Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Síða 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 I>V Rústir einar Taliö er aö tveir hjóibaröanna hafi sprungiö á meöan vélin var enn á flugbrautinni. Upptök eldsins ekki í hreyflum Eldurinn sem varð til þess að Concorde-flugvél hrapaði skammt fyrir utan París á þriðjudag með þeim afleiðingum að 113 manns biðu bana átti ekki upptök sín i hreyflum vélarinnar, að því er rannsóknamefnd flugslysa í Frakk- landi, BEA, greindi frá í gær. BEA sagði að að einn eðahugsan- lega tveir af fjórum hjólbörðum á vinstri helmingi vélarinnar hefðu hefðu eyðilagst. Áður hafði verið greint frá því að tægjur úr dekkjun- um hefðu fundist á víð og dreif við flugbrautina. Enn hefur ekkert brak fundist úr innanverðum hreyflun- um sem þykir renna stoðum undir kenningu rannsóknarmannanna. Norður-Kórea inn úr kuldanum Yfirvöld í Norður-Kóreu og á Nýja-Sjálandi hafa samþykkt að koma á stjómmálatengslum milli landanna. Utanrikisráðherra Nýja- Sjálands, Phil Goff, og utanríkisráð- herra Norður-Kóreu, Paek Nam- sun, undirrituðu samkomulag þar að lútandi í Bangkok í gær. Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna og Nam-sun áttu fund saman í Bangkok í gær en hann er fyrsti formlegi fundur ríkj- anna síðan í Kórestríðinu. Var eink- um rætt um nýtt hlutverk landsins eftir 5 áratuga einangrun. EB greindi svo frá þvi að N-Kórea hefði óskað eftir nánari samvinnu. Högni Hoydal Högni segir viöræöur ríkjanna enn á frumstigi. Kanna þarf póli- tískan vilja fyrst Forsætisráðherra Danmerkur, Poul Nyrup Rasmussen, getur vænst þess að fá afsvar við beiðni um að skipaðar verði smærri nefnd- ir í viðræðum Færeyinga og Dana um sjálfstæðismál Færeyja. For- sætisráðherrann hefur lagt til að færri aöilar komi að viðræðunum en hingað til hafa verið og einbeiti sér að einstökum málum. „Frá því að við hófum viðræðurn- ar höfum við lagt á það áherslu að pólitiskur vilji sé fyrir hendi. Þegar hann er til staðar má ræða einstök mál í þaula,“ segir Högni Hoydal. 86 hryöjuverkamönnum sleppt úr fangelsum á Norður-írlandi: Maze-fangelsið næstum tómt Nokkrum af alræmdustu og ill- ræmdustu hryðjuverkamönnum á Norður-írlandi var i gær sleppt lausum úr Maze-fangelsinu í Belfast á Norður-írlandi og öörum fangels- um sem hýsa skæruliða. Lausn gísl- anna er liður í því að liðka fyrir lausn á friðarferlinu á Norður-ír- landi og er hluti af samþykkt sem kennd er við „góðan fóstudag“ og undirrituð var árið 1998 milli stríð- andi aðila og stjórnvalda um að leggja niður vopn. Nokkrir af hættu- legustu hryðjuverkamönnum IRA og sambandssinna voru meðal þeirra 86 fanga sem gefið var frelsi í gær en margir hverjir höfðu aðeins afplánað lítinn hluta refsingarinn- ar. Einn þeirra var James McArdle úr IRA sem var dæmdur til 25 ára fangelsisvistar fyrir að hafa átt þátt í sprengjuárásinni við Dockland í Lundúnum árið 1996. Annar var Martin Mines, skytta Sean Kelly Drap 9 manns í sprengingu áriö '93. úr IRA, sem lét þau eftirminnilegu orð falla „sjáumst að 18 mánuðum liðnum" er hann gekk út úr réttar- salnum í fyrra eftir að hafa verið dæmdur í 50 ára fangelsi fyrir aðild að morði og fyrir að hafa vopn und- ir höndum.- Talsmaður IRA-fanga í Maze fang- elsinu, Jim McVeigh, sem sjálfur hafði afplánað 31 árs fangelsi fyrir aðild að morði og fyrir að hafa vopn undir höndum, las úr sameiginlegri yfirlýsingu fanganna. „Við göngum frjálsir út úr þessu fangelsi eins og félagar okkar á und- an okkur, stoltir sambandssinnar, óbeygðir og óbugaðir." Hryðjuverkamenn sambands- sinna gengu út úr fangelsinu á und- an lýðveldissinnum til að forðast átök mannafjölda sem hafði safnast saman til að fylgjast með lausn þeirra. Af 86 gíslum sem voru látnir lausir komu 78 úr Maze; 46 lýðveld- issinnar og 33 sambandssinnar. Stutt í kosningar íbúi í Caracas í Venesúela gengur fram hjá kosningaptakötum sem sýna Hugo Chavez, forseta landsins, en kosningar fara fram í landinu á morgun. SÞ sjá um aö landamæri ísraels og Líbanons séu virt: Landsvæði til baka eftir 22 ára Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna byrjuðu að taka sér stöðu við „ný“ landamæri ísraels og Lí- banons í gær. Fóru friðargæsluliðar inn á tvö svæði sem tilheyrðu áður fyrrum hemumdum svæðum sem ísraelar tóku af Líbönum í stríði fyrir 22 árum en skiluðu aftur fyrir skömmu. Áætlað er að friðargæsluliðar komi sér varanlega fyrir á alls sex svæðum við landamærin. Vitni sáu friðargæsluliða taka sér stöðu á tveimur svæðanna áður en þeir numu staöar og biðu frekari fyrir- mæla. Nýju landamærin Fáni SÞ blaktir nú þar sem fáni ísraets stóö áöur. Forsætisráðherra ísraels, Ehud Barak, fagnaði hlutverki friðar- gæsluliða á landamærunum og sagöist vona að þetta markaði ný tímamót í samskiptum ísraels og Lí- banons. Yfirvöld I Líbanon hafa sak- að ísraela um að virða ekki nýju landamærin og hyggjast ræða málið innan líbanska hersins og við frið- argæsluliða SÞ. Þá hafa Líbanir í hyggju að fara fram á skaðabætur frá ísrelska ríkinu fyrir að hafa haldiö líbönsku landsvæði hemumdu siðastliðin 22 ár. Engin viðbrögð hafa borist frá ísraelsstjórn vegna þessa. Stuttar fréttir Fundar með iðnrekendum Vladímír Pútín, forseti Rússlands, átt fund með helstu kaupsýslumönnum og iðnjöfrum Rúss- lands i Moskvu í gær en markmið fundarins var að draga úr spennu sem hefur stigmagnast að undan- fórnu á milli stjómvalda og stórra fyrirtækja vegna lagabreytinga ríkisstjórnarinnar. Afdrifarík fegrunaraðgerð Átján ára bresk stúlka, Gemma Danielson, var nær dauða en lífi eft- ir að hafa látið gera gat á tunguna á sér. Stúlkan missti 2 lítra af blóði á skömmum tíma og var flutt í skyndi á sjúkrahús. Líðan hennar er eftir atvikum. Sprenging í Þýskalandi Níu innflytjendur, þar af 6 gyð- ingar, létust I sprengjuárás á lestar- stöðinni í Dússeldorf í Þýskalandi í gær. Talið er að árásin geti tengst kynþáttafordómum. Fram til forseta Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, lýsti þvi formlega yfir í gær að hann myndi gefa kost á sér til embættis forseta landsins. Þing-, forseta-, héraðs- og borgarstjómar- kosningar fara fram í landinu 24. september nk. Saddam greiði skuldirnar Rússar sögðust í gær kæra sig koll- ótta rnn gagnrýni Bandaríkjamanna á fundi sem Pútín hefur að undafömu átt með aðstoðarfor- sætisráðherra íraks, Tareg Aziz. Rússar hafa alla tíð verið andvígir refsiaðgerðum gegn Irökum en Rússar vonast til að geta endur- heimt eitthvað af skuldum íraks við Sovétríkin sálugu. Allsherjarverkfall boðað Stærstu verka- lýðssamtök Simbabve boðuðu til allsherjarverk- falls í gær til að þrýsta á forseta landsins, Robert Mugabe, til að láta af ofbeldi gagnvart stjórnarandstæðingum og hverfa frá landtöku svartra á jörðum hvítra. Stálu einkunnum Tölvuþjófar á Kýpur gerðu heldur betur usla í menntamálaráðuneyti Kýpur í gær þegar þeir komust yfir upplýsingar um einkunnir rúmlega 7000 stúdenta sem þreyttu inntöku- próf i háskóla þar í landi. 12 drepnir í Kasmír Tólf manns létust í átökum að- skilnaðarsinna og öryggissveita í Srinagar i indverska hluta Kasmirs í gær. Þar af létust 6 í skotbardaga þegar öryggisvörður féll í valinn. Hinir sem létust fómst er sprengja sprakk á Alamgari-markaðnum í miðbæ Srinagar. Að sögn lögreglu hefur enginn lýst tilræðinu a hend- ur sér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.