Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 Fréttir Íslandsbanki-FBA: Lykilmenn losa - órói meðal hluthafa Á innan við tveimur vikum hafa þrir af æðstu stjórnendum íslands- banka-FBA selt talsvert af hluta- bréfaeign sinni í bankanum, eða fyrir samtals 103 milljónir króna. Greiningardeild Kaupþings segir að í ljósi þess komi lækkun á verði bréfanna ekki á óvart þar sem sala þremenningana skapi ókyrrð í hlut- hafahópnum. Þeir sem seldu voru Bjami Ár- mannsson forstjóri fyrir 79 milljónir króna, Aðal- steinn Jónasson, forstöðu- maður lögfræðideildar, fyrir 12 milljónir og Er- lendur Magnússon, fram- kvæmdastjóri fyrirtækja- Bjarni Ármannsson Seldi hluta bréfa sinna. þjónustu, fyrir 11,3 milljónir króna. Kaupþing bendir á að fyrir rúmum hálfum mánuði hafi stjórnendum íslandsbanka- FBA verið boðið að kaupa bréf í félaginu að nafnvirði ein milljón króna hver á genginu 4,70. Þremenning- arnir seldu hins vegar bréf sin á mun hærra gengi, eða á bréf bilinu 5,15 til 5,25, sem þýðir 450 til 550 þúsund króna ágóða fyrir hvern. Mjög mikil viðskipti voru með bréf i Íslandsbanka-FBA á Verð- bréfaþinginu á föstudag, eða fyrir ríflega 102 milljónir króna, á geng- inu 5,05. 1 gær voru seld bréf í bankanum fyrir 16 milljónir króna og var loka- gengið 4,95, miðað við 5,35 þegar það fór hæst í fyrri viku. -GAR Vinnsla hafin í nýjasta og glæsilegasta frystihúsinu: Fólk óttast atvinnumissi og meira krefjandi vinnu DV, NESKAUPSTAD:___________________ Vinnsla bolfisks er nú hafln í hinu nýja fiskiðjuveri Síldarvinnsl- unnar. Er þar ein fullkomnasta vinnsluaðstaða sem völ er á í dag. Er lína þessi framleidd af Marel og Skaganum hf. Þykir vinnsla öll hafa gengið samkvæmt áætlun og eru menn afar ánægðir með hvernig kerfið virkar. En þrátt fyrir þessa fullkomnun og miklu tækni er nokkur kvíði i fólki, það telur sumt að tæknin geti leitt til frekari fólks- fækkunar sem hefur verið gífurleg fram að þessu. Auk þess óttast fólk að vinnan verði meira kreíjandi og óaðlaðandi og þykir nóg hafa veriö af slíku fyrir í fiskvinnunni. í móttöku nýja frystihússins eru fullkomnir stærðarflokkarar, haus- arar og þrjár flökunarvélar, þar af ein fyrir karfa, snyrtilína í vinnslu- sal með 14 stærðum og sjálfvirkar skurðarvélar sem skera flök í ákveðnar stærðir. Lausfrystir er þar sem gefur margs konar nýja möguleika og eru þar flokkarar ásamt pökkunaraðstöðu. Þessi lína eykur til muna afköst frá fyrri bún- aði og á að stytta vinnslutima hrá- efnis. Geta má þess að smábátaafli hef- ur ekki verið unninn á þessu ári hér í bænum af þeim fiski sem hef- ur veiðst hér innan fjarðar og í grenndinni. Það hefur ekki gerst í 1150 ár. Kæli- og frystigeymsla Síldar- vinnslunnar á að verða tilbúin síð- ar á þessu ári og er grindin risin og er mannvirki mikið. Reiknað er með að fyrsti áfangi verði tekinn í notkun í næsta mánuði. -KAJ Glænýr foíll gjör- ónýtur Um kl. 3.30 aðfaranótt sunnudags valt bill á Kirkjubæjarvegi á móts við Strönd á Rangárvöllum. Læknir var kvaddur á staðinn ásamt sjúkrabíl. Einn maður var í bílnum en ótt- ast var að þar hefðu einnig verið farþegar sem kastast heföu út. Því var tækjabíll kallaður á svæðið til að lýsa það upp. Einnig voru kallað- ir til björgunarsveitarmenn sem voru á heimleið eftir að hafa verið kallaðir út fyrr um nóttina. Ökumaður bifreiöarinnar var talsvert skorinn á höfði og í andliti. Hann var fluttur til aðhlynningar á Landspítalann i Fossvogi. Bíllinn, sem var glænýr, mun vera gjörónýt- ur eftir veltuna. Talið er að um ölv- unarakstur hafi verið að ræða. -ss Bílstuldur Bifreið af gerðinn Volvo 460 var stolið aðfaranótt mánudagsins 4. september. Bifreiðinni var lagt fyrir framan íslandsbanka viö Hlemm. Skráningamúmer hennar er TI 690. Þeir sem hafa oröið varir við bif- reiðina eru beðnir að láta lögregl- una i Reykjavík vita. Bílslysið í Vattarfirðl Eins og fram kom í DV í gær varö alvarlegt umferöarslys í Vattarfiröi í Austur-Baröastrandarsýslu í fyrradag. Bíllinn lenti í lausamöl og valt af veginum um 25 metra niöur í tjörn sem sjór fellur í. Fernt var í bílnum og hlutu allir áverka en mæögur slösuöust alvarlega. Stúlkan hlaut opiö beinbrot og móöir hennar er meö brot á hálsliö. Þær voru fluttar meö þyrlu til Reykjavíkur. Batahorfur eru sagöar góöar. Ný þjónustuáætlun Eimskips: Nýr Goðafoss á leiðinni Nýtt skip Eimskipafélagsins, Goða- foss, kemur hingað til lands seint í kvöld eða aðfaranótt miðvikudagsins. Kaup á skipinu hingað til lands eru liður í nýrri þjónustuáætlun Eimskips þar sem minni skip munu vikja fyrir öðrum sem hafa meiri flutningsgetu. Goðafoss var staddur í Þórshöfn í Færeyjum í gær þegar DV náði tali af skipstjóranum, Engilbert Engilberts- syni. Hann lét vel af skipinu í þessari fyrstu ferð og sagði það lofa góðu. Goðafoss er fimm ára skip, 14.600 tonn að stærð. Það getur lestað 1450 gáma, en til samanburðar má geta þess að Brúarfoss, sem áður var stærsta skip Eimskips, lestaði 1012 gáma. „Þetta er gífurleg aukning á flutningsgetu," sagði Engilbert. Skipið hefur í þessari ferð sinni lestað vörur í Hollandi, Þýskalandi, Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Fær- eyjum. Þá mun skipið sigla á þrjár hafnir á íslandi. í næsta mánuði tekur Eimskip svo systurskip Goðafoss, Dettifoss, í notkun. Það hefur sömu burðargetu og hið fyrmefnda. -JSS Sandkorn .........Hg Umsjón: Hörður Kristjánsson netfang: sandkom@ff.ls & Steikin vex í kjötboröi Páll Reynisson hefur heldur bet- ur skotist upp á stjömuhimininn eftir að hafa komið fram í helgarviðtali DV. Þar talar hann um afrek sín á villidýraveiðum í Afríku og víðar. Mörgum til mikill- ar undrunar voru ekki allir hrifnir af þeirri umflöll- un og sumir töldu myndbirtingu af dauðum dýrum hreinan viðbjóð. Tveir lesendur blaðsins skeggræddu þetta og voru mjög á öndverðri skoðun. Annar sagði að þetta hefði nú þótt sjálfsagður hlutur í sveitinni og slátrun á dýrum hluti af tilver- unni. Hinn benti þá á að sveitafólk- ið væri líka á mun lægra menning- arstigi en borgarbörnin sem borð- uðu ekki myrtar skepnur. „Einmitt", sagði þá hinn fyrrnefndi. „Þú heldur þá kannski enn að steik- in sem þú varst að grilla hafl vaxið í kjötborði kaupmannsins..." Rannsókn á fýlaveiöum Meira af dýravernd. Dýravernd- unarsamtök íslands eru ekki par hrifln af veiðum á fýl sem sagt var frá í myndatexta í DV fyrir skömmu. Munu samtökin fara fram á opin- bera rannsókn á drápsaðferðum sem þar voru hafðar í frammi. Á myndinni mundar ungur dreng- ur prik og reiðir, að því er virðist, til höggs en fýll liggur hinn róleg- asti á jörðinni. Engum sögum fór þó af örlögum fuglsins en grand- varir lesendur spyrja um örlög drengsins eftir slíka opinbera rann- sóknarmeðferð... Klókur? ísafjarðarbær samþykkti á dögun- um aukafjárveitingu og lántöku n vegna félagslegra íbúða sem bæjarfé- :: lagið er að kikna ■ undan. Þannig > virðist bæjarfélagið ætia að reyna að standa sína plikt varðandi afborgan- ir af kerfinu, ólíkt því sem gerst hef- ur í Vesturbyggð þar sem menn hafa hreinlega gefist upp. Átta bæjarfull- trúar greiddu atkvæði með tillög- unni, þar með taldir allir bæjarfull- trúar minnihlutans. Athygli vakti hins vegar að einn fulltrúi sjálfstæð- ismanna í meirihlutanum, Þorsteinn Jóhannesson yflrlæknir, greiddi at- kvæði á móti þessum hugmyndum. Menn velta því mjög fyrir sér hvort Þorsteinn sé á leið út úr bæjarstjórn- inni eða hvort hann hafi einn bæjar- fúlltrúa verið svo klókur að sjá sama ljósið og Vesturbyggðarmenn - hrein- lega að senda félagsmálaráðherra pakkann til úrlausnar... Gegn trollveiðum Garðar H. Björgvinsson, kvóta- andstæðingur og stofnandi félaga- samtakanna Fram-1 tíð Islands, ræðst I ekki á garðinn þar [ sem hann er lægst- ur. Nú er það ekk- ert annað en al- heimsstríð gegn | botntrollsveiðum. Hann hefur látið I hanna límmiða sem dreift verður í átta miUjónum eintaka um allan heim. Þannig á barátta Garðars ekki að fara fram hjá kvótagreifum heimsins. Það sem meira er, hann hefur tryggt sér sam- stöðu samtaka á borð við Sea Shepherd sem helst eru þekkt fyrir það hérlendis að sökkva hvalveiði- bátum í Reykjavíkurhöfn. Síðan hafa íslendingar ekki þorað að veiða hval af ótta við álit almennings í hinum stóra heimi. Þess vegna velta gárungar því nú fyrir sér hvort styttast fari i að togaraflotanum verði lagt líka... f & ;J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.