Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Qupperneq 23
LAUGARDAGUR 29. JÚLl 2000
23
I>V
Helgarblað
Hvernig á að bregðast við ef ráðist er á mann?
Einföldustu brögðin eru
alltaf best til varnar
- mikilvægt að sýna ekki hræðslu sína
Æ oftar heyrast fréttir af grófum
líkamsárásum og nauðgunum. Engu
að síður gera fáir ráðstafanir af al-
vöru til þess að tryggja öryggi sitt. í
Reykjavík koma tvær til þrjár stúlkur
í viku hverri á neyðarmóttöku vegna
nauðgana. Nauðganir fylgja undan-
tekningarlaust verslunarmannahelg-
inni og útihátíðum hennar. Helgar-
blaðið hafði samband við Hinrik
Fjeldsted hjá Jiujitsufélaginu i
Reykjavík en hann hefur mikla
reynslu af því að kenna fólki sjálfs-
vöm.
Hvað eiga konur að gera ef ráðist
er á þær?
„Aðalatriðið og það sem gildir
alltaf er að halda ró sinni. Fái
hræðsla yfirhöndina nær maður ekki
að bregðast rétt við. Að ýta í háls
árásarmannsins er alltaf mögulegt,
nánast sama hvemig staðan er orðin,
og það bragð virkar vel. Því fylgir
mikill sársauki og við hann hörfar
maðurinn, að minnsta kosti um
stundarsakir,“ segir Hinrik.
Gott að öskra
„Öskur virkar alltaf vegna þess að
þó að þú vitir að bráðum verði öskr-
að í eyrað á þér bregður þér engu að
síður þegar það er gert. Þess vegna er
um að gera láta i sér heyra. Sérstak-
lega er gott að öskra beint í eyra
árasarmannsins því hljóðhimnan þol-
ir það ilia.“
Hinrik segir mikilvægt að láta
árásarmanninn ekki ná taki á hálsin-
um. „í flestum tilvikum þegar árás-
armaður heldur fórnarlambinu niður
reynir hann að svæfa það svo hann
geti nauðgað án mótspyrnu. Þegar
haldið er um hálsinn á að þrýsta hök-
unni niður því þá verður nánast
ómögulegt að komast að æðunum.
Siðan á að pota i augun, i hálsinn, slá
hendinni undir nefið á honum eða
toga í hárið.“
Rökræöur virka ekki
Mælir þú með því að reyna að tala
árásarmanninn til svo hann hætti við
ætlunarverk sitt?
„Nei. Þeir eru yfirleitt undir áhrif-
um áfengis og eru ekki viðræðuhæfir.
Ekki fyrr en verknaðurinn hefur ver-
ið framinn skilja þeir hvað þeir hafa
gerst sekir um. Öskraðu á árás-
armanninn frekar en ætla að rök-
ræða við hann.
Hinrik segir mikla vakningu vera
meðal fólks rnn mikilvægi þess að
geta varið sig. Hann segir æ fleiri
koma á sjálfsvamamámskeið. Hverj-
ir eru það sem koma á námskeiðin til
þín?
„Það er mjög misjafht og raunar
alla vega hópar, við kennum til dæm-
is læknanemum og tollvörðum. Það
sem við kennum er innan siðsam-
legra marka því við viljum ekki að
fólk komi hættulegt út úr námskeið-
um heldur aðeins fært um að verja
sig ef nauðsyn krefur. Yfirleitt vill
fólk auka sjálfstraust sitt og styrk.“
Einfaldleikinn bestur
Hvað þarf maður að vera lengi að
læra til þess að kunna þessi brögð?
„Ef þú ert í þrjá mánuði þá kanntu
tíu brögð algjörlega. Aðalatriðið er að
læra nokkur einföld brögð sem hægt
er að nota við sem flestar aðstæður.
Þegar ráðist er á mann eru einföld-
ustu brögðin alltaf best þó svo að
maður krmni einhver flóknari. Ein-
faldleikinn er bestur, hann virkar
alltaf vel.“
Hinrik segir það ekki bara skipta
máli að kunna að verja sig heldur
verði fólk að sýna skynsemi en með
henni má í mörgum tilfellum komast
hjá því að verða fyrir árás.
„Eitt er það sem ég segi við alla
mína nemendur. Farðu aldrei einn
niður í miðbæ um helgar, skOdu ekki
félaga þinn einan eftir einhvers stað-
ar ef hann er fullur. Ef þú ert einn
einhvers staðar þá ertu að kalla á það
að einhver ráðist á þig. Fólk heldur
enn þá að ísland sé ofsalega saklaust
og hér sé ekkert af vondu fólki. Því
miður er veruleikinn ekki þannig."
Ekki sýna hræðslu
Skiptir það máli hvemig fólk ber
sig?
„Það hafa verið gerðar kannanir
varðandi sjálfsvöm og þær hafa sýnt
að það skiptir ekki öllu máli hversu
mOúð þú kannt heldur hvernig þú
beitir því sem þú kannt. Ég held að
það skipti miklu máli að framkvæma
af öryggi og festu. Maður sér þetta
líka þegar farið er á skemmtistaði þar
sem gjarnan er verið að abbast upp á
fólk. Ef þú ert ákveðinn strax þegar
einhver er með derring eru minni lík-
ur á þvi að haldið verði áfram.
GrundvaOaratriði er að sýna ekki
hræðslu og sýnast öruggur. Fyrir
konur er nauðsynlegt að kunna und-
irstöðuatriði í sjálfsvörn því það er
enginn öruggur í dag. Auk þess eru
engin vopn leyfð þannig að þær verða
að treysta á sig sjálfar," segir Hinrik.
Ráðleggur þú konum að ganga með
einhver tæki eða tól á sér tO vamar?
„ÖO vopn eru bönnuð á íslandi,
samkvæmt vopnalögum. Það má ekki
vera með piparsprey, raflostsbyssu,
eða ganga með hníf lengri en 12 cm.
Sjálfsvarnarlögin era mjög einföld og
segja skýrt tO um það að ekki megi
verjast með grófara ofbeldi en maður
er beittur. Sértu kýldur máttu ekki
svara með hnO:sstungu. I Bandaríkj-
unum hafa allir rétt tO þess að verja
sig og hægt er að afgreiða mikið of-
beldi sem sjálfsvörn. Þetta gildir ekki
hér og maður verður að meta það út
frá aðstæðum hverju sinni hvort og
hversu mikið ofbeldi er nauðsynlegt."
í bandariskum tímaritum þar sem
fjaUað er um sjálfsvörn kvenna er
þeim oft ráðlagt að vera sem minnst
vopnaðar þrátt fyrir að þar sé byssu-
eign heimil. Dæmin hafa sýnt það að
oftar en ekki lenda vopnin í hendur
árásarmannsins sem stendur uppi
enn sterkari fyrir vikið. Hvað flnnst
þér um þetta?
„Þetta er ástæðan fyrir því að lög-
reglan í Reykjavík hefur ekki tekið
upp vopn. Þeir telja að um leið og
þeir fara að bera vopn verði rán og
aðrir glæpir alvarlegri. Ég held að
um leið og farið er í það að leyfa vopn
af einhverju tagi fari óstöðvandi bolti
að rfOla, eitt vopn kallar á annað
sterkara."
Sjálfsvörn eflir sjálfstraust
En hvað með ráð fyrir útihátíðir
þar sem það gerist því miður ár eftir
ár að nauðganir verða. „Umfram aUt
að halda hópinn og það á aldrei að
skilja vinkonu sína eina eftir. Um leið
og það er gert er öryggi hennar stefnt
í hættu. Ég mæli með því að aUar
stelpur læri eitthvað sem kennir
þeim að verjast. Þegar þær gera það
eflir það sjálfstraustið sem gerir það
að verkum að þær fyUast ekki ofsa-
hræðslu þegar ráðist er á þær, sem
væri það alversta. Auðvitað era það
eðlileg viðbrögð að hræðast þegar
ráðist er á mann en þá á að draga
andann djúpt og verjast."
En nú gerast þessar nauðganir á
útihátíðum oft þannig að ráðist er á
mjög drukknar stelpur og þeim
nauðgað. Þá duga þessi brögð
kannski takmarkað.
„Já, það er rétt og þó þær séu ekki
dauðadrakknar tapast hæfileikinn tU
þess að beita brögðum með víni. Hér
skiptir auðvitað líka máli hversu
drukkið fólk er og fólk ætti að vera
meðvitað um það að því drukknara
sem það er, þeim mun meiri líkur eru
tU þess að ráðist verði á það. Það er
hægt að skemmta sér án þess að
drekka frá sér aUt vit.“
-þor
Slagæðar
Hægt er halda við
slagæðar þangað til
árásarmaður sofnar.
Því hefur verið hald-
ið fram að þegar allt annað
hefur verið reynt og allt
stefnir í að árasarmaðurinn
nauðgi sé hægt að hafa
hægðir. Við það hrökkva
menn í kút, fyllast ýmist
viðbjóði
fyrir því
sem i huga árásarmanns
hefur verið hlutgert, er
manneskja. .þor
eða gera ser grein
að fornarlambið,
Sköflungur
Allir þekkja hversu
vont það er að reka
sköflunginn í. Sparka
I sköflung og draga
fótinn fast niður eftir
sköflungnum.
Einnig er hægt að
klóra og fleira. Fyrir
mestu er að halaa
ró sinni og einbeita
sér að þvi að verj-
ast.
Solar plexus
Solar plexus er á
milli rifbeina manns.
Ef menn eru kýldir fá
þeir tímabundið sjokk
sem gefur manni
tíma til þess verjast.
Eyru
Eyrun eru viðkvæm.
Að slá á eyrun og
öskra í þau er mjög
sárt fyrir
árásarmanninn.
Augu
Öllum finnst óþægi-
legt að láta aðra
snerta augu sín. Þau
eru viðkvæm. Pota í
jgun.
Innanvert læri
Þar er þynnsta húð
líkamans og svæðið
því viðkvæmt. Klípa
eða rífa í húðina.
Nef
Mjög sársaukafullt ef
slegið er í nef, sér-
staklega ef slegið er
undir nefið.
Pungur
Augljóst atriði. Við-
kvæmasta svæði karl-
manns.
Axiir
Ýta fast og ákveðið
niður á axlirnar.
Nokkur viðkvæm
svæði karlmannsins
Hárið
Allir þekkja hversu
sárt það getur verið
að rifið sé I hárið.
Karlmenn eru oft
hársárari en konur og
því um að gera að
toga í hárið.