Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Qupperneq 18
18
Helgarblað
LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000
DV
Búvélasafnið á Hvanneyri 60 ára:
Þúfnabani, steingálgi
og hjóladráttarvél
- merkt safn um sögu landbúnaðarins
DV, HVANNEYRI:___________
A Hvanneyri er merkilegt safn,
Búvélasafnið, sem er þess virði að
skoða enda mikið af munum þar
sem tengjast sögu landbúnaðar á ís-
landi. Safnið nýtur síaukinna vin-
sælda, á síðasta ári sóttu það á
fimmta þúsund manns. Búvélasafn-
ið er í eigu Landbúnaðarháskólans
á Hvanneyri en bútæknideild Rann-
sóknastofnunar landbúnaðarins hef-
ur einnig tekið þátt í uppbyggingu
þess. Búvélasafnið er eina safn sinn-
ar tegundar hérlendis í opinberri
eigu.
Búvélasafninu er ætlað að bregða
ljósi á þróun tækni í landbúnaði
með því að varðveita gamlar búvél-
ar og -verkfæri og halda til haga
hvers konar gögnum öðrum er
varða tæknisögu íslensks landbún-
aðar. Þá á safnið einnig að vera
stuðningur við nám, kennslu og
rannsóknir við Hvanneyrarskóla.
Stofnun safnsíns
Búvélasafnið er að stofni til frá
1940. Samkvæmt lögum um rann-
sóknir í þágu landbúnaðarins
skyldi þá komið upp safni af land-
búnaðarverkfærum við Bændaskól-
ann á Hvanneyri. Fyrstu verkfærin
komu í safnið síðsumars 1940. Fjár-
skortur og kröpp kjör landbúnaðar-
ins á þessum árum ollu því að verk-
færasafnið náði aldrei að gegna upp-
haflegu hlutverki sinu en varð er
frá leið safn um hið liðna. Nokkrir
ágætir gripir komu þrátt fyrir allt í
safnið sem nú teljast til fágætra ger-
sema Búvélasafnsins.
Heimidlr um tæknlsöguna
Safnið var fyrst opnað sumarið
1987. Þá höfðu starfsmenn bútækni-
deildar RALA gert upp nokkrar vél-
ar, og útbúin hafði verið dálitil
geymslu- og sýningaraðstaða, sem
síðan hefur veriö aukin og bætt. Á
fyrstu árum safnsins bjargaði Guð-
DV-MYNDIR DVÓ
Austin-dráttarvél
Að öllum likindum er þetta elsta hjóladráttarvélin sem til er á íslandi. Lítiö
vantar á að hún sé gangfær
mundur Jónsson, síðar skólastjóri á
Hvanneyri, ýmsum merkum grip-
um bætti í safnið. Fleiri velgerðar-
menn má nefna, s.s. Harald Árna-
son, ráðunaut BÍ, en hann hlutaöist
til um að fé úr Vélasjóði var varið
til kaupa og lagfæringa á gömlum
vélum og verkfærum. Bændasam-
tök íslands hafa lagt Búvélasafninu
lið, sem um munar, sem og Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins; eldri
nemendur Hvanneyrarskóla víða
um land hafa einnig reynst safninu
sterkir liðsmenn. Auk búvéla og
verkfæra er áhersla lögð á að safna
öðrum heimildum um tæknisöguna,
svo sem bókum, bæklingum, mynd-
um skjölum, frásögnum o.fl. Unnið
er að skráningu og uppsetningu
þessara heimilda.
viö veitum
15%
afslátt af
smáaugiýsingum
550500o’ i
VISA
0 550 5000
EUROCARD
MastérC
dvaugl@ff.is
Skoðaðu smáuglýsingarnar á VISII*.
Merkir safngripir
Meðal merkustu gripa safnsins
eru jarðyrkjuverkfærin frá Búnað-
arskólanum í Ólafsdal (1880-1907)
sem Torfi Bjarnason skólastjóri
kenndi nemendum sínum að smiða
og nota, plógar og herfi af ýmsum
gerðum. Segja má að Ólafsdalsskól-
inn hafi markað upphaf nútíma-
verkfærni f jarðrækt hérlendis.
Þá eru í Búvélasafninu þrir elstu
traktorar landsins, Fordson- og
Austin-traktorar, og þúfnabaninn
svonefndi (Lanz) allir frá árunum
1920-21. Með þeim hófst vélvæðing
landbúnaðarins. Páll Stefánsson frá
Þverá flutti Fordson-vélina inn,
sennilega árið 1920, því vorið 1921
var hún komin til landsins. Vélin
var smíðuð í Cork á írlandi. Afl
hennar var 22 hö. og hún notaði 4
olíupotta á klst. Árið 1926 eða 27 gaf
Páll Halldóri skólastjóra Vilhjálms-
syni á Hvanneyri vélina.
Eista hjóladráttarvél lands-
ins
Það var sumarið 1918 sem fyrsta
hjóladráttarvélin kom til íslands.
Hún var af gerðinni Avery; oft
nefnd Akranes-traktorinn, en þang-
að kom vélin einmitt fyrir forgöngu
Þórðar Ásmundssonar kaupmanns
o.fl. Hún var notuð við jarðvinnslu.
Næstu tvö árin komu nokkrir
beltatraktorar af Cleveland-gerð til
landsins en heldur Ula gekk að nota
þá til landbúnaðarstarfa. Það var
svo árið 1920 að Búnaðarfélag ís-
iands keypti enska hjóladráttarvél
af gerðinni Austin sem á safninu er.
Hvatamenn að kaupunum voru þeir
Þórólfur Sigurðsson frá Baldurs-
heimi og Eggert Briem sem þá varð
verkfæraráðunautur BÍ. Austin-
dráttarvélin var sennilega 20 hestöfl
að stærð. Hún kostaði um 20.000 kr.
Hugmyndin var að nota dráttarvél-
ina einkum fyrir vagna til flutninga
og með henni komu 6 vagnar til
landsins. Vélin var þó síðar reynd
við herfingu á Korpúlfsstöðum. Aft-
an í hana var tjaslað tveimur göml-
um diskaherfum og útgerð þessi
notuð til þess aö herfa hafra ofan í
flögin. Þá var einnig reynt að
plægja með dráttarvélinni og kom
þá í ljós að hún var vel tiltæk á lág-
þýfðu landi. Á Korpúlfsstöðum var
Austin-dráttarvélin síðan lengi not-
uð við nýræktarstörf. Að öllum lik-
indum er Austin-dráttarvél þessi
elsta hjóladráttarvélin sem til er á
íslandi. Lítið vantar á að hún sé
gangfær.
Túnin sléttað með þúfnabana
Þúfnabaninn var ætlaður til jarð-
vinnslu eins og nafnið bendir til.
Hann er einn af sex slíkum vélum
sem fluttar voru til landsins á árun-
um 1921-1927. Þúfnabaninn er aflvél
með jarðtætara. Á tætarann mátti fá
mýrahnífa, valllendishnífa, akur-
hnífa og mykjuhnífa, allt eftir því
hvað vinna skyldi með vélinni. Bú-
vélaverksmiðjur Heinrich Lanz í
Mannheim smíðuðu þúfnabanann
(Landbaumotor Lanz) eftir hug-
mynd ungversks verkfræðings.
Þúfnabaninn vó 6,6 tonn; knúinn 4
strokka bensínvél sem talin var 80
hö. Hún brenndi 15-18 lítrum elds-
neytis á klst. við fulla vinnu.
Vinnslubreidd tætarans var um 2 m
og ökuhraði allt að 5 km/klst. Hér-
lendis voru þúfnabanarnir einkum
notaðir við túnasléttun i nágrenni
Reykjavíkur og í Eyjafirði. Þeir
viku fljótlega fyrir léttari og liprari
dráttarvélum til jarðvinnslu og
framleiðslu þeirra var hætt. Þúfna-
banamir vöktu trú manna á vélaafl
og vélavinnu en töfðu um leið nokk-
uð fyrir þvi að bændur tækju að
nýta sér venjulegar dráttarvélar til
jarðvinnslu sem um þetta leyti voru
að ryðja sér til rúms. Þessi þúfna-
bani mun síðast hafa verið gangfær
á Landbúnaðarsýningunni í Reykja-
vík 1947. Ekki er vitað um aðrar
leifar þúfnabana ofar moldu. Fok-
dýrt er að færa hann til uppruna-
legs forms. Forráðamenn safnsins
dreymir hins vegar um að koma
þaki yfir þúfnabanann þar sem
hann stendur, til þess að verja hann
frekari eyðingu. Fjármuna til þess
er nú leitað.
Steingáiginn - „steinbjörn
Svía“
Á síðasta ári eignaðist Búvéla-
safnið steingálga. Það var Friðrik
Brynjólfsson í Austurhlið í Blöndu-
dal, A.-Hún., sem færði safninu
gálgann eftir að hafa lagfært hann
til fyrsta horfs. Gálgann notaði fyrst
Guðmundur Jósafatsson, oft kennd-
ur við Brandsstaði þar í sveit - vel
þekktur ræktunarfrömuður á sinni
tíð. Steingálgi var notaður fyrir
daga grafvéla til þess að ná hnull-
ungsgrjóti úr ræktunarlöndum og
til þess aö létta hleðslu grjóts í
veggi, m.a. við húsbyggingar og
garðhleðslu. Með tannhjólavindu
steingálgans mátti lyfta býsna þung-
um steinum - svo þungum að skipti
tonnum. Fyrstu steingálgarnir
komu til íslands upp úr 1920. Þeir
urðu liðlega 100 að tölu, segir Árni
G. Eylands í bók sinni, Búvélar og
ræktun (bls. 29-31); flestir á Vest-
fjörðum. Þar eru ræktunarlönd víða
mjög grýtt og þar þóttu gálgamir
því hið mesta þarfaþing. Við komu
jarðýtunnar og breytta mannvirkja-
gerð steinhættu bændur að nota
steingálga. Steingálgar komu fram í
Skandinavíu á 19. öld. Svíar kölluðu
áhaldið steinbjöm, lýsandi heiti á
einfaldri og snjallri lausn sem
breiddist fljótt út um grýttar sveitir
þar. Það var hins vegar Norðmaður-
inn Underhaug sem smíðaði stein-
gálga eins og þá sem við sjáum á
meðfylgjandi myndum.
Underhaug bjó á Jaðri, en þar eru
fim stórgrýtis sem bændur þurftu
að færa burt við ræktun akra sinna.
íslendingar, sem dvöldu við nám og
störf á Jaðri, kynntust steingálgan-
um og lærðu að nota hann. Tækið
tóku þeir með sér til íslands. Grjót-
námið varð auðveldara - enn einu
sinni hafði vitið leyst stritið af
hólmi.
Þess má að lokum geta að safnið
er opið í júní, júlí og ágúst kl. 13-18
alla daga.
-DVÓ
Steingálgi
Steingálgar komu fram í Skandinavíu á 19. öld. Svíar kölluöu áhaldiö
steinbjörn, lýsandi heiti á einfaldri og snjallri lausn sem breiddist fljótt
út um grýttar sveitir.