Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2000, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 Fréttir DV Hriktir í stoðum Góðtemplarareglunnar IOGT hér á landi: Templarar sundrast vegna uppsagnar bókara - undirskriftum safnað og stefnt í hópúrsagnir úr reglunni Nú hriktir hátt i stoðum Góð- templarareglunnar IOGT hér á landi. í undirbúningi eru hópúr- sagnir félaga úr henni vegna mikill- ar óánægju með að bókara útgáfu- starfsemi reglunnar skyldi sagt upp störfum um síðustu mánaðamót. Bókarinn, sem er kona, sá m.a um bókhald vegna útgáfu bamablaðsins Æskunnar. Beinist óánægjan einnig að því að félagar í reglunni skuli ekki koma nálægt rekstri blaðsins. Þá gera þeir athugasemdir við að útgáfustarf hreyfingarinnar skuli hafa verið rekið með verulegu tapi. Loks þykir starf Góðtemplararegl- unnar allt að því forneskjulegt. Horfa óánægðir félagar til ná- grannalandanna þar sem starfsemi IOGT hefur verið færð til nútíma- legra horfs. Þeir benda á að hér séu menn enn að vinna ýmis gamaldags heit, m.a. um ævilangt bindindi. Óá- nægjan hefur lengi kraumað undir niðri en gaus upp með uppsögn bók- arans. Umræddur bókari hefur unnið hjá Góðtemplarareglunni um 40 ára skeið og fór þar í spor foreldra sinna, sem unnu mikið starf I regl- unni. Auk Æskunnar hafði bókar- inn einnig fært bókhald fyrir sum- arheimili templara að Galtalæk. Eiginmaðurinn sá um allt viðhald á staðnum. Þar voru hjónin látin hætta störfum á sínum tíma og vakti það mikla óánægju hluta fé- lagsmanna. Nú er verið að safna undirskrift- um þar sem félagar eru spurðir um hvort þeir vilji segja sig úr templ- arareglunni í mótmælaskyni við uppsögnina. Undirtektir munu vera góðar. Gunnar A. Þorláksson, sem sæti á í stjóm Æskunnar, kvaðst ekki vilja tilgreina ástæður þess að bókaran- um hefði verið sagt upp. Hann sagði að viðkomandi hefði að sjálfsögðu sinn uppsagnarfrest en hefði verið „eitthvað lítið“ i vinnu eftir upp- sögnina. Fleiri starfsmönnum hefði verið sagt upp vegna hagræðingar. Á fundi um mánaðamót var lagt fram uppgjör útgáfustarfs Góð- templarareglunnar. Gunnar sagði að staðan hefði „ekki verið tilgreind utan hreyfingar að svo komnu máli“. Hann hefði ekki leyfl til að gefa upp aíkomutölur. Samkvæmt heimildum DV hefur orðið milljóna- tap á rekstrinum. Góðtemplarareglan hefur verið starfrækt hér á landi í 118 ár. -JSS Innbrot í bíl - einn handtekinn Brotist var inn í bíl á Smiðjuvegi í Kópavogi í nótt. Lögreglan hand- tók einn mann á staðnum en annar slapp á hlaupum. Lögreglumaður sem DV talaði við í morgun taldi þó miklar líkur á að fljótlega yrðu hafðar hendur í hári hans. Ekki var upplýst hvort miklar skemmdir voru unnar á bifreiðinni. -HKr. Mikill eldur við Hverfisgötu - líkur á íkveikju Slökkviliðið í Reykjavik var kallað út klukkan 21.38 vegna elds í bakhúsi á Hveríisgötu 91. Mikill eldur var þá á fyrstu hæðpg logaði út um alla glugga. Að sögn slökkviliðs var mestur eldur í rusli og stæðum af bylgjupappa. Greið- lega gekk þó að slökkva eldinn. Húsið hefur staðið mannlaust og ekki er vitað til að rafmagn hafi verið á því. Að sögn lögreglunnar i Reykjavík er talið líkleg- ast að um íkveikju hafi verið að ræða. -HKr. DV-MYNDIR INGÓ Ikveikja í bakhúsl Greiðlega gekk að slökkva eldinn en líklegt er að kveikt hafi verið í húsinu. Skipulagsbreytingar í íþróttamiðstöð enn eitt hitamálið í Borgarbyggð: Forstöðumadur látinn fjúka - nefndarmaður segir af sér í kjölfar samþykktar bæjarstjórnar DV, BQRGARBYGGD:_________________ I síðustu viku fóru fulltrúar Framsóknarflokksins í Borgarbyggð fram á aukafund í bæjarstjórn vegna tillögu frá tómstundanefnd um skipulagsbreytingar í íþrótta- miðstöðinni í Borgamesi og ráðn- ingarsamning forstöðumannsins, Ingimundar Ingimundarsonar. For- stöðumanninum er sagt upp en þrír vaktstjórar ráðnir i hans stað. Mál- ið er hitamál í Borgamesi. Lögð var fram svohljóðandi til- laga frá meirihluta bæjarstjórnar Borgarbyggðar sem samþykkt var á fundi tómstundanefndar Borgar- byggðar 31. ágúst. Lagt er til að staða forstöðumanns verði lögð nið- ur og í staðinn starfi þrír vaktstjór- ar skv. starfslýsingu og almennum verkefnum vaktstjóra og heyri beint undir íþrótta- og æskulýðsfúlltrúa. Hver vaktstjóri hafi auk þess sitt ákveðna sérsvið sem viðkomandi standi skil á gagnvart íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Kolfmna Jóhannesdóttir og full- trúar Framsóknarflokksins lögðu til að tillögu tómstundanefndar yrði vísað frá. Sú tillaga var felld með 6 atkvæðum en tillaga tómstunda- nefndar samþykkt. Kolfinna og full- trúar Framsóknarflokksins lögðu fram bókun eftir samþykkt tUlög- unnar og gagnrýndu ófaglega máls- meðferð meirihluta L- og D-lista. Þau töldu að bæjarráð ætti að koma að skipulagsbreytingum í íþrótta- miðstöð Borgamess, ekki síst þar sem staða forstöðumanns verði lögð niður. Breytingin var tUkynnt sam- dægurs og ráðningarsamningur for- stöðumanns rann út. Þótti minni- hlutanum það kaldar kveðjur meiri- hlutans tU fráfarandi forstöðu- manns íþróttamiðstöðvarinnar og um leið eins af dyggustu liðsmönn- um íþróttahreyfingarinnar til margra ára. í kjölfar samþykktar tUlögunnar sagði framsóknarmaðurinn Guð- mundur Eiríksson sig úr tóm- stundanefnd Borgarbyggðar. í bók- un meirihlutans kemur meðal ann- ars fram að þessar breytingar hafi verið á döfinni um nokkra hríð. Kynnt hafi verið hugmynd að skipu- riti íþróttamiðstöðvar, að hafa þrjá vaktstjóra með íþrótta- og æskulýðs- fulltrúa sem yfirmann. Þegar í janú- ar 1999 hafi verið rætt um breyting- ar á þessum nótum. Samkvæmt heimUdum DV er þetta orðið eitt mesta hitamálið í Borgamesi og finnst mörgum að Ula hafi verið farið með Ingimund Ingi- mundarson sem hefur starfað fyrir íþróttahreyfinguna í tugi ára. -DVÓ Traustlegur bryndreki Þýska þjóðin gaf í gær hinni ís- lensku 10 tonna bryndreka. Ræðis- maður Þýskalands afhenti Árna Magnússyni, aðstoðarmanni utan- ríkisráðherra, farartækið en björg- unarsveit Landsbjargar í Öræfum mun hafa umsjón með tryllitækinu. Bryndrekinn er ætlaður tU björgun- arstarfa en mun einkum koma í góðar þarfir þegar veður er of hvasst fyrir önnur farartæki enda lágur og traustur á veUi. DV-MYND E.ÓL. Ræðismaöur Þýskalands og aðstoðarmaður utanríklsráð- herra handsala hér bryndreka- gjöfina. Tillaga um auölindagjald Samkvæmt heim- Udum sem Dagur tel- ur áreiðanlegar mun auðlindanefndin leggja tU að upp verði tekið auðlindagjald í sjávarútvegi. Ashkenazy gefur bestu ein- kunn Vladimir Ashkenazy kemur hingað tU iands í janúar á næsta ári tU þess að stjóma Sinfóníuhljómsveit íslands. 22 ár eru síðan Ashkenazy stjómaði síð- ast Sinfóníuhljómsveitinni en vinslit urðu þá með Ashkenazy og hljómsveit- inni. Nú hafa fuUar sættir tekist og gef- ur Ashkenazy hljómsveitinni sína bestu einkunn. Mbl. sagði frá. Hafnar sleifarlagi Aðaifundur NAUST 2000 undrast það „sleifarlag sem einkennir málsmeð- ferð stjómvalda við að koma í veg fyrir mengun frá Uaki olíu- skipsins E1 GrUlo í Seyðisflrði" eins og það er orðað í ályktun, Aldrei meira dóp I fyrra var lagt hald á meira magn fíkniefna en nokkm sinni í íslandssög- unni. Fíkniefnastofa ríkislögreglustjór- ans heíur tekið saman tölfræðiupplýs- ingar um fikniefnamál á árinu 1999. Dagur sagði frá. Skora á Sólveigu Félág lögfræðinga á VestQörðum skorar á Sólveigu Péturs- dóttur dómsmálaráð- herra að beita sér fyr- ir því að Héraðsdómi Vestfjarða verði fund- ið húsnæði sem fuU- nægir og hæflr starf- Afsökunarbeiðni krafist? Svanur Kristjánsson prófessor segir að afsökunarbeiðni eða afsagnar hefði verið krafist ef erlendir ráðamenn hefðu sagt það sama og HaUdór Ás- grímsson sagði um umboðsmann al- þingis. Stöð 2 sagði frá. Greiðslur vegna vatnsréttinda Iðnaðar- og viðskiptaráðherra stefndi í.vetur Landsvirkjun fyrir hönd íslenska ríkisins vegna ógreiddra gjalda fyrir vatnsréttindi á Eyvindar- staða- og Auðkúluheiði. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Mbl. sagði frá. Hráslagalegur dónaskapur Forstjóri Landspítalans, Magnús Pét- ursson, segir að spítalinn hafi kynnt bæði íslenska erfðagreiningu og Urði, Verðandi, Skuld vegna aðkomu þeirra að stofmm krabbameinsmiðstöðvar. Kári Stefánsson gagnrýndi Landspítal- ann fyrir að minnast ekki á fyrirtækið í kymiingu sinni á verkefninu, m.a. á heimasíðu spítalans. Talaði Kári um „hráslagalegan dónaskap". Mbl. sagði frá. Njósnuðu ekki Forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins segist ekki vita til þess að fangaverðir hafi nokkum tíma notað eftirlitsmyndavélar fangelsisins til að fylgjast með einkalífi fólks utan fang- elsisins. Mbl. sagði frá. Umboðsmaöur breytir engu „Álit umboðsmanns alþingis hefúr engin áhrif á ákvörðun um ráðningu nýs forstjóra. Þetta er nýtt hlutafélag og álitið er ráðningarmálunum nú al- gjörlega óviðkomandi," segir Gísli Guð- mundsson, forstjóri B&L og stjómar- formaður Flugstöðvar Leifs Eiríksson- ar hf„ i samtali við Dag. -GAR semi dómsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.