Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2000, Blaðsíða 4
Fréttir MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 I>V Ört vaxandi súsíframleiðsla Sindrabergs á ísafirði: Samningar gerðir við erlend stórfyrirtæki - vinnslan á fullan snúning með haustinu, segir framkvæmdastjóri ísafjaröarhöfn Uppistaöan í súsíframleiöslu Sindrabergs erýmiskonar sjávarfang og hrísgrjón Sindraberg ehf. á Isafirði hóf starf- semi undir lok síðasta árs með fram- leiðslu á súsíréttum að japanskri fyr- irmynd. Vöktu afurðir fyrirtækisins strax mikla athygli og nú er Sindra- berg að hasla sér völl svo um munar á erlendum mörkuðum. Halldór Kristmannsson fram- kvæmdastjóri segir starfsemina hafa gengið vel. „í síðustu viku vorum við aö gera samninga við erlend stórfyr- irtæki í Bretlandi, Svíþjóð og Þýska- landi. Við höfum þegar hafið útflutn- ing til þessara landa og framleiðslan er að fara á fullan snúning með haustinu. Þessir samningar koma til með að hafa mikla þýðingu varðandi uppbyggingu fyrirtækisins." ívar Pálsson er stjórnarformaður fyrirtækisins og sér jafnframt um sölumál erlendis i gegnum Samein- aða útflytjendur ehf. Hann segir að samningamir séu viö stórmarkaði í áðumefndum löndum. „Það tekur alltaf nokkum tíma að vinna slíka markaði, en það viröist nú vera að takast. Við erum hættir í bili að selja á innlendum markaði og ein- beitum okkur að útflutningi. Ástæð- an er sú að við erum með nýjar hug- myndir um dreifmgu hér sem eftir er að útfæra. Við munum hins veg- ar koma með framleiðsluna á inn- lendan markað þegar við getum sinnt því almennilega." Vöktu mikla athygli í Brussel „Við sýndum okkar vöru á sjáv- arútvegssýningu í Brussel í maí og okkur var sýndur gríðarmikill áhugi. Það er nú að skila sér í samn- ingum við erlenda aðila. Við ætlum okkur að nýta það forskot sem við höfum þegar náð og höfum áform um að efla starfsemina og erum að ræða við væntanlega nýja fjárfesta." ívar segir að framleiðslugetan skipti tugum þúsunda stykkja á dag og hægt sé að auka hana til muna með því að vinna á vöktum. Hann segir að ítalia og fleiri lönd séu í sigtinu. Framleiðslan er löguð að markaði á hverjum stað, en sumir vilja soðna rækju og soðinn eða reyktan lax á meðan aðrar þjóðir vilja hráan fisk í súsíréttina. Allt að 30 manns hafa unnið við framleiðsluna á ísafirði, en eftir að fullkomnar vélar voru teknar í notkun þarf ekki nema um 10 til 15 manns að staðaldri. ívar segir að miðað við góðar móttökur söluaðila erlendis, þá vonist menn til að dæmið gangi vel. Miklar og strangar gæðakröfur eru gerðar til framleiðslunnar, en það hefur ekki háð starfsemi Sindrabergs. „Við þekkjum þessar kröfur úr rækjuframleiðslunni af 12-15 ára reynslu. Þetta var rækju- verksmiðja áður svo það reyndist ekki erfitt að fá gæðavottun er- lendra kaupenda. Þá er starfsfólkið vel með á nótunum. í úttekt er- lendra aðila hefur komið í ljós að starfsemin fellur vel að þeirra kröf- um. Þá er þegar byrjað að afhenda afurðir upp í samninga við erlendu kaupendurna." ívar segir að einnig sé byrjað að skoða möguleika á framleiðslu súsí- rétta fyrir flugvélar. Slíkir smárétt- ir henti víða og fyrirtækið sé mjög samkeppnisfært með sina fram- leiðslu. -HKr. Þrír Afganar sækja um pólitískt hæli: Skipamiðlari blekktur - níu Pakistanar sendir heim til Karachi Níu Pakistanar, sem reyndu með blekkingum að komast til landsins um helgina ásamt með þremur Af- gönum, voru sendir til sins heima í gær. Afganamir þrír hafa hins veg- ar sótt um pólitískt hæli hér á landi. Eins og sagt var frá í DV i gær komu tólfmenningamir hingað til lands undir því yfirskini að um skipshöfn væri að ræða en hópur- inn var stöðvaðir í vegabréfaskoðun í Leifsstöð. Þar sem pappírar mann- anna þóttu ekki í lagi var þeim gert að dúsa í fangageymslum lögregl- unnar á Suðurnesjum. Vegna fjöld- ans þurfti að nota allar fanga- geymslur lögreglunnar á Keflavík- urflugvelli, í Reykjanesbæ og í Grindavík til að koma þeim fyrir. „Þessir menn komu hingað til lands frá Alsír með viðkomu í Barcelona. Þeir komu sem skips- höfn fyrir tilstuðlan erlends skipa- miðlara sem hafði blekkt reykvísk- an starfsbróður sinn til að hafa milligöngu vegna komu þeirra hing- að. Endanlegt markmið hópsins var að komast til London þannig að ís- land var aðeins millistöð á leiðinni þangað," sagði Óskar Þórmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavikurflug- velli. „Enda beið þeirra ekkert skip héma.“ Þar sem Pakistanamir komust Óskar Þórmundsson ísland aöeins millistöö á leiöinni frá Alsír til London. ekki til London óskuðu þeir eftir að fá að fara aftur til sins heima og voru settir í vél með stefnuna á Karachi. Afganamir þrir neituðu hins vegar að fara með og óskuðu eftir pólitisku hæli. „Mál þeirra er til meðferðar hjá yfirvöldum og fá þar eðlilega af- greiðslu. Tilvikum sem þessum er alltaf að fjölga hjá okkur enda segir það sig sjálft aö það er auðveldara fyrir menn eins og þessa að komast til London frá íslandi en beint frá Alsír þaðan sem þeir lögðu upp,“ sagði Óskar Þórmundsson yfirlög- regluþjónn. -EIR Knattspyrnuáhugamenn: Umbunaö í öðrum heimi Bolvískir knattspymuáhuga- menn eru stórhuga í uppbyggingu íþróttamannvirkja í bænum. Að frumkvæði Elíasar Jónatanssonar og Magnúsar Ólafs Hanssonar er nú verið að ljúka við frágang á nýjum grasilögðum íþróttavöllum. Þegar þessir vellir verða komnir í gagnið hafa Bolvíkingar yfir að ráða þrem grasilögðum knattspymuvöll- um á 20 þúsund fermetra íþrótta- svæði. Að sögn Magnúsar hafa framkvæmdir að stærstum hluta verið unnar í sjálfboðavinnu. „Þó menn fái ekki borgað fyrir það hér þá verður umbunin þeim mun meiri hinum megin móðunnar miklu,“ sagði Magnús. Taldi hann að sú vissa dygði örugglega til að draga fjölda sjálfboðaliða til starfa á lokasprettinum. Ráðgert er að vígja nýja íþróttasvæðið í september ef allt gengur að óskum. -HKr. Gosefni gefa vatni í Emstru dökkan lit. Virkni undir jöklinum: Emstruár- hlaup í Mark- arfljóti DV, SELFOSSI: Markarfjót hefur verið í miklum vexti að undanfornu. 1 því er hlaup- vatn úr Emstruá sem kemur úr Mýrdalsjökli. Hlaupvatnið gerir ána kaffibrúna og af henni leggur mik- inn fnyk. Hlaupin úr Emstmá em orðin árviss, en hvort þau eru í samhengi við aukna virkni í Mýr- dalsjökli er óvíst. En athyglisvert er að nú fylgir Emstrahlaupinu aukið rennsli og meiri leiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi. Nú er rétt ár frá því að hlaup kom í Jökulsá á Sólheima- sandi og árviss er aukning á jarð- skjálftavirkni undir Mýrdalsjökli síðsumars og um haust þegar sum- arbráðnun léttir fargi af undirlendi jökulsins. -NH Vindur af suðvestri Suövestanátt, 10 til 15 m/s norðvestan til fram eftir degi en annars 5 til 8 víöast hvar. Annars verður skýjaö og lítils háttar súld meö köflum vestan til en þurrt um landið austanvert. REYKJAVIK AKUREYRI Sélarlag í kvöld 22.27 22.28 Sólarupprás á morgun 04.41 04.06 Síödegisflóö 20.15 00.48 Ardeglsflóö á morgun 08.43 13.16 SKýilnger á yeðúriéKnujji ^^VINDÁTT ^ 4—Hm -10° N/INDSTYRKUR VcrjftcT 1 metrum á sekúndu 'n-KUö1 HBOSKÍRT 30 £> o tÉTTSKÝJAÐ HÁLF* SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ w 'W’ Q RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA Q +* = ÉUAGANGUR PRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Færá Ekki fært í Hrafntinnusker Helstu þjóövegir eru greiöfærir og eins eru flestir hálendisvegir færir fjallabílum og stærri jeppum. Enn er ófært í Hrafntinnusker. Talið er fært fyrir alla bíla um Uxahryggi, Kaldadal, Kjalveg og í Landmannalaugar um Sigöldu. 22S3 Hlýjast fyrir austan Á morgun verður sunnan- og suövestanátt, 5 til 8 m/s. Rigning verður á Vestfjörðum, dálítil súld á Vesturlandi en skýjað að mestu annars staðar. Hiti verður 10 til 18 stig að deginum, hlýjast austanlands. Fostud; Mf Laugard. NPVjit 4T Sunnud, Vindur: t 10-15 m/sL Hiti 7° til 16* Norðvestanátt, 10 tll 15 m/s. norðaustan tll en annars hægarl. Skúrir veröa á Norðurlandl en léttlr tll á Suöur- og Vesturlandl. Vindun 4—8 rv'i Hiti 10° til 16* Hæg suölæg átt. Dálitll rlgnlng sunnan og vestan tll en léttskýjaö á Noröausturlandl. Hlti verður 10 tll 18 stig, hlýjast noröaustanlands. VindUR X-X m/s Hiti 7° til 16* Breytlleg vindátt, vætusamt og hiti nálægt meðallagj. AKUREYRI skýjað 13 BERGSSTAÐIR skýjað 11 BOLUNGARVÍK skúrir 13 EGILSSTAÐIR 10 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 11 KEFLAVÍK súld 9 RAUFARHÓFN skýjaö 9 REYKJAVÍK súld 9 STÓRHÖFÐI súld 9 BERGEN skýjað 13 HELSINKI skýjaö 15 KAUPNIANNAHÖFN skúrir 16 ÓSLÓ skýjaö 17 STOKKHÓLMUR 16 PÓRSHÖFN alskýjað 9 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö 9 ALGARVE heiöskírt 24 AMSTERDAM léttskýjað 17 BARCELONA heiöskírt 22 BERLÍN skýjaö 18 CHICAGO skýjað 21 DUBLIN skúrir 13 HAUFAX heiðskírt 14 FRANKFURT þrumuveöur 17 HAMBORG léttskýjaö 17 JAN MAYEN þoka í grennd 6 LONDON léttskýjaö 15 LÚXEMBORG skýjaö 16 MALLORCA heiöskírt 21 MONTREAL léttskýjaö 21 NARSSARSSUAQ alskýjaö 9 NEWYORK rigning 23 ORLANDO heiöskírt 23 PARÍS léttskýjaö 17 VÍN heiöskírt 19 WASHINGTON alskýjaö 23 WINNIPEG léttskýjaö 18 ■diKAHtihAwwit.-tifaasTiianvF'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.