Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2000, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 Fréttir DV Sjóvá-Almennar bættu farþegum Vestfjarðaleiðar tjónið: Ökumaður ábyrgur - fyrir framkvæmdinni, segir deildarstjóri „Samkvæmt umferðarlögum þá er það þótaskylda ábyrgðartryggingar ökutækis sem bætir skaðann þeim sem verða fyrir tjóni í slysum eða óhöppum," segir Sumarliði Guðbjöms- son, deildarstjóri bílatjónadeildar Sjó- vár-Almennra. „Auðvitað er það þó ökumaðurinn sem ber ábyrgð á fram- kvæmdinni sem leiðir til tjóns.“ Rúta Vestfjarðaleiðar, sem lenti í Jökulsá á Fjöllum í fyrradag, var einmitt tryggð hjá Sjóvá-Almennum. Sumarliði segir að fólkið sem var far- þegar í þessum bíl fái að sjálfsögðu bætt það tjón sem það hefúr orðið fyr- ir á sínum farangri og öðru. Þegar DV ræddi við hann í gær var hann á leið norður í land til að ræða við farþeg- ana. Tveir farþeganna ákváðu að halda af landi brott en hinir héldu áfram ferðalagi sínu eftir atvikið í Lindará. „Við ætlum að reyna að gera þeim þessa íslandsferð sem bærilegasta í framhaldi af þessu en fólkið er auðvit- að fatalaust og allslaust. Við munum bregðast fljótt við að greiða úr því.“ Sumarliði vildi engan dóm leggja á af hvetju rútan hafnaði í ánni. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Húsavík virðist sem um hreint óhapp hafi verið að ræða. Bjami Höskuldsson lögreglu- varðstjóri sagði rútuna hafa verið að aka veginn með fram ánni sem flætt hafði yflr bakka sína. Bílstjórinn hafi alls ekkert verið að aka út í ána. „Áin var kolmórauð og hefur grafið undan kantinum án þess að bílstjórinn sæi það. Vatnið á veginum var þó ekki dýpra en það að steinar sem marka slóð- ina stóðu upp úr. Kanturinn gaf sig og rútan datt niður vinstra megin. Þama var það djúpt að straumurinn tók hana strax. Ef hún hefði oltið hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum." -HKr. Rútuslysið á mótum Lindaár og Jökulsár á Fjöllum: Straumurinn sleppir engu - segir annar landvörðurinn sem hætti lífi sínu til þess að hjálpa ferðafólkinu „Við létum þau hreyfa sig fyrst og fremst. Þetta snerist annars vegar um líkam- lega hreyfingu og hita og hins veg- ar um það sem var nú erfiðast í þessu, andlegu Hraustlr menn hliðina, aö telja Kári Kristjánsson þeim trú um að landvöröur sýndi þeim yrði bjarg- mikinn hetju- að þrátt fyrir að skap. rútan sykki dýpra og dýpra að framanverðu og færðist neðar og neöar i árfarveg- inn,“ segir Kári Kristjánsson, land- vörður i Hvannalindum. Hann og Elísabet Kristjánsdóttir, landvörður í Herðubreiðarlindum og öskju, sýndu mikinn hetjuskap er þau reru á litlum gúmmíbát um 60 metra út til rútunnar sem var að sökkva í beljandi strauminn í meginstreng Jökulsár á Fjöllum í fyrradag. Ástæða þess að þau fóru út að rútunni var meðal annars að láta ferðamennina vita að hjálp væri á leiðinni, en Kári hafði talað við starfsmenn Landhelgisgæslu áöur en þau Elísabet lögðu af stað út á ána og þyrlan var á leiðinni. Hávað- inn í gífurlega straumþungri ánni kom í veg fyirr að hægt væri að hrópa þessar upplýsingar til fólks- ins þar sem það sat á rútuþakinu í miðri ánni. „örvænting fólksins var oröin mikil,“ segir Kári sem hefur unnið 12 sumur sem landvörður. Elísabet, sem einnig hefur verið landvörður í nokkur ár, talar reiprennandi þýsku og kom það sér vel þar sem ferðamennimir 12 og fararstjórinn eru allir frá Aust- urríki. Bar skyida til þess Bílstjórinn, sem er íslenskur, sendi boð með hjólreiða- fólki í Herðubreið- arlindir eftir að rútan festist áður en hún tók að fljóta niður jökul- ána, en hún barst um 600 metra með straumnum. Til þess að tryggja að hjálp bærist synti hann í land í 2 stiga heitu vatninu og vann þar með mikið þrekvirki. Þegar Kári og Elísabet komu að rútunni hvolfdi bát þeirra og Kári lenti i ánni. Hann komst þó við ill- an leik upp á rútuna með hjálp El- ísabetar sem Kári segir að hafi bjargað lífi sínu. Þar stöppuðu þau Elísabet stálinu í ferðafólkið og fengu það til þess að hreyfa sig og taka lagið til þess að hita sig og halda í vonina. Þau fundu þó, eins og allt ferðafólkið á þaki rútunnar, til hræðslu. Straumurinn slepplr engu Austurrískir feröamenn voru hætt komnir þegar rúta, sem þeir voru í, fór næstum á kaf þar sem Lindaá mætir Jökuisá á Fjöllum. Landveröir á svæöinu reru um 60 metra til fölksins til þess aö stappa í þaö stálinu. „Okkur þótti okkur bera skylda til þess að koma aðstoð til þessa fólks og leggja okkar af mörkum til þess að hjálpa því, hver sem endir- inn yrði. Hann hefði orðið sá sami fyrir okkur öll,“ segir Kári. „Ég spái að enginn hefði lifað þetta af. Straumurinn sleppir engu sem hann tekur þarna.“ Þegar björgunarmenn komu með bát um þremur klukkustundum eft- ir að rútan festist var allt fólkið á rútuþakinu orðið blautt, kalt og hrakið en slapp heilt á húfi að öðru leyti. „Ég veit að þessi för okkar Elísa- betar verður gagnrýnd af einhverj- um en ég held ég segi það fyrir okk- ur bæði að við myndum bregðast eins við í sömu aðstæðum aftur,“ segir Kári. I gær hvíldu Kári og Elísabet sig svo, enda hvorugt vinnufært eftir þrekraunina. „Það er náttúrlega erfitt aö gefa fólki allan þann styrk sem maður hefur," segir Kári. Þau Elísabet vildu þakka öllum þeim sem stóðu að björguninni fyrir fagleg vinnu- brögð. -SMK Flugslysiö í Skerjafirðl Fjórir fórust í flugslysi sem átti sér staö í Skerjafiröi í síöustu viku. Líðan pilt- anna óbreytt Líðan piltanna tveggja semTifðu af flugslysið í Skeijafirði hinn 7. ágúst síðasfliðinn er óbreytt, en þeir slösuð- ust báðir alvarlega. Að sögn læknis þeirra á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi er piltunum enn haldið sof- andi í öndunarvélum. Þeir eru báðir 17 ára gamlir. Sex manns voru um borð í vélinni er hún steyptist ofan i Skeijafjörðinn og létust flugmaðurinn og hinir þrir farþegamir af völdum slyssins. í tilkynningu sem Rannsóknamefiid flugslysa sendi frá sér í þessari viku segir að enn hafi rannsóknin ekki leitt í ljós neinar aðrar bilanir en þær sem skýrast af árekstrinum við hafllötinn. Rannsóknum á flakinu er ekki lokið. -SMK DV-MYNDIR SIGURÐUR K. HJÁLMARSSON Til minningar um fallna í umferðinni PV. SUDURLANDI: Við slysstaðinn á Strönd, skammt frá Hellu, hafa vinir og fé- lagar unga fólksins sem lést í um- ferðarslysi í síðustu viku komið fyrir blómum og skreytingum í virðingarskyni. Mörg ungmenni hafa fallið á undanfomum dögum í nokkrum hryggilegum slysum sem hafa riðið yfir og almenningi líður illa yfir váfregnunum. Eins og sjá má hefur krossi verið komið fyrir á slysstaðnum og þar er mikil blóma- fjöld en vegaskiltið hefur verið skrýtt blómum til minningar um þijár ungar manneskjur sem létu lífið þama í hörðum árekstri bíla. Á Hellisheiði getur síðan að líta enn eina váfregnina - skiltið þar sem greint er frá dauðsfollum í um- ferðinni. -SKH Vcöriö i kvold SolarfíiiiiRur oj; sjavarfoll ■ Veöriö a inorgim REYKJAVIK Sólarlag i kvöld 21.32 Sólarupprás á morgun 05.32 Síödeglsflóö 20.28 Árdeglsflóö á morgun 08.47 Skýrlngar á veöurtáknum Kvindatt IflV-Hm 10° VINDSTYRKUR NvfrqST AKUREYRI 21.26 05.07 01.01 13.20 4: il £) i motrum á sekiindu & HEIÐSKÍRT o Lngfr í kvöld Norölæg átt, víöa 8 til 10 m/s, en lægir í kvöld. Súld eöa dálítil rigning á noröaustanveröu landinu en yfirleitt léttskýjaö sunnan- og vestan til. Hiti 6 til 17 stig, mildast sunnanlands. LÉTTSKÝJAÐ HÁLF SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ Á? RIGNING W SKÚRIR W Q SLYDDA SNJÓKOMA liO; V ~ ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Ofært í Hrafntinnusker Allir helstu þjóövegir landsins eru greiðfærir. Restir hálendisvegir eru færir jeppum og stærri bílum.Ófært er í Hrafntinnusker og vegur F88 í Heröubreiöarlindir er enn lokaöur við Lindaá vegna vatnavaxta. •tu þpr tll anoAÖ iraffi«ii«ifiinMiii'aii,iiiBiiTOBmmBHmi Bjartviðri Fremur hæg breytileg átt eöa hafgola og bjartviöri á morgun. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast inn til landsins. ;~iiíml'iihiUur Vindur; viv 4—6rn/a Hiti 0° til 18° Hltl 10* tll 20* Fremur hæg vestlæg eóa breytlleg átt. Skýjaó vestanlands og dálltll súld Suövestlæg átt og rignlng vló ströndlna en víóa meó köflum sunnan- og lóttskýjaó I öórum vestanlands en aö mestu landshlutum. þurrt noróaustan tll. Hltl lOtil 20 Suövestlæg átt og rignlng meö köflum sunnan- og vestanlands en aö mestu þurrt noröaustan tll. Hlýjast á Noröaustur- og Austuriandl. AKUREYRI BERGSTAÐIR BOLUNGARVÍK EGILSSTAÐIR KIRKJUBÆJARKL. KEFLAVÍK RAUFARHÖFN REYKJAVÍK STÓRHÖFÐI BERGEN HELSINKI KAUPMANNAHÖFN ÓSLÓ STOKKHÓLMUR ÞÓRSHÖFN ÞRÁNDHEIMUR ALGARVE AMSTERDAM BARCELONA BERLÍN CHICAGO DUBUN HALIFAX FRANKFURT HAMBORG JAN MAYEN LONDON LÚXEMBORG MALLORCA MONTREAL NARSSARSSUAQ NEW YORK ORLANDO PARÍS VÍN WASHINGTON WINNIPEG It'fMf.' úrkoma súld skýjaö léttskýjaö léttskýjaö súld hálfskýjaö hálfskýjaö skýjaö léttskýjaö skýjaö skýjaö heiösktrt léttskýjaö rign. þoka heiösktrt skýjaö hálfskýjaö þoka skýjaö skýjaö léttskýjaö heiöskírt heiöskírt skýjaö heiöskírt skýjaö léttskýjaö 6 5 4 6 8 7 7 5 7 11 skýjaö þokumóða 14 15 11 16 14 10 21 15 þokumóöa 21 16 þokumóöa 19 9 15 17 13 7 14 14 22 11 6 22 22 15 24 l»ri’l YMNIUW rilA VUHJHMOI u I5LAND5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.