Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2000, Blaðsíða 15
14 27 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Svelnn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Rltstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritsfjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Verjandinn er sammála Dæmdur sakbomingur með allt á hælunum getur boru- brattur sagt, að verjandi sinn sé sér sammála, lögmeim séu sem betur fer ekki alltaf sömu skoðunar, dómarar séu mannlegir og geti gert mistök. Þetta er efnislega það, sem utanríkisráðherra sagði í íjölmiðlum um helgina. Eini munurinn á utanrikisráðherranum og dæmda sak- bomingnum er, að sá fyrrnefndi verður ekki settur inn. Hann er þeim mun hortugri, vísar í lögfræðinga utanrík- isráðuneytisins, sem telji sig ekki hafa gert neitt af sér með framlengingu flugstöðvarstjóra í eitt ár. Sá er einn tilverugrundvöllur lögfræðinga ráðuneyta að framleiða eftir pöntun álitsgerðir, sem leiða í ljós sakleysi ráðherra sinna og ráðuneytisstjóra. Þeir hafa alltaf gert það og munu alltaf gera, rétt eins og verjendur hafa alltaf varið skjólstæðinga sína og munu alltaf gera. Stöðvarstjóramálið er í stuttu máli þannig vaxið, að ut- anríkisráðherra þurfti að koma framsóknarkvígildi á op- inbert framfæri. Hann gerði það í þrepum, fyrst með því að setja manninn í stöðu flugstöðvarstjóra á Keflavíkur- flugvelli í eitt ár og síðan framlengja hann í eitt ár. Þegar loksins verður tekið á umsóknum manna eftir að þessi tími er liðinn, geta ráðherrann og undirmenn hans í stjórn Leifsstöðvar sagt, að framsóknarkvígildið hafi tveggja ára reynslu í starfi og sé vel að því komið, enda hafi aðrir umsækjendnr enga reynslu í slíku starfi. Þá verður þægilega fallið i skuggann, að allir umsækj- endur höfðu í upphafi meiri og betri starfsreynslu en framsóknarkvígildið, sem þekkt var fyrir það eitt að hafa komizt upp á kant við landslög. Fyrir næstu kosningar verður utanríkisráðherra sloppinn fyrir horn. Vafasamt er, að það taki því að henda þetta skítamál enn einu sinni á lofti í leiðara dagblaðs. Engin slík mál hafa nein varanleg áhrif á kjósendur, sem halda sínu striki og endurkjósa jafnan þá, sem spilltastir eru og hafa raunar meira traust á þeim en öðrum pólitíkusum. Svona hefur þetta alltaf verið. Þegar litið er til baka yf- ir íslenzkar embættaveitingar, má sjá, að meirihluti allra embættismanna þjóðarinnar eru pólitísk kvígildi, sem ekki gátu unnið fyrir sér með eðlilegum hætti, þegar þau voru skipuð í þakkarskyni fyrir flokkshollustu. Kjósendur geta ekki varið sig með því, að þeim hafi ekki verið kunnugt um spillingu umboðsmanna sinna í stjómmálunum. Fjölmiðlar hafa jafnan bent á pólitískar mannaráðningar, en það hefur ekki orðið til siðvæðingar innan stjórnmálaflokkanna eða meðal kjósenda þeirra. Hluti skýringarinnar kann að vera, að alvörufjölmiðlun á íslandi er umfangslítil miðað við vestrænar stórþjóðir, þar sem fer fram raunveruleg pólitísk umræða milli álits- gjafa utan stjórnmálaflokka. Þar hefði utanríkisráðherra fengið svo á baukinn, að hann ætti ekki viðreisnar von. Ef utanrikisráöherra Bretlands eða Bandarikjanna not- aði það opinberlega sem afsökun fyrir framferði sínu, að lögfræðingar ráðuneytisins væru sér sammála, væri það tekið sem dæmi um, að hann væri óhæfur ráðherra. Þjóð- félagið í heild væri sammála um þá niðurstöðu. íslenzka ástandið verður óbreytt meðan starfandi félag- ar helztu stjórnmálaflokka vilja hafa það svona eða sætta sig við það. Þeir breyta ekki viðhorfi sínu fyrr en þeir meta stöðuna svo, að hún muni valda fylgistjóni í kosning- um. Ekki hefur enn þótt ástæða til slíks mats. Spilling i mannaráðningum ríkisins er algerlega á ábyrgð kjósenda, sem meðal annars telja siðblindan utan- ríkisráðherra vera hinn merkasta stjórnmálamann. Jónas Kristjánsson ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 DV Skoðun Góður vilji dugar skammt Það hafa margir sýnt góð- an vilja til að fækka slysum í umferðinni. Þessa dagana hafa dómsmálaráðherra, Lögreglustjórinn i Reykja- vik og Umferðarráð mætt út á þjóðvegina til að biðja fólk um að aka gætilega. Auðvit- að kemur þetta í veg fyrir einhver slys og er því mjög gott og virðingarvert fram- tak. En það dugar bara skammt. Mikið meira þarf að koma til. Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaöur Kúagerði sem dæmi Eins og kunnugt er þá eru áratugir síðan Reykjanesbraut var lögð. Hún var mikil framfór frá gamla Keflavík- urveginum sem lá víða nánast á svo til beru hrauninu og í ótal beygjum. En gallar komu í ljós á nýja veginum. Á honum voru slysagildrur. Miðja vegu til Keflavíkur er Kúa- gerði. Þar var nýja Reykjanesbrautin lögð í krappri beygju til að komast fyrir endann á hraunhrygg. Þarna er oft mikil ísing á nýjum sléttum og malbikuðum veginum. Um leið og ökumenn lentu þama á of miklum hraða rann bíllinn út af hálum veginum. Við ekkert varð ráðið. Síðustu áratug- ina hafa orðið þarna mörg dauðaslys. Aðrir hafa orðið örkumla. Mikið tjón hefur orðið á bílum. Það lýsti góðum vilja þeg- ar settur var upp við Kúa- gerði minnisvarði um þá látnu með krossmarki. Þetta benti ökumönnum á að fara gætilega. Þessi góði vilji dugar bara ekki. Það verða eitthvað færri slys, en þau halda samt áfram. Slysagildruna burt Þegar alvarlegu slysin byrjuðu við Kúagerði fyrir meira en þrjátiu árum átti að hafa snör handtök og taka þessa slysabeygju strax af veginum. T0 þess þurfti að sprengja hluta af ná- lægum hraunhrygg burt. Varla var það mikið verk né flókið. Með því mátti koma i veg fyrir mörg slys. Samt var það ekki gert. Slysabeygjan við Kúagerði er þarna enn með ára- tuga slysaferil að baki. I einhverju blaði var sagt frá því fyrir nokkru að rannsókn og skoðun á slysagildrunni við Kúagerði færi fram. Það má vera að þessi vegarspotti verði lagfærður. Það verður auðvitað einn daginn. En þá hafa enn fleiri þegar lát- ið lífið þama eða slasast. Vantar peninga? Ökumenn og farþegar bíla deyja í áratugi við Kúagerði af því að pening- ar eru sagðir ekki vera til í svo ein- falda framkvæmd og að taka af eina slysabeygju. Á sama tíma hafa ein- staklingar og fyrirtæki fengið bréf frá ríkissjóði um að þeim væri úthlutað og geflnn kvóti upp á hundruð eða þúsundir miljóna. Þetta var afsakað með friðun á þorski. Viðtakendur þessara gjafabréfa hafa samkvæmt fréttum að meiri- hluta selt þennan kvóta og sett gjafa- peningana í annað, svo sem einbýlis- hús, önnur fyrirtæki, hlutabréf eða jafnvel flutt þá til útlanda. Með þessu lýsa þeir mjög skýrt yfir að friðun á þorski komi þeim ekki við. Það hafi alveg verið misskilningur hjá ríkis- stjórninni að gefa þeim kvóta til fiski- friðunar. Niðurstaðan er því sú að ríkissjóð- „Ökumenn ogfarþegar bíla deyja í áratugi við Kúa- gerði af því að peningar eru sagðir ekki vera til í svo einfálda framkvœmd og að taka af eina slysabeygju. “ ur getur afhent réttum aðilum gjafa- kvóta. Á sama tíma eru ekki til pen- ingar i áratugi til að taka af og rétta úr slysagildru við Kúagerði sem sér- Menntun í sjávarútvegi Að undanfórnu hefur verið mikil umræða um menntunarmál í sjávar- útvegi. Það er auðvitað mjög slæmt þegar ungt fólk vill ekki starfa í und- irstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Talsmenn samtaka útvegsmanna hafa kennt sjómannaforystunni um hluta af vandamálinu vegna nei- kvæðrar umræðu. Þessir talsmenn útvegsmanna ættu að líta sér nær til að finna hina raunverulegu ástæðu fyrir áhugaleysi ungmenna til þess að mennta sig fyrir störf í sjávarút- vegi. Undir nauöungarlögum Fiskveiðistjómunin hér á landi er umdeild og margir eiga um sárt að binda, hafa tapað atvinnu sinni, sitja í verðlitlum eða verðlausum hús- „Ég og mínir jafnaldrar höfum unnið undir nauðung- arlögum frá Alþingi en ekki eftir frjálsum kjarasamn- ingum bróðurpartinn af okkar starfsœvi. - Er þetta góð leið til að laða ungt fólk að atvinnugreininni?“ Meö og á móti eignum víða um land. Skuldir sjávarútvegsins eru ailtaf að aukast vegna ým- issa hluta, m.a. er fólk að fara með stórar fúlgur fjár út úr greininni og jafnvel út úr landinu. Atvinnutækifærum til sjós fækkar jafnt og þétt og ungir menn eiga litla von um skipstjórapláss í fram- tíðinni nema í gegnum ætt- artengsl eða kunningsskap. Verðmyndun á fiski er þannig á stóram hluta flot- ans að útgerð ákveður flsk-_____ verð einhliða og skipshöfn er í návígi við sína útgerðarmenn hvað þetta snertir, jafnvel 3-4 sinn- um á ári. Þetta er afar niðurdrep- andi vinnuumhverfi og skapar leið- inlegan móral. Ég og mínir jafnaldrar höfum unn- ið undir nauðungarlögum frá Al- þingi en ekki eftir frjálsum kjara- samningum bróðurpartinn af okkar starfsævi. - Er þetta góð leið til að laða ungt fólk að atvinnugreininni? Núverandi fiskveiðistjómarkerfi hefur leitt það af sér að fiski er hent í sjóinn aftur vegna hás verðs á veiðiheimildum. Ungir menn hafa tekiö þátt í þessu sem og aðrir, en það er auðvitað ekkert gamanmál að taka þátt í þessu, hvað þá að stjóma því að skipshöfnin hendi afla. Það er verið að gera heiðarlega menn að lögbrjótum. í kjaraviðræðum hafhar LÍÚ að laga Lífeyrissjóð sjómanna með auknum greiðslum, það er að segja úr 6% í 8% frá útgerð. Örorkulífeyr- ir úr Lífeyrissjóði sjómanna sem Grétar Mar Jónsson forseti Farmanna- og fiskimannasambands íslands hlutfall af heildarlífeyris- greiðslum er það hæsta sem þekkist hér á landi, eða um 42%. Fyrir ári síðan varð að skerða lífeyris- greiðslur sjómanna veru- lega. Nú er röðin komin að útvegsmönnum að taka þátt í því að rétta af lífeyrissjóði sjómanna. Það gætir tregðu hjá út- gerðinni varðandi endur- menntun skipstjórnar- manna. Það er krafa nú frá út- gerð að helgarfrí falli niður og það verði bara 4 sólar- hringa frí í mánuði. LÍÚ hefur hafn- að frftöku sjómanna vegna veikinda maka eða bama. - Er þetta fjöl- skylduvænt umhverfi? Hvar er frelsi skipstjóra til at- hafna og gerða? Nú tala sumir útgerðarmenn um að það verði að lækka kaup sjó- manna svo hægt sé að endumýja flotann. Laða svona kröfur fólk til sjós? Ég hef hvatt unga menn til náms í sjávarútvegsgreinum, í Stýri- mannaskólann og Vélskólann og haldið því fram við viðkomandi að vitlaus fiskveiðistefna yrði ekki til eilífðarnóns og að stjórnmálamenn framtíðarinnar verði ekki strengja- brúður sægreifa, að heilbrigð skyn- semi ráði ferðinni á nýrri öld. Árangur af núverandi fiskveiði- stefnu er hroðalegur hvert sem litið er - ástand fiskistofna aldrei verra. Flótti af landsbyggðinni með tilheyr- andi erfiðleikum. Það er ekkert skrýtið þó að ungt fólk horfi í aðrar Ætti ekki aö líðast í leggja niður busavígslur. Skemmtileg athöfn j „Hér í Verslun- r*', arskólanum er bus- r um boðið upp á H veitingar sem að þessu sinni fólust í grilluðum pylsum í Fjölskyldu- garðinum. Að því loknu er hefðbundin samkoma á sal skólans þar sem félagslífið er kynnt, formenn félaga kynna sig og fleira þess háttar. Við þetta tækifæri er einnig skemmtidagskrá þar sem stundum er sýndur afrakstur saklausra hrekkja s.s. falinna myndavéla en það er aiitaf gert með fullu samþykki við- komandi en aðaluppistaðan í dag- Þorvar&ur Elíasson skóiastjóri Verslunarskólans skránni er söngur og dans. Þannig viljum við taka á móti nýnemum með siðuðum hætti eins og við teljum að okk- ar skóli sé. Mér finnst forkast- anlegt að fólk sé niðurlægt. Það eru næg vandamál í samskipt- um nemenda í framhaldsskól- um þó ekki sé ýtt undir þau með busavígslum. Tolleringar sem voru viðhaföar í gamla daga voru svo sem engin niður- _ læging en ástandið hefur mikið versnað síðan. Þaö er margvíslegt of- beldi sem viðgengst við svokallaðar busavígslur í dag, ofbeldi og niðurlæg- ing sem ætti alls ekki að líðast. , „Ég kynntist gj sjálfur þessum at- höfnum sem ný- f nemi í Mennta- skólanum við Hamrahlíð 1969 og mér er í fersku minni að okkur bus- unum þótti þetta spennandi og skemmtileg athöfn sem allir tóku þátt í og setti skemmtilegan svip á skólann. Verkmenntaskólinn á Ak- ureyri hefur átt gott samstarf við nemendur í skólanum um busavígsluna og mér finnst það hafa skilað góðum árangri. Það hefur ver- ið reynt að draga úr ofbeldi og hvað Hjalti Jón Sveinsson skólameistari Verk- menntaskólans á Akureyri varðar niðurlægingu þá hef ég lagt áherslu á að aðgát skuli höfð í nærveru sálar. Ég hef hvatt nemendur til þess að gæta velsæmis og til- litssemi í samskiptum yngri og eldri nemenda og ég tel að það hafi borið árangur. Busavigslur era atburður sem setja skemmtilegan svip á skólalífíð og með þeim er gömlum hefðum sýnd ákveð- in virðing. Það er því engin ástæða til þess að leggja þær niður og þær fara að mínu mati vel fram með þeim hætti sem nú tíðkast." Um þessar mundlr eru framhaldsskólarnir a& byrja hver af ö&rum og busavígsla er fastur þáttur í starfsemi þeirra flestra. Mörgum finnst ofbeldi og nl&ur- læging setja of mlkinn svip á þessar athafnir. staklega er nefnd hér sem einstakt skýrt dæm’i. Það þarf meira en góðan vilja. Lúðvík Gizurarson Ummæli Umferöarsiöferði „Það á að sekta þá heilbrigðu sem leggja í stæði fatlaðra. Það á að sekta þá sem brjóta umferðarlögin og sekt- imar eiga að vera um- talsvert hærri en í dag. Við gætum litið til Norðmanna í þeim efnum. Það á líka að gera meira af því að svipta ökuníðinga ökuréttindum. Það ætti líka að innleiða kennslu í umferð- arsiðferði, mannasiðum í umferðinni í grunnskólum. - Þar gæti hins vegar reynst erfitt að fá góða kennara.“ Eiöur Guönason sendiherra, í Lesbðk Mbl. 9. sept. Hættulaus félagsskapur „Fyrir mér er Orca- hópurinn mjög hættu- laus félagsskapur sem engum stafaði ógn af.... En mér fmnst gaman að hafa tekið þátt í þessum kaupum á hlut í FBA sem síð- an áttu sinn þátt í að bankinn sam- einaðist íslandsbanka þannig að úr varð öflug fjármálastofnun á alþjóð- lega vísu. Ég tel sem sagt að afskipti okkar af málinu hafi leitt til góðra hluta í íslenska fjármálaheiminum.... Og við erum ekkert að plotta.“ Þorsteinn Már Vilhelmsson, framkvstj. Samherja, í Degi 9. sept. Breytt kjördæmaskipan „Þingmenn era að byrja að átta sig á því, að sú nýja kjördæmaskipan, sem þeir sjálfir samþykktu og kemur til framkvæmda í næstu kosningum, kallar yfir þá stóraukin vandamál í samskiptum við kjördæmi og kjós- endur.... Ferðalög um svo stór kjör- dæmi taka mikinn tíma og þess vegna er hætta á því aðtengslin á milli þingmanna og kjósenda verði enn minni en þau þó hafa verið með hinni nýju skipan. Úr forystugreinum Mbl. 9. sept. Þingmenn þögðu „Það var ánægju- legt að sjá hvað marg- ir létu sig málið varða, bæði á Austu- velli og i fjölmiðlum. Enn ánægjulegra hefði verið ef stjóm- málamenn hefðu sýnt þann kjark að mótmæla opinberlega komu þessa manns en þeir þögðu þunnu hljóði. Hvar voru þeir sem böröust gegn stjóm kommúnista hér á árum áður? Hvar vora mannvinim- ir sem með lýðskrumi sínu berja sér á brjóst í ræðustól Alþingis og krefj- ast lágmarksmannréttinda?" Björgvin Guömundsson, form. Heimdallar, i Mbl. 9. sept. Lýðræðislegt ofbeldi Stundum skammast mað- ur sín fyrir hugrerminga- tengsl en kjallarahöfundur getnr ekki að því gert að í hvert sinn sem hann sér foringja samtakanna sem kalla sig Afl fyrir Austur- land í sjónvarpi eða á mynd hrekkur hugurinn aftur til unglingsáranna. Aftur á fjórða áratug síðustu aldar þegar myndir fóru að birt- ast í dagblöðum af foringja suður í Evrópu. Sá skipti hárinu vinstra megin og meirihluti hársins féll fram á ennið hægra meg- in. Auk þessa prýddi andlitið nokk- uð myndarlegt yfirskegg. Þessi for- ingi var líka stundum nokkuð of- stækisfullur í málflutningi, og svo óðamála að erfitt var að greina orða- skil. í nafni fósturjarðarinnar... Höfundur veit að svona hugleið- ingar era skammarlegar en minnug- ur þess að frómur guðsmaður, fyrr- verandi biskup, leyfði sér að líkja þeim sem nöldruðu út af nýafstað- inni Kristnihátíð við fylgjendur þessa foringja, vonar höfundur að verða ekki kærður fyrir siðanefnd lækna þótt hann setji þessar aftur- virku hugleiðingar sínar á prent. í upphafi klæddust fylgismenn for- ingjans brúnum skyrtum og báru hamar Þórs á handleggnum og í nafni heiöurs fósturjarðarinnar og hins aríska kynstofns ruddust þeir inn á fundi samtaka sem ekki voru hliðholl kenningum foringjans og lumbraðu á fundarmönnum með tré- kylfum, m.ö.o. beittu því sem viö mundum kalla grímulaust líkamlegt Arni Björnsson læknir ofbeldi. Svo óx foringjanum og hreyfmgu hans fiskur um hrygg og hann var kos- inn til forystu fyrir þjóð sinni í lýðræðislegum kosn- ingmn. En foringinn og liðsmenn hans hættu ekki að beita of- beldi, en nú var ofbeldið stutt af meirihluta þjóðar- innar þannig að segja má að það hafi verið lýðræðis- legt, því ekki er annað vitað en að meirihluti þjóðarinn- ar hafi staðið við bakið á foringjan- um allt til endaloka. Viðurkennum lýðræðið Þótt nær allir sem látið hafa í ljós skoðun sína á túlkun austfirska for- ingjans á lýðræði hafi fordæmt hana, leiðir hún af sjálfú af sér hug- leiðingar um það hvort lýðræðislegu ofbeldi hafi verið beitt oftar í lýðræð- isríkinu íslandi bæði fyrr og síðar. Þótt vitur maður hafi einhvem tíma sagt að meirihlutinn hafi alltaf rangt fyrir sér, hljótum við samt að viður- kenna að lýðræðið, stutt meirihluta kjósenda, er besta stjómunarform sem völ er á. En eins og önnur gæði er hægt að misnota lýðræðið og sagan segir okkur að hættan af misnotkun vaxi eftir því sem sömu stjómendur sitja lengur og eru öruggari um vald sitt. Þá kemur að því fyrr eða síðar að þeir hætta að taka tillit til minni- hlutans og grípa til lýðræðislegs of- beldis sem getur birst í ýmsum myndum. Algengasta myndin er sú að reyna að kæfa, eða drepa á dreif upplýstri umræðu í krafti þess að meirihlutinn hefur vald yfir opinber- um og sömuleiðis sumum, s.k. frjáls- um fjölmiðlum. Dæmi um misnotkun Gott dæmi um slíkt er gagnagrunns- frumvarpið sem keyra átti í gegnum Alþingi án upplýstrar umræðu á fáum dögum. Sú tilraun mistókst í upphafi en eftirleikurinn, þar sem reynt var að þagga niður í andstæðingum frum- varpsins með fjölmiðlavaldi, var dæmigert lýðræðislegt ofbeldi. Annað dæmi er Fljótsdalsvirkjun sem reka átti ofan í kok þjóðarinnar í skjóli úr- eltra laga. Sem þriðja og fjórða dæmi eru fiskveiðilöggjöfin, sem látin er standa í trássi við vilja meirihluta þjóðarinnar, og aðild Islands að ESB, sem að áliti forsætiráöherra, for- manns stærsta stjómmálaflokksins er ekki til umræðu. Loks eru embættismenn grímu- laust skipaðir eftir flokkslínum en ekki hæfnikröfum. Allt sem hér hef- ur verið sagt eru dæmi um lýðræðis- legt ofbeldi. En það er fleira sem ástæða er til að skoða í lýðræðisrík- inu íslandi. Tii þess að menn átti sig Fyrir skömmu var hér erlend blaöakona sem m.a. var að kynna sér gagnagrunnslögin. Henni var það nokkurt undrunarefni hversu var- kárir menn voru við að láta í ljós skoðanir sínar með þessari „frjálsu" þjóð. „Stasi“ er ekki til á íslandi, eða hvað? Offarar eins og Austurlands- foringinn og forstjóri Í.E., sem fara stundum yfir strikið, eru nauðsyn- legir til að menn átti sig á því að það er ekki sjálfgefið að lýðræði útiloki ofbeldi. Ámi Bjömsson ,Offarar eins og Austurlandsforinginn ogforstjóri Í.E., sem fara stundum yfir strik- ið, eru nauðsynlegir til að menn átti sig á því að það er ekki sjálfgefið að lýðrœði útiloki ofbeldi. “ u -+ f Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.