Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Page 12
12 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 DV Fréttir Varaforsetaefni repúblikana, Dick Cheney, er umdeildur fyrir störf sín: Úlfur í sauðargæru og lengst til hægri Aftan úr grárri fbmeskju og góðir saman Bush hefur fyrirskipaö fleiri aftökur en nokkur annar ríkisstjóri í Texas, eöa rétt rúmiega 100 af 192 aftökum frá því aö þær voru teknar upp aftur í fylkinu áriö 1982. Cheney hefur hins vegar veriö sakaöur um aö vera andvígur jafnrétti kynjanna og lausn Nelsons Mandela úr fangelsi á sínum tíma. Sex sinnum greiddi hann atkvæöi gegn því aö refsiaögeröum yröi beitt gegn Suöur-Afríku á tímum aöskilnaöarstefnunnar. Síðastliðinn þriðjudag tilnefndi George W. Bush Dick Cheney sem varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar sem fram fara í Bandaríkjunum 7. nóvember nk. Dick Cheney er langt frá því að vera að stíga fyrstu skref sín í banda- rískum stjórnmálum og er reyndar gamall fjölskylduvinur Bush-fjöl- skyldunnar. í stjómartið Bush eldri var Cheney einn af lykilmönnunum á bak við Persaflóastríðið auk þess sem hann gegndi stöðu vamarmála- ráðherra. Sögusagnir um að Cheney yrði beðinn að fara fram sem vara- forsetaefni höfðu þegar kvisast út í siðustu viku og því kom fáum á óvart þegar Bush og Cheney kynntu fyrirhugað samstarf sitt á sameigin- legum blaðamannafundi fyrr í vik- unni. Cheney hafði meira að segja gengist undir ítarlega læknisskoðun sem átti að skera úr um hvort hann væri líkamlega í stakk búinn til að bjóða sig fram en hann hafði átt við heilsuleysi að stríða, gengist undir hjartaskurðaðgerð fyrir réttum ára- tug. Blæs á gagnrýnisraddir Cheney er í dag laus við öll ein- kenni hjartaáfallanna sem hann fékk frá lokum áttunda áratugarins og fram undir lok þess níunda. Cheney, sem er 59 ára, er sagður lifa mjög heilbrigðu líferni og í Larry King Show á CNN á þriðjudag sagð- ist hann reyna að gæta sín þótt hann væri veikur fyrir mat. Hann bætti við að hann væri hættur að reykja, æfði íþróttir reglulega og tæki inn lyf sem hjálpuðu honum að halda niðri kólesterólmagni í blóð- inu. Hann blæs á allar gagnrýnisradd- ir sem efast um að fyrrum hjarta- sjúklingur geti valdið jafn ábyrgðar- miklu embætti og varaforseta Bandaríkjanna. „Ég vil minna fólk á að ég fór i hjartaaðgerð og tók síðan aö mér stöðu vamarmálaráðherra og hafði yfirumsjón með Persaflóastriðinu. Ég get ekki imyndað mér meiri streituvaldandi aðstæður en þær,“ sagði Cheney i spjallþætti Larrys Kings. Besta pókerfésið í bænum Cheneys er helst minnst fyrir frammistöðu sina sem varnarmála- ráðherra Bandarikjanna í Persaflóa- stríðinu í stjórnartíð Bush eldri. Það var t.a.m. Cheney sem fékk yf- irvöld í Sádi-Arabíu til að sam- þykkja að Bandaríkjamenn sendu herafla sinn til landsins og eins var það Cheney sem tók þá afdrifaríku ákvörðun að senda ekki bandaríska landgönguliða inn í írak. Þá átta mánuði sem stríðið stóð kom Cheney ávallt fyrir sjónir manna sem yfirvegaður og skyn- samur yfirmaður varnarmála, jafn- vel þótt hann hefði oft háð harða rimmu á bak við tjöldin við Colin Powell, hershöföingja og yfirmann sameinaða heraflans fyrir botni Persaflóa. Áður en Cheney tók að sér embætti vamarmálaráðherra haföi hann setið á þingi sem full- trúi repúblikana í Wyoming-fylki og þar á undan hafði hann verið í starfsliði Geralds Fords forseta. I bókinni Krossförin frá árinu ‘93 fjallar höfundurinn, Rick Atkinson, um Persaflóastríðið og segir þar m.a. um Cheney að hann sýni sjaldnast önnur svipbrigði en eilitið bros eða örlitla grettu. Kollega Cheneys og aömiráll hjá vamar- málaráðuneytinu, Joseph Lopez, bætir um betur þegar hann segir Cheney vera með „besta pókerfésið í Washington". Þrátt fyrir að allt hcdi virst eðli- legt á yfirborðinu þegar Persa- flóastríðið var að bresta á kraumaði ósætt æðstu ráðamann undir niðri. Þegar írak réðst inn í Kuveit árið 1990 efaðist Powell um mikilvægi þess að Bandaríkjamenn segðu írök- um stríð á hendur og vildi þess í stað einbeita sér að Sádi-Arabíu og tryggja öryggi hennar. Cheney var hins vegar á því að mikilvægt yrði að verja Kuveit meö hliðsjón af ör- yggi Sádi-Arabíu og sá þar með inn- rás íraka sem fyrsta skrefið í út- þenslustefnu þeirra. Þrátt fyrir mikla reynslu Cheneys af þjóðaröryggismálum og störfum innan Pentagon sinnti hann sjálfur aldrei herskyldu og sótti um undan- þágu frá henni árið 1960 þegar hann var við háskólanám og nýorðinn faðir. Eiginkonan berst gegn fram- andi menningarstraumum Eiginkona Cheneys, Lynne Chen- ey, er um margt lík Hiiiary Clinton að því leyti að hún hefur náð að kveða sér hljóðs í þjóðmálum um leið og hún stendur sem klettur á bak við eiginmanninn. Lynne hefur verið lýst sem manneskju með mjög sjálfstæðan persónuleika en ekki bara komu háttsetts stjómmála- manns. Hún hefur skapaö sinn eig- inn orðstir sem leiðandi íhalds- manneskja í félags- og menningar- málum og þekktust er hún fyrir harða afstöðu sína í menntamálum þjóðarinnar og baráttu gegn innreið framandi menningarstrauma í bandarískar skólastofur. Þrátt fyrir róttæka afstöðu í menntamálum hefur hún engu aö síður það orð á sér að eiga gott með samskipti við fólk, hvort heldur repúblikana eða demókrata. Fullvíst má telja að Jesse Jackson Hann segir Repúblikanaflokkinn iengst til hægri meö Cheney og Bush í broddi fylkingar. Lynne muni áfram láta að sér kveða í mennta- og félagsmálum í fram- tíðinni og ekki spillir fyrir að eigin- maöur hennar hefur verið skipaður sem varaforsetaefni Bush í komandi kosningum. Andstæðingar hennar eru engu að síður fjölmargir og barátta hennar fyrir hreinræktaðri bandarískri menntastefnu fer fyrir brjóstið á mörgum. Vinur olíubarónanna Eitt af því sem oftast hefur borið á góma frá því að ljóst var að Chen- ey færi fram með Bush eru tengsl hans við bandariska olíuiðnaðinn. Olíframleiðendur hafa fagnað inn- komu Cheneys í forsetaslaginn og vona að þar með verði bundinn endi á ýmis höft sem demókratar hafa sett á olíuiðnaðinn að undan- fomu. Cheney hefur einkum unnið sér það til frægðar að hafa breytt Hallibum Co. olíufyrirtækinu í eitt umsvifamesta olíufyrirtækið á heimsvisu. Cheney hefur gegnt stöðu forstjóra og framkvæmda- stjóra fyrirtækisins frá árinu '95 og á þeim tima hefur hann einkum markað stefnu fyrirtækisins á sem breiðustum grundvelli og greitt göt- una að innlendum olíufyrirtækjum sem hafa áhrif á olíumarkaðinn um leið og hann hefur fært út kviarnar á erlendri grund. Um 2/3 hiutar rekstrarins byggjast á starfsemi fyr- irtækisins erlendis. Cheney hefur nú sagt stöðu sinni hjá fyrirtækinu lausri og hefur David Lesar verið skipaður eftirmaður hans. Úlfur í sauðargæru Engum dylst að Cheney er af- burðagóður stjórnandi og sigrar hans í olíugeiranum bæta að margra mati fyrir umdeildar ákvarðanir sem hann átti þátt í að taka í Persaflóastríðinu. Munar þar mestu um afskipti Bandaríkja- manna af innrásinni í Kuveit sem jafnfrant var frumforsenda þess að stríðið hófst. Andstæðingar Chen- eys vildu margir að beðið yrði með afskipti af málinu þar til ljóst yrði hvort innrás Husseins væri bundin við Kuveit eingöngu. Ef að þeim til- lögum hefði veriö gengið hefði stríð- ið fyrir botni Persaflóa jcifnvel aldrei orðið að veruleika. Cheney kaus hins vegar að láta ekki reyna á þá óvissu. Fleiri umdeildar ákvarðanir hafa skyggt nokkuð á pólitískan feril Cheneys. Mannréttindafrömuður- inn, séra Jesse Jackson, sagði í vik- unni að val Bush á Cheney ylli því að stjóm repúblikanaflokksins væri að færast enn þá lengra til hægri. Sagði Jackson að Jesús hefði „varað okkur við úlfum í sauðargæru" og að Cheney væri einn slíkur. Cheney hefur að mati Jacksons verðskuldað þennan titil fyrir að hafa í gegnum tíöina greitt atkvæði gegn ýmsum tillögum sem gert var að jafna stöð- una í jafnréttis- og mannréttinda- málum í heiminum. Sagði Jackson aö Cheney hefði greitt atkvæði gegn tillögum um að virða bæri jafnrétti kynjanna og sex sinnum hefði hann greitt atkvæði gegn því að refsiað- gerðum yrði beitt gegn Suður-Afr- íka á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Þá sagði Jackson að Cheney heföi greitt atkvæði gegn tillögu um að knúið yrði á um lausn Nelsons Mandela úr fangelsi á sinum tíma. Heimildir: Reuter, AP, New York Times o.fl. Colin Powell hershöfðingi ásamt Cheney Powell og Cheney háöu oft haröa rimmu á tímum Persaflóastríösins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.