Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Blaðsíða 10
10 Skoðun LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 DV Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Gleðilegar fréttir Niðurstööur nýrrar rannsóknar á áfengis- og tó- baksneyslu grunnskólanema benda til þess að annað árið í röð hafi dregið úr neyslunni. Rannsóknin Ungt fólk 2000 bendir til að 16% unglinga í 10. bekk reyki dag- lega miðað við 23% á liðnu ári. Og þó svipað hlutfall img- menna hafi smakkað áfengi fækkar þeim sem orðið hafa drukknir. Þetta eru gleðilegar fréttir og vert að óska grunnskólanemendum til hamingju. Fréttir af þessu tagi gefa fyrirheit um bjartari framtíð. Umrædd könnun bendir einnig til að neysla á ólögleg- um fíkniefnum hafi dregist saman meðal grunnskóla- nema en með einni undantekningu. E-pillan virðist vera í sókn enda sölumenn dauðans duglegir við að sannfæra ungmenni um að pillan sé ekki annað en hættulaus gleðigjafi. Trúgjöm ungmenni hafa farið flatt á því að leggja eyrun við þeim fagurgala. Nauðsynlegt er að gera sérstakt átak í baráttunni gegn e-pillunni og þar skiptir mestu að fá unga fólkið sjálft með i baráttuna. Forvarnir og löggæsla skipta miklu en ráða ekki úrslitum ef unglingarnir fást ekki til að taka þátt í stríðinu við sölumenn dauðans. Á undanfórnum mánuðum og misserum hefur verið nokkur umræða hér á landi og víða annars staðar á Vesturlöndum um hvort ekki sé rétt að leyfa sölu og dreifmgu á eiturlyíjum og þá sérstaklega á kannabisefn- um. Stjórnmálamenn jafnt sem fjölmiðlar hafa í nokkrum tilfellum tekið undir þessa skoðun. Margir hafa haldið því fram að með því að aðhyllast lögleiðingu eitursins sýni menn ákveðna dirfsku, kjark og raunsæi að horfast í augu við raunveruleikann. Ekkert er fjarri sannleikanum. Allt tal um lögleiðingu fíkniefna er ekki annað en uppgjöf fyrir miklum vanda og einum mesta ógnvaldi æskufólks. Skilaboð þeirra, sem gefist hafa upp í baráttunni gegn eitrinu, til ungs fólks eru nöturleg. Mörkin sem dregin hafa verið á milli áfengis annars vegar og annarra vímuefna hins vegar eru skýr og er engin ástæða fýrir íslendinga að breyta þeim. Rök lög- leiðingarsinna um að gróði af ólöglegum fikniefhavið- skiptum hverfi með lögleiðingu eru léttvæg enda fæstir sem eru tilbúnir að ganga svo langt að vilja gera öll fíkniefni lögleg. Einhver mesta ógnun sem steðjar að íslensku samfé- lagi eru fíkniefni, ekki síst vegna þess að fómarlömb þeirra eru fyrst og fremst ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á hálli braut lífsins. Eiturstríðið mun ekki vinnast með hálfkáki heldur með sameiginlegu átaki allra, foreldra og barna, lögreglu og skóla, atvinnulífsins, heilbrigðiskerfisins og stjórnmálamanna. Þeir sem skemmta sér við leit að rökum fyrir lögleiðingu fíkni- efna gera ekki annað en skemmta skrattanum. Þœgilegt Ólíkt erlendum olíufélögum hafa íslensk olíufélög ekki lækkað verð á bensíni í takt við þróun á heimsmarkaði. Skýringin er sú, að sögn forráðamanna íslensku olíufé- laganna, að sveiflurnar á bensínverði koma fram síðar hér á landi en annars staðar, hvort heldur verðið hækk- ar eða lækkar. Þess vegna verða íslendingar að sætta sig enn um sinn við hátt verð á bensíni á meðan frændur okkar í Svíþjóð hafa notið verðlækkana níu sinnum í þessum mánuði. Það hlýtur því að vera ólíkt þægilegra að reka olíufélag á íslandi en í Svíþjóð þar sem stöðugt þarf að breyta verði, allt eftir því hvemig vindar blása á heimsmarkaði. óli Björn Kárason Varaforsetaefniö á aö bæta upp þunna afrekaskrá Hvað þarf til að að verða forseti Bandaríkjanna? Þetta er erfið spurn- ing. Einhver kynni að halda því fram að fjármagn væri það sem máli skipti, en ekki getur það dugað eitt og sér. Þá hefði hinn drepleiðinlegi Steve Forbes klárlega átt að vinna síðustu kosning- ar. Steve Forbes er miiijónamærmgur- inn sem sóttist eftir útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forseta- kosningar 1996, án árangurs þó að fjár- munir hans væru, að því er virtist, ótakmarkaðir. Ótakmarkað fjármagn er ekki nóg - það þarf fleira tÚ - en hvað skyldi það vera. Nú gæti maður haldið að ein- hverjir persónulegir eiginleikar kynnu að skipta máli, til dæmis vits- munir, orðsnilld eða stjómunarhæfi- leikar i bland við reynslu og afrek til aö státa af. Það er ekki ósennilegt að einhverjir þessara eiginleika í ríkum mæli ættu að einkenna þá persónu sem milljónir manna kjósa tO að fara með æðstu völd í eina stórveldinu sem enn er einhver töggur í. En George W. Bush, frambjóðandi repúblikana í forsetakosningum vest- anhafs síðar á árinu, mun sýna það og sanna, sigri hann í kosningunum, að forseti getur maður orðið án nokkurra slíkra eiginleika. Sigur hans hlyti að kollvarpa endanlega þeirri tilgátu að ekki hver sem er geti orðið forseti Bandaríkjanna. Ekki hver sem er Nú er Bush yngri auðvitað ekki hver sem er. Hann er sonur Bush eldri sem fyrst var varaforseti Bandaríkj- anna og svo forseti þeirra í fjögur ár. Hann gekk i alla sömu skólana og fað- ir hans og reyndi í hvívetna að fylgja fordæmi hans. Eins og Bush eldri gerðist hann orrustuflugmaður þó að ekki ætti fyrir honum að liggja að vinna stríðsafrek. Hann hefur einnig lagt sig mjög eftir íþróttum, eins og faðir hans, og svo hefur hann stundað olíuviðskipti með ágætum hagnaði. Munurinn á feðgunum er þó sá að Bush yngri hefur alls ekki skarað fram úr á þeim sviðum þar sem hann hefur látið til sín taka. Þvert á móti hefur hann yfirleitt alltaf verið kom- inn upp á náð og hjálpsemi vina og vandamanna og geti hann þakkað frama sinn einhverju þá er það líklega því að hann skuli vera sonur fóður síns og bera nafn hans. Blgjamt fólk hefur jafnvel gengið svo langt að segja að Bush yngri sé „apaútgáfan" af Bush eldri og er þá líklega vísað til ólíks vaxtarlags þeirra feðga. Afrekaskráin Helsta afrek Bush má segja að hafi verið yfirburðasigur hans í rikis- stjórakosningum í Texas fyrir tæpum Dick Cheney, varaforsetaefni Repúblikanaflokksins. tveimur árum. En gagnrýnendur hans gera litið úr afrekum hans á rikis- stjórastóli. Völd og umsvif ríkisstjóra í Bandaríkjunum eru mismikil eftir ríkjum og í Texas hvað minnst. í Jón Ólafsson heimspekingur JÍÍl Erlend tíðindi valdatið sinni hefur Bush beitt sér fyr- ir skattalækkunum og telur sér ekki síst til tekna að hafa stuðlaö að mikl- um lækkunum á eignasköttum. Hann hefur fyrst og fremst komið fram sem verndari stórfyrirtækja og hefur beitt sér fyrir lögum sem gera erfiðara að sækja fyrirtæki til saka. Aðalstyrkur hans kemur frá stórfyr- irtækjunum. Hins vegar verður því ekki heldur á móti mælt að hann hefur náð meira fylgi meðal svartra og spænskumælandi kjósenda í ríki sínu en flestir repúblikanar í landinu. Ekki þykir minnst um vert að Bush hefur lagt á sig að læra spænsku, nóg til þess að geta spjallað við spænskumælandi kjósendur sína. Alþýðuhylli er vafa- laust sá kostur Bush sem fjársterkir stuðningsmenn hans telja að geti fleytt honum alla leið í Hvíta húsið. Sú hugmynd um Bush sem smám saman verður sterkari er að hann sé í raun lítið annað en fulltrúi þeirra afla sem leggja fé sitt í hann. Sú póli- tik sem hann hefur fram að færa er þunn blanda af hófsamri hægri- mennsku á bandarískan mæli- kvarða og því sem hann hefur sjálf- ur kallað brjóstgóða íhaldssemi. í henni felst að þótt því sé hafnað að þeir sem minna bera úr býtum eða hafa orðið undir í þjóðfélaginu eigi rétt á bótum eða greiðslum frá hinu opinbera eigi samt að sýna fátækum ákveðið umburðarlyndi og skilning. Öruggt varaforsetaefni Bush er svo sigurviss fyrir kosn- ingamar í haust að jafnvel nánum samstarfsmönnum hans þykir nóg um. Það réði vali hans á varaforseta- efni, sem tilkynnt var um nú í vik- unni, að hann vildi taka sem minnsta áhættu og kaus því mann sem hann taldi engar líkur á að gæti skaðað framboð sitt. Fyrir valinu varð fyrrum samstarfsmaður fóður hans Dick Cheney sem var varnar- málaráðherra á meðan á Persaflóa- stríðinu stóð og er almennt vel þokk- aður. Sá annmarki sem sumir sjá á Cheney er þó einkum sá að hann er mun íhaldssamari í afstöðu sinni til ýmissa félags- og velferðarmála en Bush sjálfur. Hann er til dæmis ein- dreginn andstæðingur fóstureyðinga sem eru eitt mesta deiluefni í banda- rískum stjórnmálum. En Cheney bæt- ir hins vegar Bush upp ýmsa bresti sem menn hafa séð á framboði hans. Eitt er einstök fávísi Bush um alþjóða- mál, eins hefur Cheney áratuga reynslu af stjórnkerfinu í Washington. Bush er fremri Quayle Kosningabarátta þeirra Bush og A1 Gore, frambjóðanda demókrata, hefur þótt vera með fágaðasta móti miðað við þann drulluslag sem hefur ein- kennt bandarisk stjórnmál öðru frem- ur undanfarin ár. Ástæðan fyrir þessu er sjálfsagt ekki sist sú að margt er líkt með frambjóðendunum. Þeir boða engar róttækar breytingar og eru báð- ir fæddir inn í pólitíkina, en faðir Gor- es var um árabil öldungadeildarþing- maður og áberandi sem slikur. Að einu leyti hefur Bush þó öruggt forskot á keppinaut sinn: Frá honum streymir slíkur fjöldi mismæla og klaufalegra tilsvara að hinn mislukk- aði varaforseti fóður hans, Dan Qu- ayle, hefur ekki tærnar þar sem Bush hefur hælana. Ágætt safn slíkra til- svara er að finna á veftímaritinu Slate.com undir fyrirsögninni „bus- hisms“. Martha Smith velur ekki rétta tímann til að nýta sér Internetið til að versla „óvarin“l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.