Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Page 17
17 LAUGARDAGUR 29. JÚLf 2000__________________________ I>V __________________________________________________________________ Helgarblað Þaö eru margir sem gætu hugsað sér að ganga í það heilaga með Claudiu Schiffer. Claudia fær spænskt bónorð Móðir ofurfyrirsætunnar Claudiu Schiffer fékk frekar undarlega heimsókn um daginn þegar 44 ára gamall spænskur maður hringdi dyrabjöllunni á sumarhúsi þeirra á Mallorca. Um leið og móðirin opnaði dyrnar kastaði maðurinn giftingarhring til hennar og hróp- aði: „Ég vil giftast dóttur þinni!“ Móðir ofurfyrirsáetunnar kallaði strax á öryggisverðina sem komu og tóku manninn sem hefur áður kom- ið við sögu lögreglunnar vegna álíkra mála. Biðillinn, sem var með annan giftingarhring á sér og stór- an rósavönd, hefur víst áður beðið aðrar stjörnur um að giftast sér samkvæmt upplýsingum The Sun. Það þýddi allavega lítið að biðja um hönd Schiffer þar sem hún er nú þegar trúlofuð og það hinum vel efn- aða breska viðskiptajöfri, Tim Jeffries. Sjálf var Claudia að heim- an þegar hið spánska bónorð var borið upp. Börnin horfa á mömmu strippa á leiksviðinu Ofurfyrirsætan Jerry Hall frá Texas mun fletta sig klæðum fyrir framan bömin sín á sviði í London í næsta mánuði þegar hún tekur við hlutverki frú Robinson í The Graduate. Breska blaðið Daily Mail skrifar að Jerry hafði boðið James, sem er 14 ára, og Elizabeth, 15 ára, að fylgja föður sínum, Mick Jagger, og fóðurafa sínum, Joe, á frumsýninguna. Haft er eftir leikhúsmanni að ekki myndu allir vilja afklæðast fyrir bömin sín og tengdaföður. Jerry Hall sé hins vegar óvenjuleg kona. Fyrirsætan ætlar þó að láta yngstu bömin, Georgiu, sem er 8 ára, og Gabriel, 2 ára, vera heima. Ólánið eltir Ally McBeal: Anorexia og eiturlyfja- misnotkun í Ally McBeal í Hollywood ræða menn hvort það sé hugsanlegt að bölvun hvíli yfir AUy McBeal-sjónvarpsþættin- um. Þá er ekki verið að tala um áhorf eða vinsældir þar sem Ally er einn vinsælasti sjónvarpsþáttur heims. Leikaramir virðast ekki þola álagið sem frægðinni og vin- sældunum fylgir. David E. Kelley, framleiðandi þáttanna, segist hafa áhyggjur af leikurunum sem hver af öðrum lendir í rugli af einhverju tagi. Framleiðendm- þáttanna höfðu ekki reiknað með að þátturinn yrði svo vinsæll sem raun bar vitni og aðalleikkonan, Calista Flockhart, léttist stöðugt. Hún neit- ar þó öllum sögusögnum um anor- exíu þótt flestir áhorfendur séu ekki í vafa. Calista hefur verið beð- in um að vera ekki í stuttermabol- um í þáttunum svo þvengmjóir handleggir hennar sjáist ekki. Portia orðin veik Önnur leikkona í þættinum, hin ljóshærða Portia de Rossi, hefur lent í því sama að undanfornu og er orðin svo þvengmjó að fólk hef- ur áhyggjur. Hún þykir hafa lést meira og hraðar en Calista. Portia hefur þó ekki þurft að hætta um tíma eins og Lisa Nicole Carson sem leikur herbergisfélaga Ally. Hún er í meðferð geðlækna á sjúkrahúsi og veitti viðtal þaðan þar sem hún sagði frá þvi sem reynt hafði verið að fela. „Ég hef verið talin klikkuð, geðveik og þunglynd allt frá því að ég var lítil stelpa," sagði hún. Lisa var flutt á sjúkrahús eftir átta daga áfengis- og eiturlyfja- sukk. Courtney Thorne-Smith, sem leikur hina giftu Georgiu, hefur yf- irgefið þáttinn en neitar því að það hafi eitthvað með erfiðleikana að gera. David E. Kelly er ekki á þvi að öll athygli sé af hinu góða og hann hefur áhyggjur af sögusögnunum og líðan leikaranna. „Að leikarar þurfi að þola að föt þeirra, hár- greiðsla eða þyngd sé stöðugt til umfjöllunar er ekki eðlilegt. Eng- inn myndi þola það til lengdar og þegar einkalíf leikaranna fær meiri athygli en sjálflr þættirnir efast ég stundum um starf mitt.“ Jay Leno ánægður með launin Á hverju kvöldi horfa um 6,5 milljónir manna á Tonight Show með Jay Leno. Það eru 2 milljónum fleiri en áhorfendur Late Show með David Letterman. Jay er með tekjur í samræmi við áhorflð og þénar stjarnfræðilega háar upphæðir fyrir þættina sina en svo græðir hann líka fúlgur á því að koma fram i svokölluðu stand up. Leno fær 9 milljónir fyrir hálftíma langa skemmtun. Leno hlær að mál- tækinu sem segir að peningar geri manninn ekki hamingjusaman. í nýlegu viðtalið segir hann: „Ef mað- ur er hamingjusamur fyrir gera peningar mann enn hamingjusam- ari.“ Samtímis því sem heimurinn hlær að bröndurum Lenos hlær hann að launaumslaginu. Gríska eyjan Æ Krrt Sólríkasta feröanýjungin Krít hefur það allt Ægifögur náttúra, átakamikil saga, heillandi mannlíf, frábært loftslag og óviðjafnanlegur sólarsjarmi gera Krít að langvinsælustu sumarleyfis- staónum á Grikklandi! 2ja vikna ferð 21. ágúst Prófaðu tvo bráðskemmtilega kosti á Krít. Fyrri vikan í íbúó við Chania. Seinni vikan á hóteli vió Rethymnon. Eigum einnig laust í tvær vikur: íbúðir á llianthos Village, herbergi á Hótel Panorama og herbergi á lúxushótelunum Creta Palace, Porto Rethymno og Rithymna Beach. ^rÚRVAL-ÚTSÝN Lágmúla 4: *íml 585 4000, gr»nt númar: 800 6300, Kringlan: slmi 585 4070, Hafnarfirfti: slmi 585 4100, Keflavík: sími 4211353, Akureyri: sími 462 5000, Seifoss: sfmi 482 1666 • og hjá umboðsmönnum um land allt. www.urvalutsyn.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.