá á Árbæjarsafni alla hvítasunnuhelgina: Eldur, eldur Á Árbæjarsafni verður mikið um að vera alla hvítasunnuhelgina. Á laugardaginn verður lifandi tónlist í húsinu Lækjargötu 4. Boðið verður upp á tónleika sem bera yfirskriftina Amor og asninn. Álfheiður Hanna Friðriksdóttir mezzosópran syngur ástarljóð af ýmsu tagi og Oddný Sturludóttir spilar undir á píanó. Á efnisskránni eru meðal annars lög og ljóð eftir Sigfús Halldórsson, Jón Ásgeirsson, Bellini og Jerome Kern. Tónleikarnir hefjast klukkan 14. Á hvítasunnudag kemur Slökkvi- lið Reykjavikur í heimsókn. Rykið verður dustað af gömlum slökkvibíl- um og verða þeir til sýnis á safn- svæðinu. Einnig koma slökkviliðs- menn á nýjum körfubíl og gefst gest- um tækifæri til að prófa körfuna, skoða tæki og tól og ræða við slökkviliðsmenn. Dagskrá Slökkvi- liðsins hefst klukkan 14. Annan í hvítasunnu verður sér- stök barna- og fjölskyldudagskrá. Þar verður farið í leiki, leikfanga- sýning skoðuð og leiktæki safnsins prófuð. Alla helgina verða ljúffengar veit- ingar i Dillonshúsi. Á hvítasunnu- dag og annan í hvítasunnu verður boðið upp á glæsilegt kafFihlaðborð. Þá verður handverksfólk í húsun- um, einnig verður teymt undir börn- um og húsfreyjan í Árbæ bakar lummur. Árbæjarsafn Fjölbreytileikinn er mikill í Árbæjarsafni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.