Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Page 15
15
LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000
DV___________________________________________________________________________________________________Helgarblað
Ekki bara hjón
Ótafur Ragnar og Guörún Katrín Þorbergsdóttir greiöa atkvæöi í forseta-
kosningunum 1996.
kjör Ólafs Ragnars að flytja forseta-
skrifstofumar úr Stjómarráðshús-
inu yfir á Sóleyjargötu 1 svo þeir
tveir þyrftu ekki að deila húsi sam-
an. Þá lenti forsætisráðherra i vand-
ræðum með að hrópa ferfalt húrra
tyrir forsetanum við þingsetningu
og reyndi við illan leik að útskýra
fyrir þjóðinni að hann væri í raun
að hyfla fósturjörðina en ekki for-
setann sérstaklega með þessum
húrrahrópum. Forsætisráðherra
beitti sér einnig fyrir breytingu á
þeirri skipan að handhafar forseta-
valds þyrftu alltaf að fylgja forsetan-
um út á flugvöfl er hann færi úr
landi. Með því tókst Davíð Oddssyni
að spara sér margar ferðir suður til
Keflavíkur til þess eins að kveðja
forsetann sem flaug oftar út en
tíðkast hafði meðal forvera hans í
embætti.
Sigurinn í höfn
Forsetahjónin á svölum Aiþingishússins fyrir fjórum árum.
Gerður Kristný
ritstjóri:
Afhjúpun
„Forsetinn hefur veriö þjóð sinni
til eintómrar gleöi þann tíma sem
hann hefur setió í embœtti. Ég varö
vitni aö því þegar hann afhjúpaöi
styttu á Snœfellsnesi á dögunum.
Honum fórst það afar vel úr hendi og
var það mál manna aö sjaldan heföi
önnur eins afhjúpun fariö fram. Og
ekki á Dorrit eftir aö standa sig síö-
ur vel. “
kringum sig og kunni til verka í
kosningum og pólitískum leikflétt-
um. Vandað var til verka á meðan
sjálfstæðismenn runnu út á tíma og
enduðu með frambjóðanda sem
aldrei hafði möguleika gegn Ólafi.
Um skelfingu sjálfstæðismanna
vegna góðra undirtekta sem fram-
boð Ólafs Ragnars fékk þegar i upp-
hafi segir sjáifstæðismaöur þessa
sögu úr hanastélsboði þar sem Dav-
íð Oddsson og Vigdís Finnbogadótt-
ir voru meðal gesta:
„Þama lögðust Davið Oddsson og
fleiri menn á Vigdísi og þrýstu mjög
á að hún sæti eitt kjörtimabil i við-
bót. Þrýstingurinn var settur fram
sem létt gaman en engum duldist al-
varan. Þá treysti Davíð Oddsson sér
ekki í slaginn en málin horfðu öðru-
vísi við ef Vigdís sæti eitt kjörtíma-
bfl í viðbót. Hún hefði þá verið í far-
arbroddi i landafundahátíðahöldun-
um öllum og hefði hætt núna sem
alþjóðleg stórstjama. Á þetta var
henni bent í samkvæminu og ef hún
hafði látið til leiðast þá hefði Davíð
Oddsson farið fram í ár og líklega
unnið átakalítið þær forsetakosn-
ingar.“
Davíð bregst við
En Vigdís Finnbogadóttir lét ekki
segjast og þar með var brautin rudd
fyrir Ólaf Ragnar. Sjálfstæðismenn
hafa aldrei sætt sig við nýjan for-
seta enda lét forsætisráðherra það
verða eitt sitt fyrsta verk sitt eftir
Skrikar fótur
Þrátt fyrir andstöðu pólitískra
andstæðinga og hrakspár þeirra um
framgöngu fyrrum formanns Al-
þýðubandalagsins og Þjóðviljarit-
stjórans í æðsta embætti þjóðarinn-
ar hefur Ólafi Ragnari tekist að
sinna skyldum forsetans með þeim.
ágætum að 90 prósent þjóðarinnar
styðja hann til áframhaldandi verka
ef marka skal niðurstöður skoðana-
kannana. Mótframboð gegn honum
nú í vor hefði verið óhugsandi og
aðeins til hneisu þeim er hefði
reynt. Þrisvar hefur honum þó
skrikað fótur svo eftir hafi verið
tekið og þykir ekki mikið á fjórum
árum:
í upphafi forsetaferils síns fór
Ólafur Ragnar ásamt Guðrúnu
Katrínu í heimsókn til Vestfjarða.
Ók hann þar viða um í forsetabif-
reið sinni sem fór ekki varhluta af
holum í vegum þar vestra. í viðtali
gat forsetinn ekki á sér setið og lét
svo um mælt að kominn væri tími
til að lagfæra vegina í fjórðungnum.
Þeir væru varla færir. Þáverandi
samgönguráðherra, Halldór Blön-
dal, reis þá upp á afturfæturna og
benti forsetanum á að það væri ekki
hlutverk hans að tjá sig um ástand
vega eða frammistöðu Vegagerðar-
innar. Heyrðist ekki meira í forset-
anum um það og vegirnir fyrir vest-
an eru í svipuðu ástandi og áður.
Ráðherrann reiður
Verra þótti þó þegar Ólafur Ragn-
ar fór að tjá sig um og túlka utan-
rikisstefnu íslendinga í samtali við
sænskan blaðamann er hann var í
opinberri heimsókn í Svíþjóð á sið-
asta ári. Þá hrikti i utanríkisráðu-
neytinu og Halldór Ásgrímsson
varð reiður, eða, eins og einn starfs-
maður utanrikisþjónustunnar orðar
það: „Það hefur ekki verið hlýtt á
milli utanríkisráðherra og forset-
ans. Ráðherrann fer ekki með for-
setanum til Kanada nú á næstunni
og tæpast heldur til Indlands. Hall-
dór varð brjálaður þegar Ólafur
Ragnar fór að túlka utanríkisstefnu
hans.“ Forsetinn var harkalega
Egill Helgason
blaðamaður:
Tildur
„Hafi Ólafur Ragnar Grímsson vilj-
aö gera eitthvað við embœtti sitt þá hef-
ur þaö gjörsamlega mistekist. Strax og
hann reynir eitthvaö aö opna munninn
lemja sjálfstœöismenn og Mogginn
hann í hausinn svo hann þorir sig
hvergi aö hrœra. Þess vegna er Ólafur
Ragnar fastur í finheitamennsku og
tildri sem fer honum mjög illa. Þó ég
hafi kunnaö betur vió þann gamla Ólaf
Ragnar sem alltaf var í leöjuslagnum
þá má hann eiga þaö aö meó embcettis-
fœrslu sinni hefur hann undirstrikaö
betur en nokkur annar innihaldsleysi
forsetaembœttisins. “
gagnrýndur í þremur leiðurum í
Morgunblaðinu vegna málsins og
hefur ekki tjáð sig um utanríkismál
síðan. Nú síðast er það ræða sem
forsetinn flutti í samkvæmi fyrir
bandaríska kaupahéðna í Los Áng-
eles í fyrra mánuði sem veldur deil-
um. Þar lofaði forsetinn íslenska
þjóð af svo miklu kappi að auðveld-
lega má túlka sem háð.
Sorgfn og ástin
Það er nýr heimur sem blasir við
Ólafi Ragnari Grímssyni þegar
hann stígur fram á svalir Alþingis-
hússins á þriðjudaginn og heilsar
þjóð sinni. Margt fór öðruvísi en
hann hafði ætlað á fyrsta kjörtíma-
bili hans í embætti forseta íslands.
Eftir tæpt ár á Bessastöðum veiktist
Guðrún Katrín forsetafrú og við tók
löng og ströng læknismeðferð hér
heima og erlendis. Forsetafrúin lést
svo á sjúkrahúsi vestur í Bandaríkj-
unum haustið 1998 og var mikill
harmur kveðinn að forsetanum, fjöl-
skyldu hans, svo og allri þjóðinni.
Landsmenn syrgðu Guðrúnu
Katrínu með forsetanum og dætrum
hans og því vakti það mikla athygli
þegar ljóst varð að ástin hafði aftur
látið á sér kræla í hjarta forsetans.
Síðastliðið haust óskaði Ólafur
Ragnar Grímsson eftir því við þjóð
sína í sjónvarpsviðtali að hún veitti
sér tilfinningalegt svigrúm til að
þróa tilfinningasamband við nýja
manneskju sem sér væri kær. Dor-
rit Moussaieff var komin til sögunn-
ar og varð um tíma eitt helsta frétta-
efni íslenska fjölmiðla. Fundum
þeirra bar fyrst saman daginn eftir
að Pólland gekk í NATO, 1. apríl
1999. Þar var Ólafur Ragnar við-
staddur og að loknum hátíðahöldum
í Póllandi flaug hann til Lundúna
þar sem hann sat kvöldverðarboð
þarlendra vina sinna. í því matar-
boði hitti hann Dorrit Moussaieff
fyrst og varð þegar hlýtt á milli
þeirra.
„Dorrit er um margt lík Guðrúnu
Katrinu," sagði einn af aldavinum
forsetans þegcir hann var spurður út
í konurnar tvær i lífi forsetans.
„Þær eiga það sameiginlegt að vera
Jónína Benediktsdóttir
líkamsræktarkona:
Gullmoli
„Forsetinn hefur gert margt vel.
Kannski hefur hann sett sjálfan sig á
stall sem ég átti ekki von á aö hann
geröi. Ég vona bara aö hann veröi
ögn mannlegri í framtíöinni og komi
fram sem þjönn þjóöarinnar og hœtti
aö predika eins og hann á vanda til.
En mér sýnist Dorrit vera gullmoli. “
ákveðnir dugnaðarforkar sem láta
sér fátt fyrir brjósti brenna. Báðar
unnu þær við hönnun. Guðrún
Katrín hannaði til dæmis öll föt sín
sjálf og Dorrit hefur sem kunnugt er
hannað skartgripi. Hér er um að
ræða tvær sjálfstæðar, vel gefnar
konur sem alls staðar láta til sín
taka. Ólafur Ragnar laðast að svona
konum. Sjálfur er hann nákvæmur
fræðimaður sem nýtur þess að ræða
málin ofan í kjöl. Konurnar í lífi
hans eru eins og gluggi út á við.
Þær eru í raun tengsl hans við fólk-
ið.“
Eins og barnakennari
Annar gamall kunningi forseta-
hjónanna dregur ekki dul á að kon-
ur hafi alltaf skipt forsetann miklu
máli. Ekki síst pólitískt:
„Ólafur Ragnar er í eðli sínu
kennari og hagar sér oft eins og
bamakennari sem er að segja börn-
um til. Munurinn á honum og
bamakennara er hins vegar sá að
þegar bamakennarinn gengur út úr
kennslustofunni hættir hann að
kenna. Ólafur Ragnar hættir aldrei.
Hann heldur áfram að sveifla kenn-
araprikinu og leiðrétta allan þann
miskilning sem hann telur vera í
gangi. Þannig er hann bara. Kon-
umar í lífi hans bæta það upp sem
hann vantar. Þær eru víddin sem
hafa gert honum kleift að ná þangað
sem hann ef til vill ætlaði sér alltaf
- til Bessastaöa."
-EIR
Falliö
Dorrit Moussaieff hlúir aö forsetanum eftir að hann féll af hestbaki í útreiöartúr í Landsveit síöastliöiö haust.
Fall forsetans vakti heimsathygli og íslenska þjóöin varö í fyrsta sinn vitni aö þeim kærleik og gagnkvæmu ást
sem ríkti á milli forsetans og unnustu hans.