Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 Helgarblað Heitasta par Hollywood: George Clooney + Lucy Liu Heitasta pario í Hollywood þessa stundina eru George Clooney og Lucy Liu. Sjarmörinn Clooney varö fyrst þekktur fyrir leik sinn sem dr. Ross í Bráðavaktinni en er nú aö leika í myndinni „A Perfect Storm“. Lucy Liu er aðallega þekkt frá þátta- röðina um „Ally McBeal“ en er einnig að leika í myndinni „Charlie’s Angels" ásamt m.a. Drew Barrymore. Það var einmitt Drew sem kynnti Lucy fyrir sínum gamla félaga Clooney samkvæmt Globe. Þau féllu strax hvort fyrir öðru og sjást æ oftar á keleríi á kafíihúsum Hollywood. ... og George. Sendillinn Steindór Gunnar Steindórsson: Berar bossann út um allan bæ - allt í nafni leiklistarinnar Auglýsingaspjöld fyrir leikritið Með fullri reisn, sem er sýnt í Tjarnarbíói um þessar mundir, hafa vakið mikla athygli. Á spjaldinu er hópmynd af leikurunum sem taka þátt í sýning- unni og er einn þeirra með bossann beran. Sá sem á bossann heitir Stein- dór Gunnar Steindórsson og fer hann með eitt af aðalhlutverkunum í sýning- unni sem fjaliar um hóp manna sem ákveða að vinna fyrir sér með nektar- dansi. „Þessi mynd var bara tekin i fífla- gangi, auglýsingin átti eiginlega að vera allt öðruvísi," segir Steindór sem greinilega er með blendnar tilfínning- ar yfir útkomunni. „Við strippum reyndar í lokaatrið- inu en það er nú ekki alveg það sama að hafa rassinn á sér hangandi út um ailan bæ og það að fækka fótum á svið- inu,“ upplýsir hann. Vinir og kunn- ingjar Steindórs hafa tekið plakatinu vel enda strákurinn með flottan aftur- enda eða eins og Steindór orðar það: „Það hefur helst verið mamma sem hefur verið að hlæja að mér.“ Annt unt sitt heilagasta Steindór, sem er tvítugur, hefur ekki komist hjá því að sjá plakötin, og það oft á dag, þar sem hann vinnur sem sendiil fyrir RÚV og er því mikið á ferðinni. Hann hefur töluvert leikið áður og stefnir ótrauður á frekari af- rek á því sviði og gæti vel hugsað sér að fara í Leiklistarskólann þegar hann klárar FB um jólin. „Ég er að stefna á leiklistina en ekki stripparann enda er mér annt um mitt heilagasta, ef hægt er að orða það þannig," segir Steindór en strákamir í leikritinu fara úr öllu í lok sýningar- innar svo er nema von að blaðamaður spyiji hann um stefnu hans í þessum málum. Sýnir allt Þegar strákamir fækka spjörum í Tjamarbíói verður allt vitlaust. „Þvi eldri sem þú ert þeim mun meira gargaröu á sýningunni," segir Steindór, giottir, og tekur það skýrt fram að þeir sýni „allt“. „Þegar ég er up^i á sviði að strippa í leikritinu þá lít ég ekki á mig sem einhvem nektardansara enda er þetta bara leikrit. Maður hefúr oft séð menn á typpinu í leiksýningum og bíómynd- um og þeir era ekki flokkaðir sem ein- hverjir stripparar. Strippið er ekki at- vinnan heldur er ég að leika karakter sem strippar og það er ekki ég sjálfur," segir Steindór. Sjálfur hefur Steindór enga sérstaka skoðun á nektardansi í Reykjavík enda aldrei farið inn á stað sem býður upp á Rottur rass Steindór er stoltur af afturendanum sem hann berar í nafni leiklistarinnar fyrir sýninguna Með fullri reisn í Tjarnarbíói. svoleiðis. „Ætli ég eigi ekki einhvem tíma eft- ir að fara inn á eitthvað af þessum nektarstöðum hér f Reykjavík enda líklega jafn forvitinn um þessi mál og hver annar Jón Jónsson," segir Stein- dór sem mun sýna bossann út ágúst- mánuð og jafhvel lengur í Tjarnarbíói. -snæ Heygarðshornið . , **. 'v - v > ggjcro Hi . Þjóðir eiga sér iðulega ein- kennisdýr, skepnu sem fólk- inu þykir vænt um og finnst sem holdgeri það besta úr eig- in þjóðarsál á einhvern máta: rússneski björninn, banda- ríski örninn era steigurlát- ustu dæmin um þetta. Hvert skyldi vera ást- sælasta dýr íslendinga? Ef við leiöum hjá okkur sauðkindina og hið margbrotna og flókna samband hennar við íslensku þjóðina þá getum við sagt sem svo að það hljóti að vera fugl því „fuglamir era svo fallegir og fjöragir og skemmtilegir og bjóða svo góðan þokka af sér,“ eins og Jónas Hallgrímsson orðaöi það í Yfírliti sínu yfir fuglana á íslandi árið 1835. Og einn er sá fugl sem landsmenn Með stélið sperrt hafa um aldir unnað heitar en ,, . , öðrum dýrum og það er lóan - **»“’.*• ■* ööra nafni heiðlóa, heiló, heylóa, heyló, eða þeyló. Hún 'WiÞ$lPWÍm' 'be. •; ' varð þjóðinni ástsæl löngu fyrir daga auglýsingastofa og atburðahönnuða þannig að sú ást er einlæg og sprottin af indæli lóunnar. Enda ekki að ósekju því að lóan er fullkominn fugl, hvar sem á hana er litið: um hana segir í Þjóðsögur Sigfúsar Sigfússonar: „Þeg- ar hún syngur dýrðin dýrðin, er hún að lofa skaparann. En dí-hljóð hennar á haustin er saknaðarsöngur, er hún verður að fara af landinu." Og í sínu undursamlega riti Fuglar í náttúra ís- lands segir Guðmundur Páll Ólafsson: „Hún er falleg, góðleg, á fegurstu ung- ana, mestu lofkvæðin og síðast en ekki síst kemur hún með vorið og dásamar Islands dýrðarinnar-dýrð.“ Á alvöru fjölmiðlum er það helsta frétt vorsins að lóan sé komin og hún vekur kenndir umfram aðra fugla. Lóan táknar þolgæði og viðkvæmni, fegurð og láúeysi, vinnusemi, von- gleði, birtu, yl, gróður, söng: hún tákn- ar allt það góða á íslandi, hún er and- stæða þess ljóta og vonda. Hún gargar ekki. Hún er fuglinn okkar og góðum íslendingi verður óglatt við það eitt að heyra að hún sé snædd. **** Hafí Kristnihátíð leitt eitt- hvað i ljós þá væri það kannski helst það að hug- myndin um ísland er að breyt- ast. Gamla hugmyndin um einn siö í einu landi hjá einni einhuga þjóð dó þessa daga og landsmenn vita ekki alveg hvemig þeir eiga að líta á sig: era þeir vinnusöm og sann- kristin smáþjóð, stoltir kot- ungar, dyggðug hjú, fjallræöu- fólk? Lóan er fugl þessarar sjálfsmyndar: hún hefur sagt mér að vaka og vinna. Hún hreykir sér ekki. Eða eru Islendingar landa- fundamenn næsta árþúsunds? Menntaðasta, gáfaðasta, hug- kvæmasta, skemmtilegasta, sérkennilegasta, úrræðabesta, fundvísasta og sókndjarfasta fólk sem gengið hefur um á jörðunni? Þjóð í far- arbroddi heimsviðskiptanna, hert af aðstæðum, afburða þjóð, útvalin þjóð? Óneitanlega hafa slíkar sjálfsmyndar bumbur verið barðar á þessu ári hins mikla þjóðarskrams og ekki þarf lengi að leita i túristaskrani því sem íslend- ingar bjóða erlendum gestum upp á til að finna einkennisfugl þessarar sjálfs- myndar, hinn nýja einkennisfugl ís- lands. Það er lundinn. Gu&mundur Andri Thorsson skrifar í Helgarblaö DV. „Á alvöru fjölmiðlum er það helsta frétt vorsins að lóan sé komin og hún vekur kenndir umfram aðra fugla. Lóan táknar þolgœði og viðkvæmni, fegurð og látleysi, vinnu- semi, vongleði, birtu, yl, gróður, söng: hún táknar allt það góða á íslandi, hún er andstœða þess Ijóta og vonda. Hún garg- ar ekki. Hún er fuglinn okkar og góðum íslend- ingi verður óglatt við það eitt að heyra að hún sé snœdd. “ Túristaskran er yfirleitt ljótt, nán- ast hvar sem komið er, að minnsta kosti meðal þjóða af evrópskum upp- rana - það er helst á Indlandi sem maður hefur rekist á fagra smámuni ætlaða túristum. En sé það á ein- hverju sviði þar sem við íslendingar sláum öllum öðrum þjóðum við þá er það í framleiðslu á nauðaljótu túrista- skrani. Ekkert er ömurlegra en ís- lenskir leirvíkingar með homahjálma - andspænis litlum styttum af Björk sem seldar era í virðulegum túrista- búðum rennur manni kalt vatn milli skinns og hörunds. Og yfir og allt um kring, upp um alla veggi, allir þessir lundar. Útlendingum finnst það að sögn merkilegt að hér skuli vera milljónir af lundum og við því hefur snarlega verið bragðist með því að gera þennan fugl að opinberam einkennisfugli landsins, og þess eflaust skammt að bíða að hann verði settur í skjaldar- merkið. Kannski að hann henti vel i þessu nýja hlutverki sínu eftir allt saman og endurspegi það sem íslend- ingum finnst mest til um í eigin fari: því lundinn er skrautgjam og yfir- borðslegur, sjálfumglaður og steigur- látur og duglegur við að taka sig út: hann er að vísu hálfgerður klaufi að fljúga og magalendingar hans era ekki einskært augnayndi en enginn fugl jafnast á við hann í því að ganga um með stéhð sperrt. Lundinn er líka sá fugl sem auðveldast er að veiða í net.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.