Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2000, Blaðsíða 7
7 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 I>V Fréttir Óvissa um mannaráðningar í grunnskólum Reykjavíkur: Bolungarvík: Fræðslustjóri Reykjavík- urborgar, Gerður G. Ósk- arsdóttir, segir að meira verði um ráðningar leið- beinenda í grunnskólum Reykjavlkur nú en á síð- asta ári. „Ég kynnti það i fræðslu- ráði nú í vikunni að þann 14. ágúst vantaði 68 kenn- ara til starfa í Reykjavík. Þá vantaði 65 manns í önn- ur störf, svo sem skólaliða, gangaverði, stuðningsfulltrúa og 14 manns í ræstingu. Á sama tíma í fyrra vantaði 53 kennara og 86 aðra starfsmenn en þá var ekki búið að ráða eins mikið af leiðbeinendum og nú. Staðan er þvi mun verri núna hvað kennara áhrærir. Ég held að það séu þrjár megin- skýringar á skorti á kennurum. í fyrsta lagi er góðæri í landinu og auðvelt að fá starf. Það er mikil eft- irspum eftir vinnuafli hjá öllum - hærra hlutfall leiðbeinenda en í fyrra, segir fræðslustjóri Gerður sagðist ekki sjá það enn . Gerður G. Óskarsdóttir. fyrirtækjum og stofnunum. Kennarastarfið er lægra launað en störf flestra ann- arra háskólamenntaðra stétta. í öðru lagi hefur verið mikil þensla í skólakerflnu á undanförnum árum. Skóladagurinn hefur lengst til muna, það hafa bæst við margs konar stundir vegna sveigjanlegs skólastarfs. Þá hafa stjórnunarstörf, náms- ráðgjöf og fleira, sem kennarar hafa sinnt, einnig bæst við. Það útskrif- ast hins vegar alltaf jafnmargir kennarar og hafa gert síðustu þrjá áratugi. í þriðja lagi skiptir fölk um störf í ríkara mæli en áður og það á líka við um kennara. Það er fjöldi kenn- ara við störf í öðrum greinum at- vinnulífsins sem ég vildi gjaman sjá í kennslu. Það er ljóst aö við fáum ekki fleiri menntaða kennara fyrir haustið og því verða leiðbeinendur ráðnir í þær stöður sem ekki er þegar búið að ráða í. Hlutfall leiðbeinenda mun þvi hækka, en það var 5% í Reykja- vik í fyrra.“ hvort hægt yrði að manna allar stöður í skólunum. Það væri slegist um gott fólk á vinnumarkaði og nú væri að renna úr stundaglasinu en kennsla hefst 1. september. -HKr. Bíll í klessu Mikil mildi er talin að ekki fór verr þegar bifreið slengdist utan í grjóthleðslu við bensínstöðina í Bol- ungarvík um eittleytið í fyrrinótt. Bíllinn er gjörónýtur, en þrjú ung- menni sem í honum voru sluppu með minni háttar skrámur. Ekki er ljóst hvað olli óhappinu, en bíllinn mun hafa lent í lausamöl með þeim afleiðingum að ökumaður missti stjóm á honum. Hann fór utan 1 grjóthleðsluna í vegkantinum og síðan ljósastaur. Læknir skoðaði ungmennin sem lentu i óhappinu, en þau fengu sið- an að fara heim. Loka varð götunni meðan bíllinn var fjarlægður. -JSS DVWYND TEITUR Baldur æföur Einn af átján slagverksleikurum Sinfóníunnar á æfingu á Baldri eftir Jón Leifs í Laugardalshöll. Rausnarlegir hljóðfæraleikarar í Sinfóníunni: Gefa aðra sýninguna - á Baldri eftir Jón Leifs Hljóðfæraleikarar fá greitt sam- kvæmt samningi fyrir æflngar og flutning á Baldri en þeir gefa hins vegar síðari sýninguna á morgun," sagði Helga Hauksdóttir, tónleika- stjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands. „Það er framlag þeirra til Menning- arborgar 2000 og i raun mjög rausn- arlegt af þeim.“ Baldur eftir Jón Leifs verður frumfluttur í Laugardalshöllinni á morgun, klukkan 17, en verkið tek- ur um klukkustund í flutningi. Önn- ur sýning verður svo klukkan 21 annað kvöld en þá leika hljóðfæra- leikaramir ókeypis fyrir menning- arborgina. „Þá eru þeir búnir að æfa þetta og leika einu sinni og þurfa í raun aöeins að mæta í klukkustund og endurtaka leikinn," sagði Helga Hauksdóttir. Aðeins verða seldir 1500 miðar á hvora sýningu þar sem sýningar- sviðið spannar nær því allan gólfflöt Laugardalshallarinnar: „Þetta verð- ur stórbrotin sýning og eitt það merkilegasta sem hér hefur gerst í menningarlífinu," sagði Helga Hauksdóttir, tónleikastjóri Sinfóní- unnar. -EIR Sláttur við þjóðveginn Mikill skortur á fag- menntuðum kennurum 17.-26. ágúst HAUST UTSALA afsláttur DV-MYND SIGURÐUR K. HJÁLMARSSON Punturinn hverfur frá stikunum Menn Landgræöslunnar mættir til aö slá punt- inn í vegkantinum undir Eyjafjöllum. DV, SUDURLANDI:___________ í fyrradag var unnið við að slá grasið frá vegstikun- um undir Eyjafjöllum. Myndin er tekin vestan við írá. Það era menn Land- græðslunnar sem koma einu sinni á hverju sumri og slá kantana. Gylfi Júlíusson, um- dæmisstjóri Vegagerðar- innar i Vík, segir að þetta sé gert vegna snjósöfhunar sem hætta er á að verði mikil í kringum hávaxinn puntinn. Enn ffernur er hætta á að vegstikumar hverfi í grasið. Gylfi segir að kindur sjáist í þess- um vegagróðri. Hann segir að búpen- ingurinn sé mikið vandamál við vegi á Suðurlandi eins og annars staðar. Við vegina megi oft sjá hesta og kálfa, auk kindanna. Þetta væra aðeins ör- fáir bændur sem ættu þennan búpen- ing sem þeir óbeint beittu á gróður við vegina. Allflestir bændur pössuðu betur upp á bústofninn. -SKH Boltar, íþróttaskór, hiaupaskór, gönguskór, sandalar, hlaupafatnaður, i sundfatnaður, bolir, peysur, flísfatnaður, buxur, jakkar, gallar, regnfatnaður, golfvörur, stangveiðivörur, Gore-tex jakkar, bakpokar, svefnpokar, tjöld, prímusar, Fjallraven fatnaður, línuskautar ofl. ÚTILÍF I ■/< GLÆSIBÆ Sími 545 1500 • www.utilif.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.