Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2000, Blaðsíða 9
9 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 X>V_________________________________________________________________________________________________Neytendur Síðasta vígið að falla? Þær fréttir berast nú að Bónus hugleiði alvarlega að taka upp kreditkort sem greiðslumiðil en fyr- irtækið hefur barist hart gegn því alla tíð og borið fyrir sig þau rök að greiðslukort auki kostnað verslunar- innar og hækki þar með vöruverð. Líklegt er að af þessum breyting- um verði enda íslendingar flestum ef ekki öllum duglegri að nota greiðslukort til viðskipta og nokkuð víst að Bónus hafl orðið af all- nokkrum viðskiptum vegna afstöð- unnar. Kortin h£ifa ekki náð eins mikilli útbreiðslu erlendis og marg- ar matvöruverslanir taka ekki við þeim. í stórverslunum, þar sem eru sérstakar matvörudeildir, er víða hægt að nota kortin í öllum deildum nema matvörudeildinni og þykir það sjálfsagt mál að greiða matinn ofan í sig með reiðufé en ekki að skuldfæra hann fram í tímann. „Við erum að vinna í þessum kortamálum og erum að reyna að fá kortafyrirtækin til að samþykkja að við leggjum ákveðna þóknun á við- skiptin og teljum miklar líkur til að það takist,“ segir Guðmundur Mart- Koma kortin? Þaö er líklegt aö Bónus takl upp kreditkort innan skamms. Skyldi vöruverd hækka? Eða tekst Bónusmönnum aö knýja fram þær breytingar aö þeir sem nota kort greiöi fyrir þaö? einsson hjá Bónus. „Þó svo það tak- ist ekki þá ætlum við samt sem áður að taka kortin inn en kostnað- urinn fer ekki út í verðlagið þar sem við teljum okkur ná auknum viðskiptum með því að nota þau og það hefur ákveðna hagræðingu i for með sér.“ Hér gildir sú regla að ekki má hækka verð þegar greitt er með korti, þó svo það megi víða annars staðar á þeim forsendum að meiri kostnaður fylgi því að greiða á þennan hátt. Á meðan svo er fer kostnaðurinn í heild beint úr í verð- lagið og allir neytendur greiða hann, hvort sem þeir nota reiðufé eða kort. Þetta er auðvitað alveg út i hött og engin ástæða til að kredit- kortafyrirtækjunum leyfist aö stjóma því. Þeir sem greiða með peningum, sem enn er langódýrasta leiðin til að greiða fyrir vörur, þrátt fyrir allt, eiga að njóta þess en þeir sem fá peninga að láni með því að greiða með korti eiga að greiða fyr- ir það. -vs Það er gott... ... að skræla og stappa kartöflur sem soðið hafa of lengi. Hræra sam- an við þær smávegis af mjólk, ofur- litlu smjöri og einni eggjarauðu. Sprauta þeim síðan á bökunarplötu og baka í um það bil 10 mínútur við góðan hita. Útkoman er bragðgott meðlæti með aðalréttinum. ... að brjóta marensinn í litla bita ef hann hefur slysast til að brotna þegar hann var tekinn af plötunni. Svo má setja hann í litlar skálar ásamt ávöxtum eða sælgæti og sprauta yfir með þeyttum rjóma. Þannig er kominn fyrirtaks eftirrétt- ur eða kökur á kaffiborðið. ... að nota rjóma sem orðinn er svolítið súr sem sýrðan rjóma í pott- rétti. Þá eru fyrst settar tvær tsk. af sítrónusafa saman við rjómann og hann verður alveg fyrirtaks bragð- bætir. -vs í skólanum... Til starfa Skólinn er vinnustaöur barnanna ekki síöur en kennaranna. Þessir krakkar eru heilbrigðir og hraust- ir og njóta þess aö vera i skóianum. Þegar líður á sum- arið fara foreldrar og böm að huga að skól- anum - hvemig hann verði, hvað eigi að kaupa, tískuna í skóla- töskum (jú, það er tíska þar líka) og stíla- bókum. Kennarar mæta til starfa í síðustu viku ágústmánaðar og fara þá að útbúa lista fyrir bekkina um það hvað á að kaupa, væntan- lega í samræmi við það sem kenna á um veturinn. Við skólasetningu er bömunum svo afhentur þessi listi og þá hefst martröðin. Nemendur og foreldrar þeirra þyrpast út, aka eða ganga í bókabúðir og stórverslanir sem selja skólavörur til þess að kaupa eftir listanum. Umferðartepp- ur myndast og langar biðraðir sem reyna á taugamar verða til í verslun- um. „Þetta er allt hluti af hefðinni og „rituatalinu" sagði einn fyrrverandi kennari og brosti þegar Neytendasíð- an spurði hvers vegna þetta væri svona. „Það er ákveðin stemning sem myndast og allir hafa gaman af.“ Sumir skólar kaupa sjálfir inn En ekki hafa allir gaman af þessu og það er alveg óskiljanlegt af hverju ekki er hægt að hafa þessa lista til- búna að vori svo foreldrar geti notað sumarið til að bera saman verð og gæði, kaupa í rólegheitum einn og einn hlut ef þeim sýnist svo og eiga svo allt tilbúið að hausti. Það eru ekki miklar breytingar á þessum list- um frá ári til árs, enda yfirleitt svip- að kennsluefni, og það ætti ekki að vera mikill vandi að eiga listana til- búna - setja þá á Netið ef vill. Flestir hafa orðið aðgang að því og ef eitt- hvað sérstakt þarf að kaupa þá er bara hægt að bæta þvi við eftir þörf- um þegar líður á veturinn. Óreyndir foreldrar vita t.d. ekki að sumt af því sem á listanum er þarf bamið ekki að nota fyrr en nokkrar vikur eru liðnar af skólatímanum og vel hægt að bíða með að kaupa það. Einnig er það líklegra þegar liður á haustið að barnið sé tilbúið að nota eldri hluti og notaða fremur en í byij- un skólaárs þegar þaö vill bara fá nýja hluti cg er ekki til mnræðu um að nota eitthvað sem var til í fyrra. Undantekningar eru þó frá þessu. Nokkrir skólar láta greiða pappírs- kostnað og kaupa sjáffir það sem bömin þarfnast og afhenda þeim eft- ir þörfum.' Aðrir afhenda listana bókabúðum í nágrenninu, sem hafa tilbúna pakka með viðkomandi vörum, en þó ekki fyrr en á þessum ákveðna degi, skólasetningardeginum. Krafa foreldra hlýtur að vera sú að hægt verði að nálgast þessa inn- kaupalista fyrr og það hlýtur að vera hægt að breyta þessu án þess að það valdi of mikilli aukavinnu hjá kenn- urum, þó svo hefðin krefjist þess að nokkur þúsund foreldrar og böm fari af stað á sama tíma til að kaupa söm- ur vörur... -vs Nýtt - reykingarpoki fyrir mat í grillblaðinu sem fylgdi DV á dögunum var sagt frá frábærri nýj- ung, poka til reykingar og reyk- steikingar á mat. Margir lesendur hafa haft samband við blaðið til að leita upplýsinga um það hvar þessi poki fæst og nú hefur Neytendasíð- an haft uppi á honum. Pokinn er tvöfaldur og á milli laga eru reyk- ingarspænir og sykur sem gefur matnum gott bragð. Innflytjandinn er Öryggi og Vöm, sem er í síma 5515287, og þar feng- ust þær upplýsingar að þessa ágætu poka hefði verið hægt að fá um tíma hér á landi. Með pokanum eru ein- faldar leiðbeiningar á íslensku, bæði um pokann sjálfan og eldun ýmissa matartegunda í honum. Pok- ann er hægt að nota í venjulegum heimilisofni, eldstó eða ami og á grilli og tekur um 25 mín. að elda 1 kg af flski, 75 mín. 1 kg af kjúkling- um og um 80 mín. 1 kg af kjöti. -vs J HUSGAGNAVERSLUN 5) op' ð v\vKa daSa 10 .18*30 V.au9a tdaða 11^16 Sunn' ^udaO3 13 -16 Sófasett SVcápaV StóVa* 10-50% Stendur til 27. ágúst iunú Smiöjuvcgur 2 • www.jsg.is • s. 587 6090 M.vjptCp.m raögreiðslur, 36 mán.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.