Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Qupperneq 25
25 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 X>V__________________________________________________________________________________________________Helgarblað Viktoría er að fara úr tísku Victoria Principal Hún þótti góö leikkona þegar hún lék í Dallas. Eitthvaö hefur dregiö úr eftirspurn eftir hæfileikum hennar. Það muna allir eftir Victoriu Principal. Hún lék Pamelu í Dallas, eiginkonu Bobbys Ewings. Bobby var góði bróðirinn sem barðist gegnum lífið með heiðarleika og hreinskilni að vopni en mátti sín lít- ils gegn klækjarefnum J.R. sem einskis sveifst og kom ár sinni fyrir borð, einkum með lygum, óheiðar- leika og undirferli. Pamela var á sama hátt góð kona sem þráði það eitt í líflnu að eignast bam og var allan tímann með áhyggjuhrukkur milli augnanna út af því máli og horfði með dreym- andi öfund á öli ungbörn sem hún komst í færi við. Vinsældir hennar á íslandi urðu slíkar að kvennahljómsveitin Dúkkulísurnar frá Egilsstöðum sömdu lag um Pamelu í Dallas þar sem þær sungu um löngun sina til aö líkjast henni sem mest. Þetta sló í gegn og lifir enn. Victoria hvarf af sjónarsviðinu þegar hætt var að framleiða Dallas og mun hafa gifst þekktum lýta- lækni í Hollywood, Harry Glass aö nafni. Hún lék ánægða húsmóður í rúmlega áratug en hefur nú reynt að koma sér í sviðsljósið á ný með því að leika í sjónvarpsþáttum sem á að fara að framleiða og heita Titans. Það er hinn frægi framleið- andi, Aron Spelling, sem varð ríkur á Dynasty, sem stendur að þessum nýju þáttum. Því miður var Victoriu lofað aðal- hlutverkinu en þegar á undirbún- ingsstigi hefur hlutverk hennar skroppið saman og önnur yngri leikkona er sett í sterkara sviðsljós. Þetta hafa verið Victoriu mikil von- brigði en hún gefst ekki upp og ætl- ar að þrauka í hlutverki sínu á hverju sem dynur. Michelle Pfeiffer Hló eins og hross í ástarsenum meö Harrison Ford. Hló eins og hross Það getur verið gríðarlega erfitt fýr- ir leikara að halda einbeitingu sinni þegar leika skal erfiðar senur. Sumir leikarar eiga erfitt með að einbeita sér og fá hlátursköst og flissflog af minnsta tilefni sem getur komið mót- leikurum þeirra og áhorfendum í veru- legan vanda. Þetta fékk Michelle Pfeiffer að reyna þegar hún lék nýlega á móti hinum roskna ævintýraleikara, Harrison Ford, í kvikmyndinni What Lies Beneath. Hlutverk hennar í myndinni krafðist þess að hún léki í innilegum ástarsenum á móti smiðnum sem varð leikari. Pfeiffer gat engan veginn verið al- varleg meðan á tökum ástarsenanna stóð. Hún missti einbeitinguna hvað eftir annað og flissaði eins og skóla- stúlka eða hló eins og hross. Þetta tafði tökur verulega á köflum og setti Ford verulega úr jafnvægi. Pfeiffer hefúr lýst því yfir við slúð- urblöð vestra að þetta séu slæm vinnu- brögð og hún muni aldrei gera þetta aftur. Við verðum þá að vona að hún lendi ekki á móti Ford aftur. Janet Jackson vinnur dómsmál Nýverið vann Janet Jackson dóms- mál sem höfðað var á hendur henni í Los Angeles. Mál- ið var höfðað af Ricardo Macchi sem er fyrrum þjónn hjá Jackson. Ástæðan sem lá að baki málshöfðuninni var sú að Jackson hafði notað nafn Macchi til þess að fá þunglyndis- og megrunarlyf. Jackson taldi að með þessu móti gæti hún vemdað einkalif sitt. Macchi taldi einnig að fyrrum eiginmaður Jackson, Rene Elizondo, heföi skráð sig í vimuefnameðferð á sínu nafni. Þrátt fyrir allt þetta taldi dómari í LA að ekki væri grundvöllur til þess að sakfella Jackson - Macchi hefði ekki sýnt fram á að þessar at- hafnir hennar hefðu skaðað nafn hans. Jarðvegsþjöppur . TM © bókunarsími 00 44 12 79 66 63 88 250 kr. aukaafslátturef bókað er á www.go-fly.com miðast við eftirspurn í samkvæmt skilmálum I nýja lágfargjaldaflugfélagið í eigu british airways ! flýgur til stansted london stansted • alicante • barcelóna • bilbao • bologna • kaupmannahöfn • edinborg • faro • ibiza • lissabon • madrid • malaga • mílanó • napolí • palma • prag • róm • feneyjar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.