Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2000, Blaðsíða 22
26 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 Ættfræði_________________ Umsjón: Helga D. Sigurdardóttir 85 ára_______________________________________ Sigurlaug Valdemarsdóttir, Flúðabakka 4, Blönduósi. 80 ára_______________________________________ Ágústa Gamalíelsdóttir, Stigahlíð 30, Reykjavík. Gunnar Jóhannsson, Blikabraut 10, Keflavík. Gunnar verður að heiman á afmælisdaginn. Oddný Þorkelsdóttir, húsmóðir og píanóleik- ari, Skúlagötu 15, Borgarnesi. Eiginmaður hennar er Jón Kr. Guðmundsson pípulagningameist- ari. Þau taka á móti gestum á heimili sínu á afmælisdaginn. Sesselja Guðmundsdóttir, Kleppsvegi 6, Reykjavík. 75 ára______________________________________ Arni Melstaó Sigurösson, Aðalgötu 13, Blönduósi. Eyjólfur Bjarnason, Frostafold 20, Reykjavfk. Jón Traustason, Borgarholtsbraut 55, Kópavogi. 70 ára______________________________________ Halldóra Gunnarsdóttir, Kirkjubraut 28, Höfn. Una Elnarsdóttir, Sólbakka 3, Breiðdalsvík. 60-ára______________________________________ Anna Mary Gísladóttir, Höfðahlíð 3, Akureyri. Grétar Jón Magnússon, Sóiheimum 35, Reykjavík. Guörún K. ísaksdóttir, Ægissíðu 23, Grenivík. Sverrir Ingólfsson, Granaskjóli 7, Reykjavík. Unnur Ragnarsdóttir, Suðurgötu 78, Hafnarfirði. Þór Ingl Erlingsson, Réttarbakka 21, Reykjavfk. 50 ára______________________________________ Ágústa S. Gunnlaugsdóttir, Álftalandi 13, Reykjavík. Guöbjörg Guömundsdóttir, * Furugrund 36, Kópavogi. Guöjón Gunnlaugsson, Stigahlíð 59, Reykjavfk. Helgi Magnússon, Veghúsum 25, Reykjavfk. Helgi Ragnar Guðmundsson, Vogagerði 17, Vogum. Hrönn Ríkharðsdóttir, Lyngbarði 9, Hafnarfirði. Lýöur Guðmundsson, Hraunbæ 63, Reykjavík. Sigrún I. Siguröardóttir, Einimel 1, Reykjavik. Siguröur Jarlsson héraösráöunautur, Stórholti 7, ísafiröi. Sigurður verður að heim- an á afmælisdaginn Sigurmann Rafn Stefánsson, Fagrahvammi 11, Hafnarfirði. Sævar Sigursteinsson, Setbérgi 11, Þorlákshöfn. 40 ára______________________________________ Aldis Björg Arnardóttlr, Goðatúni 26, Garðabæ. Einar Örn Elnarsson, Ægisstfg 7, Sauðárkróki. Elísabet Árnadóttir, Hrfsmóum 4, Garðabæ. Gestur jvar Elíasson, Fagraholti 8, isafiröi. Gísli Guölaugur Sveinsson, Móasfðu 4d, Akureyri. Hallur Pálsson, Nausti, Grundarfirði. Hildur Berglind Búadóttir, Arnarsíðu 4f, Akureyri. Hnikarr Antonsson, Álakvísl 10, Reykjavík. Kolbrún Elsa Jónsdóttir, Garðhúsum 24, Reykjavik. Kristlnn Jóhann Níelsson, Hlégerði 2, Hnffsdal. Oddgeir Gylfason, Viðarási 18, Reykjavík. Sigríöur H. Gunnarsdóttir, Sólvallagötu 39, Reykjavfk. Sigurlína Björg Hauksdóttir, Foldasmára 8, Kópavogi. Sonja Jónasdóttlr, Tómasarhaga 41, Reykjavfk. Stefanía Sigrún Björnsdóttir, Bjarnastaðavör 2, Bessastaðahreppi. Vilborg Þorsteinsdóttir, Vestmannabraut 46a, Vestmannaeyjum. Ekkert varöandi kynlífiö er okkur óviökomandi. Troðfull búö af spennandi unaösvörum ástalífsins fyrir dömur og herra. Opib Tián.-fös.10-'I8i^-U«V M t t laug.10-16 j©J FákaferM 9 • S. 553 1300 DV Þór Ingi Erlingsson offsetprentari Þór Ingi Erlingsson offsetprent- ari, Réttarbakka 21, 109 Reykjavík er sextugur í dag. Starfsferill Þór Ingi fæddist á Hvolsvelli og ólst þar upp til sex ára aldurs en hefur síðan átt heima í Reykjavík. Þór Ingi lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla verknáms. Hann hóf nám í offsetprentun hjá Litbrá árið 1957, lauk sveinsprófl árið 1961 og meistaraprófi árið 1964. Hann vann í Litbrá til ársins 1967, í Prentsmiðjunni Grafík árin 1967-1989 og síðustu ár hefur hann starfað hjá Prentsmiðjunni Odda. Þór hefur starfað í Kiwanishreyf- ingunni frá árinu 1981 og sinnt þar hinum ýmsum trúnaðarstörfum. Hann er einnig félagi í Oddfellow- reglunni á Islandi. Fjölskylda Þann 10.4. 1965 gfftist Þór Mar- gréti Sigurðardóttur, f. 26.5. 1944, útibússtjóra í íslandsbanka. For- eldrar hennar voru Sigurður Hall- dórsson, f. 11.8. 1894, d. 16.3. 1978, verkstjóri í Reykjavík, og Marólína G. Erlendsdóttir, f. 13.11. 1900, d. 23.5. 1973, húsmóðir. Böm Þórs Inga og Margrétar eru Erlingur Ragnar, f. 31.10. 1964, prentari, kona hans er Guðný Sig- þórsdóttir, f. 9.4. 1964, verslunar- maður, þau eiga bömin Margréti Ósk, f. 26.2. 1991, og Þór Inga, f. 11.11.1994, og eru búsett í Kópavogi; Sigurður Rúnar, f. 10.8. 1972, verka- maður, kona hans er Fríða Guð- laugsdóttir, f. 7.2. 1972, þau eiga dótturina Hrafnhildi Sól og eru bú- sett í Reykjavík; Helgi Þór, f. 16.2. 1977, lagermaður, unnusta hans er Inga Birna Sveinsdóttir, f. 10.1.1978, nemi, þau búa í foreldrahúsum. Systkini Þórs Inga eru Vigdís, f. 29.7. 1943, skrffstofumaður í Kefla- vík; Kristrún, f. 19.1. 1949, fram- kvæmdastjóri í Bandaríkjunum; Jón Sverrir, f. 31.5. 1952, mælinga- maður í Reykjavík; Kjartan Ragnar, f. 14.8. 1956, matreiðslumaður á Hellu; Grétar Öm, f. 8.9.1960, þjónn í Danmörku. Foreldrar Þórs voru Erlingur Dagsson, fyrrverandi aðalbókari, og Ragnheiður Jónsdóttir húsmóðir. Þau voru búsett á Hvolsvelli árin 1938-1946 og síðan í Reykjavik. Ætt Föðurforeldrar Þórs voru Dagur Brynjóffsson bóndi og Kristrún Guðjónsdóttir, húsmóðir í Gaul- verjabæ. Dagur var sonur Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi í Gnúp- verjahreppi og Guðrúnar Gísladótt- ur. Kristrún var dóttir Guðjóns Þor- steinssonar, bónda í Gröf í Hruna- mannEihreppi, og Ingunnar Guð- mundsdóttur húsfreyju. Móðurforeldrar Þórs voru Jón Þorvarðarson, Mið-Meðalholtum í Gaulverjabæjarhreppi og Vigdís Helgadóttir húsfreyja. Jón var son- ur Þorvarðar Jónssonar bónda í Mið-Meðalholtum og Vigdísar Magnúsdóttur húsfreyju. Vigdís, amma Þórs var dóttir Helga Jóns- sonar, bónda á Ósabakka á Skeið- um, og konu hans, Kristjönu Frið- riku Einarsdóttur. Þór Ingi mun dvelja ásamt fjöl- skyldu sinni i sumarbústað sínum í Gnúpverjahreppi um helgina. Áttatíu og fimm ára Jóhanna Sigurlaug Valdemarsdóttir húsmóöir Jóhanna Sigurlaug Valdemars- dóttir húsmóðir, Hnitbjörgum, Flúðabakka 4, 540 Blönduósi er átta- tíu og fimm ára í dag. Starfsferill Sigurlaug fæddist á Blönduósi, ólst þar upp og hefur alla tíð átt þar heima. Að bamaskólagöngu lokinni vann hún kaupavinnu í sveit en hún hefur einnig unnið við ræsting- ar og önnur tiffallandi verkakonu- störf, en aðalstarf hennar i gegnum tíðina hefur verið húsmóðurstarfið. Sigurlaug hefur um árabil verið virkur félagi í Kvenfélaginu Vöku á Blönduósi og er nú heiðursfélagi þess. Fjölskylda Eiginmaður Sigurlaugar var Jón Sumarliðason, f. 21.9. 1915, d. 27.10. 1986, verkamaður og bóndi. Hann var sonur Sumarliða Tómassonar og Jakobínu Jónsdóttur á Blöndu- ósi. Sigurlaug og Jón eignuðust börn- in Sigmar, f. 18.1. 1943, d. 18.9. 1986, hann var gfftur Sigrúnu Kristófers- dóttur læknaritara, böm þeirra em Anna Kristrún, f. 13.1. 1968, og Jón Kristófer, f. 16.3.1972; Jakob Vignir, f. 14.3. 1945, d. 15.12. 1992; Jóhann Baldur, f. 23.6. 1948, var gfftur Agöthu S. Sigurðardóttur ljósmóð- ur, böm þeirra eru Jóhanna, f. 24.4. 1979, Stefanía Ellý, f. 5.5. 1980, og Sigrún, f. 18.4. 1988; Kristín, f. 7.8. 1949, gfft Emi Sigurbergssyni skóla- stjóra, börn þeirra eru Sigur- laug, f. 21.8. 1970, og Guðmundur Ingi, f. 26.6. 1979; Kristinn Snæv- ar, f. 24.4. 1952, gfftur Jónu Björgu Sætran kennara, böm þeirra em Hjalti Freyr, f. 6.9.1973, og Lóa Guðrún, f. 3.7. 1977. Sigurlaug á að auki sex bama- bamabörn. Systkini Sigurlaugar: Sigfús Bergmann, f. 5.12. 1911, nú látinn, hann var verkamaður á ísaflrði; Helga Sigríður, f. 22.9.1913, nú látin, hún var húsmóðir á Blönduósi; Jón- ína Guðrún, f. 29.11. 1916, húsmóðir, Sæborg, Skagaströnd. Foreldrar Sigurlaug- ar voru Valdemar Jó- hannsson, f. 6.12. 1888, d. 16.12.1975, verkamað- ur, og Sigríður Helga Jónsdóttir, f. 30.9. 1887, d. 17.8. 1973, húsmóðir. Ætt Foreldrar Valdemars, foður Sig- urlaugar, voru Sigurlaug Jóhanns- dóttir og Jóhann Jóhannsson póst- ur. Systkini Valdemars vom Mar- grét og Hermann. Foreldrar Sigríð- ar Helgu, móður Sigurlaugar, voru Jón Sigfússon og Guðbjörg Baldurs- dóttir. Sigríður Helga var einbimi. Merkir íslendingar Loftur Guðmundsson Loftur Guðmundsson ljósmyndari fæddist 18. ágúst árið 1892 og því era í dag liðin slétt 108 ár frá fæöingu hans. Loftur var sonur Guðmundar Guðmundssonar, bónda í Hvammsvík í Kjós og síðar verslunarmanns í Reykjavík, og konu hans, Jakobínu Jóhsdóttur á Valda- stöðum í Kjós. Loftur fluttist með foreldrum sínum til Reykjavíkur flmm ára gamall árið 1897. Hann vann i Kjötverslun Tómas- ar Jónssonar og stofnaði síðan eigin verslun ásamt öðmm manni og seldi honum sinn hluta síðar meir. Árið 1913 tók Loftur við gosdrykkjagerð- inni Sanitas af Gfsla bróður sínum og rak hana fram til ársins 1924. Árið 1921 fór Loftur til Kaupmannahafnar og lagði stund á ljósmynda- og kvikmynda- gerð en hann hafði lauslega fengist við hvort tveggja áður. Árið 1925 stofnaði hann Ljósmynda- stofu Lofts og rak hana til æviloka. Loftur var konunglegur ljósmynd- ari sænsku hffðarinnar árið 1930. Hann var frumkvöðull í íslenskri kvikmyndagerð og gerði bæði heim- ildamyndir og leiknar myndff eftir eigin sögum. Hann fékkst einnig við tónsmíðar. Loftur var að auki einn af stofnend- um knattspymufélagsins Vals. Hann lést þann 4. janúar árið 1952. 'oD c (n '>» ■OJD 3 fö 'CB E </> Þú nærð alltaf 550 5000 alla virka daga kl. 9-22 sunnudaga kl. 16-22 sambandi við okkur! (Q) dvaugl@ff.is hvenær sólarhringsins sem er 550 5000 Vilhjalmur Vilhjalmsson er látinn. Jónas Ingvarsson, Þóristúni 5, Selfossi, lést á Sjúkrahúsi Suöurlands þriöjudag- inn 15.8. Bjarni Ingimar Júlíusson, Hagamel 30, Reykjavlk, andaöist miövikudaginn 16.8. Guðjón Magnússon bóndi frá Hrútsholti, Ánahlíö 14, Borgarnesi, lést á Sjúkra- húsi Akraness þriöjudaginn 15.8. Jónína Kristjánsdóttir, Klængshóli I Skíðadal, andaðist þriöjudaginn 15.8. Poul Sandvig Pedersen, Hvidovre, Dan- mörku, lést mánud. 31.7. á heimili sínu. Jaröarförin hefur fariö fram. Vilhjálmur H. Jóhannesson, Elliheimilinu Grund, lést þann 4.8. Útförin fór fram I kyrrþey. Jarðarfarir Ragnar Þorgrímsson, fýrrv. eftirlitsmaö- ur SVR og ökukennari, Árskógum 8, verður jarösunginn frá Laugarneskirkju föstudaginn 18. ágúst. Jón Andrésson, Gyöufelli 16, veröur jarðsunginn frá Víðistaöakirkju föstudag- inn 18.8. kl. 13.30. Sigurður Rósberg Traustason veröur jarösunginn frá Fríkirkjunni I Reykjavík mánudaginn 21.8. kl. 13.30. Ólöf Ingvarsdóttir, Miklubraut 54, Reykjavík, veröur jarösungin frá Háteigs- kirkju föstud. 18.8. kl. 13.30. Sigríður Jónsdóttir, Klambraseli, veröur jarösungin frá Grenjaðarstaöakirkju laug- ardaginn 19.8. kl. 14.00. Þórhallur Benediktsson frá Beinárgeröi, Miðgarði 5b, Egilstööum, veröurjarö- sunginn frá Egilsstaðakirkju laugardag- inn 19.8. kl. 14.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.