Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 JOV Fréttir ^ Orð Alfreðs Þorsteinssonar í DV yfirheyrslu valda titringi: Óskhyggja um brest í stjórnarsamstarfinu - segir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra Alfreð Þorsteinsson, framsóknar- maður og borgarfulltrúi R-lista, var með harðar yfirlýsingar í yfir- heyrslu í DV í gær. Sagði hann m.a. að ríkisstjórnin væri komin á leiðarenda og gagnrýndi sjálfstæð- ismenn harðlega fyrir tvöfeldni í samkeppnismálum. Þá gagnrýnir hann líka Friðrik Sophusson fyrir að vinna gegn samkeppni í orku- málum. Orð Alfreðs hafa vakið mikla at- hygli og greinilegan titring innan rikisstjórnarflokkanna. Þá hafa þau gefíð sögum um bresti í stjóm- arsamstarfinu byr undir báða vængi. Alrangt hjá Alfreð Sturla Böðvarsson. „Það er alrangt að ég sé á móti samkeppni á sviði fjarskipta. Ég hef þvert á móti reynt að tryggja að sam- keppni kæmst á, samanber nýju fjar- skiptalögin," sagði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. „Það er því af og frá að halda þessu fram. Al- freð verður því að eiga það við sig og sina samvisku hvernig hann tal- ar um pólitíska andstæðinga. Hins vegar er ég ekkert viss um að maður úr hans umhverfi sé lik- legur til að hafa mikla tilfinningu fyrir samkeppn- isumhverfi eða þeim viðskipta- háttum sem þurfa að viðhafast á fjarskiptamarkaði. Aðalatriðið er þó að því ber að fagna að borgarfyrirtæki taki þátt í uppbyggingu fjarskiptafyrir- tækja sem geta þá komið inn á markaðinn og tekið þátt í þjón- ustu og samkeppni. Það er heldur ekki nokkur brestur í stjórnarsamstarfinu og orð Alfreðs eru bara einhver ósk- hyggja." Alfreö Þorsteinsson Ekki til höf- uös Línu.Neti „Mér sýnist í fljótu bragði að þetta sé framlag Alfreðs Þorsteins- sonar inn i stjórn- málabaráttu sína innan og utan Framsóknar- flokksins," segir Friðrik Sophus- son, forstjóri Landsvirkjunar. Það er óravegur irá því að Stikla ehf. sé stofnuð á nokkurn hátt Línu.Neti til höf- uðs. Það liggur fyr- ir að Lína.Net kom ekkert nálægt Tetra-bransanum fyrr en mörgum mánuðum síðar. Það er þó vissu- lega fallega gert af honum að minnast mín í þessu viðtali. Friðrik Hann gerir mér allt Sophusson. of hátt undir höfði að halda að ég stjómi stefnu ríkisstjómarinnar í orkumálum eins og hann gefur í skyn.“ Enginn brestur „Það er ósköp lít- ið hægt að segja um framtíðina og stj ómar samstarf. Það skýrist þegar nær dregur hvem- ig þróunin verður í pólitíkinni. Um- mæli Alfreðs verða auðvitað að skoðast í ljósi þess að það fer að styttast í borgarstjórnarkosningar,“ segir Kristinn H. Gunnarsson alþingis- maður. „Ég get ekki tekið undir að það sé farið að hrikta í stjómarsam- starfinu. Auðvitað eru einhver mál sem stjórnarflokkamir eru ekki sammála um en það er bara eins og gengur. Það er þó svo sem ekkert á stefnuskrá Framsóknarflokksins að vera ætíð í stjómarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.“ -HKr. Samfylking á fundi í Ólafsfirði: Fjarvinnslumálin stór minnisvarði - um gjaldþrota byggöastefnu ÐV, DALVIK:___________________________ „Ráðherrar hafa ekki sinnt fyrir- mælum Alþingis í byggðaáætlun til ársins 2001 um stefnumótun varðandi fjarvinnslu innan ráðuneyta sinna. Því mun Samfylkingin strax í þingbyrjun leggja fram þingsályktunartillögu um að verkefni sem hægt er aö vinna með fjarvinnslu verði skilgreind, fjármagni verði veitt til að gera hagkvæmniat- huganir á flutningi flóknari verkefna, og verkefhum verði útdeilt með útboði,“ sagði Össur Skarp- héðinsson, formaður Samfylkingarinnar, á blaðamannafundi á Ólafsfirði í gær. „Það er engin til- viljun að við boðum til þessa fúndar hér á Ólafsfirði því hér hefur verið reistur hvað stærstur minnisvarði um þá gjaldþrota byggðastefnu sem stjómvöld hafa rekið að undanfomu, innantóm loforð en engar efndir," sagði össur. Össur sagði að það væm frekar fyr- irtæki í einkageiranum sem hefðu flutt starfsemi út á land. Til að örva einka- geirann enn frekar í þessum efnum mun Samfylkingin leggja fram tvö þingmál í haust þar sem boðnar verða timabimdnar skattaívilnanir. Samfylkingin telur að jafn aðgangur að fjarskiptanetinu, án tillits tO búsetu, sé forsenda virkrar byggðastefnu í framtíðinni. Upplýsingahraöbrautina eigi að skOgreina sem sameign allra landsmanna, með sama hætti og t.d. vegakerfið, þar sem aOir eiga jafnan að- gang á svipuðu verði. Dreifikerfi Landssímans hf. þarfþvíaðskOjafrá samkeppnisrekstri, mynda um það sér- stakt hlutafélag í eigu ríkisins sem ekki verði selt komi að boðaðri einka- væðingu Landssím- ans hf. Þessa stefnu mun Samfylkingin leggja fram á Al- þingi i formi sérstaks þingmáls. össur sagði að ekki væri meirihluti fyrir því á þingi að selja dreifikerfið, framsókn- armenn væru ekki hlynntir því en hins vegar væri spumingni sú hvort sjálf- stæðismönnum tækist að valta yfir þá í þessu máli eins og svo mörgum öðrum. -hiá DV-MYND HALLDÓR INGI Samfylkingin á Ólafsflröi. Bókmenntaverðlaun: AM 00 fékk Tómasinn Hjörtur Marteinsson hlaut bók- menntaverðlaun Tómasar Guðmunds- sonar sem veitt voru í fjórða sinn í gær. Borgarstjórinn í Reykjavík af- henti verðlaunin en Hjörtur hlýtur þau fyrir skáldsögu sína, AM 00, sem gerist í Kaupmannahöfn á fyrri hluta 18. ald- ar og segir sögu Áma Magnússonar handritasafnara, Mettu, konu hans, og skrifara hans, Grunnavíkur-Jóns. Hjörtur Marteinsson er 43 ára Reyk- vOcingur og hefur áður sent frá sér ljóðabækumar Ljóshvolfið og Myrkur- bO. AOs kepptu 50 handrit um bók- menntaverðlaun Tómasar Guðmunds- sonar í ár en verðlaunaféð nam 600 þúsund krónum. -EIR Verölaunin Hjörtur Marteinsson tekur viö verö- iaununum úr hendi Ingibjargar Sól- rúnar borgarstjóra. í úrvalsdeild Hermann Hreiöarsson skrifaöi í gærmorgun undir fimm ára samning viö ensku úrvalsdeildarnýliöana Ipswitch Town. Kaupveröiö er fjórar milljónir punda (480 milljónir) en getur hækkaö í fjóra og hálfa milljón punda ef Her- mann spilar 50 leiki. Þetta gerir Hermann aö dýrasta knattpyrnumanni fs- lenskum ásamt Eiöi Smára Guöjohnsen. Á myndinni er Hermann á æfingu meö nýja liöinu sínu í gær. Mikilvægt framlag Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erföagreiningar, legg- ur áherslu á að fram- lag íslenskra öldran- arlækna hafi verið mjög mikOvægur þáttur í kortlagningu vísindamanna ÍE á erfðavísi sem hefúr áhrO' á myndun Alzheimer-sjúkdómsins. Vísir.is sagði frá. Skartgripaþjófur í haldi RannsóknardeOd lögreglunnar í Reykjavík hefur í haldi útlenskan karl- mann sem grunaður er um að vera skartgripaþjófur. RÚV sagði frá. Gegn kísilgúrnámi Umhverfisverndarsinnar era mjög andvígir áframhaldandi kísOgúr- vinnslu úr Mývatni og er áhugi fyrir hendi á að bindast samtökum gegn henni. Náttúrarannsóknastöðin við Mývatn hefur kært úrskurð skipulags- stjóra um kísOgúrvinnslu i Mývatni. Nú hafa Náttúruvemdarsamtök ís- lands líka sent inn stjómsýslukæra vegna sama máls. Dagur sagði frá. Vonir við bíólögin Einar Þór Gunn- laugsson kvOcmynda- framleiðandi tekur undir með Friðriki Þór Friðrikssyni um að nauðsynlegt sé að eyða þeirri óvissu sem upp er komin i íslenskum kvik- myndaiðnaði. Nýju lögrn sem ESA hef- ur hafnað í óbreyttri mynd hafa sett samninga I uppnám og gert kvik- myndafólki erfitt fyrfr. Dagur sagði frá. Féll úr stiga Maður á sextugsaldri var í gær flutt- ur meö sjúkrabO á slysadeOd Landspít- alans - háskólasjúkrahúss i Fossvogi, eftir að hann féO úr stiga þar sem hann var að mála húsþak. Maðurinn kenndi eymsla i baki og á hálsi en er ekki lífs- hættulega slasaður. Slysið átti sér stað laust eftir klukkan þrjú í Blesugróf í ReykjavOc. Mbl.is sagði frá. Raddir Evrópu í Reykholti Hópur evrópskra ungmenna á aldr- inum 16-23 ára er nú saman kominn í Reykholti í Borgarfjarðarsveit. TOefiúð er lokaáfangi undirbúnings að tónleOc- um kórsins Raddir Evrópu, viðamesta verkefiii sem aOar menningarborgir Evrópu árið 2000 standa að sameigin- lega. Vísir.is sagði frá. Ránstilraun Ránsferð á tannlæknastofu á Höfn á Homafirði skOaði ekki tOætluðum ár- angri því þjófurinn varð að skOja pok- ann með þýfinu eftir þegar hann forð- aði sér á hlaupum undan laganna vörð- um aðfaranótt fimmtudags. Rannsókn málsms stendur yfir en maðurinn reyndi að hafa á brott með sér hijóm- flutningstæki og bréfsíma, auk ýmissa lauslegra hluta. Tækin era óskemmd. Mbl.is sagði frá. Lenging skólaársins? Lenging skólaárs- ins gæti verið ein af helstu áherslum Reykjavíkurborgar í næstu kjarasamning- um við kennara. Borgarstjóri tekur undir orð mennta- málaráðherra um að bæta þurfi kjör kennara, það þurfi þó að gera í áfóngum. RÚV greindi frá. Enn leitað Seint í gærkvöld hafði leitin að konu á níræðisaldri, sem hvarf frá heimfli sínu í Fossvoginum í fyrrakvöld, engan árangur borið. Konan er alzheimer- sjúklingur og imnu um 70 manns við leitina í gær. í nótt héldu leitarmenn áfram með þrjá sporhunda sér tO að- stoðar. Leit verður haldið áfram og ein- beita leitarmenn sér að Fossvoginum og nágrenni. -mir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.