Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Síða 25
25 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 X>V__________________________________________________________________________________________________Helgarblað Viktoría er að fara úr tísku Victoria Principal Hún þótti góö leikkona þegar hún lék í Dallas. Eitthvaö hefur dregiö úr eftirspurn eftir hæfileikum hennar. Það muna allir eftir Victoriu Principal. Hún lék Pamelu í Dallas, eiginkonu Bobbys Ewings. Bobby var góði bróðirinn sem barðist gegnum lífið með heiðarleika og hreinskilni að vopni en mátti sín lít- ils gegn klækjarefnum J.R. sem einskis sveifst og kom ár sinni fyrir borð, einkum með lygum, óheiðar- leika og undirferli. Pamela var á sama hátt góð kona sem þráði það eitt í líflnu að eignast bam og var allan tímann með áhyggjuhrukkur milli augnanna út af því máli og horfði með dreym- andi öfund á öli ungbörn sem hún komst í færi við. Vinsældir hennar á íslandi urðu slíkar að kvennahljómsveitin Dúkkulísurnar frá Egilsstöðum sömdu lag um Pamelu í Dallas þar sem þær sungu um löngun sina til aö líkjast henni sem mest. Þetta sló í gegn og lifir enn. Victoria hvarf af sjónarsviðinu þegar hætt var að framleiða Dallas og mun hafa gifst þekktum lýta- lækni í Hollywood, Harry Glass aö nafni. Hún lék ánægða húsmóður í rúmlega áratug en hefur nú reynt að koma sér í sviðsljósið á ný með því að leika í sjónvarpsþáttum sem á að fara að framleiða og heita Titans. Það er hinn frægi framleið- andi, Aron Spelling, sem varð ríkur á Dynasty, sem stendur að þessum nýju þáttum. Því miður var Victoriu lofað aðal- hlutverkinu en þegar á undirbún- ingsstigi hefur hlutverk hennar skroppið saman og önnur yngri leikkona er sett í sterkara sviðsljós. Þetta hafa verið Victoriu mikil von- brigði en hún gefst ekki upp og ætl- ar að þrauka í hlutverki sínu á hverju sem dynur. Michelle Pfeiffer Hló eins og hross í ástarsenum meö Harrison Ford. Hló eins og hross Það getur verið gríðarlega erfitt fýr- ir leikara að halda einbeitingu sinni þegar leika skal erfiðar senur. Sumir leikarar eiga erfitt með að einbeita sér og fá hlátursköst og flissflog af minnsta tilefni sem getur komið mót- leikurum þeirra og áhorfendum í veru- legan vanda. Þetta fékk Michelle Pfeiffer að reyna þegar hún lék nýlega á móti hinum roskna ævintýraleikara, Harrison Ford, í kvikmyndinni What Lies Beneath. Hlutverk hennar í myndinni krafðist þess að hún léki í innilegum ástarsenum á móti smiðnum sem varð leikari. Pfeiffer gat engan veginn verið al- varleg meðan á tökum ástarsenanna stóð. Hún missti einbeitinguna hvað eftir annað og flissaði eins og skóla- stúlka eða hló eins og hross. Þetta tafði tökur verulega á köflum og setti Ford verulega úr jafnvægi. Pfeiffer hefúr lýst því yfir við slúð- urblöð vestra að þetta séu slæm vinnu- brögð og hún muni aldrei gera þetta aftur. Við verðum þá að vona að hún lendi ekki á móti Ford aftur. Janet Jackson vinnur dómsmál Nýverið vann Janet Jackson dóms- mál sem höfðað var á hendur henni í Los Angeles. Mál- ið var höfðað af Ricardo Macchi sem er fyrrum þjónn hjá Jackson. Ástæðan sem lá að baki málshöfðuninni var sú að Jackson hafði notað nafn Macchi til þess að fá þunglyndis- og megrunarlyf. Jackson taldi að með þessu móti gæti hún vemdað einkalif sitt. Macchi taldi einnig að fyrrum eiginmaður Jackson, Rene Elizondo, heföi skráð sig í vimuefnameðferð á sínu nafni. Þrátt fyrir allt þetta taldi dómari í LA að ekki væri grundvöllur til þess að sakfella Jackson - Macchi hefði ekki sýnt fram á að þessar at- hafnir hennar hefðu skaðað nafn hans. Jarðvegsþjöppur . TM © bókunarsími 00 44 12 79 66 63 88 250 kr. aukaafslátturef bókað er á www.go-fly.com miðast við eftirspurn í samkvæmt skilmálum I nýja lágfargjaldaflugfélagið í eigu british airways ! flýgur til stansted london stansted • alicante • barcelóna • bilbao • bologna • kaupmannahöfn • edinborg • faro • ibiza • lissabon • madrid • malaga • mílanó • napolí • palma • prag • róm • feneyjar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.