Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2000, Blaðsíða 10
10 ___________________________FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 Útlönd I>V A1 Gore á lokadegi þings demókrata: Sannfærði flokksmenn A1 Gore kom, sá og sigraði á flokksþingi demókrata í gær. Margir af flokksmönnum hans höfðu haft efasemdir um það að Gore tækist að sannfæra þjóðina og hreppa forsetaembættið þann 7. nóvem-ber nk. en nú virðist sem Gore hafi tekist að snúa fólki á sitt band. „Ef þið treystið mér fyrir forsetaembættinu veit ég að ég mun ekki alltaf verða skemmtilegasti stjómmálamaðurinn. Þó heiti ég því að ég mun starfa fyrir ykkur dag og nótt og aldrei valda ykkur vonbrigðum,“ sagði Gore í ræðu sinni í gær við gríðarleg fagnarlæti samflokksmanna sinna. í ræöu sinni fór Gore einnig út í smáatriði stefnumála sinna. Hann ræddi tæknivæðingu skólakerfisins, nauðsyn þess að styrkja heilbrigð- iskerfið, hækka lægstu laun og halda við hinum sterka efnahag Bandaríkjanna. Hann skoraði á George W. Bush, frambjóðanda repúblikana, að kynna helstu stefnumál sín. „Ég trúi því aö almenningur eigi að vita nákvæmlega hvað það sem frambjóðandi hefur fram að færa. Kjósendur eiga að geta valið frambjóðanda eftir skoðun sinni á málefnum hans.“ Skoðanakannanir sýna að almenningur styður Gore í fjölmörgum málefnum hans en styður Bush sökum þess að þeim þykir hann viðkunnalegri. Gore nýtti sér ekki flokksþingið til þess að svipta hulunni af einhverjum nýjum baráttumálum heldur reyndi hann að kynna þau mál sem hann hefur lagt mesta áherslu. „Ég mun útvega öllum börnum leikskóla, auka fjölda löggæslu- manna á götum okkar, berjast gegn hryðjuverkum, borga niður þjóð- arskuldir og reyna að breyta stjórnarskránni til þess að verja frekar fómarlömb glæpa.“ Málefnalegur Demókrötum þótti Ai Gore vera málefnalegur á lokadegi flokksþingsins í gær. þá hlaut hann formlega tilnefningu flokksins. Gore talaöi um málefnin sem hann hyggst beita sér fyrir í ræöu sinni og foröaöist aö reyna vera sniöugur. Nynasistar minnast Rudolf Hess 1 gær: 14 ára drengur handtekinn í Jena Plaköt og dreifimiðar sem lofuðu Rudolf Hess, fyrrum nasistafor- ingja, var dreift víðs vegar um Þýskaland í gær - þegar 13 ár voru liðin frá dauða hans. Sl. miðvikudag handtók lögreglan í Rostock þrjá menn sem voru í göngu nýnasista og kærði þá fyrir að vera með merki eða tákn kyn- þáttahaturs og nasista. Þá var 14 ára drengur handsamaður í austurþýska bænum Jena fyrir að hafa undir höndum 1200 límmiða með myndum af Hess. Þýska stjómin hét því einnig að veita 75 milljónir marka aukalega á næstu þremur árum til þess að til þess að berjast gegn áróðri hægri öfgahópa. Fénu veröur varið til samfélagslegra verkefna og við- fangsefna innan menntakerfisins. Þrátt fyrir aukna umfjöllun fjöl- miðla er ekki talið að árásir nýnas- ista hafi aukist undanfarin tíu ár. Staðið vörð Lögregia stóö vörö um gröf Hess í gær þegar 13 ár voru liöin frá dauöa hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.