Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Qupperneq 28
28 Helgarblað LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 I>V Sara Dögg Ásgeirsdóttir er ómenntuð en upprennandi leikkona: Besta viðurkenningin er manns eigin Ung íslensk stúlka, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, hlaut nýlega verðlaun fyrir besta kvenaðalhlutverk á Intemational Fantasy Film kvikmyndahátíð- inni í Puchon í Kóreu fyrir leik sinn í mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Myrkrahöfðingjanum. Það kom líklega mörgum á óvart þar sem Myrkra- höfðinginn fékk ekki góða dóma gagnrýnenda hér á landi. „Ég lagði ekki af stað til Kóreu með neinar væntingar, mér fannst ég eiginlega bara vera að fara í hálf- gerða túristaferð og vissi svo til ekkert um þessa kvikmyndahátíð. Þegar ég fékk verðlaunin fékk ég hálfgert samviskubit yfir að hafa tekið verðlaunin frá einhverjum öðrum, kannski vegna þess að ég er ekki leiklistarmenntuð en þama var mikið af hæfileikaríkum leikur- um.“ Þetta segir Sara Dögg Ásgeirs- dóttir sem er nýkomin heim frá al- þjóðlegri kvikmyndahátíð í Kóreu með ekki ómerkari titil en besti kvenleikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í kvikmyndinni Myrkra- höfðingjanum. Þetta er frumraun Söru á leiklistarsviðinu og stelpan því aldeilis óþekkt í augum íslensku þjóðarinnar. Feimin sveitastúlka „Ég er 23 ára sveitastúlka, fædd og uppalin á Klettum i Gnúpverja- hreppi," segir Sara þegar Helgar- blað DV ákvað að forvitnast nánar um uppruna og líf þessarar ungu leikkonu og ekki síst tildrögin að tilnefningunni í Kóreu. Segja má að leiklistaráhugi Söru hafi kviknaði á unglingsárunum í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti sem hún tók á þremur árum því henni lá svo á að fullorðnast. „Mig langaði alltaf til þess að fara í leiklistarfélagið í skólanum en var of feimin til þess að láta verða af því. Á þessum árum var ég mikið fyrir mig og hálf til baka. Þessi draumur og áhugi blundaði í mér en það var bara eins og það væri ekki tímabært," segir Sara sem að stúdentsprófi loknu var hálft ár i málanámi i Frakklandi. Greidd upp úr frosnu vatni Þegar Sara kemur til baka haust- ið 96 fer hún að vinna í versluninni Gallerí Evu. Haustið eftir byrjar hún í sálfræði í Háskólanum eftir að hafa tekið einhver leiklistamám- skeið. „Mér fannst reyndar vera mun meiri sálfræði í því sem ég var að gera í daglega lífmu en því sem ég var að gera í skólanum. Mér fannst námið einfaldlega vera of þurrt,“ segir Sara Dögg sem hafði séð aug- lýsingu í blaði fyrir hlutverkið í Myrkrahöfðingjanum mánuði áður en skólinn byrjaði og sótt um. „í byrjun október fæ ég að vita að hlutverkið er mitt en fram að þeim tima hafði ég þurft að ganga í gegn- Sveitastúlka úr Gnúpverjahreppi „Sveitin hefur veriö mikiö akkeri hjá mér. Ég þrífst ekki í stórborg í iangan tíma í einu, “ segir Sara Dögg sem hefur mikinn áhuga á reiömennsku og jóga. Ófeimln „Þegar ég las handritið sá ég að það yrðu einhver nektaratriði og ég spurði mig hvort ég ætlaði að láta þau koma í veg fyrir að ég tæki þátt í þessari mynd og gengi í gegnum þessa reynslu. Ég héit nú ekki. “ um alls konar próf. Hrafn var greinilega að athuga hvort viljinn hjá mér væri nægur fyrir hlutverk- ið og það tók virkilega á taugamar að vera að æfa á fullu án þess að vita nokkurn skapaðan hlut hvort eitthvað yröi úr þessu,“ segir Sara sem var í sálfræðinni fram að ára- mótum en hætti eftir jólaprófin. „Öll þessi sjálfsskoðun sem svona hlutverk felur í sér var bara miklu meiri sálfræði en það sem var í boði í skólanum. Ég ákvað að einbeita mér eingöngu að hlutverkinu enda sá ég það að ef ég ætlaði að gera annaðhvort vel þá yrði ég að fórna öðru hvoru," segir Sara en tökurnar hófust í janúr 98. Byrjað var á úti- tökunum sem reyndu, að sögn Söru, mikið á hana.“ Hárið á manni var greitt upp úr ísköldu vatni, maður var látinn vaða Þjórsá, ríða yflr Kúðafljót og það í 16 stiga frosti." Hvaö meö nektaratriöin, voru þau ekkert mál? „Þegar ég las handritið sá ég að það yrðu einhver nektaratriði og ég spurði mig hvort ég ætlaði að láta þau koma í veg fyrir að ég tæki þátt í þessari mynd og gengi í gegnum þessa reynslu. Ég hélt nú ekki. Ef ég hefði gert það þá hefði mér fundist ég vera alveg ofboðsleg tepra. Ef nektin var eitthvað sem ég átti að gera til þess að fá þetta hlutverk var það ekki málið, enda hafði hún líka tilgang í myndinni. Auðvitað var það mál þannig séð en það var bara að stilla sig inn á það að það væri ekkert mál. Svo þegar kom að nekt- aratriðunum þá tók ég mig bara úr sambandi og gerði það sem ég þurfti að gera og þá var það í rauninni ekki ég heldur hún Þuríður sem var nakin,“ útskýrir Sara. Yfináttúrlegir atburðir í Myrkrahöfðingjanum fer Sara Dögg með aðalkvenhlutverkið í myndinni, hlutverk Þuríðar sem er vinnukona á bæ séra Jóns, sem er aðalsöguhetjan í myndinni, leikin af Hilmi Snæ. „Hennar þróun í myndinni er sú að í byrjun myndarinnar er hún ung og saklaus og kannski svolítið naív og einlæg og glaðvær stúlka. En í lok myndarinnar er hún orðin harðsvíraður kvenmaður," segir Sara og bætir við: „Við vorum kannski ekki svo ólíkar, ég varð kannski ekki harðsvíraður kvenmaður að tökum loknum en ég fann samt hvemig ég þroskaðist og var alls ekki söm eftir þessa reynslu, alveg eins og hún breyttist í myndinni.“ Hvaö er eftirminnilegast frá töku- tímanum? „Ætli það sé ekki þessi ótrúlegi kraftur sem leystist úr læðingi á þessum tíma. Það fundu það allir sem komu nálægt þessari mynd að það lá eitthvað í loftinu. Jafnvel eitthvað yflmáttúrlegt því það var alltaf eitthvað að koma upp á, enda- laus slys og óhöpp. Þetta var mjög spúkí en viðfangsefnið var líka svo sterkt og á þessum yfimáttúrlegu nótum,“ segir Sara sem vill hvorki né getur komið með einhverjar nán- ari útskýringar á því hvað var þama í gangi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.