Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Page 49

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Page 49
57 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 DV Tilvera ÍT Afmælisbörn Dorff á afmæli í dag Hinn eitursvali Stephen Dorff er 27 ára í dag. Hann sló í gegn sem fimmti bítillinn Stuart Sutcliffe í myndinni Backbeat. Að vísu hefur honum ekki gengið vel að fylgja þeirri mynd eftir en hefur þó sýnt sig í myndunum I Shot Andy War- hol, Space Truckers, Blood and Wine og Blade. I þeirri síðastefndu lék hann vampíruóþokka með miklum stæl. Arnie lukkulegi Hinn magnaði svipbrigðaleikari og hjartaknúsari Amold Schwarzenegger er 53 ára í dag og ekki verður annað sagt en að hann beri aldurinn vel. Hann vann hug og hjörtu almennings er hann lék rómantíska folann í Conan the Bar- barian, hlutverk sem hann var eins og fæddur til og lék því aftur og aft- ur í myndum sem Commando, Predator, The Running Man, Total Recall, Terminator og End of Days. Stjörnuspá Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.l: Spa sunnudagsins Allt virðist ganga þér í haginn um þessar mundir og vegna þess gæti gætt öfúndar í þinn garð. Þú getur ekkert að þvi gert. Þú verður var við illt umtal og ættir að forðast í lengstu lög að koma nálægt þvi. Það gæti haft leiðinlegar afleiðingar. Hrúturinn (21. mars-19. aprill: Spá sunnudagsms Atburðir dagsins gera Ji þig líklega bjartsýnan en þú verður að gæta hófs, sérstaklega í peningamálum. Ekki vera kærulaus. Þér verður vel tekið af fólki sem þér er ókunnugt og þú færð óvænt hrós. Áhyggjur sem þú hef- ur eru ástæðulausar. Tvíburarnir m, mai-21. iúní): Spá sunnudagsíns rEinhver vandamál koma upp en þegar þú kynnir þér málið nánar sérð þú að þú þarft ekki að hafa áhyggjur. Fáðu hjálp ef þú getur. Staðfesta er mikilvæg í dag. Þú ert vinnusamur og eitthvað sem þú gerir vekur athygli fólks í kringum þig. Liónið (23. iúlí- 22. ágústl: PÞú þarft að einbeita þér að einkamálunum og rækta samband þitt við ákveðna manneskju sem þú ert að fjarlægjast. Rómantíkin kemur við sögu í dag. Líf þitt er stöðugt um þessar mundir og þú ættir að vera já- kvæður og bjartsýnn. Happatölur þínar eru 5, 16 og 25. Vpgin (23. sent.-23. okt.l: Spa sunnudagsins Eitthvað sem þú vinnur að / um þessar mundir gæti valhð þér hugarangri. Taktu þér góðan tíma til að íhuga mál- ið. Þú færð fréttir sem gleðja þig mjög. Spá mánudagsins Dagurinn einkennist af streitu og timaleysi gæti haft mikil áhrif á vinnu þína. Haltu ró þinni því seinni hluta dagsins getur þú slappað af. Bogamaður (22. nóv.-21. des.i: Spá sunnudagsins Gildir fyrir s unnudaginn 30. júlí og mánudaginn 31. júlí Fiskamir (19. febr.-20. marsl: \ !HBHI iltu þig við áætlanir m þínar eins og þú getur og | vertu skipulagður. Þér bjóðast góð tækifæri í vinnunni og skaltu fremur stökkva en hrökkva. Ljúktu við skyldur þfnar áður en þú ferð að huga að nýjum hug- myndum sem þú hefúr fengið. Heimilisliflð verður gott í dag. Nautið (20. april-20. mai.l: Spá sunnudagsins r Viðbrögð þín við því sem þér er sagt eru mikUvæg. Þú mátt ekki vera og gagnrýnin það gæti valdið misskilningi. Ferðalög eru ef til vill á dagskrá í nánustu framtíð. Það borgar sig að hafa augun opin í dag og hlusta vel á ráðleggingar annarra. Krabbinn (22. iúní-22. iúlil: Spá sunnudagsins: IDagurinn verður viðburð- ■ arríkur og þú hefur meira en nóg að gera. Varaðu þig á að vera ekM of tortrygg- inn. Happatölur þínar eru 5, 9 og 35. Notaðu kraftana til að leysa vandamál sem þú hefúr lengi ætlað að leysa. Það verður lfklega einhvejrum erfiðleikum háð að komast að niðurstöðu í stórum hópi fólks. Mevian (23. áeúst-22. sept.): Fréttir sem þú færð •æru ákaflega ánægju- legar fyrir þfna nán- ustu. Hætta er á smávægilegum deilum seinni hluta dagsins. Spá mánudagsins Vonbrigði þróast yfir í ánægju þegar þú færð fréttir frá vini eða ættingja. Samband þitt við ákveð- inn einstakling fer batnandi. Sporódreki (24. okt.-2i. nðv.l: Spá sunnudagsins V^j^yTaktu ekM mark á fólM sem er neikvætt og I svartsýnt. Kvöldið verð- ur afar skemmtilegt í góðra vina hópi. Happatölur þínar eru 5, 8 og 23. Þú þarft að sætta þig við að aðrir fá að mestu að ráð um framvindu mála sem þú ert flæktur í. Gáta sem þú hefur velt fyrir þér leysist óvænt. Þótt þú sért ekM fylli- plega ánægður með ástandið eins og er er það ekM endilega ástæða tíl að íhuga miMar breytingar. Spá mánudagsms Þér flimst alit ganga hægt í byrj- un dagsins en það borgar sig að vera þolinmóður. Kvöldið verður ánægjulegt. Steingeitin 122. des.-19. ian.i: Spá sunnudagsins Taktu ekki meira að þér en þú ræður við. Þú vUt vinna verk þin vel og er þvl afar mikUvægt að þú náir góðri einbeitingu. Þú ræður sjálfur miMu um fram- vindu dagsins og ættir að treysta á dómgreind þína. Hegðun ein- hvers kemur þér á óvart. Óvenjulegt dýrahald í Hátúninu: Öndin Þórey gerir sig heimankomna „Það hefur verið skemmtUegt að hafa öndina héma og margir íbú- anna hafa gaman að þessu bram- bolti í okkur,“ sagði Guðlaugur Harðarson, húsvörður í Hátúni, en hann hefur ásamt syni sínum, Herði, og Þór Jónssyni húsverði komið upp lítiUi tjöm fyrir önd sem slæddist tU þeirra fyrr í sumar. „Þetta byrjaði nú með því að hér var andapar sem hélt sig norðan við blokkina. Þór, vinnufélagi minn, er vanur að umgangast fugla og hon- um tókst að lokka parið í tjömina. Andaparið var orðið mjög hænt að Þór og fylgdi honum jafnvel þegar hann var við störf utandyra. Svo gerist það einn morguninn að parið er á bak og burt en í staðinn er komin þessi önd. Þetta er augljós- lega ófleyg aliönd og við höfum ekki græna glóru um hvemig hún komst hingað,“ segir Guðlaugur en öndin, sem þeir kaUa Þóreyju í höfuðið á skrifstofustjóranum, hefur eignast tvo unga í poUinum. „Það hefur verið töluverð vinna að halda mávinum frá og við urðum að setja net til þess að vemda önd- ina og ungana. Við vitum ekki hver steggurinn er, hann yfirgaf hreiðrið og hefur ekki sést lengi. Hann kæm- ist hvort eð er ekki inn fyrir netið og því má segja að hún Þórey okkar sé einstæð móðir,“ segir Guðlaugur og bætir við að þeir félagar hafi hug á að reisa lítið hús fyrir Þóreyju og ungana til þess að dvelja í þegar vet- ur gengur í garð. -aþ Draugaferð í Flóanum: Móri enn á ferli Draugaspekúlantar skeggræða við Þuríðarbúð Þór Vigfússon skólameistari, séra Baldur Kristjánsson og rétt griilir i Bjarna Harðarson, ritstjóra Sunnlenska. Hópferðir Guðmundar Tyrfings- sonar h/f. bjóða upp á draugaferðir í nágrenni Selifoss, undir leiðsögn Þórs Vigfússonar, fyrverandi skóla- meistara og núverandi draugafræð- ings. Ferðin tekur rúma Mukku- stund og liggur um slóðir Kamp- hólsmóra frá Selfossi, um Flóann til Stokkseyrar og aftur á Selfoss. Kamphólsmóri var mjög illvígur draugur á sínum yngri árum og átti það til að drepa menn ef þeir voru einir á ferli. Sagt er að Móri sé enn á ferli en hafl mildast nokkuð með aldrinum og í dag er hann aðallega þekktur fyrir smáhrekki sem tengj- ast bílum. í ferðinni er stoppað í Þuríðarbúð á Stokkseyri og rifjað upp dularfullt fyrirbæri sem þar átti sér stað fyrir rúmum hundrað árum þegar svört móða eða flikki hélt mönnum vakandi vikum sam- an. Að sögn Benedikts Tyrfingssonar eru fastar ferðir á miðvikudögum fyrir túrista með leiðsögn á ensku en einnig er hægt að panta ferðir fyrir hópa með leiðsögn á öðrum tungumálum. Benedikt segist von- ast til að þessi tilraun takist vel því að það sé greinilegur áhugi á þess- um málum, bæði hjá íslendingum og útlendingunum. -Kip www.romeo.is Stórglæsileg netverslun meö ótrúlegt úrval af unaösvörum ástarlífsins fyrir dömur og herra. Frábært úrval myndbanda. Frábær verö, ótrúleg tilboð. Utanborðsmótorar r YAMAHA Stærðir: 2-250 Hö Gangvissir, öruggir og endingargóðir éS 'wr i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.