Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Side 13
13 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 DV Helgarblað Djasshátíðin í Kaupmannahöfn: Deilur um menningargildi Djasshátíðarinnar í Köben Sumarið er tími djasshá- tíða víða um heim. Djasshá- tíðin í Kaupmannahöfn í júlí ár hvert er ein þeirra og mörgum Islendingum að góðu kunn. Á hátíöinni sem lauk þann 16. júlí var boðið upp á fjölda tónleika í tíu daga. Nokkrar deilur risu raunar um menningargildi djasshátíðarinnar. Of mikið af frægum nöfnum Peter H. Larsen, tónlistar- stjóri hjá Danska útvarpinu og stjórnandi stórsveitarinn- ar þar á bæ, og Niels Henn- ing 0rsted Pedersen lýstu því yfir að of mikið væri gert út á vinsældir og áhrif frægra nafna á kostnað gæða og framsýnnar tónlistar. Vildu þeir meina að stjórn hátíðar- innar gerði sér að góðu þá listamenn sem bandarísk út- gáfufyrirtæki vilja helst koma á framfæri við Evrópubúa. Auðvitað mótmæltu forsvarsmenn hátíðarinnar þessu, viðurkenndu að vísu nauðsyn þess að bjóða upp á tón- leika með frægum flytjendum en sögðu engan veginn slegið af kröfun- um. Engu að síður myndu Natalie Cole, Tony Bennett og Diana Krall, sem öll voru með útitónleika i Tívoli, helst höfða til þeirra sem njóta þess að þefa af djasstónlist af og tiL En vert er að nefna að einnig var hægt að hlýða á Ray Brown, Kvartett Michaels Breckers og Pats Methenys, Tríó Roys Haynes, Michels Camilos og marga fleiri og að auki fjölda danskra lista- manna á borð við Palle Mikkelborg, Thomas Clausen og söngkonumar Lise Norgaard, Katrine Madsen og Niels Henning Orsted Pedersen. Susi Hyldgaard. Gagnrýnendur reyndust svo þegar til kom ekkert yfir sig hrifnir 'af of menningarlegu efni. Til að mynda kvartaði gagnrýnandi BT undan skorti á „idyl“ og sveiflu hjá Umo- stórsveitinni finnsku og Boris Rabin- owitch lét meira að segja sér fátt finn- ast um Finnana í Politiken. Gítartríó- ið Triad frá Finnlandi vakti hins veg- ar hrifningu beggja. Tilþrif á kontrabassa Sá er þetta ritar hafði einn dag af- lögu í borginni við sundin i miðju sumarfríi og var svo lánsamur að komast á tónleika með Tríói McCoy Tyners. Klukkan sjö hófust tónleik- arnir í Sirkushöllinni. Strax í fyrsta laginu, Trane-Like eftir Tyner, sem tileinkað er John Coltrane, sýndi Chamett Moffet þvílík tilþrif á kontra- bassann að maðm- hélt hann hafa spilað út öllum tromp- um sínum svona undireins. En í ljós kom að hann hafði meira uppi í erminni þegar hann axlaði rafbassa og bætti strax um betur í lagi númer tvö, In The Tradition, eftir Stanley Clarke. A1 Foster lék á trommurn- ar og sló algerlega í gegn með frábærri tilfinningu fyrir samspili og mikilli hug- myndaauðgi. Mikill húmor var í leik hans enda brosið næstum eins og límt á andlit- ið allan tímann.Mögnuð spilamennska og sveiflan var með eindæmum. Hér var um að ræða djassskemmtun í hæsta gæðaflokki. Eftir hlé var fluttur konsert sem nefndist Kind of Blue þar sem trompetleikarinn Wallace Roney og píanistinn Bennie Green ásamt sextett íluttu tónlistina af samnefndri plötu Miles Davis sem löngu er orðin klassísk. Verður að segjast að eftir hvirfilbylinn fyrir hlé virkaði þessi hluti tónleikanna hreint ekki nógu vel þótt vel væri spilað. Djúp og hás Diana í Tívolí, „pá Plænen", var nýjasta stórstimi djassins, söngkonan og pí- anóleikarinn Diana Krail, að hefja leikinn um tíuleytið. I Fall in Love too Easily söng hún djúpri og hásri röddu. Raddsviðið er ekki mikið en vel fer hún með, sérstaklega eru bail- öðumar fluttar af innileik sem vart á sinn lika. Nema ef vera skyldi hjá Shirley Horn. Þær eru ótrúlega líkar og báðar fínir píanistar. Enda dregur fröken Krall ekkert úr því hve mikið hún á Hom að þakka. Hún fór troðn- ar slóðir í lagavali, enda yfirlýst stefna að flytja eingöngu standarda. Þetta var djass i sparifótunum eins og verið hafði hjá Tony Bennett á sama stað kvöldið áður. Nýjasti geisladisk- ur Díönu, When I look in Your Eyes, var tilnefndur til síðustu Grammy- verðlauna en Carlos Santana hafði þá sigur sem kunnugt er. Skrif um menningu eða ómenningu hafa svo sem enga þýðingu i sjálfu sér. Skoðanaskipti eru þó af hinu góða og vekja athygli á tónlistinni. Það er gott að bjóða upp á sem fjölskrúðug- asta flóru flytjenda á djasshátíð. Öll góð músík er góð (sic) og engin ein tegund betri eða verri en önnur. Hins vegar er ljóst að samruni flestra stíla og stefna djassins eins og hann fullkomnast hjá McCoy Tyner tríóinu er mun skemmtilegri en líf- vana uppvakningur eins stílbrigðis á borð við Kind of Blue-konsertinn, med fyllstu virðingu fyrir þeirri annars ágætu tónlist. Ingvi Þór Kormáksson ... ... : MAX - heilsárs torfærutæki - • Siglirávatni • Frðbærrísnjó, mýrlendi. þöfum og breHHum • Drifáöllum hjölum • Mjöh fjöörun • Tveggja srrohha fjörgengisvél • Vmiss auhabönaöurfáanlegur s.s. prutönn. bein, blæja. drátrarspil. herrur o.m.fl. • Verðfrákr. 706.800 ánvslr. -Gagni------------------ Tungusíða 21 • Pósthólf 24 • 602 Akureyri Sími: 461 4025 • Fax: 461 4026 • Netf.: gagni@centrum.is ' ’.'.M Sr : bókunarsími 00 44 12 79 66 63 88 250 kr. aukaafsláttur ef bókað er á www.go-fly.com miðast við eftirspurn samkvæmt skilmálum nýja lágfargjaldaflugfélagið í eigu british airways flýgur til stansted london stansted • alicante • barcelóna • bilbao • bologna • kaupmannahöfn • edinborg • faro • ibiza • lissabon • madrid • malaga • mílanó • napolí • palma • prag • róm ■ feneyjar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.