Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2000, Blaðsíða 28
NÝ NISSAN ALMERA www.ih.is FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö I DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 Her j ólf srekstur: Lág tilboð fýsileg - segir vegamálastjóri Helgi Hallgrímsson. „Lág tilboð eru fýsileg svo lengi sem þau eru raunsæ,“ sagði Helgi Hallgríms- son vegamála- stjóri um tilboð Samskipa hf. i rekstur Vest- mannaeyjafeij- unnar Herjólfs. Tilboðið er ríf- lega 133 milljón- um króna lægra heldur en tilboð Herjólfs hf. sem er núverandi rekstraraöili. Samskip buðu 192 milljónir króna í reksturinn til þriggja ára en Herjólfur hf. 325 milljónir. Helgi sagði, að tilboðin fengju heíðbundna meðferð. Farið yrði yfir þau, þau reiknuð út og tilboðsgjafar „látnir gera grein fyrir sínum mál- um.“ Það færi eftir því hvemig þau mál ynnust hve langur tími liði þar til afstaða til tilboðanna lægi fyrir. Ákvörðun lægi í síðasta lagi fyrir í október en nýr samningur á að taka gildi um áramót. „Þetta er sláandi munur og það verður að segjast að þetta kom nokkuð á óvart,“ sagði Helgi. í gær voru éinnig opnuð tilboð í rekstur ferjunnar Baldurs sem sigl- ir milli Stykkishólms, Flateyjar og Brjánslækjar. Sæferðir ehf. áttu lægsta tilboðið, ríflega 166 milljónir króna, Breiða- íjarðarferjan Baldur bauð tæpar 185 milljónir og Nýsir hf. i Reykjavík tæpar 199 milijónir. Um er að ræða rekstrartímabil til þriggja ára og nýr rekstrarsamningur tekur gildi 1. janúar nk. -JSS Áfallalaus ,» haustlægð Fyrsta haustlægðin er nú að mestu gengin yflr en að sögn starfs- fólks á Veðurstofu íslands var hún 990 millibör sem þykir svo sem ekki mikið. Hvergi er vitað um tjón vegna veðurs. Nokkur strekkingur var víða en vindurinn náði sér misjafnlega á strik eftir aðstæöum. Þannig þótti lögreglumönnum á Keflavikurflugvelli það tíðindi að þar var veðrið mun skaplegra en í Reykjavik. Samkvæmt upplýsingum frá hafnarstarfsmönnum og lögreglu á Suðurnesjum er ekki vitað til að neitt tjón hafi orðið vegna veðurs. ^ Ekki er heldur vitað til að veður hafi plagað fólk í öörum landshlut- um. -HKr. monster viö Keykjanesvita Þessa dagana standa yfir hér á landi tökur á myndinni Monster en hún er samvinnuverkefni íslendinga og Bandaríkja- manna. Hinn kunni leikari Hal Hartley leikur eitt af aöalhlutverkunum í myndinni en hann er þekktastur fyrir leik sinn í myndinni Henry Fool. Mikið rok var viö Reykjanesvita í gær og töfðust tökur á myndinni vegna þess. Hlutabréf á Verðbréfaþingi: Úrvalsvísi- talan fellur - ekki lægri í níu mánuði Úrvalsvísitala hlutabréfa á Verð- bréfaþingi íslands lækkaði hressi- lega í gær og hefur ekki verið lægri frá því 13. desember á síðasta ári. í lok viðskiptadags í gær stóö Úr- valsvisitalan í 1472 stigum stigi en 13. desember í fyrra var vísitalan í 1469 stigum. Fyrirtækin sem lækkuðu mest í verði í gær voru sjávarútvegsfyrir- tækin Grandi hf„ sem lækkaði um 9,1%, og SÍF hf. um 7,1%. Þá lækk- aði Skýrr um 7,5%. Hæst reis Úrvalsvísitalan í febrú- ar á þessu ári, í 1888 stig, og hefur hún nú lækkað um 22% síðan þá. Talið frá áramótum hefur vísitalan hins vegar lækkað um 9,1%. í gærmorgun var spáði Greining- ardeild Kaupþings áframhaldandi lækkum á gengi hlutabréfa á Verð- bréfaþinginu. Sjá nánar á viðskipta- síðu á bls. 8. -GAR Foreldrar í Engjahverfi skera upp herör gegn eiturlyfjasölum: Skólabörn eru not- uð við eiturlyfjasölu Foreldrar í Engjahverfi í Grafar- vogi telja sig hafa vissu fyrir því að tiltekin hjón í hverfinu beiti bömum fyrir sig við dreifingu og sölu fíkniefna. Al- vara málsins er slík að á foreldrafundi í Engjaskóla í Engjaskóla í gærkvöld var málið rætt og faðir 14 ára drengs gerði grein fyrir því sem hann hafði upp- götvað í framhaldi þess að sonur hans kom ofurölvi heim skömmu eftir verslunarmannahelgi. „Hann sagðist hafa drukkið landa ásamt fleiri krökkum og sagði mér hvaða fólk hefði gefið honum þetta. Þegar ég fór að spyijast frekar fyrir um málið kom í ljós að lögreglan veit af þessu fólki," segir faöirinn. Hann segir að þegar hann spurð- ist frekar fyrir um málið hafi kom- ið á daginn að umrætt fólk hafl haldið úti nokkrum hópi bama sem þau gefi bæði áfengi og tóbak og noti síðan í sendiferðir með eiturlyf. „Þarna er verið að eyðileggja böm markvisst. Aöferðafræðin er sú að gefa krökkunum fyrst tóbak og áfengi og láta þau stofna til skuldar viö sig. Þá er farið út í önn- ur vímuefni og krakkamir notaðir við sölu þeirra. Sonur minn hefur lýst því að þama inni á heimilinu hafi fólk verið í neyslu og sumt í hörðum efnum. Hann segist hafa horft á fólk sprauta sig,“ segir faðir- inn. „Ég gerði fólki grein fyrir þvi á fundinum í gær að þessi ógn steðj- aði að bömum okkar og það var ákveðið að grípa strax til harka- legra aðgerða," segir faðirinn sem Miklar skuldir sveitarfélaga í hlutfalli af skatttekjum: Atjan með meira en 100 prósent - Vesturbyggð langverst en Ólafsfjörður fylgir skammt á eftir 10 skuldseigustu sveitarfélögin - heildarskuldir sem hlutfall af tekjum Bojungarvík ísaflörður Vesturbyggð Skagafjörður Stykkishólmur » Snæfellsbær Kópavogur 188.6 186,2 182,9 1774 HafnarQörður lHHHIfnliiFíM Staða sveitarfélaga á íslandi er víða slæm og þau þurfa aukið íjár- magn til að halda sér gangandi. Þetta er sú mynd sem Samband ís- lenskra sveitarfélaga hefur dregið upp af ástandinu og kaUað eftir auk- inni hlutdeild í skatttekjum. For- sætisráðherra hefur sagt að það sé mun frekar aukin ráðdeildarsemi en aukið fjármagn sem sveitarfélög- in þurfi á að halda. Þegar skoðaðar eru tölur um stöðu sveitarfélaga um áramótin 1998 til 1999 kemur vissulega í ljós að staðan er víða slæm. Verið er að vinna að samantekt talna fyrir árið 1999 en ekkert bendir til að ástand- ið sé að batna. Heildarskuldir sem hlutfall af skatttekjum voru sem dæmi á þess- um tíma 225,5% í Vesturbyggð. Jón B. G. Jónssson, formaður bæjar- ráðs, sagði í DV í gær að skuldir íbúanna vegna félagslega íbúðakerf- isins eins væru hátt í 500 milljónir króna. Þá sagði hann að bæjarfélag- ið gæti aldrei greitt þetta. Ef skoðaðar eru skuldir tíu verst stöddu sveitarfélaganna um áramót- in 1998/1999 kemur í ljós að staðan var langverst í Vesturbyggð. Þar á eftir kom Ólafsfjörður með skuldir sem námu 188,6% í hlutfalli af skatt- tekjum. Síðan var Skagafjörður með 186,2%, Hafnarfjörður með 182,9%, ísafjörður með 177,4%, Bolungarvík með 160,1%, Kópavogur með 157,7%, Stykkishólmur með 151%, Mosfells- bær með 150,8% og í tíunda sæti er svo Snæfellsbær með heildarskuldir sem nema 141,7% af skatttekjum. Alls eru 18 sveitarfélög á landinu sem hafa fleiri en þúsund ibúa með heildarskuldir sem nema meira en 100% af skatttekjum. -HKr. ekki vill koma fram undir nafni af ótta við hefndaraðgeröir. Hann segir að ákveðið hafi verið að gripa til samræmdra aðgerða í því skyni að bjarga bömum hverfis- ins frá dópsölum. „Við munum hafa samráð við skólayfirvöld, lögregluna, SÁÁ og íþrótta- og tómstundaráð Reykjavík- urborgar. Þá munum við foreldramir koma upp vakt eða svokölluðu for- eldrarölti. Það verður gengið í skrokk á þessi liði auk þess að taka upp öfl- ugt forvamastarf. Við erum komin í stríð við dópsalana og þeim verður stuggað í burtu," segir faðirinn. Hildur Hafstað, skólastjóri í Engjaskóla, segist ekki hafa fengið formlegar upplýsingar um málið sem upp hafi komið á foreldrafundi í gær, þó með mjög óformlegum hætti. „Okkar viðbrögð eru þau að fara í að kanna málið strax og ræða við lögregluna og aðra þá sem geta veitt upplýsingar. Manni er að sjálfsögðu mjög bmgðið við slíkar upplýsingar en fyrsta krafa er að kanna sann- leiksgildi málsins og svo að gripa til aðgerða í samræmi við það,“ sagði Hildur i morgun. -rt/vs Tilboösyerd kr. 4.444 bfOthST P-touch 1250 Lítil en STORmerkileg merkivél 5 leturstæröir 9 leturstillingar prentar í 2 línur boröi 6, 9 og 12 mm 4 gerðir af römmum Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Vefiang: www.if.is/rafport SYLVANIA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.