Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Síða 11
11 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000___________________________________ I>V Skoðun Heillaöur af vinstrimennsku Laugard Óli Björn Kárason ritstjóri SSSpJ flokkinn. Sama könnun bendir til þess að Samfylkingunni sé ekki að takast það sem að var stefnt með nýjum for- manni. Fylkingin hefur tapað fylgi milli kannana og hefur ekki enn náð því fylgi sem hún hafði í síðustu al- þingiskosningum sem þó ollu von- brigðum. Stöðnuð barátta Samfylking- arinnar og árangurslitil ætti að öðru jöfnu að skapa sóknarfæri fyrir Fram- sóknarflokkinn. Alfreð Þorsteinssyni borgarfulltrúa liður greinilega vel í meirihluta borg- arstjómar. Hann er sáttur við sitt og hvaða stjórnmálamaður væri það ekki? Sem stjórnarformaður Orku- veitu Reykjavíkur, Innkaupastofnun- ar Reykjavíkur og Linu.Nets hf. hefur Alfreð ekki aðeins mikil pólitisk áhrif heldur einnig veruleg áhrif í íslensku viðskipta- og atvinnulífi. Og völd sín sækir Alfreð ekki til Framsóknar- flokksins sem slíks heldur til Reykja- víkurlistans - sameiginlegs afls vinstrimanna, með stuðningi fram- sóknarmanna í höfuðborginni. í gegn- um R-listann hefur Alfreð sótt nýtt pólitískt líf en ekki era mörg ár síðan hann var talinn af sem stjórnmála- maður. í yfirheyrslu DV, sem birtist hér í blaðinu í gær, fór Alfreð Þorsteinsson hörðum orðum um minnihluta Sjálf- stæðisflokksins í höfuðborginni, auk þess sem hann sendi fost skeyti á nú- verandi og fyrrverandi ráðherra Sjálf- stæðisflokksins - samstarfsmenn Framsóknarflokksins í ríkisstjórn. Greinilegt er að borgarfulltrúanum hugnast ekki ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn: „Ég sé ekki fyrir mér að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur myndi næstu rík- isstjórn. Mér flnnst það afar ólíklegt," var svar Alfreðs þegar hann var spurður um hvort stjórnarsamstarfið sé komið á leiðarenda og tími til að breyta til. Vinstristjórn Óskastjóm Alfreðs er vinstri stjórn. Hann er hins vegar kurteis og klókur pólitíkus og nefnir því for- mann Framsóknarflokksins sem væntanlegan forsætisráðherra. Þannig er líklegra að framsóknar- menn kaupi skoðanir Alfreðs. Hugmyndir borgarfulltrúans um samstarf Framsóknarflokksins við Samfylkinguna og vinstri-græna koma engum á óvart. Stjórnmálamað- ur sem á allt sitt undir því að Sjálf- stæðisflokkurinn komist ekki aftur til valda í borginni getur ekki talið það heppilegt að mæla með ríkisstjómar- samstarfi við flokkinn, þvert á móti. Pólitískir vindar hafa ekki verið hagstæðir fyrir Framsóknarflokkinn undanfarin misseri þó ýmislegt bendi til að breytinga sé að vænta. Ráðherr- ar flokksins hafa þurft að glíma við mörg erfið mál. Umhverfismál og hugsanlegar stóriðjuframkvæmdir hafa reynst flokknum erfið - það er af sem áður var þegar stóriðja þótti góð til vinsælda. Að þessu leyti hafa fram- sóknarmenn goldið góðærisins og vel- gengninnar í efnahagsmálum sem þeir hafa tekið þátt í að varðveita og skapa. Atvinnumál sem flokkurinn setti á oddinn brenna ekki lengur á landsmönnum. Jafnvel krónprinsinn sjálfur, Finnur Ingólfsson, fékk sig fullsaddan af mótlætinu og hvarf í Þessu er Alfred Þorsteins- son ekki sammála, veg- semd hans hefur aldrei orðið jafnmikil innan Framsóknarflokksins og hann hefur talið eðlilegt. Vegsemd hefur Alfreð hins vegar sótt til vinstri- manna og fyrir það er hann þakklátur. skjól Seðlabankans. Þar með missti Framsóknarflokkurinn leiðtoga sinn í Reykjavík - leiðtoga sem Alfreð Þor- steinsson studdi aldrei og barðist raunar gegn þó hann vilji ekki kann- ast við það nú. Hugsanlegt er að brott- hvarf Finns úr pólitíkinni hafi styrkt stöðu Alfreðs verulega innan flokks- ins í höfuðborginni, að minnsta kosti er fráleitt að ætla að Alfreð syrgi Finn Ingólfsson sérstaklega. Vandræðagangur og stjórnskipuleg upplausn innan heilbrigðiskerfisins hafa einnig reynst Framsóknar- flokknum dýrkeypt þó ekki sé sann- gjamt að skella margra ára óstjóm og óráðsíu alfarið á Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra. Þá er enn ófyllt það tómarúm sem Finn- ur skildi eftir sig sem varaformað- ur. Á sama tíma hefur Sjálf- stæðisflokkurinn siglt nokkuð lygn- an sjó og fengið að njóta þess ár- angurs sem , ríkisstjórn- A in hefur J náð á Alfreö Þorsteinsson Stjórnmálamaöur sem á allt sitt und- ir því aö Sjálfstæö- isflokkurinn komist ekki aftur til valda í borginni getur ekki taliö þaö heppilegt aö mæla meö ríkisstjórnar- samstarfi viö flokk- inn, þvert á móti. uni Halldór As- grímsson Þegar Alfreö hvetur félaga sína í Framsókn til aö ganga til sam- starfs viö vinstri- menn er hann því jafnframt aö senda þau skila- boö aö tími Hall- dórs sé liöinn. yms- um svið Þetta kann að breytast á næstu mán- uðum. Fram undan er vetur sem verð- ur erfiður. Beðið er eftir því að fjár- málaráöherra leggi fram frumvarp til fjárlaga komandi árs og ljóst er að miklar kröfur verða gerðar til þess. Standist fjárlagafrumvarpið ekki þær kröfur sem gera verður mun það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir efnahags- lífið og þar meö Sjálfstæðisflokkinn. Kastljós fjölmiðla mim beinast í auknum mæli frá Framsóknarflokkn- inn og að Sjálfstæðisflokknum, með tilheyrandi gagnrýnni umræðu og deilum. Auk fjárlaga og úrlausna í efnahagsmálum bíða mörg erfið og flókin verkefni sem ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins þurfa að glima við. Væntanleg sala Landssímans er að- eins eitt þessara verkefna sem kunna að skapa flokknum vandræði, óháð því hversu mikið þjóðþrifaverk einka- væðing fyrirtækisins er. Fylgið upp Skoðanakönnun Gallups, sem birt- ist fyrr í þessum mánuði, bendir til að fylgi Framsóknarflokksins sé að aukast. Fylgi hans mældist 18% en var 14% í síðustu könnun. Þetta þýð- ir að framsóknarmenn hafa endur- heimt fylgi sitt frá síðustu kosning- um. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar dalað nokkuð en er þó með 2% meira fylgi en í kosning- um þegar 41% studdi flokk- inn. í þessu sambandi er þó vert að hafa í huga að skoðanakann- anir ofmeta fremur en hitt stuðning kjós- enda við Sjálf- stæðis- Pólitískt geðleysi? Á síðustu misserum hefur mátt merkja efasemdir meðal margra fram- sóknarmanna um hversu heppilegt samstarfið innan R-listans er fyrir Framsóknarflokkinn. Margir eru á því að innra starf flokksins í Reykjavík sé lamað og verði hvorki fugl né fiskur ef fram- sóknarmenn taka ekki beinan þátt í sveitarstjórnarmálum í höfuðborg- inni með sjálfstæðu framboði. Halldór Ásgrímsson er einn þeirra sem hafa efasemdir um að stjómmálaflokkur sem vill starfa á landsvísu og taka þátt í mótun samfélagsins skuli ekki starfa með eðlilegum hætti í stærsta og mikilvægasta sveitarfélaginu. Þessu er Alfreð Þorsteinsson ekki sammála, vegsemd hans hefur aldrei orðið jafnmikil innan Framsóknar- flokksins og hann hefur talið eðlilegt. Vegsemd hefur Alfreð hins vegar sótt til vinstrimanna og fyrir það er hann þakklátur. Vandséð er hvemig framsóknar- menn ætla sér að taka höndum saman viö Samfylkinguna og vinstri-græna í næstu ríkisstjórn. Pólitískir andstæð- ingar Framsóknarflokksins hafa geng- ið óvenjuhart fram í gagnrýni sinni á ráðherra flokksins og erfitt er að sjá hvernig slíkt samstarf gengi - það þyrfti mikið pólitískt geðleysi til að gleyma ýmsu sem sagt hefur verið á undanfómum mánuðum. Fram til þessa hefur Halldór Ás- grímsson ekki sýnt mikið geðleysi, ekki frekar en Siv Friðleifsdóttir, sem Alfreð Þorsteinsson vill gera að varaformanni. Þegar Alfreð hvetur félaga sína í Framsókn til að ganga til samstarfs við vinstri- menn er hann því jafnframt að senda þau skilaboð að tími Halldórs sé liðinn. Alfreð Þorsteinsson er óumdeilanlega einn af áhrifa- mönnunum innan Fram- sóknarflokksins en mikið pólitískt haf virðist skilja hann og Halldór Ásgríms- son að. Skoöanir annarra Pukur og lygar „Rétt eins og Sovétríkin forð- um daga ástundar Rússland Vladi- mirs Pútíns puk- ur og ósannsögli þegar stórslys ber að höndum. Slikt framferði var rétt- lætt með heiðri sósíalismans. Núna vilja menn frekar tala um þjóðarheiður. En nú sem áður eru fyrstu viðbrögð alltaf þau að fórna mannslífum í þeirri von að bjarga andliti ráðamanna þá og þá stund- ina. Dramað um borð í Kúrsk er dæmigert fyrir seiglu þessarar eftir- legukindar frá sovéttímanum: Rúss- neski flotinn tilkynnir á mánudag að kafbáturinn sé vélarvana á hafs- botni eftir árekstur en að fjarskipta- samband sé við mennina og að land- ið ráði yfir búnaði til að bjarga áhöfninni. Að slysinu undanteknu er allt rangt í þessari „frétt“ af þvi að í ljós hefur komið að sprenging varð rnn borð í Kúrsk á laugardag, að ekkert fiarskiptasamband hafði verið og að Rússar geta ekki bjarg- að sjómönnunum." Úr forystugrein Libération 17. ágúst. Kúrsk og NATO „Hrun Sovétríkjanna riðlaði ekki landfræðilegri legu Rússlands. Mað- ur hefði haldið að brotthvarf Sov- étóvinarins myndi leiða til þess að NATO yrði lagt niður eða í það minnsta að tilvist þess yrði mót- mælt. Þetta hefur ekki gerst, þrátt fyrir að frá sjónarhorni rússneskra hermálayfirvalda sé ógnun NATO engu minni nú en áður og útþenslu- stefna sambandsins hafi gert það að verkum að landamærin milli fornu fiendanna ganga miklu nær hjarta Rússlands en áður. Auðvitað hafa rússnesk stjórn- völd mikla möguleika á og skyldur til að draga úr stríðshættunni... en hlutverk hersins er ekki pólitískt. Hann á að greina og ákvarða það sem óvinurinn getur nýtt sér á hernaðarlegan hátt án þess að þó að álykta hvort það sé pólitískt rétt eða ekki. Úr forystugrein Hufvudstads- bladet. 17. ágúst. Gore þarf að sanna sig „A1 Gore sýndi það á fimmtudags- kvöld að hann getur talað frá hjart- anu og slegið á alþýðlega stengi. „Ég vil að þið vitið eitt: Ég hef boðið ráð- andi öflum birginn. Og sem forseti mun ég standa uppi í hárinu á þeim og ég mun berjast fyrir ykkur,“ lagði Gore áherslu á í þakkarræðu sinni. Demókratar í Los Angeles eru þó á því að hann þurfi að sanna sig sem leiðtogi eigi hann að sigra í kosningunum í nóvember." Úr forystugrein DaHas Moming News 18. ágúst. Sterkari ETA-samtök „Spænska íhaldsflokknum tókst ekki að hefia frið- arviðræður við aðskilnaðarsam- tök ETA á rúm- lega 14 mánaða vopnahléstíma- bili. Hins vegar tókst ETA að koma sér upp nýj- um vopnabúrum, taka inn nýja, unga meölimi og endurskipuleggja samtökin. Og sprengjutilræðin í síð- ustu viku sýna - og höfðu það að markmiði að sýna fram á - að ETA er í toppformi: þrjú sprengjutilræði á tveimur dögum á þremur ólikum stöðum á Spáni. Markmiðið er aug- ljóst: Enginn er óhultur. Nýjustu árásum ETA hefur verið beint gegn fólki sem er ekki svarnir óvinir ETA, heldur baskneskir þjóðemis- sinnar ... og getur því ekki veriö annað en tilraun til að reka fleyg milli þjóðemissinna og hindra ein- hvers konar málamiðlun milli spænsku ríkisstjórnarinnar og hóf- samra bask-neskra þjóðernissinna." Úr forystugrein Politiken 13. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.