Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2000, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 Fréttir DV Útkall á Fimmvörðuháls: Léttklæddir Ástralar leiddir ofan af hálsinum Rétt fyrir miðnætti á sunnudags- kvöld voru björgunarsveitir með sporhunda kallaðar út til að leita að áströlskum systkinum sem gengu frá Skógum og ætluðu yfir Fimmvörðu- háls í Þórsmörk. Þau höfðu lagt upp klukkan sjö að morgni sunnudags frá Skógum þrátt fyrir viðvaranir, enda voru þau illa klædd til fjallgöngu, og varla hæf á tjaldstæði, á gallabuxum og strigaskóm. Ástralarnir, 25 og 22 ára, báðu um að fylgst yrði með ferð- um þeirra, sem var gert. Þau höfðu reiknað sér 11 tíma í ferðalagið og undruðust hversu fljótt farið var að leita að þeim, í Ástralíu hefðu menn ekki gert neitt í málunum fyrr en eft- ir hálfan mánuð. Þetta var þriðja leit björgunar- sveita Suðurlands á Fimmvörðuhálsi í sumar og hafa annir sveitanna á ýmsum sviðum verið miklar og þær komið að miklu gagni á mörgum sviðum eins og kunnugt er. Lögregl- an á Hvolsvelli segir þó að ekki beri mikið á kæruleysi sem þessu hjá fjallafólki. Leitin hófst um miðnætti og voru björgunarsveitir frá Hellu að Vík, fimm sveitir, kallaðar út ásamt leit- arhundum. Leitin var hins vegar aft- urkölluð fljótlega hjá flestum leitar- - lögreglan bannaöi þeim að reyna aftur mönnum þar sem fólkið fannst í skála á Fimm- vörðuhálsi. Þó voru menn tilbúnir að fara úr Þórsmörk upp í fjöllin til leit- ar ásamt björgun- arsveitarmönnum af höfuðborgar- svæðinu sem þarna voru staddir. Björgunarsveit- armenn úr Dag- renningu á Hvols- velli fóru upp í efri skálann á hálsin- um, enda spáð vit- lausu veðri. Fóru þeir með systkin- unum niður til byggða samkvæmt skipun lögreglunn- ar og var þess farið á leit að þau reyndu ekki öðru sinni. Þriðji maður var i skálanum, vel út búinn, og óskaði samt eftir að fá að fylgja hópnum nið- ur til Skóga. -JBP DV-MYND SIGURÐUR K. HJÁLMARSSON Gert klárt fyrir leit Magnús Kristjánsson, Ágúst Freyr Bjartmarsson og Kristján ÞórOarson, formaöur Víkverja, voru í aöalstöövum björgunarsveitarinnar aö gera klárt fyrir teitina þegar þessi mynd var tekin. ^ Fnykurinn kom frá nágranna sláturhússins: Isfugl fékk grænt Ijós á stækkun - og bíður nú eftir að fá endanlegt samþykki bæjarstjórnar í Mosfellsbæ DV, MOSFELLSBÆ:___________________ „í vissum áttum er óþolandi óþef- ur héma inni hjá okkur og það er lyktin sem fólkið héma á Teigunum finnur. Hún er ekki upprunnin frá ísfugli, heldur frá gömlum fuglaeld- ishúsum og einnig frá hesthúsi þeg- ar mokað er út,“ sagði Helga Hólm, kjúklingaframleiðandi í Selvangi og framkvæmdastjóri ísfugls, í samtali við DV i gær. Hún segir það mikinn misskilning nágranna fyrirtækisins að fnykinn leggi frá sláturhúsi ís- fugls. Þaðan berist engin lykt enda í einu og öllu farið eftir ýtrustustu kröfum um hollustuhætti þar. Helga sagði að Skipulagsstofnun ríkisins hefði haft erindi ísfugls um Lykt úr gömlum fuglaeldishúsum Framkvæmdastjóri Isfugls segir þaö misskilning nágranna fyrirtækisins aö fnyk leggi frá sláturhúsinu. Fariö sé eftir kröfum um hollustuhætti. Lyktina leggi frá gömlum fuglaeldishúsum og hesthúsi. fellsbæjar hefur aftur komið saman og mælti með því við bæjarstjóm rétt fyrir helgina að breytingin á deiliskipulaginu yrði samþykkt. „Við höfum verið með fuglaslát- urhús á þessum stað síðan 1978 og þessi stækkun sem er á döfinni hjá okkur er ekki til þess að auka við sláturmagnið héðan, heldur til að bæta aðstöðuna á allan hátt og gera hana sem nútímalegasta," Sagði Helga í gær. „Vissulega hlaut fólk sem settist að í nýbyggðu hverfl hér í nágrenn- inu að vita af okkar fyrirtæki með þessa starfsemi og við hliðina á okk- stækkun hússins og afgreiddi það þurfi ekki að fara í umhverfismat. ur er þetta gamla eldishús Reykja- með þeim hætti að stækkun hússins Skipulags- og bygginganefnd Mos- garðs,“ sagði Helga. -JBP Mosfellsbær: Deilt um ráðn- ingu skólastjóra DV, MQSFELLSBÆ: Boðað var til aukabæjarráðsfund- ar hjá bæjarráði Mosfellsbæjar á fóstudag vegna ráðningar skóla- stjóra við grunnskóla á austursvæði Mosfellsbæjar. Fræðslunefnd hafði mælt með ráðningu Viktors A. Guð- laugssonar í starfið og á bæjarráðs- fundi á fimmtudag óskuðu minni- hlutamenn eftir aukabæjarráðs- fundi til að ræða við umsækjendur. Um stöðu skólastjóra sóttu Ragn- heiður Ríkharðsdóttir, stjórnandi Varmárskóla, Viktor A. Guðlaugs- son og Guðbrandur Stígur Ágústs- son. Mættu þau til viðtals á fundi bæjarráðs. Samþykkt var með þremur atkvæðum að staðfesta til- lögu fræðslunefndar frá því á mánu- dag fyrir rúmri viku um að Viktor A. Guðlaugsson verði ráðinn skóla- stjóri grunnskóla á austursvæði. Á þessum fundi fræðslunefndar kusu fulltrúar D-listans að sitja hjá, í ljósi þess að upplýsingar um möguleika eins umsækjenda á starfslokum inn- an 5 ára vegna 95-ára reglu lágu ekki fyrir. Ásta B. Bjömsdóttir, fulltrúi sjálf- stæðismanna í bæjarráði, var ekki ánægð með ráðningu Viktors í stöð- una: „Fulltrúi D-listans í bæjarráði undrast það sjónarspil sem fram fer af hálfu meirihlutans við ráðningu nýs skólastjóra á austursvæði og þykir miður að ekki hafi verið leit- að leiða til að halda í hæfan og reyndan stjómanda," bókaði Ásta. Fulltrúar meirihlutans óskuðu á móti eftir að leggja fram svohljóð- andi bókun: „Meirihlutinn telur það á misskilningi byggt að um sjónar- spil hafl verið að ræða við ráðningu skólastjóra á austursvæði. Til grundvallar var lagt að ráða til starfsins einstakling með sem mesta menntun og starfsreynslu." -DVÓ Andri Már Ingólfsson: Samvinnuferð- ir áhugaverðar Eftir að óstaðfestar fréttir bárust á dögunum af meintum áhuga Jóns Ólafssonar á kaupum á ferðaskrifstof- unni Samvinnuferðir-Landsýn hafa sögusagnir gengið um ýmsa aðra sem sagðir era hafa hug á að eignast fyrir- tækið. Þar á meðai hefur keppinautur- inn Heimsferðir verið nefiidur en því vísar forstjóri Heimsferða á bug: „Ég hef ekki lagt fram neitt tilboð í Samvinnuferðir-Landsýn,“ segir Andri Már Ingólfsson hjá Heimsferðum. „Fyr- irtækið er hins vegar vissulega áhuga- verður kostur. Era menn ekki ailtaf að skoða allt?“ bætir hann við. -GAR Rigning og smáskúrir Sunnan 13 til 18 m/s og rigning verður suðaustanlands, skýjaö norðaustan til en hæg suðlæg átt og smáskúrir vestanlands síðdegis. FístíS Emmnanmm REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 20.03 19.57 Sólarupprás á morgun 06.45 06.19 Siðdeglsfló& 18.01 22.34 Árdeglsflóð á morgun 06.15 10.48 shýmgará vaamiaamm ^VINDÁTT 10°<_Hin 18) -10° WlNDSTYRKUR f nwtrum á sekúndu rKUbl HÐÐSKIRT £>■ €> LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAO SKÝJAÐ 'w' Q W RIGNING SKÚRIR SLYDDA ‘W’ :9 ~\r ÉUAGANGUR RRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR Greiöfært um landið Þjóövegir landsins eru greiðfærir. Flestir hálendisvegir eru færir stærri bílum og jeppum.Vegurinn í Hrafntinnusker er lokaöur. Þá er vegur F88 í Heröubreiöarlindir lokaður vegna vatnavaxta. mmmmsm 3EBH!Bm3n4BUmTOIT43,a.TiniHm» Rigning allra austast Á morgun verða SA 8-13 m/s með rigningu allra austast, NA 5-8 og súld eða rigning á Vestfjörðum en annars hæg breytileg átt og skúrir. Hiti 6 til 16 stig, svalast á Vestfjörðum en mildast á Noröausturlandi. fimmlutl Vindur: 5-8 m/s Hiti 6° til 11° Jo I 4 ifo ^ Vindur: 8—13 m/i Kiti 9° tii 14° tai Vindun 5—8 m/a Hæg breytlleg átt og rlgnlng allra austast en annars vlða léttskýjað. Hltl 6 tll 11 stlg, hlýjast su&austan tll. S- og SV-átt, 8-13 m/s og rlgnlng vestan tll en skýjað og úrkomulítlð ver&ur austan til. HKI 9 tll 14 stlg. Fremur hæg breytlleg átt, skúrir og hltl 5 tll 13 stlg, mlldast á Austurlandl. AKUREYRI skýjaö 13 BERGSTAÐIR skýjaö 11 BOLUNGARVÍK rigning 8 EGILSSTAÐIR 11 KIRKJUBÆJARKL. alskýjaö 10 KEFLAVÍK rigning 11 RAUFARHÖFN alskýjaö 11 REYKJAVÍK rigning 11 STÓRHÖFÐI rigning 10 BERGEN léttskýjaö 4 HELSINKI léttskýjaö 8 KAUPMANNAHÖFN skýjaö 12 OSLÓ léttskýjaö 7 STOKKHÓLMUR 8 ÞÓRSHÖFN skýjaö 9 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 6 ALGARVE heiöskírt 20 AMSTERDAM þokumóöa 18 BARCELONA léttskýjaö 18 BERLÍN þoka 11 CHICAGO þrumuveöur 17 DUBLIN súld 14 HALIFAX léttskýjaö 14 FRANKFURT skýjað 15 HAMBORG skýjaö 13 JAN MAYEN súld 6 LONDON skýjaö 16 LÚXEMBORG þokumóöa 16 MALLORCA léttskýjaö 15 MONTREAL 19 NARSSARSSUAQ rigning 5 NEW YORK skýjaö 22 ORLANDO heiöskírt 23 PARÍS skýjaö 16 VÍN léttskýjaö 13 WASHINGTON alskýjaö 22 WINNIPEG léttskýjaö 8 USuMMl&júXiSiaalMíaXiiImiUnaliaSl Jitdl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.