Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Page 20
20
Helgarblað
LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000
DV
Miklir möguleikar í líftækniiðnaði:
Kapphlaup þar sem gull-
verðlaunin ein skipta máli
- Bernhard Örn Pálsson, prófessor í læknisfræði og lífverkfræði
„Fyrir u.þ.b 100 árum voru flest
grundvallarlögmál eðlisfræðinnar
uppgötvuð. Eðlisfræðin hefur síð-
an leitt af sér afurðir eins og seg-
ulband, sjónvarpstæki, myndavél-
ar og fleira. Þessi grundvallareðl-
isfræði hafði ótrúleg áhrif á þró-
un síðustu aldar. Nú einni öld síð-
ar erum við líklega komin á svip-
að stig með líffræðina.
Við erum að uppgötva grund-
vallarsamsetningu á erfðamengj-
um ýmissa lífvera og það er ófyr-
irsjáanlegt hvað verður úr þess-
um upplýsingum. Það er ómögu-
legt að sjá fyrir framtíðarmögu-
leikar felast í líffræöinni," segir
Bernhard Örn Pálsson.
Bernhard er fyrir margra hluta
sakir óvenjulegur maður. Hann er
prófessor í lífverkfræði og læknis-
fræði við University of California,
San Diego. Hann á hlutdeild i 17
einkaleyfum í Bandaríkjunum
sem flest tengjast líftækni á einn
eða annan hátt. Hann er stofnandi
fjögurra fyrirtækja, líftæknifyrir-
tækisins Aastrom Biosciences, er
stjórnarformaður og forstjóri líf-
tæknifyrirtækisins Oncosis Inc.
og stofnandi GENOMATICA.
Auk þess er Bernhard einn af
stofnendum líftæknifyrirtækisins
Urðar, Verðandi, Skuldar (UVS)
og er stjómarformaður þess. Það-
an kannast íslendingar flestir við
hann en 'Bernhard er búsettur í
Bandaríkjunum.
Eini prófessorinn í
líftækni
„Ég er sjálfsagt eini Islending-
urinn sem er prófessor í líftækni.
Ég starfa við að skilgreina sam-
setningu erfðamengja og hvemig
á að vinna úr þeim,“ segir Bern-
hard.
„Fyrsta erfðamengið sem var
fyllilega skilgreint var í inflú-
ensuhakteriu fyrir fimm árum.
Nú er sjálfsagt búið að raðgreina
nokkur hundruð slikra frumna. í
dag þekkjum við tvö erfðamengi
fjölfrumunga og það er spennandi
að velta því fyrir sér hversu mörg
við munum þekkja eftir önnur
fimm ár,“ segir hann.
„Hægt er hanna vírusa, taka vírusa og breyta þeim. Margir óttast aö þetta veröi grundvöllur aö því sem menn kalla líffræöihernaö. Ég veit ekki hvort þetta
virkar eöa ekki. Möguleikinn er til en maöur veit ekki hvort og hversu alvarleg hættan er. “
Lífverkfræði er flestum fram-
andi fag. Hvað gerir prófessor í
lífverkfræði?
„Fagið kallast bioengineering á
ensku. Það fag er í mjög örum
vexti, meöal annars vegna þess að
líffræðin sem og hagnýting á
henni er að breytast hratt. Innan
skamms verður hægt að fara að
búa til erfðamengi og við förum
hugsanlega að geta hanna lifandi
verur. Þetta er framtíðin en þessu
fylgir sægur af siðferðilegum
spurningurri.í Bandaríkjunum eru
menn að gæla við að búa til bakt-
eríur. Farið hefur verið skipulega
í gegnum helstu trúarbrögð heims
í því skyni að sjá hvað þau segja.
Ýmsir prestar, munkar og guð-
fræðingar rannsökuðu þetta og
komust allir að því að það væri
ekkert þessu til fyrirstöðu. Þetta
er að þeirra mati ekki guðlast."
Guö skapaöi manninn,
maöurinn skapar frumuna
Hefði maður samt ekki haldið
fyrir fram að niðurstaðan yrði sú
að það væri guðs að gefa líf?
„Jú, en ég veit svo sem ekki um
það hvernig túlka skal þessi
fræði. Guð skapaði manninn og
maðurinn skapar frumur og þá er
það kannski allt í lagi. Þessir trú-
arhöfðingjar sáu ekkert athuga-
vert við þetta.
En lífverkfræði snýst ekki bara
um að búa til frumur heldur lika
um mekaníska eiginleika líkam-
ans, hvernig þú
setur gervilimi á
fólki, hvernig
hægt er að rækta
skinn til þess að
setja á fólk, rækta
brjósk, rækta
beinmerg og sett
inni í sjúklinga
sem þurfa bein-
mergsskipti," seg-
ir hann.
Bernhard er í
þeirri aðstöðu að
vinna með líf-
tækniiðnaðinn
hæði sem fræði-
maður og við-
skiptamaður.
Hann segir líf-
tæknina gífurlega
mikilvæga fyrir
framtíðina.
„Ég held að fyr-
ir ísland, sem lifir
raunverulega á
líffræði, þá verði
erfðamengi
þorsksins, kindar-
innar og hestsins
raðgreind. Líf-
tækniiðnaðurinn,
sem er að ryðja
sér til rúms hér,
kemur til með að
vaxa og dafna og
verða mjög mikil-
„/ Bandaríkjunum eru menn aö gæla viö aö búa til bakteríur. Fariö hefur veriö skipulega I gegnum helstu trúarbrögö heims í því vægur fyrir efna-
skyni aö sjá hvaö þau segja. Ýmsir þrestar, munkar og guöfræöingar rannsökuöu þetta og komust allir aö því aö þaö væri ekkert hag þjóðarinnar."
þessu til fyrirstööu. Þetta er aö þeirra mati ekki guölast. “
Uröur, Verðandi, Skuld
Líftækniiðnaðurinn sem og
vísindaheimurinn allur er afar
hraður og harður heimur. Þessu
kynntust íslendingar með stofnun
Urðar, Verðandi, Skuldar sem
birtist þjóðinni einn góðan dag
fyrir tveimur árum síðan.
„Já, það kannski leit þannig út
vegna þess að fyrirtækið skapað-
ist að miklu leyti á forsíðum DV.
Gagnagrunnurinn var mikið í
umræðunni og mikill áhugi var á
líftækni. UVS skarast ekkert á við
gagnagrunninn og það olli mér
miklum vonbrigðum þegar látið
var i það skina að UVS væri
stofnað til höfuðs íslenskri erfða-
greiningu. Við stofnuðum fyrir-
tækið til að auka fjölbreytni hér í
líftækniiðnaði og mönnum fannst
það ögrun við íslenska erfðagrein-
ingu (ÍE). Margir andstæðingar
gagnagrunnsins töldu fyrirtækið
andstæðing ÍE en það var aldrei
meiningin,“ segir Bernhard og
segir UVS sem fyrirtæki ekkert
hafa á móti gagnagrunninum um-
deilda.
„Ef þú talar við ýmsa aðstand-
endur UVS sem fagmenn þá hafa
þeir auðvitað sínar persónulegu
skoðanir á gagnagrunninum en
þær persónulegu skoðanir eru
ekki skoðanir fyrirtækisins. Fyr-
irtækið UVS hefur enga andúð á
gagnagrunninum því hann kemur
ekki í veg fyrir starfsemi fyrir-
tækisins eins og í upphafi var
haldið fram. Þegar í ljós kom að
gagnagrunnurinn snerti ekki
starf UVS þá snarminnkaði áhugi
okkar á honum,“ segir Bernhard.
„UVS er sem fyrirtæki mjög
ánægt með hversu vel ÍE gengur,
að fyrirtækið hafi komist á mark-
að á glæsilegan hátt og skapað
miklar tekjur fyrir landið. Ég hef
sjálfur farið í gegnum þetta ferli
að fara með Nasdaq í Ameríku
árið 1997. Þetta er mjög mikil
vinna og spennan er gríðarleg.