Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2000, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 Fréttir ____________ x>v Sendibílstjóri í vesturbænum: Leigði Ibúð og breytti henni I bruggverksmiðju - upp komst þegar landinn lak um allt hús - eigandinn situr eftir „Ég gerði íbúðina upp og hún var í tipp topp standi þegar ég leigði manninum hana fyrir fjór- um mánuðum. Nú sit ég eftir með nær því ónýta íbúð og leigjandinn er á bak og burt,“ sagði Bergþóra Berta Guðjónsdóttir, eigandi íbúð- ar að Seljavegi 33 í vesturbæ Reykjavíkur. Leigjandinn flutti reyndar aldrei inn heldur breytti íbúðinni í fullkomna bruggverk- smiðju og grunaði engan neitt fyrr en landinn fór að leka um allt hús. Tankar, dælur og slöngur Fyrstu mánuðina gekk allt sam- kvæmt áætlun í samskiptum Berg- þóru Bertu og leigjandans sem hún lýsir sem...ungum og viðkunnan- legum manni sem ók sendibíl og virtist haröduglegur". Vissulega var sendibílstjórinn ungi duglegur við að brugga því samkvæmt ljós- myndum, sem Bergþóra Berta hef- ur fengið að sjá hjá lögreglu, var bruggverksmiðja sendibílstjórans að Seljavegi 33 af fullkomnustu gerð, með tilheyrandi tönkum, dælum og slöngum sem leiddar voru um alla íbúð. Bergþóra Berta í íbúðlnni sinni Stendur ein eftir meö sárt ennið og sendibílstjórinn á bak og burt. með hálfónýta íbúð Nágrannakonan talar „Það var svo um síðustu mánaða- mót, þegar ég fékk leiguna ekki greidda, að ég fór að kanna málin. Leigjandinn svaraði ekki hringing- um mínum þannig að ég fór á stað- inn. Ekkert lífsmark var i íbúöinni, póstkassinn troðfullur og ég var jafn- vel farin að óttast að sendibílstjórinn væri látinn inni í íbúðinni. Þegar ég kom niður á Seljaveg mætti ég ná- grannakonu sendibílstjórans sem leiddi mig í allan sannleika í málinu. Það hafði lekið úr íbúðinni um allt hús fyrir skemmstu og þegar lögregl- an braut sér leið inn í íbúðina mína blasti bruggverksmiðjan við. Öll gólf á hæðinni voru þá umflotin landa,“ sagði Bergþóra Berta sem situr nú eftir með ónýtar innréttingar og sárt ennið. Sendibílstjórinn er á bak og burt og lögreglan gerir lítið. Bálreíð og sár „Lögreglumennimir sem ég ræddi við segjast ekki hafa haft tíma til að leita að bruggaranum og hér stend ég bálreið og sár og get ekki annað,“ sagði Bergþóra Berta, íbúðareigandi að Seljavegi 33. -EIR Breytingum á veginum í gegnum Vík að ljúka: Stefnt að auknu öryggi vegfarenda DV, SUÐURLANDl:_____ Framkvæmdum við þjóðveginn sem liggur í gegnum Vík í Mýrdal er að mestu lokið. Yfirborði vegarins hefur verið breytt talsvert. Hann hefur verið hellulagöur og þrengdur og á tveim stöðum hefur verið komið fyrir gang- brautum. Þessar framkvæmdir eru lið- ur í því að ná niður hraðakstri í gegn- um þorpið. Þannig háttar til í Vík að um 40% íbúa búa austan götunnar en þurfa að fara yfir hana eftir mestallri þjónustu, til að mynda í skóla, verslun og banka. Hugmyndir um framkvæmdimar komu fyrst fram á borgarafundi um umferðarmál í Vík fyrir nokkrum ámm þar sem fram kom að úrbóta væri þörf vegna vegarins. Ein tillagan, sem kynnt var í framhaldi af fundin- um, var sú aö ráðist yrði í fram- kvæmdir við götuna sem breyttu Steinn í götu hraöakstursmannanna Ómar Auöunsson leggur hellu í götuna í Vi'k sem miöar aö því aö draga úr hraöakstri gegnum þorpiö og fegra þaö. DV-MYNDIR NJÖRÐUR HELGASON Gjörbreytt ásýnd götunnar Eins og sést ergatan öil gerö þrengri og hún hefur veriö hellulögö til aö breyta ásýnd hennar. ásýnd hennar til að þeir sem leið ættu í gegnum þorpið yrðu þess áþreifan- lega varir að í gegnum þéttbýli væri farið. Með það fyrir augum og tO að auka öryggi vegfarenda, gangandi og akandi, er verið að gera þessar breyt- ingar á götunni í gegnum Vík. Svipað- ar breytingar hafa verið gerðar viða erlendis þar sem svipað er ástatt og í Vík. Þar hafa þær gefið góða raun. -NH Vestfirðingar hittu félagsmálaráðherra vegna landsmiðstöðvar: Togstreita um nýbúa - Reykvíkingar vilja líka sneið af ríkiskökunni Innbrotsþjófur gómaður Karlmaður braust inn i hús á Laufásveginum skömmu eftir klukk- an fiögur í nótt. Vitni gátu gefið lýs- ingu á þjófnum þar sem til hans sást er hann yfirgaf húsið sem hann hafði brotist inn í. Lögreglumenn sáu manninn svo á gangi við Umferðar- miðstöðina skömmu seinna. Hann var handtekinn og færður í geymslur lögreglunnar. -SMK Bílvelta á Þing- vallaveginum Bilvelta varð á Þingvallaveginum til móts viö Mosfellsdal um sjöleyt- iö í gærkvöld er ökumaður lítils jeppa missti stjóm á honum með þeim afleiðingum að bíllinn fór á ljósastaur og valt inn á tún. Sjúkra- bíll flutti ökumann og farþega á slysadeild Landspítalans í Fossvogi til eftirlits og bíllinn er talsvert skemmdur eftir atvikið. -SMK „Þetta er togstreita við þá sem standa að málefnum nýbúa fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Fyrir sunnan er starfandi nýbúamiðstöð sem fiármögnuð er af Reykjavikur- borg. Þau eru að stefna að einhverju stærra núna og treysta svolítið á að ríkið komi að fiármögnun þar,“ sagði Dofothee Lubecki, ferðamála- fulltrúi á Vestfiörðum. Hún er í hópi áhugamanna um menningar- fiölbreytni á Vestfiörðum. Hann vinnur aö því að koma upp aukinni þjónustu fyrir nýbúa á Vestfiörðum, þar á meðal eins konar landsmið- stöð. Hópurinn kynnti Páli Péturs- syni félagsmálaráðherra hugmyndir sínar í fyrradag. Hann hefur sagt í DV að hann sé hlynntur því að slík miðstöð verði fyrir vestan. Alþingi hefur nýlega samþykkt þingsálykt- unartillögu þess efnis að komið veröi upp nýbúamiðstöð á Vestfiörð- um. „Næsta skref er að finna fiár- mögnunarleiö," sagöi Dorothee. „En ég er hrædd um að verið sé að minnka umfang hugmyndar okkar sem gerir ráð fyrir allmörgum stöðugildum. Nú munum við vinna heildstæða tillögu sem fer fyrir fiár- laganefhd." Dorothee sagði það sina skoðun að setja þyrfti á laggimar stofnun, landsmiðstöð, sem færi með stjóm nýbúamála, væri yfir skipulagningu heildarstarfsemi og sinnti fræðslu- máium, menntunar- og kynningar- málum. Þennan pakka vildu Vest- firðingar fá. Móttakan sjálf færi hins vegar fram þar sem þörfin væri hverju sinni. Því væri ekki verið að ræða um að skerða starf- semina fyrir sunnan. Þvert á móti vildu Vestfirðingar vinna allt bak- grunnsstarf sem nýttist öllum og að- stoða stjómvöld við að móta stefnu sína í málefnum nýbúa. „Við emm með aðgang að fiar- fundabúnaði, svo og fræðslumiðstöð sem getur haft samvinnu á lands- vísu,“ sagði Dorothee. „Þá emm við að tala um túlkunarþjónustu sem hefur þróast ágætlega. Oft nær hún þó ekki út fyrir Reykjavík, því mið- ur. Við erum með túlka hér sem eru þó nokkuð mikið notaðir, enda tals- verð þörf á fyrir þá. En þeim hefur aldrei verið boðið á endurmenntun- amámskeið sem þeir þurfa á að halda. Mér finnst oft að Reykvíking- ar horfi ekki út fyrir Reykjavík." -JSS Fórnarathöfn gegn goðgá Norðlenskir ása- trúarmenn, undir stjórn Valgeirs Sig- urðssonar, munu standa fyrir fórnarat- höfn næstkomandi | sunnudag við Ljósa- vam - rétt á undan I leikþætti kristinna I manna. Dagur sagði frá. Bílasala í júlí stórminnkar Sala á nýjum fólksbílum hefur dreg- ist saman um 11,95% fyrstu sjö mánuði ársins, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Bílgreinasambandinu. Sölusam- drátturinn í júlí, miðað við sama mán- uð í fyrra, er 31%. Mbl. sagði frá. Engin hláturgashætta í Dannmörku er alvarleg hlát- urgasmengun á sumum sjúkrahúsum. Bolli Vaigarðsson, framkvæmdastjóri Tannlæknafélags íslands, segir slíka mengunarhættu ekki vera hérlendis. Afleiðingar mikillar og stöðugrar mengunar fyrir heilbrigðisstarfsfólk geta verið orkuleysi, fósturlát og van- sköpun bama, auk doða, eirðarleysis og vöðvasamdráttar. Dagur sagði frá. Meiri fagmennsku Matthias Halldórs- son aðstoðarland- læknir segir nauð- synlegt að auka fag- legan þátt í stjórnun sjúkrahúsa hér á landi. Hann er þó ekki tilbúinn að taka undir yfirlýsingar Ólafs Ólafssonar, fyrrum landlæknis, um að áhrifaleysi lækna sé mjög mik- ið. RÚV sagði frá. Nektarbúla til sölu Einn af nektardansstöðunum í mið- bæ Reykjavíkur er til sölu. í auglýs- ingu frá fasteignasölunni Valhúsum er greint frá því að um sé að ræða mjög góðan skemmtistað í miðbæ Reykja- víkur sem „sérhæfir sig i listrænum dansi og þykir með þeim betri í dag“. Dagur sagði frá. Go ekki á vetur setjandi Breska lágfargjaldaflugfélagið Go hefur ákveðið að halda ekki áfram áætlunarflugi sínu til íslands næsta vetur. Go hefur flogið fiórum sinnum í viku frá Lundúnum til íslands frá 25. maí sl. Síðasta flug félagsins verður því 27. september nk. Mbl. sagði frá. Umferðarslysum fjölgar Slysum í umferðinni hefur mikið Qölgað undanfarið og þurfa nú fleiri sjúklingar að fara í öndunarvél slys. Mikið álag er á starfsfólki anna vegna þessa. RÚV sagði frá. Mjólk borin á túnin Sveinn Guðjónsson, bóndi á___ arvöllum í Staðarsveit, notar nú mjólk sem áburð á tún og mela. Mjólkurkvóti býlisins var uppurinn fyrir u.þ.b. mán- uði. í stað þess að leggja mjólkina inn hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík ákvað Sveinn að nota mjólkina frekar til áburðargjafar. Mbl. sagði frá. Ný flotgirðing yfir El Grillo Nýrri vamarflotgirðingu var nýlega komið fyrir á Seyðisfirði fyrir ofan skipið E1 Grillo sem liggur á botni sjáv- ar en úr því hefur lengi lekið olía. Mbl. sagði frá. Frávísun ekki möguleg Reglur siðanefndar presta heimil- uðu ekki að vísa kæm á hendur Sigur- bimi Einarssyni biskupi frá, segir sr. Úlfar Guðmundsson, formaður siðanefnd- ar Prestafélags ís- lands. „En það er rétt hjá séra Hjálmari Jónssyni að siðaregl- J ur Prestafélags ís- HL. lands myndu ná yfir hann, eftir mín- um skilningi, þótt hann gegni nú öðm starfi," segir Úlfar. Dagur sagði frá. -GAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.