Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2000, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 Fréttir I>V Embættistaka Ólafs Ragnars Grímssonar í annað sinn: Forsetinn er engum háður nema þjóðinni - þakkaði þjóðinni stuðning og velvilja á gleði- og sorgarstundum Ólafur Ragnar Grímsson tók við embætti forseta islands í annað sinn við hátiðlega athöfn í þinghúsi íslendinga í gær. „Samband forseta og þjóðar er bæði bundið ákvæðum í stjórncir- skrá og venjum og væntingum sem hin lifandi lýðræðislega skipan mót- ar á hverjum tíma,“ sagði Ólafur Ragnar í innsetningarræðu sinni. „Kannski eru íslendingar opin- skárri við forseta sinn en aðra í áhrifastöðum því hann er engum háður nema þjóðinni sem veitir honum umboð sitt. Hans eru ekki hagsmunir stjórnar eða stjómar- andstöðu, flokka eða forræðisafla. Forsetinn er aðeins bundinn is- lenskri þjóð.“ Fyrir athöfnina lék Lúðrasveit Reykjavíkur ættjarðarlög á Austur- velli. Embættistökuathöfnin hófst svo með helgistund í Dómkirkjunni í Reykjavík, sem biskup íslands, Karl Sigurbjömsson, stjórnaði. Eftir helgistundina gekk Ólafur Dorrit Mousaieff, heitkona Ólafs Ragnars Grímssonar, kemur til at- hafnarlnnar í gær. ásamt unnustu sinni, Dorrit Moussaieff, fjölskyldu, hæstaréttar- dómurum, ráðherrum, ráðuneytis- stjórum og fleira fólki yfir í Alþing- ishúsið, þar sem forseti Hæstaréttar lýsti yfir forsetakjöri og mælti fram drengskaparheit að stjórnar- skránni, sem forsetinn síðan undir- ritaði. Síðan afhenti forseti Hæsta- réttar Ólafi kjörbréfið. Að því loknu gekk Ólafur fram á svalir þinghúss- ins og heilsaði fólki sem samankom- ið var fyrir utan Alþingishúsið. Gestir utan dyra og innan hrópuðu Er Olafur Ragnar Grímsson forseti hafði veitt kjörbréfi viðtöku gekk hann fram á svaiir Alþingishússins og minntist fósturjarðarinnar. fyrir tveimur árum. Ólafur sagði að lífssýn og heilræði hennar mundu fylgja sér og þjóðinni allri áfram um langa leið. Hann þakkaði jafnframt þjóðinni fyrir stuðning og velvilja á gleði- og sorgarstundum í lífi hans síðastliðin fjögur ár sem hann hefur gegnt stöðu forseta íslands. Einnig talaði Ólafur um hversu mikilvægt það er íslendingum að fjárfesta í menntun æskunnar. „Við verðum að bregðast við vax- andi agaleysi í íslensku samfélagi, rækta gagnkvæma virðingu, ein- beitni og sjálfstjórn, kurteisi og til- litssemi í annarra garð. Við verðum að sameinast í því brýna verki að tryggja óbornum kynslóðum það besta sem völ er á og vera reiðubúin að laga skólann, skipulag hans og stöðu að kviku sam- félagi nýrrar aldar,“ sagði Ólafur. Að athöfninni lokinni var borin fram kransakaka og kampavín. -SMK Heitkona forsetans, Dorrit Mousaieff, og Tinna Ólafsdóttir í Dómkirkjunni. standa skrifstofustjóri Hæstaréttar og forsætisráö- herra. Olafur Ragnar Gnmsson, forseti Islands, og tveir af handhöfum forseta- valds, Davíö Oddsson forsætisráöherra og Garöar Gíslason, forseti Hæsta- réttar. Gunnar Guöbjörnsson söng „Sjá, dagar koma“ eftir Davíö Stefáns- son. Aö baki er Dómkórinn. svo ferfalt húrra fyrir nýju kjör- tímabili forseta íslands. í ávarpi sínu eftir að hafa tekið við embættinu minntist Ólafur konu sinnar heitinnar, Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur, sem lést ___________Íyrnsjón: Hörður Kristjánsson netfang: sandkorn@ff.is Samtaka samkeppni Sérkenni íslensks markaðar kemur fram i ýmsum myndum. Þótti mörgum eftirsjá í ríkisstýrðu skömmtunar- kerfi á árum áður. Frjálsræði í við- skiptum var lausnarorðið og aukin samkeppni á öllum sviðum. Gár- ungar segja þó að í olíu- og bensín- sölu virðist menn ekki enn hafa uppgötvaö að búið sé að afnema haftastefnuna. Þó að þar sé flaggað orðum á borð við öfluga samkeppni þá ríki hvergi meira samráð. Segja ólygnar raddir að á fagmáli ís- lenskra olíufursta heiti þetta sam- taka samkeppni... Vildi sjálfur borga! Ekki er að efa i að Guðni | Helgason, skatt- greiðandi og átt- ræður rafvirkja-1 meistari, verði ( útnefndur mað- ur ársins á ís-1 landi. Hann er skattakóngur landsins og þarf að punga út rétt tæpum 50 milljónum króna í tekju- og eigna- skatt vegna söluhagnaðar á fast- eign i Reykjavík. Þykir þetta býsna mikið og ekki annað séð en Guðni sé fimm manna maki Harðar Sig- urgestssonar, fráfarandi forstjóra Eimskips. Ekki mun þessi upphæð þó í sjálfu sér vera stóru tíðindin heldur hitt að Guðni vildi sjálfvilj- ugur borga skattana sína til að verða frjáls... Engar klær Vesalings Framsóknarflokk- urinn hefur orðið illa fyrir barðinu á bannsettum skoðanakönnun- um síðustu miss- erin. Nýjasta skoðanakönnun Gallups sýnir flokkinn á góðri leið með að gufa upp. Ungir fram- sóknarmenn eru famir að örvænta um framtíð sina og óttast greini- lega að verða munaðarlausir innan tíðar. Á vefsíðu þeirra er þess kraf- ist að flokkurinn sýni meiri grimmd gagnvart íhaldinu. Þá er því haldið fram að ef flokkurinn fari ekki að sýna klærnar muni enn fleiri kjósendur missa trúna á fyrirbærinu. Góðkunningi Sand- korns benti í þessu sambandi á að vandi gæti verið hjá Framsóknar- flokki að sýna klærnar. Halldór Ásgrímsson formaður sé fyrir löngu búinn að klippa þær af við kviku... Til afa og ömmu Kristján Þór Júlíusson, stór- borgarstjóri á Akureyri, vakti athygli á dögun- um með ákvörð- un sinni um að setja bann við komu aðkomu- unglinga á tjaldstæði bæj- arins nema þeir væru i fylgd með fullorðnum eða ættu brýnt erindi. Verslunareigendur í plássinu munu margir hverjir vera æfir vegna þessa yfirgangs Kristjáns Þórs og telja sig tapa verulegum upphæðum vegna bannsins nú fyr- ir verslunarmannahelgina. Talið er að bæjarstjórinn geti átt í talsverð- um vanda við að halda landamær- um bæjarins hreinum fyrir óæski- legum aðkomulýð. Utanbæjarung- lingar muni eftir sem áður mæta þúsundum saman - allir aö heim- sækja afa og ömmu á Akureyri...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.