Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2000, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 9 DV Neytendur Það er gott... ... að strá salti yfir egg sem hefur brotnað á gólfinu, bíða í 5 mínútur og sópa það svo upp. ... að nota segulstál til að ná upp smáhlutum úr járni eins og nöglum og skrúfum. Það er hægt að setja segulinn á plastlok og gerir það auð- velt að sópa smádótinu af. ... að fara reglulega í gegnum smádótið, verkfærin og annað sem safnast og losa sig við það sem ekki er í notkun reglulega. Það er ótrú- legur vinnuspamaður að því að eiga ekki of mikið dót og miklu betra að hafa yfirsýn yfir það. ... að merkja kryddið með dagsetn- ingu svo það verði ekki of gamalt. Ef engin lykt er af kryddi í ómerktum dósum er best að henda þeim. ... að fara í gegnum uppskriftim- ar sem maður safnar úr tímaritum og blöðum. Henda þeim sem ekki hafa verið notaðar og setja hinar snyrtilega í plastvasa. ... að setja súpur og kássur í þykka plastskál eða ílát þegar verið er að frysta matinn. Þannig er auð- velt að setja Uátið í vel heitt vatn til að þíða það þegar þarf á að halda. ... að hafa skál með ávöxtum og heUsusamlegu smánasli á eldhús- borðinu tU að hvetja heimUisfólkið tU þess að borða „gott“ nasl á mUli mála. ... að frysta tertur án umbúða og pakka þeim svo inn. Þannig festist kremið eða rjóminn ekki við um- búðimar. ... að merkja umbúðir áður en maturinn er frystur því engir lím- miðar festast við frosnar umbúðir. ... að strá salti i ofninn ef eitthvað fer niður í hann á meðan verið er að elda. Þegar hann hefur kólnað er hægt að bursta óhreinindin burt með rökum svampi. ... að geyma eldhús- áhöld og tæki sem ekki eru notuð að minnsta kosti viku- lega í skápum tU að þau safni minni óhreinindum á sig. ... að binda sokk eða mjúka tusku við mjóa spýtu eða kústskaft og nota tU að hreingera undir ísskápnum. ... aö hreinsa laus óhreinindi í dósaopnaranum með tannbursta og draga pappírsþurrku í gegnum skurðarhlutann. Úðið síðan með „non stick“ olíu. ... að blanda saman 1 boUa af salti og 1 boUa af matarsóda og heUa í niðurfaUið tU að losa um fitu sem hefur stUlað það. ... að setja stáluUina í plastpoka og setja í fiysti eftir notkun. Þannig ryðgar hún ekki. Kompaníið Rakarastofan Klappastíg Englahár Hámý í Kópavogi Krísta Ónix Hárgreiðslustofa Helenu HjáEddu Klipping og léttur blástur 2.900 2.200 2.100 2.100 2.350 2.100 1.900 1.800 Litun 3.200 3.045 3.050 3.500 4.050 3.200 2.600 2.300 Álstnpur, tveir litir í missítt hár 4.400 5.020 3.990 4.850 5.800 3.600 3.800 4.000’ Herraklipping 2.200 2.065 1.890 1.850 2.350 1.600 1.500 1.000 Bamaklipping, 0-6 ára 1.900 1.705 1.190 1.250 1.000 1.000 1.000 900 Bamaklipping, 6-11 ára 1.900 1.705 1.490 1.590 1.400 1.200 1.200 900 Permanent í missrtt hár 5.100 5.535 5.490 5.400 5.300 4.800 4.200 2.500 m Sérhæfðar hársnyrtistofur: Með hendur í hári - viðskiptavina sinna. DV gerði verðkönnun á þjónustunni Þ"| Upplýsingar í síma 550 5000 Ostur í rangri breidd Ostur er víða á borðum lands- manna og jafnvel oft á dag enda handhægt álegg og gott. FuUt af kalki og steinefnum og öðru góð- gæti. Flestir nota ostaskera tU að skera ostinn í sneiðar, þ.e. þeir sem ekki kaupa hann skor- inn. Osta- skerar eru margvis- legir en þó er raufín í alUlestum tilfeUum um það bU 50 mm. Þetta þykir einum lesanda neytendasíð- unnar held- ur slæmt. Hann segist gjarnan kaupa ost sem heitir Gotti og er skorinn að því er virðist í nákvæm- lega 50 mm breið stykki, sem vænt- Ostur er góður til að borða ofan á brauð, bræða og nota í ýmsa rétti. anlega helgast af því að skurðar- meistarinn hefur mælt ostaskera og vinnur eftir því. En lesandinn segir þetta ekki duga því aUtaf verði smá- vegis út undan sem orsaki að hann verði að haUa ostaskeranum , til skiptis til ® v ví^ hægri og vinstri og þá verði sneiðin ójöfh. Hann stakk því upp á því að Osta- og smjörsalan breytti þessu og skæri ostinn í 45 mm breidd. vv Neytendasíðan hafði samband við Osta- og smjörsöluna og þar var þessari tiUlögu vel tekið og hún sett í nefnd. Það má því ef tU viU búast við því innan einhverra mánaða að Gotti verði mjórri og betra að skera hann með hefðbundnum ostaskera. Nokkrum sinnum á ári þarf fólk að láta klippa sig, böm, konur og karlar. Heldur meira er haft við þegar konur eiga i hlut og margháttuð. þjónusta í boði. Auðvit-J að býðst hún karlmönn- un líka, hvort sem um er að ræða litun, permanent eða eitt- hvað annað en enn ! sem komið er hafa | karlmenn lítið látið reyna á það að fá | permanent, svo eitt- hvað sé nefnt, þó að litun sé í vaxandi mæli notuð af báðum kynjum. Ekki er langt síðan rakarar sáu um karl- ana og konurnar fóru á hárgreiðslustofurnar, en það hefur breyst með árunum og nú veita báð- ir aðilar sömu þjónustu. Svolítið er verðið mis- munandi og getur það helg- ast af mismikilli þjónustu meðal annars. Hjá Kristu í Kringlunni fer verðið eftir reynslu og þekkingu þess sem klippir og leggur hárið og eru þar þrír verðflokkar. Sá sem hér birtist er hæstur, verð meist- ara í hárskurði þannig að tveir lægri flokkar eru til. Hjá Ónix á Grandaveginmn var það tekið sérstaklega fram að sér- verð gilti fyrir eldri borgara. Þannig kostar dömuklipping 1500 krónur, herraklipping 1200 krónur, permanent 3500-4000 krónur eftir sídd hársins og litun ' 2500 krónur. verðið við sex ára aldur og hækkaði nokkuð. Þó mismikið. Permanent kostar frá 2500 krón- um þar sem það var langlægst og upp í 5535 krónur hæst. Athygli vekur að hárgreiðslustofan Ef litun og klipp- ing fer saman hjá Hárgreiðslustofu Helenu er heOd- i arverðið 4200 \ krónur t* þannig að rl það borgar ásR sig að láta lita sig f um leið og klippa þar. þrem Flestir fara í klippingu á 6-10 vikna fresti og sumir oftar Fyrir háriö er gott aö klippa þaö oft og þá kannski minna í einu og þest er aö hafa einhvern sem „sér um“ hár manns og þekkir þaö út og inn. stöðum voru barnaklippingar á sama verði hver sem aldur bamsins var en á hinum stöðunum skiptist Hjá Eddu er með lægst verð í heild- ina og t.d. munar mjög miklu á permanentinu og talsvert miklu á herraklippingum sem aðeins kosta 1000 krónur hjá þessari stofu. Fyrir stórar fjölskyldur er þetta kostnaður sem getur skipt tölu- verðu máli en það má heldur ekki gleyma því að fólk tekur ástfóstri við ákveðnar stofur og ákveðna fagmenn og vill halda sig þar, þó svo það kosti eilítið meira ef til vill. ' Stofurnar Ekki var lagt neitt mat . * á aðstæður eða annað, aðeins skoðað verð og sþurt um ákveðna þætti í þessari könnun. Stofurn- ar sem þátt tóku í könnun- inni voru: Kompaníið, Rakarastof- an Klapparstíg, Englahár, Hámý i Kópavogi, Krista, Ónix, Hárgreiðslustofa Helenu og Hjá Eddu. Þjónustan sem spurt var um var: Klipping og léttur blástur fyrir dömur. Þ.e. eins og viðskiptavinurinn kemur frá hárgreiðslustof- unni. Litun í stutt hár. Ál- strípur, tveir litir í milli- sítt hár. Herraklipping. Barnaklipp- ing 0-6 ára. Barnaklipping 6-11 ára og permanent í millisítt hár. Blaöberar óskast í eftirtalin hverfi: Leifsgötu Laugarásveg Ránargötu Bollagötu Álfhólsveg 70-100 Tunguheiði Grettisgötu Dunhaga Egilsgötu Sunnuveg Bárugötu Hofgarða Melaheiði Njálsgötu Fornhaga Hjarðarhaga Nýlendugötu Mýrargötu Túngötu Marargötu Mánagötu Skarphéðinsgötu Skeggjagötu Skipholt 50-64 Laugaveg 170-180

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.