Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Page 4
4 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 Fréttir Skýrsla Ríkisendurskoðunar um reynslusveitarfélög: Upphafleg markmið hafa ekki náðst - höldum okkur á jörðinni, segir Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri í skýrslu Ríkisendurskoðunar um árangur af reynslusveitarfélagi í Akureyrarbæ, sem kom út á dögun- um, kemur fram að nokkuð skortir á að upphafleg markmið með reynslusveitarfélaginu hafi náðst. Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri Akureyrarbæjar, segir verk- efnið vera stórt og að ekki sé hægt að ætlast til þess að fullkomin reynsla náist eftir 3 til 4 ár. „Menn verða að halda sig á jörðinni þegar gagnrýni kemur fram og gagnrýni er ætlað að bæta hlutina og koma þeim í sem best lag. Ríkisendurskoðun er ekki öfundsverð að hafa jafnt erfitt verkefni og þessi skýrsla var og það vantaði úttekt á stöðinni þegar lagt var upp með þetta verkefni. Kristján Þór Júlíusson. Það má taka undir þessa skýrslu sem sjónarmið því viðmið um gæði og magn þjónustu sveitarfélagsins vantar. Við erum að vinna með manneskjur og þetta er verulega flókið og vanda- samt verkefni og til þess verður að taka tillit," segir hann. Kristján segist bjartsýnn á framtiðina hvað varðar flutning á milli ríkis og sveitarfélaga. „Ég fagna þessari skýrslu og hún er mjög jákvætt skref i því að kom- ast að þvi hvernig best sé að standa að flutningi verkefna á miili ríkis og sveitarfélaga," segir hann. Aðspurður sagðist Páll Pétursson félagsmálaráðherra ekki hafa séð téða skýrslu og vildi því ekki tjá sig um innihald hennar. -jtr Virkjunaráform Rafmagnsveitna ríkisins: Héraðsvötn stífluð - jarðhiti virkjaður í Grænadal við Hveragerði Rafmagnsveitur ríkisins fyrir- huga að stífla Héraðsvötnin í Skagafirði til móts við Villinganes, um 2 kílómetra neðan við ármót Austari- og Vestari-Jökulsár. Heildarlengd jarðstíflu verður um 900 metrEir en mesta hæð henn- ar yfir árbotni verður um 60 metr- ar. Lónið sem myndast verður um 1,7 ferkílómetrar að flatarmáli. Gert er ráð fyrir því að virkjunin verði 30-40 megavött að afli og orku- Leiðrétting: Davíö lofaði ekki I fréttaljósi DV um bætur eftir Suðurlandsskjálfta laugardaginn 21. júlí siðastliðinn kom fram að Davíð Oddsson forsætistráðherra og aðrir ráðamenn hefðu sagt að enginn íbúa á tjónsvæði Suðurlandsskjálftans myndi verða fyrir skaða af völdum jarðskjálftans og að allir þeir sem misstu hús sitt fengju tjón sitt bætt Þetta er ofsagt en raunveruleg ummæli forsætisráðherra voru á þá leið að hann muni af ríkisins háifu reyna að sjá til þess að eftirleikurinn verði mönnum eins hagfelldur og hagstæður og verða kann. Þessu er hér með komið á framfæri. vinnsla verði allt að 200 gígavatt- stundir á ári. Ekki hefur enn verið lokið vinnu við mat á umhverfisáhrifum Vill- inganesvirkjunar en reiknað er með að henni ljúki síðar á árinu. „Við erum að undirbúa tvær virkj- anir, annars vegar við Villinganes og hins vegar í Grænadal í Hvera- gerði, þar sem við virkjum jarðhita. Báðar þessar virkjanir eru á um- hverfismatsstigi en úrskurðar er vænst seinni part ársins," segir Ei- ríkur Briem, framkvæmdastjóri Rafmagnsveitnanna. í ársreikningum RARIK fyrir síð- asta ár kemur fram að eignir fyrir- tækisins nema tæplega 14 milljörð- um króna sem er aukning um rúm- lega hálfan milljarð frá árinu 1998. „Ársreikningamir sýna hagnað eins og er en þaö stafar af óreglu- legri færslu vegna leiðréttingar á lífeyrisskuldbindingum fyrirtækis- ins. Annars er viðvarandi taprekstur, enda erum við með mestallt af óarð- bæra dreifikerfinu í dreifbýlinu. Reksturinn er erfiður en þessar nýj- ustu virkjanir koma til með að byggja upp fyrirtækið," segir Eirík- ur Briem, framkvæmdastjóri RARIK. -jtr Goðdafó-^ frá ársskýrslu RARIK1999 Rannsókn enn í fullum gangi. Lögreglan í Reykjavík rannsakar enn lát Hallgríms Elíssonar, 47 ára gam- als Reykvíklngs sem var ráöinn bani síöastliöinn sunnudag aö Leifsgötu 10. Maöur og kona hafa veriö úr- skuröuö i gæsluvaröhald þar sem þau eru talin tengjast dauöa hans. Leifsgötumálið: Enn unnið að rann- sókn morðs Lögreglan í Reykjavík vinnur enn að rannsókn morðsins á Hallgrími Elíssyni, 47 ára gömlum Reykvík- ingi sem fannst látinn i íbúð að Leifsgötu 10 aðfaranótt síðastliðins mánudags. „Lögreglan, að svo komnu máli, telur ekki ástæðu til þess að upp- lýsa nákvæmlega um að hverju rannsóknin beinist en mun gera það áður en langt um líður,“ sagði Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn rannsóknardeildar lögreglunnar í Reykjavík. Hallgrimur hafði verið gestkom- andi í íbúðinni og leiddi krufning í ljós að honum var ráðinn bani. Um það leyti sem lík hans fannst hand- tók lögreglan í Reykjavík eiganda íbúðarinar, mann á sjötugsaldri, og 38 ára gamla konu, sem einnig hafði verið gestkomandi í íbúðinni. Þau voru úrskurðuð í gæsluvarðhald; maðurinn þar til í dag en konan fram á mánudag. Hún hefur komið við sögu lögreglunnar áður. Að sögn Ómars Smára var ekki búið að taka ákvörðun um það í gærdag hvort gæsluvarðhald yfir fólkinu yrði framlengt. Síðastliðna daga hefur lögreglan yfirheyrt fólk sem talið er geta varp- að ljósi á atburðarásina sem leiddi til dauða Hallgríms. Þar á meðal er leigubOstjóri sem talinn er hafa ekið Hallgrími að Leifsgötunni á sunnudaginn. Mismunandi óstaðfestar sögur um það hvemig dauða Haralds bar að, sem og ferðir hans daginn sem hann dó og reiðufé í vösum hans hafa heyrst í fjölmiðlum síðastliðna daga en lögreglan vill ekki staðfesta neina þeirra enn sem komið er. -SMK Ve&ríð í kvöW; Þokuloft á annesjum Það verður aðgerðalítið veöur áfram í kvöld, norðlæg eöa breytileg átt, 3-5 m/s, og víða léttskýjað en þokuloft skríður sums staöar inn á annesin norðan- og austan til. Hiti verður 8 til 18 stig, hlýjast til landsins. Séfargangtrr og sjávarföif; REYKJAVÍK AKUREYRI Sólarlag í kvöld Sólarupprás á morgun Síðdeglsflöö 22.41 13.41 17.05 22.43 05.54 21.385 Árdegisflóö á morgun 05.32 10.05 Skýrjjigor á yeðuriókmiin ^VINDÁTT 10°S-HIT1 -10° N/INDSTYRKUR Nvcroct 1 metrum á sekúndu 1 HEIÐSKÍRT LÉTTSKÝJAÐ o HÁLF- SKÝJAÐ e> SKÝJAÐ Ö AtSKÝJAO w RIGNING SKÚRIR w SLYDDA Q SNJÖKOMA ÉUACANGUR ÞRUMU- VEÐUR i* SKAF- RENNINGUR ÞOKA Atltef Sumartími Frávik frá staðaltíma að sumri til, svonefndur sumartími, tíökast í um það bil þriðja hverju ríki I heiminum. Er klukkunni þá yfirleitt flýtt um eina klukkustund aö vori og seinkaö aftur aö hausti. Á íslandi voru slíkar reglur í gildi árin 1917-1918 og síöan aftur árið 1939 til 1968. Haustið 1968 var klukkunni ekki seinkaö aftur heldur var sumartíminn látinn gilda áfram. Breytileg átt Norðlæg eða breytileg átt, 3-5 m/s. og víða léttskýjað en þokuloft á annesjum noröan- og austan til, hiti 8 til 18 stig, hlýjast til landsins. Éöis! Vindur: ( 2-5 Hiti O'tii -0° Þtn&jjCJKdl iöílSÍ Vindur: ( 2-5 „//V Hiti O'tii -0° 'Æ-ú Vindun 3-8 RV’S Hiií 0°til ;.e Gert er ráö fyrlr hægu veörl um allt land. Einnlg veröur Iftlll vindur og bjart og mllt veöur. Áfram er búlst vlö hægum vlndl um land allt, björtu og mlldu veörl. Vestlæg átt og dálrtll væta vestanlands, en þurrt fyrir austan. AKUREYRI skýjað 11 BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK skýjaö 12 EGILSSTAÐIR 11 KIRKJUBÆJARKL. alskýjaö 11 KEFLAVÍK hálfskýjaö 13 RAUFARHÖFN rigning 9 REYKJAVÍK léttskýjað 15 STÓRHÖFÐI þokumóöa 13 BERGEN skýjaö 17 HELSINKI alskýjaö 13 KAUPMANNAHÖFN skýjaö 21 ÓSLÓ léttskýjaö 19 STOKKHÓLMUR 21 ÞÓRSHÖFN skýjaö 11 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö 20 ALGARVE heiöskírt 29 AMSTERDAM hálfskýjað 20 BARCELONA léttskýjaö 26 BERLÍN skúr 20 CHICAGO léttskýjaö 22 DUBLIN skýjaö 21 HALIFAX skúr 21 FRANKFURT skúr 21 HAMBORG rigning 15 JAN MAYEN skýjað 6 LONDON skúrir 20 LÚXEMBORG skýjaö 18 MALLORCA léttskýjað 29 MONTREAL léttskýjaö 20 NARSSARSSUAQ skýjaö 11 NEW YORK skýjaö 19 ORLANDO hálfskýjaö 25 PARÍS skýjaö 22 VÍN skúrir 21 WASHINGTON heiöskírt 19 WINNIPEG léttskýjaö 20

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.